Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 16
16 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Lengi hafa menn horft til kríunnar með aðdáun fyrir þolgæði og hversu hat- rammlega hún ver hreiður sitt og unga. Skiptir þá engu hvort á í hlut maður eða skepna. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að það sem við töldum okkur vita um hana virðist stórlega vanmetið. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) er sagt frá nýrri grein í bandaríska vísindarit- inu Proceedings of the Nation- al Academy of Sciences þar sem koma fram nýjar upplýsingar um farhætti kríunnar. Alþjóð- legur samstarfshópur vísinda- manna, þeirra meðal frá Íslandi, hafa komist að því að krían flýg- ur meira en 70 þúsund kílómetra á árlegu farflugi á milli póla. Þetta er nálægt því að vera helm- ingi lengri leið en krían var talin ferðast árlega á milli varpstöðva á norðurslóðum til vetrarheim- kynna við Suðurheimskautið. Reyndar er um meðaltal að ræða og merktir fuglar í rannsókninni bættu sumir hverjir við sig tíu þúsund kílómetrum til viðbótar. Þetta er ekki síst athyglivert fyrir þá sök að krían er aðeins um 38 sentimetrar á lengd og um hundr- að grömm að þyngd. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika þá staðreynd að kríur ferðast lengra en nokkur önnur dýr á sínu árlega farflugi. Ný tækni Ekki hefur verið mögulegt að fylgjast nákvæmlega með ferð- um svo lítilla fugla fyrr en á allra síðustu árum. Hér kemur til nýleg tækni, lítið tæki sem kallast ljós- riti („geolocator“) og er aðeins 1,4 grömm á þyngd. Tækinu er komið fyrir á fæti fugla og mælir reglu- lega ljósmagn sem gerir mögu- legt að ná tveimur staðsetningum fyrir fugl á hverjum degi. „Notk- un slíkra tækja á sjófugla hefur ekki aðeins gjörbreytt þekkingu okkar á farháttum þeirra, heldur koma niðurstöðurnar sem tækin veita einnig að góðum notum til að kortleggja hvar lífrík hafsvæði er að finna,“ segir Richard Phill- ips frá bresku heimskautastofn- uninni og meðhöfundur að grein- inni. Rannsóknaniðurstöður sýna að atferli fugla er nátengt bæði lífrænum og ólífrænum þáttum umhverfisins. Ævar Petersen, dýrafræðing- ur á NÍ, er í hópi vísindamann- anna. Hann segir að það sem kom honum mest á óvart var að krían tók ekki beint strik suður á bóg- inn eftir að þær yfirgáfu varp- stöðvarnar síðsumars, heldur eyddu þær um það bil mánuði á takmörkuðu svæði á miðju Norð- ur-Atlantshafi, um þúsund kíló- metrum norðan Asóreyja. „Það er ekki síst vegna þess að það tengist öðrum niðurstöðum sem við höfum verið að fá meðal ann- ars um lunda frá Vestmannaeyj- um. Þeir halda sig á sömu slóðum. Svo eru fleiri fuglar sem vitað er að fara þarna um.“ Ævar segir að nýju ljósritarnir hafi bylt rannsóknum á fuglum á undanförnum árum og væntan- legar séu nýjar upplýsingar um fjölda fuglategunda. Makalaust ferðalag Eftir þá viðdvöl héldu fuglarn- ir áfram suður undan ströndum Norðvestur-Afríku en nálægt Grænhöfðaeyjum gerðist annað sem vakti athygli rannsóknar- manna og var ekki vitað áður. Í stað þess að halda áfram suður undan ströndum Afríku sveigði um helmingur fuglanna vest- ur yfir Atlantshaf og hélt áfram suður með ströndum Suður-Amer- íku. Þegar fuglarnir voru komnir suður undir Argentínu, þar sem eru afar næringarrík hafsvæði, tóku sumir beint strik til vetrar- stöðvanna í Weddell-hafinu. Vís- indamönnum til undrunar héldu aðrar kríur frá Suður-Ameríku með staðvindum beint austur til Suður-Afríku. Þaðan héldu þær – og fuglarnir sem komu suður með vesturströnd Afríku – til vetrarstöðvanna, en eftir mis- munandi leiðum enn og aftur. Sumar kríur, og þar á meðal ein íslensk, fóru langleiðina til Ástr- alíu áður en þær sneru aftur vest- ur á bóginn til Weddellhafsins þar sem fuglarnir héldu til í þrjá til fjóra mánuði meðan vetur var á norðurslóðum. Heimferðin til varpstöðvanna á norðurhveli tekur meira en tvöfalt styttri tíma en ferðalagið suður á bóginn, eða aðeins um fjöru- tíu daga. Áhugavert er að kríur velja allt aðra leið norður en í suð- urferðinni og heldur ekki stystu leið. Þær halda norður eftir miðju Atlantshafi eftir ferli sem er eins og risastórt „S“. Norðurferðin er nokkur þúsund kílómetrum lengri en beinasta leið sem þær gætu tekið. Með því nýta fuglarnir sér ríkjandi veðurkerfi sem stjórn- ast af snúningi jarðar og spara þannig mikla orku. Fimmtíu hnattferðir Kríur eru eins og aðrir sjófuglar, langlíf, og getur lifað yfir þrjá- tíu ár. Þær ferðast ár hvert póla á milli og því freistandi að leika sér að tölum. Séu ferðirnar lagð- ar saman fljúga kríur sem ná slíkum aldri um 2,1 milljón kíló- metra á ævinni. Ummál jarðar er um fjörutíu þúsund kílómetr- ar og krían flýgur því yfir fimm- tíu sinnum í kringum jörðina í leit sinni að eilífu sumri. svavar@frettabladid.is Sjá: www.arctictern.info og www.ni.is Löng leið að eilífu sumri FARFLUG KRÍUNNAR Einfölduð mynd af farháttum kría, frá því þær yfirgefa varp- stöðvar á Grænlandi og Íslandi síðsumars og mæta á vetrarstöðvarnar við Suður- heim skautið. Skömmu eftir að þær byrja ferðalagið suður (gula línan) staldra fuglarnir við á miðju Norður-Atlantshafi (lítill hringur) í um mánaðartíma áður en þeir halda áfram. Vetrarheimkynni við Suðurheimskautið eru í Weddell-hafinu suður og austur af Suður-Ameríku (stór hringur). Heimferðin norður á bóginn undir vor (hvíta línan) tekur yfir tvisvar sinnum styttri tíma en suðurferðin. Fuglarnir fljúga eftir ferli sem er eins og stórt „S“ norður eftir miðju Atlantshafi. Þeir reyna að koma við á svæðum sem eru fæðurík en slík hafsvæði eru sýnd í gulum eða grænum litum. MYND/NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN KRÍA Krían (sterna paradisaea) er sjófugl af þernuætt. Hún er farfugl á Íslandi og verpir hér og annars staðar á norðurslóðum. Hún er aðeins um 38 sentimetrar á lengd og um hundrað grömm að þyngd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Dr. Ann Wigmore, kennari og stofnandi Hippocrates Health Institute í Boston, innleiddi neyslu á safa úr hveitigrasi. Safinn, oft kallaður græni töfrasafinn, er fullur af næringarefnum, vítamínum, steinefnum, blaðgrænu (chlor- ophyll) og ensímum og losar líkamann við uppsöfnuð eiturefni í frumum líkamans, sérstaklega fitufrumum. Hveitigras inniheldur allt að 70 prósent af blaðgrænu sem hefur náttúrulega bakteríueyðandi virkni og eyðir einnig slæmri líkams- lykt hvort heldur er andremmu, svitalykt eða táfýlu. Á Íslandi er hveitigras til dæmis ræktað hjá fyrirtækinu Lambhaga eftir pöntunum. HVEITIGRAS GRÆNI TÖFRASAFINN „Ég er nú aðallega að fagna frumsýningunni á Mömmu Gógó þessa dagana,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúar- félagsins og tónskáld. Hilmar samdi tónlistina fyrir myndina, og segist afar ánægður með afraksturinn. Þannig hafi myndinni til dæmis verið líkt við Börn náttúrunnar, sem hafi á sínum tíma skák- að sjálfum Tortímand- anum í miðasölu í kvikmyndahúsum. Aðstandendur myndarinnar vonist því að sjálfsögðu til þess að fleiri sjái Mömmu Gógó en ævintýramyndina Avatar, sem gengur afar vel í kvikmyndahúsum hér á landi og erlendis um þessar mundir. Það verkefni sem á hug Hilmars allan þennan daginn er fyrirhugað þorrablót Ásatrúarfélagsins, sem mun fara fram á bóndadaginn. „Þorrablótin hafa fylgt félaginu frá upphafi, árið 1974, en þau hafa orðið sífellt vinsælli á síðustu árum,“ segir Hilmar. Hann reiknar með metþátttöku á blótinu í ár, enda veiti ekki af að minna fólk á gömlu góðu gildin, sem skipti enn meira máli nú en áður. Fyrirkomulagið er orðið vel mótað eftir vel á fjórða áratug, en mikilvægast er að fólk hittist í skammdeginu og skemmti sér saman, segir Hilmar. Það sé einmitt á þessum tíma sem fólk eigi það til að taka sálrænar dýfur, og því kjörinn tími fyrir samkomur, glaum og gleði. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: HILMAR ÖRN HILMARSSON, ALLSHERJARGOÐI OG TÓNSKÁLD Gleðjast í skammdeginu Aldrei er hlustað á Jón „Á þetta hefur ítrekað verið bent undanfarna mánuði og virðist ráðherrann ekki hafa skilið alvarleika málsins.“ JÓN GUNNARSSON ALÞINGIS- MAÐUR Fréttablaðið, 13. janúar Burt með bæturnar „Við verðum að skera það [velferðarkerfið] niður á eins mannúðlegan og hagkvæman hátt og við getum.“ RAGNAR ÁRNASON PRÓFESSOR Fréttablaðið, 13. janúar Reykjavík – hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og MSc í borgarfræðum, mun endurtaka fyrirlestur sinn um framtíðarsýn fyrir Reykjavík, vegna fjölda áskorana. Fundurinn verður haldinn í dag, fimmtudaginn 14. janúar kl. 17.30, í Þjóðminjasafninu. Í fyrirlestrinum ræðir Gísli Marteinn hugmyndir sínar um þróun Reykjavíkur, sérstöðu hennar meðal borga heimsins og þau mikilvægu verkefni sem framundan eru við uppbyggingu borgarinnar. Fundurinn er öllum opinn og allir eru hjartanlega velkomnir. Nánar á gislimarteinn.is/fundur MILLJÓNIR BEINT Í VASANN Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.