Fréttablaðið - 14.01.2010, Side 33

Fréttablaðið - 14.01.2010, Side 33
FIMMTUDAGUR 14. janúar 2010 3 Um áramót er gjarnan horft til baka, það gamla gert upp og menn velta vöngum yfir því sem koma skal. Þetta á einnig við um tískuna sem stend- ur á nokkrum tímamótum. Eftir áratugi glingurs og skarts, bling- blings eins og það er kallað hér í landi, hefur tískuheimurinn snú- ist í átt að einfaldari og látlausari hönnun, sumir hönnuðir meira að segja að ódýrari framleiðslu. Á síðasta ári sögðu nokkrir hönnuð- ir skilið við tískuheiminn, bæði af eigin vilja sem og tilneyddir. Martin Margiela, sem er einn af hinum frægu Belgum, skildi til dæmis við samnefnt tískuhús sitt sem hann seldi fyrir nokkrum misserum til Diesel en hættir nú alveg að hanna fyrir. Einn af hinum síðustu stóru frönsku hönnuðum sem nálgast kannski að vera listamaður, Christian Lacroix, neyddist til að loka sínu tískuhúsi eftir að hafa verið mán- uðum saman í greiðslustöðvun en honum tókst ekki að finna nýja fjárfesta. Hann hefur þó ekki algjörlega lagt árar í bát því bráðlega mun hann hanna nýja búninga franska lestar- fyrirtækisins, SNCF. Christian Lacroix hannaði áður innrétting- ar í hraðlestir félagsins sem og nýjan búning Air France. Einnig hannar hann leikbúninga fyrir sýningu á verkinu Fortunio hjá Opéra-Comique. Í hóp Gianfran- co Ferré og Escada bætist Yohji Yamamoto, einnig gjaldþrota á árinu eins og hin fyrrnefndu tískuhús. Afleiðingar sem rekja má beint til kreppunnar. En það var fleira sem breytist í tískuheiminum á árinu 2009. Í eina tíð þótti afskaplega hallær- islegt að prjóna. Það var ekkert sérstaklega „inn“ heldur að borða gamaldags mömmumat. En tímarnir breytast og menn- irnir með. Síðan efnahagskrepp- an skall á hefur hugsanagangur almennings tekið stakkaskiptum og gömul gildi sem áður þóttu lummó öðlast nýtt líf. Heima- gerður matur að hætti góðra húsmæðra fyrri tíma, prjóna- skapur og allt það sem lítur út fyrir að vera heimagert þykir nú það allra heitasta. Tískublöð eins og Elle eða hið nýja Grazia birta matar- og prjónauppskriftir í líkingu við það þegar Vikan var upp á sitt besta heima á Fróni. Það nýjasta eru prjónakvöld þar sem konur koma saman og prjóna á kaffihúsum eina kvöld- stund eins og er gert á Café Tricot í París og prjónaklúbbum fjölgar. Jafnvel að fólk sjáist með prjóna í sjónvarpsþáttum. Minnir nú bara á Kvennafram- boðskonur í borgarstjórn Reykja- víkur 1982. Saumabúðir sem áttu í mestu vandræðum með að ná endum saman í samfélagi hins einnota njóta nú meiri vinsælda en nokkru sinni fyrr og bjóða upp á prjónanámskeið. Einn er þó galli á gjöf Njarðar því að húsmæðrum af góðum ættum finnst þær vera hafðar að háði og spotti. bergb75@free.fr Tíðarandi á tímamótum Frosthörkurnar í Bretlandi hafa áhrif á verslun. Fjölmargar fata- og tískuvöru- verslanir hafa þurft að draga saman seglin sökum efnahags- lægðarinnar í Bretlandi að undan- förnu en vegna kuldakastsins sem gengur þar yfir seljast vetrarföt sem aldrei fyrr. Háir hælar hafa þurft að víkja hjá tískumeðvituð- um Lundúnabúum fyrir húfum, vettlingum og kuldaskóm og eru loðhúfur með vinsælustu fylgi- hlutunum. Hjá útivistarvöruversluninni Ellis Brigham hefur sala aukist um tíu prósent miðað við árið í fyrra. „Það hefur orðið mikill sölu- kippur hjá okkur að undanförnu og við höfum aldrei haft eins mikið að gera. Á tveimur vikum höfum við selt jafn mikið og við gerum að jafnaði á fjórum til fimm vikum,“ sagði markaðsstjórinn Mark Brig- ham í samtali við Sky-fréttastof- una í byrjun vikunnar. - ve Loðhúfur rjúka út Loðhúfur eru með vinsælustu fylgihlut- um í Bret- landi um þessar mundir. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands og Lista- safns Reykjavíkur. Þar mun Rúnar Ómarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum fatahönnunarfyrirtækisins Nikita, segja sögu fyrirtækisins, sem stofnað var í ársbyrjun 2000. Rúnar hefur því tíu ára reynslu í markaðssetningu á íslenskri hönnun á alþjóðavett- vangi, en jafnframt ákveðnar skoðanir á markaðssókn íslenskra fyrirtækja erlendis. Nikita er með starfsfólk og starfsemi í fjórum löndum, en vörur Nikita eru nú fáanlegar í um 1.500 verslunum í þrjátíu löndum. Vefsíða fyrirtækisins er www.nikitaclothing.com Fyrirlesturinn fer fram í Hafnarhúsinu í dag klukkan 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Íslensk hönnun – alþjóðleg söluvara RÚNAR ÓMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI NIKITA, HELDUR FYRIRLESTUR Í HAFNARHÚSINU Í DAG KLUKKAN 20. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Hugmynd að saumavél má rekja allt aftur til 16. aldar þegar málarinn og uppfinningamaðurinn Leonardo da Vinci gerði tilraunir með vél sem gæti hjálpað til við að koma saman flík á fljótari máta. Mun þróaðri hugmynd að slíkri vél kom frá Englendingnum Thomas Saint sem árið 1790 fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni. Tíska aldanna Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-14 ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA Opið virka daga 10-18 Laugard.-sunnud. 12-16 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 ÚTSALA 20-50% afsláttur Úlpur - Kápur - Jakkar - Peysur - Húfur Austurhraun 3 210 Garðabær S: 533-3805 ÚTSALA 40% – 60% Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.