Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 14. janúar 2010 Englar verða viðfangsefni námskeiðs sem Jón Björnsson rithöfundur kennir á Amtsbókasafninu á Akureyri dag- ana 14., 18. og 19. janúar. „Áhugi minn á englum er nú ekki af trúarlegum toga,“ viðurkennir Jón þegar hann er inntur eftir því af hverju hann viti svona mikið um engla. „Ég hef hins vegar áhuga á alls kyns furðulegum verum og englar falla vissulega þar undir,“ segir hann. Jón hefur áður haldið námskeið um engla, hjá Endur- menntun Háskóla Íslands, og áætlað er að hann haldi annað slíkt námskeið hjá Endurmenntun í febrúar. Hann segir víða hægt að nálgast upplýsingar um engla. Fyrst af öllu í Biblíunni þótt ekki séu nema þrír englar nafngreindir þar. „Þá voru þeir fyrst og fremst boðberar milli guðs og manna.“ Jón segir engla einnig koma fram í öðrum trúarbrögðum á borð við gyðingtrú og íslam. Þá eigi þeir sér fyrirrennara í ýmsum fyrirbærum og hafi þróast með tímanum. „Menn geta annars vegar nálgast engla mjög trúarlega og talið að guð hafi skapað þá á fyrsta degi á sama tíma og hann skapaði ljósið, því þeir eru víst úr ljósi, eða menn geta rakið hugmyndasöguna um engilinn. Þá lenda menn í mörgum mjög skemmtilegum pælingum því þeir eru ná- skyldir kerúbunum, fuglinum Griff og vitaskuld mjög tengdir fjandanum og púkunum þar sem þeir eru fallnir englar,“ segir Jón. Á námskeiðinu mun hann að hálfu af alvöru og hálfu alvöruleysi fjalla um englana, sögu þeirra, hlutverk og daglegt amstur, auk flugfærni þeirra, kynferði og kyn- hegðun. Hann upplýsir til að mynda að englarnir á himn- um séu 266 milljónir en 133 milljónir hafi fallið á sínum tíma ásamt foringja sínum Lúsifer niður til Vítis. Jón segir engla ekki hafa verið efsta á vinsældalistum í seinni tíma, þó hafi námskeið hans um englana verið nokkuð vel sótt. „Það trúa víst voða margir á engla, jafn- vel fleiri en á guð og fjandann. Enda eru þeir ósköp nota- legir og sjaldan sem þeir gera nokkuð illt.“ - sg Englafræðin rifjuð upp ENGILL Englar sinna oft störfum sendiboða. Okkar elskulegi, Kristján Jón Jónasson frá Múla í Þorskafirði lést á líknardeild Landakots 4. janúar. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju á morgun, föstudaginn 15. janúar kl. 13.00. Guðbjörg M. Kristjánsdóttir Guðmundur P. Pálsson Ingi B. Jónasson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, Ómars Loga Gíslasonar, Ásakór 11, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, þriðju- daginn 22. desember. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, fyrir frábæra umönnun og kærleik í okkar garð. Einnig viljum við þakka öðru heilbrigðisstarfsfólki sem önnuðust hann í veikindum hans. Starfsfólki Heilsuleikskólans Urðarhóls þökkum við fyrir þess framlag til erfidrykkj- unnar og öðrum sem hjálpuðu okkur á þessum erfiðu tímum. Hlýhugur og stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur. Ingibjörg Sigurðardóttir Kolbrún Ýrr Logadóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðjón Árni Guðmundsson, húsasmíðameistari, Máshólum 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild LSH, 8. janúar sl. Guðlaug Kristófersdóttir Birgit Guðjónsdóttir Christian Alexander Klempert Guðrún Jónína Guðjónsdóttir Kristinn Helgi Guðjónsson Jóna Svava Sigurðardóttir og barnabörn. Elskulega móðir okkar, tengdamóðir og amma, Úrsúla Hermannsson, andaðist á Droplaugarstöðum þann 27. desember 2009. Laugardaginn 9 janúar sl. var sálumessa sungin í Kristskirkju, Landakoti og samdægurs var hún jarðsett í Hvammi í Norðurárdal, Borgarfirði við hliðina á eiginmanni sínum Svavari Hermannssyni, efnaverk- fræðingi. Að ósk hinnar látnu fór útförin fram í kyrrþey. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug. Ennfremur þökkum við starfs- fólki Droplaugarstaða fyrir einstaka umönnun. Þeim sem vilja minnast Úrsúlu er bent á Minningarsjóð Droplaugarstaða; í síma 414 9500. Sólveig. A. Svavarsdóttir Bernhard Svavarsson Ólöf Unnur Sigurðardóttir Friðrik Elí Bernhardsson Tómas Karl Bernhardsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Sigurðsson fyrrv. framkvæmdastjóri, Breiðdalsvík, lést þann 5. janúar á Hjúkrunarheimili aldraðra á Höfn, Hornafirði. Útför hans fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 16. janúar kl. 11.00. Bergþóra Sigurðardóttir Arnleif Pétursdóttir Manfred Kleindienst Jóhanna Pétursdóttir Sveinn F. Jóhannsson Sigurður Pétursson Ólöf Kristjánsdóttir Hreinn Pétursson Linda H. Guðmundsdóttir Pétur Pétursson Ingunn H. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Lárus Þórarinsson fyrrv. flugumferðarstjóri Hverafold 19, Reykjavík, andaðist að heimili sínu laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 15.00. Kristín Lárusdóttir Ásthildur Lárusdóttir Erna Lárusdóttir Einar Þór Lárusson Álfheiður K. Lárusdóttir Kristín Rúna Lárusdóttir tengdabörn, afabörn, langafabörn og langalangafabarn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, Jenný Þóra Skarphéðinsdóttir Þverbrekku 2, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landakotsspítala 3. janúar síð- astliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Samtök lungnasjúklinga, s. 560 4812. Gissur Breiðdal Ingibjörg Gissurardóttir Stig Svensson Skarphéðinn Gissurarson Ragnheiður E. Stefánsdóttir Smári Gissurarson Víðir Gissurarson Nanthikan Seeklang Ellert Gissurarson Selma Björk Petersen Stefanía Gissurardóttir Ásgeir Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, móðurbróðir og frændi, Eggert Kristmundsson bóndi, Efri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, 12. janúar. Útförin auglýst síðar. Elín Kristmundsdóttir Anna Scheving Kristmundsdóttir Hallgrímur Kristmundsson Gísli Scheving Kristmundsson Skarphéðinn Scheving Einarsson Hannesína Scheving Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Steingrímsson Svanur Már Skarphéðinsson, Brynja Hafsteinsdóttir Kristmundur Skarphéðinsson, Ingunn Lúðvíksdóttir Elín Kristín Skarphéðinsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún Sturludóttir, Hjallaseli 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Kristín Þórisdóttir Þorkell Samúelsson Reynir Þormar Þórisson Sveinborg Jónsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Kristínar Bjarnadóttur Óðinsgötu 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks A3 á Hrafnistu. Gunnar Þór Geirsson Anna Guðrún Hafsteinsdóttir Bjarni Geirsson Þuríður Björnsdóttir Jón Hróbjartsson Margrét Dan Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, Gunnar H. Jakobsson Blikaási 9, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 8. janúar. Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudag- inn 15. janúar kl.13.00. Pálína Þorgrímsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Ingólfur Benediktsson Gylfi Gunnarsson Halla Gunnarsdóttir Harpa Gunnarsdóttir Sigurður Arnar Sigurðsson Gunnar Már Sigfússon Sara Reginsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.