Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 46
34
Niðurstöður liggja fyrir um það
hvaða lög voru mest spiluð á
útvarpsstöðvunum í fyrra. FM
95,7, X-ið og Bylgjan hafa birt
sína lista og bera þeir öll merki
þeirra tónlistarstefna sem ráða
ríkjum á stöðvunum. Sumir lista-
menn ná þó þeirri eftirsóknar-
verðu stöðu að „krossa yfir“ og fá
spilun á öllum stöðvum. Bæði X-
ið og Bylgjan virðast spila álíka
mikið af innlendum og erlendum
listamönnum. FM sker sig nokkuð
úr því þar nær enginn Íslending-
ur inn á Topp 10. Það segir manni
að árið var ekki sterkt í íslenska
poppinu. Haffi Haff er efstur með
Give Me Sexy í númer ellefu og
Gus Gus eru með Add This Song
í númer sextán. The Gossip og
Muse eru í mikilli spilun hjá erki-
fjendunum FM og X-inu, en engin
íslensk sveit nær sama árangri.
- drg
The Gossip vinsæl á Íslandi
BETH ORTON Í THE GOSSIP Spiluð í spað
bæði á FM og X-inu.
Fyrsta sólóplata Blazroca,
Erps Eyvindarsonar, er í
vinnslu og kemur væntan-
lega út með hækkandi sól.
Erpur er samur við sig og
sendir meðal annars ís-
lenskum auðjöfri tóninn.
Á plötunni verður meðal annars
lagið „Fimmþúsund kall“. „Það er
tileinkað Björgólfi Thor og öllum
hans ævintýrum. Ég er með sömpl
af honum eitthvað að rífa sig sem
ég hendi inn í lagið,“ segir Erpur.
Björgólfur Thor er sem kunnugt er
mikill rappáhugamaður og fékk 50
cent til að syngja fyrir sig í fer-
tugsafmælinu á Jamaíku.
„Það er í fyrsta skipti sem hægt
er að sanna vond áhrif gangsta-
rapps á einhvern Íslending,“ segir
Erpur og hlær. „Þegar ég sá þessa
mynd af Björgólfs-feðgunum með
50 cent fattaði ég þetta loksins. Get
rich or die tryin‘. Sækjast sér um
líkir. Nú þarf Björgólfur örugglega
að ganga í skotheldu Gucci-vesti
eins og 50 cent.“
Erpur segir plötuna væntan-
lega í vor, sirka mars/apríl. „Ég
er að vinna með öllum. Hver
einasti gæi sem kann eitthvað
í mínum geira er að vinna með
mér. Menn hafa heyrt fyrstu
lögin sem eru orðnir skugga-
legir hittarar. „Reykjavík-
Belfast“, „Stórasta landið“
og „Viltu dick“. Ég er stans-
laust að gera lög og kominn
með miklu meira en verður
á plötunni. Maður velur bara úr.
Eins og ég gerði á fyrstu Rottweil-
er-plötunni gróf ég upp óþekkta
rappara sem ég vissi að væru að
rappa á íslensku. Ég er með fullt
af ungum gaurum sem eru að gera
góða hluti. Allir gömlu halarnir
verða þarna líka. Svo hef ég verið
að tala við Bjartmar upp á að við
finnum út úr því hvað hann getur
gert á plötunni. Það er ekki komin
niðurstaða í það enn þá.“
Það hefur aldrei verið meira að
gera hjá Erpi og XXX Rottweil-
er hundum en um þessar mund-
ir. Hann er nýkominn frá Ósló Þar
sem hann spilaði á klúbbi um jólin
og segist annars troða upp sirka
tvisvar á viku. „Gamalt fólk heldur
að ekkert sé í gangi fyrst það hefur
ekki komið plata lengi. Það er
bara allt annað dreifikerfi í gangi
nna. Krakkarnir hlusta á þetta í
tölvunni. „Reykjavík-Belfast“ er til
dæmis með áhorfstölur á Youtube
sem margar erlendar hljómsveitir
myndu eiga við sig ef þær hefðu.
En á sama tíma vill maður gefa út
disk og geta haldið á einhverju. En
ég veit svo sem að um leið og hann
kemur munu krakkarnir rippa
hann og senda á milli.“
drgunni@frettabladid.is
TILEINKAR BJÖRGÓLFI LAG
TOPP 10 Á FM 95,7
1. Black Eyed Peas - I Gotta Feeling
2. Gossip - Heavy Cross
3. David Guetta - Sexy Bitch
4. Muse - Uprising
5. Keri Hilson - Knock You Down
6. Kings Of Leon - Use Somebody
7. Flo Rida - Right Round
8. Inna - Hot
9. Lady Gaga - Poker Face
10. Black Eyed Peas - Boom Boom Pow
TOPP 10 Á X-INU
1. Dikta - Let Go
2. Cliff Clavin - Midnight Getaways
3. White Lies - Farvel to the Fairground
4. Fleet Foxes - Mykonos
5. Our Lives - Out of Place
6. The Yeah Yeah Yeah´s - Zero
7. Muse - Uprising
8. Gossip - Heavy Cross
9. Mammút - Rauðilækur
10. Gus Gus - Add This Song
TOPP 5 ÍSLENSK Á BYLGJUNNI
1. Egó - Í hjarta mér
2. Hjálmar - Það sýnir sig
3. Sálin hans Jóns míns - Kominn tími til
4. Jet Black Joe - Jamming
5. Egó - Engill ræður för
TOPP 5 ERLEND Á BYLGJUNNI
1. U2 - Magnificent
2. Pink - Please Don´t Leave Me
3. Katy Perry - Hot N Cold
4. Lily Allen - The Fear
5. Lenka - Trouble Is a Friend
SKUGGALEGIR HITTARAR
Fyrsta plata Blazroca er væntanleg
en á henni verður meðal annars
lag tileinkað Björgólfi Thor þar
sem svokölluð sömpl með
honum verða notuð til að
skreyta lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipu-
leggjandi Iceland Fashion Week-
tískuhátíðarinnar, sem haldin var
í tengslum við Ljósanótt í lok síð-
asta árs, segist ánægð með tilkomu
Reykjavík Fashion Festival.
Fréttablaðið greindi í gær frá því
að einstaklingar sem starfa innan
tískuiðnaðarins hér á landi hafi
komið á laggirnar nýjum tískuvið-
burði sem mun fara fram dagana
19. og 20. mars. „Mér finnst þetta
alveg frábært, þetta er flott fólk og
mér finnst þetta bara smart. Ice-
land Fashion Week er alþjóðleg
sýning sem fær til sín erlenda sem
íslenska hönnuði og fjölmiðlafólk.
Ég veit ekki hvernig þessu verð-
ur háttað hjá Reykjavík Fashion
Festival, en tilkoma þess viðburðar
mun ekki setja strik í reikninginn
hjá okkur,“ segir Kolbrún.
Segist fagna nýrri tískuhátíð
FAGNAR TILKOMU NÝRRAR TÍSKUHÁTÍÐ-
AR Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipu-
leggjandi Iceland Fashion Week, fagnar
tilkomu nýrrar tískuhátíðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
NÝ SALATLÍNA FRÁ
SÓMA SEM BYGGÐ ER
Á LANGRI REYNSLU
AF SAMLOKUGERÐ
ST
O
FA
5
3