Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Compaq 610 Intel Celeron 560 örgjörvi 2,13GHz Minni: 1 GB DDR2 Diskur: 160 GB Smart SATA Skjár: 15,6“ LED BrightView Upplausn: 1366 x 768 Skjástýring: Intel GMA X3100, allt að 384 MB Netkort: 10/100 Þráðlaust net: 802.11 b/g Bluetooth: Já Myndavél: HP 2 Mp Rafhlaða: 6-cell, allt að 4:15 klst. Ábyrgð: 2ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu Ummál: 37,18 x 25,43 x 3,20 cm Þyngd: 2,49 kg Stýrikerfi: Windows Vista Home Pavilion dv6-2010 Örgjörvi: AMD Turion II Dual Core M520 2,3 GHz Minni: 4 GB DDR2 Diskur: 320 GB SATA 7200 rpm Skjár: 15,6” LED HD Brightview Upplausn: 1366 x 768 Skjákort: ATI Radeon HD 4650 512 MB DDR3 minni og allt að 2,3 GB Hyper-Memory Netkort: 10/100/1000 Þráðlaust net: 802.11 b/g Bluetooth: Já Myndavél: HP með Low Light tækni og fjarstýring Rafhlaða: 6-cell Ábyrgð: 3ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu Ummál: 37,85 x 25,8 x 3,4 cm Þyngd: 2,88 kg Stýrikerfi: Windows Windows 7 Home Premium 64-bit HP Pavilion dm3 Örgjörvi: AMD Athlon NEO X2 Dual Core Ultrathin, 1,6 GHz Minni: 4 GB DDR2 Diskur: 320 GB SATA 7200 rpm Skjár: 13,3” LED HD Brightview Upplausn: 1366 x 768 Skjákort: ATI Radeon HD 4530 skjákort með 512 MB DDR3 minni og allt að 2,8 GB Hyper-Memory Netkort: 10/100 Þráðlaust net: 802.11 b/g Bluetooth: Já Myndavél: HP með Low Light tækni Rafhlaða: 6-cell, allt að 7 klst rafhlöðuending Ábyrgð: 3ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu Ummál: 36,2 x 23,0 x 2,8 cm Þyngd: 1,91 kg Stýrikerfi: Windows Windows 7 Home Premium 64-bit Pavilion dv6-1341 Örgjörvi: Intel Core 2 Duo T6600 2,2 GHz Minni: 4 GB DDR2 Diskur: 500 GB SATA 7200 rpm Skjár: 15,6” LED HD Brightview Upplausn: 1366 x 768 Skákort: ATI Radeon HD 4650 með 1 GB DDR3 minni, allt að 2,8 GB Hyper-Memory Netkort: 10/100/1000 Þráðlaust net: 802.11 b/g/n Bluetooth: Já Myndavél: HP með Low Light tækni og fjarstýring Rafhlaða: 6-cell Ábyrgð: 3ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu Ummál: 37,85 x 25,8 x 3,4 cm Þyngd: 2,88 kg Stýrikerfi: Windows Windows 7 Home Premium 64-bit Í Terminator (1984) á mannfólkið í stríði við tölvuna Skynet og vélmenni sem ganga undir heitinu tortímendur í nálægri framtíð. Til að auka sigurlíkurn- ar sendir Skynet einn skuggasveina sinna aftur í tímann til að drepa móður leiðtoga uppreisnar- mannanna. Í Eagle Eye (2008) reynist ókunnug kona sem hefur í hótunum við ungan mann og vinkonu hans í gegnum síma vera tölva hjá varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hyggst ryðja úr vegi háttsettum embættismönnum sem hún telur ógna þjóðaröryggi. Allt frá því að tölvur litu fyrst dagsins ljós hafa þær verið vinsælt viðfangsefni í hvers kyns vísindaskáldskap. Þar birtast tölvur gjarn- an sem tákngervingar um tæknilegar framfarir; stundum sýndar í jákvæðu ljós en einnig sem viðsjárverðir andstæðingar sem stefna í versta falli á heimsyfirráð og endurspegla þá gjarnan óttann við af- leiðingarnar sem þessar tækniframfarir geta haft. Meðfylgjandi er listi yfir myndir þar sem tölvum bregður fyrir sem „samsærismenn“ eða óðir erkifjendur. - rve Viðsjárverðir andstæðingar Í Resident Evil (2002) rannsakar sérsveit líftæknifyrirtæki þar sem grunur leikur á að lífshættulegur vírus hafi breiðst út og lendir fyrr en varir í átökum við blóðþyrsta uppvakninga og tölvu sem reynir að útrýma öllu sem á vegi hennar verður. Í 2001: A Space Oddyssey (1968) ferðast mannað geimskip til tunglsins til að skoða þar betur dularfullan grip, sem gæti haft áhrif á þróun mannskepn- unnar. HAL, tölvan um borð í skipinu, er hins vegar með önnur áform. Opin kerfi eru dreifingar- og þjónustuaðili Hewlett Packard á Íslandi. Árið 1985 varð Hewlett Packard annað alþjóðlega fyrirtækið til þess að opna útibú á Íslandi. Fyr- irsagnir í blöðum um hið „alút- lenska“ fyrirtæki vöktu mikla at- hygli enda var það ekki á hverjum degi sem erlend félög fjárfestu í starfsemi hér á landi. Opin kerfi hafa haldið starfsemi að Höfða- bakka 9 óslitið síðustu 25 ár sem er langur tími í sögu fyrirtæk- is og sýnir hversu mikla aðlögun- arhæfni félagið og starfsfólk þess býr yfir. Opin kerfi eru eini dreifingar- og þjónustuaðilinn fyrir HP á Ís- landi og eru í nánu samstarfi við söluaðila um land allt. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir við- skiptavinum ávallt bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Opin kerfi reka verslun að Höfðabakka 9 þar sem hægt er að sjá og prófa HP-tölvubúnað og þau standa að baki einni elstu vefverslun lands- ins, OK-Beint. Guðmundur Zebitz er vörustjóri hjá Opnum kerfum og hefur um- sjón með HP-tölvubúnaði. „Nú er mikil áhersla lögð á áreiðanleika, afl og notkunartíma sem endur- speglast í nýjustu HP-fartölvunum sem eru sterkbyggðar og hafa allt að 21 klukkutíma rafhlöðuendingu. Við erum auk þess með HP-far- tölvur með tveggja til þriggja ára framleiðendaábyrgð sem tryggir eigendum fartölva ábyrgðarþjón- ustu hjá vottuðum HP-þjónustuað- ilum um allan heim.“ En hvað er tölvunotendum oft erfiðast? „Rannsóknir sýna að stærsta hindrunin felst í því að það liggur ekki í augum uppi hvernig á að framkvæma aðgerðir. Það er áskorun fyrir framleiðendur tölvu- og hugbúnaðar. Flestar nýjar far- tölvur frá HP koma með Windows 7-stýrikerfinu sem auðveldar alla vinnslu og eykur notkunarmögu- leika fyrir alla hópa,“ segir hann. „Í nýju fartölvunum frá HP eru LED-skjáir sem eru skarpari og bjartari en eldri gerðir og þurfa minni orku,“ segir Guðmundur og bætir við að þeir hafi breikk- að og séu nú almennt 13,3 tommu eða 15,6 tommu, sem gefur notend- um aukið vinnurými. Þá séu öflug skjákort með DDR3-skjáminni sem henta frábærlega í almenna notkun og þunga myndvinnslu eða tölvuleiki. Hann bendir líka á nýja tækni í HP-vefmyndavélum, Low Light-tækni sem gerir kleift að nota vefmyndavél tölvunnar í um- talsvert minni umhverfisbirtu en áður. Hann segir nýjustu HP Pa- vilion- dv6-fartölvurnar hafa verið vinsælar meðal námsmanna og þeirra sem vilja smekkleg fartölv- ur. „Þær eru til í hvítu og svörtu, auk þess sem við bjóðum litla og fallega fartölvu, HP Pavilion dv3, sem er úr áli og því ekki bara flott heldur líka einstaklega létt. Sú far- tölva er með rafhlöðu sem endist í 7 klukkutíma sem er einsdæmi hjá fartölvum í þessum flokki.“ HP í 25 ár á íslandi Guðmundur segir Hewlett Packard leggja áherslu á áreiðanleika, afl og góðan notk- unartíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.