Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 46
34 Niðurstöður liggja fyrir um það hvaða lög voru mest spiluð á útvarpsstöðvunum í fyrra. FM 95,7, X-ið og Bylgjan hafa birt sína lista og bera þeir öll merki þeirra tónlistarstefna sem ráða ríkjum á stöðvunum. Sumir lista- menn ná þó þeirri eftirsóknar- verðu stöðu að „krossa yfir“ og fá spilun á öllum stöðvum. Bæði X- ið og Bylgjan virðast spila álíka mikið af innlendum og erlendum listamönnum. FM sker sig nokkuð úr því þar nær enginn Íslending- ur inn á Topp 10. Það segir manni að árið var ekki sterkt í íslenska poppinu. Haffi Haff er efstur með Give Me Sexy í númer ellefu og Gus Gus eru með Add This Song í númer sextán. The Gossip og Muse eru í mikilli spilun hjá erki- fjendunum FM og X-inu, en engin íslensk sveit nær sama árangri. - drg The Gossip vinsæl á Íslandi BETH ORTON Í THE GOSSIP Spiluð í spað bæði á FM og X-inu. Fyrsta sólóplata Blazroca, Erps Eyvindarsonar, er í vinnslu og kemur væntan- lega út með hækkandi sól. Erpur er samur við sig og sendir meðal annars ís- lenskum auðjöfri tóninn. Á plötunni verður meðal annars lagið „Fimmþúsund kall“. „Það er tileinkað Björgólfi Thor og öllum hans ævintýrum. Ég er með sömpl af honum eitthvað að rífa sig sem ég hendi inn í lagið,“ segir Erpur. Björgólfur Thor er sem kunnugt er mikill rappáhugamaður og fékk 50 cent til að syngja fyrir sig í fer- tugsafmælinu á Jamaíku. „Það er í fyrsta skipti sem hægt er að sanna vond áhrif gangsta- rapps á einhvern Íslending,“ segir Erpur og hlær. „Þegar ég sá þessa mynd af Björgólfs-feðgunum með 50 cent fattaði ég þetta loksins. Get rich or die tryin‘. Sækjast sér um líkir. Nú þarf Björgólfur örugglega að ganga í skotheldu Gucci-vesti eins og 50 cent.“ Erpur segir plötuna væntan- lega í vor, sirka mars/apríl. „Ég er að vinna með öllum. Hver einasti gæi sem kann eitthvað í mínum geira er að vinna með mér. Menn hafa heyrt fyrstu lögin sem eru orðnir skugga- legir hittarar. „Reykjavík- Belfast“, „Stórasta landið“ og „Viltu dick“. Ég er stans- laust að gera lög og kominn með miklu meira en verður á plötunni. Maður velur bara úr. Eins og ég gerði á fyrstu Rottweil- er-plötunni gróf ég upp óþekkta rappara sem ég vissi að væru að rappa á íslensku. Ég er með fullt af ungum gaurum sem eru að gera góða hluti. Allir gömlu halarnir verða þarna líka. Svo hef ég verið að tala við Bjartmar upp á að við finnum út úr því hvað hann getur gert á plötunni. Það er ekki komin niðurstaða í það enn þá.“ Það hefur aldrei verið meira að gera hjá Erpi og XXX Rottweil- er hundum en um þessar mund- ir. Hann er nýkominn frá Ósló Þar sem hann spilaði á klúbbi um jólin og segist annars troða upp sirka tvisvar á viku. „Gamalt fólk heldur að ekkert sé í gangi fyrst það hefur ekki komið plata lengi. Það er bara allt annað dreifikerfi í gangi nna. Krakkarnir hlusta á þetta í tölvunni. „Reykjavík-Belfast“ er til dæmis með áhorfstölur á Youtube sem margar erlendar hljómsveitir myndu eiga við sig ef þær hefðu. En á sama tíma vill maður gefa út disk og geta haldið á einhverju. En ég veit svo sem að um leið og hann kemur munu krakkarnir rippa hann og senda á milli.“ drgunni@frettabladid.is TILEINKAR BJÖRGÓLFI LAG TOPP 10 Á FM 95,7 1. Black Eyed Peas - I Gotta Feeling 2. Gossip - Heavy Cross 3. David Guetta - Sexy Bitch 4. Muse - Uprising 5. Keri Hilson - Knock You Down 6. Kings Of Leon - Use Somebody 7. Flo Rida - Right Round 8. Inna - Hot 9. Lady Gaga - Poker Face 10. Black Eyed Peas - Boom Boom Pow TOPP 10 Á X-INU 1. Dikta - Let Go 2. Cliff Clavin - Midnight Getaways 3. White Lies - Farvel to the Fairground 4. Fleet Foxes - Mykonos 5. Our Lives - Out of Place 6. The Yeah Yeah Yeah´s - Zero 7. Muse - Uprising 8. Gossip - Heavy Cross 9. Mammút - Rauðilækur 10. Gus Gus - Add This Song TOPP 5 ÍSLENSK Á BYLGJUNNI 1. Egó - Í hjarta mér 2. Hjálmar - Það sýnir sig 3. Sálin hans Jóns míns - Kominn tími til 4. Jet Black Joe - Jamming 5. Egó - Engill ræður för TOPP 5 ERLEND Á BYLGJUNNI 1. U2 - Magnificent 2. Pink - Please Don´t Leave Me 3. Katy Perry - Hot N Cold 4. Lily Allen - The Fear 5. Lenka - Trouble Is a Friend SKUGGALEGIR HITTARAR Fyrsta plata Blazroca er væntanleg en á henni verður meðal annars lag tileinkað Björgólfi Thor þar sem svokölluð sömpl með honum verða notuð til að skreyta lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipu- leggjandi Iceland Fashion Week- tískuhátíðarinnar, sem haldin var í tengslum við Ljósanótt í lok síð- asta árs, segist ánægð með tilkomu Reykjavík Fashion Festival. Fréttablaðið greindi í gær frá því að einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins hér á landi hafi komið á laggirnar nýjum tískuvið- burði sem mun fara fram dagana 19. og 20. mars. „Mér finnst þetta alveg frábært, þetta er flott fólk og mér finnst þetta bara smart. Ice- land Fashion Week er alþjóðleg sýning sem fær til sín erlenda sem íslenska hönnuði og fjölmiðlafólk. Ég veit ekki hvernig þessu verð- ur háttað hjá Reykjavík Fashion Festival, en tilkoma þess viðburðar mun ekki setja strik í reikninginn hjá okkur,“ segir Kolbrún. Segist fagna nýrri tískuhátíð FAGNAR TILKOMU NÝRRAR TÍSKUHÁTÍÐ- AR Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipu- leggjandi Iceland Fashion Week, fagnar tilkomu nýrrar tískuhátíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ ST O FA 5 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.