Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 54
42 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. stig, 6. frá, 8. knæpa, 9. ögn, 11. tveir eins, 12. skrá, 14. gimsteinn, 16. samtök, 17. í viðbót, 18. dýrahljóð, 20. átt, 21. krot. LÓÐRÉTT 1. slitrótt tal, 3. tveir eins, 4. kjaft- stopp, 5. tillaga, 7. fitlari, 10. sæ, 13. stæla, 15. hrumur, 16. eyrir, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. skor, 6. af, 8. krá, 9. fis, 11. ðð, 12. skjal, 14. tópas, 16. aa, 17. auk, 18. urr, 20. sa, 21. riss. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. kk, 4. orðlaus, 5. ráð, 7. fiktari, 10. sjó, 13. apa, 15. skar, 16. aur, 19. rs. „Þeir höfðu nú bara samband við mig fyrir skömmu og sögðu mér frá þessu verki sínu. Mér fannst þetta bara fyrst og fremst skond- ið,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir. Tveir franskir listamenn, þau Baptiste og Chloe frá París, urðu fyrir svo miklum áhrifum af smá- sagnasafni Guðrúnar, Á meðan hann horfir á þig ertu María mey, að þeir ákváðu að búa til listaverk sem er í raun myndskreytt útgáfa af smásagnasafninu. Guðrún segist ekki kunna nein deili á lista- mönnunum, hún hafi bara haft samskipti við þá í gegnum tölvupóst. „Þeir fengu tölvupóst- fangið mitt hjá útgefandanum í Frakklandi og ég gat ekkert annað gert en bara þakka þeim kærlega fyrir að lesa bókina,“ segir Guðrún en smásagnasafnið kom út árið 2008 í Frakk- landi og Guðrún hafði eiginlega gefið frekara líf þess upp á bátinn. „Fyrst fannst mér bara gaman af því að Frakkar skyldu vilja gefa hana út og núna hefur hún ein- hvern veginn öðlast sitt eigið líf,“ segir Guðrún sem ætlar að prenta út myndir af lista- verkinu og hengja það upp á svokallaðan „innblástursvegg“. „Ætli það yrði ekki til að kóróna hringrásina ef þetta yrði mér síðan innblástur að nýrri bók.“ - fgg Smásagnasafn Guðrúnar verður listaverk SKONDIÐ Guðrún Eva veit ekkert um frönsku listamennina Baptiste og Chloe frá París sem bjuggu til listaverk upp úr smásagnasafni hennar. Hamskiptin, leiksýning Vesturports, var nýverið valin besta alþjóðlega leiksýn- ingin á árinu sem var að líða af tveimur áströlskum blöðum. Annars vegar The Week og hins vegar sunnudagsblaðinu The Herald Sun sem er í Sydney. Blöð- in eru feikilega mikið lesin í Ástralíu og hefur hamingjuóskum hreinlega rignt yfir Gísla Örn Garðarsson frá andfætl- ingum að undanförnu. „Já, þetta virðist hafa vakið mikla athygli og við getum ekki annað en verið glöð yfir viðtökunum,“ segir Gísli Örn en hann er að undirbúa frum- sýningu Fást sem verður í Borgarleik- húsinu á föstudaginn. Gísli hlær þegar hann er inntur eftir því hvort vinskapur Vesturports og Nicks Cave, óskabarni áströlsku þjóðarinnar, hafi ekki leikið stórt hlutverk í þessum miklu vinsæld- um. „Jú, jú, það hlýtur að vera,“ segir hann. Annars stefnir í að Hamskiptin nái því að verða sýnd í flestöllum byggðum heimsálfum því fyrirhugaðar eru leikferðir til New York og Kólumbíu á þessu ári. Evrópa, Asía og Eyjaálfa verða þá að baki en eflaust er vonlaust að setja upp sýninguna á Suður- skautslandinu. „Við eigum þá bara eftir Afríku, það yrði kannski bara gaman að koma þangað og setja verkið upp þar,“ segir Gísli. Þá hafa tekist samningar við Borgarleikhúsið í Malmö um kaup á leik- gerðinni sjálfri að Hamskiptunum. „Þetta gæti alveg orðið smá iðnaður, að selja þessa leikgerð til annarra leikhúsa og yrði bara skemmtilegt ef afurðin fengi sjálfstætt líf.“ - fgg Ástralar elska Vesturport ÁSTRALAR HRIFNIR The Week og The Herald Sun völdu leiksýningu Vestur- ports sem alþjóðlegu sýningu ársins á árinu sem var að líða. „Þetta eru kannski þau verðlaun fyrir mig sem fagmann sem er hægt að taka mest mark á því þetta eru kollegar manns sem velja mann inn. Þetta eru svo hreinrækt- uð fagverðlaun,“ segir leikmynda- hönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hefur verið tilnefnd- ur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna fyrir kvikmynd- ina The Hurt Locker sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak. Karl segir þetta eftirsóknarverð- ari verðlaun en sjálfan Óskarinn. „Engin spurning, því þetta eru marktækir menn sem hafa tekið þessa ákvörðun hvað varðar mitt fag.“ Art Directors Guild-verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum á hverju ári fyrir leikmyndahönnun og list- ræna stjórnun bæði í kvikmynd- um og sjónvarpsþáttum. Auk The Hurt Locker eru tilnefndar í sama flokki, eða myndum sem gerast í nútímanum, þær Angels & Dem- ons, The Hangover, The Lovely Bones og Up in the Air. Karl segir að tilnefningin hafi komið sér í opna skjöldu. „Já, það gerði það því þetta er mynd sem er ekkert rosalega stór í leik- myndalegu tilliti miðað við mynd- ir almennt. Sem dæmi má nefna að það er ekki óalgengt að meðalstór kvikmynd hafi milli 100 og 150 leikmyndir á meðan þessi hafði á milli 35 og 40,“ segir Karl, sem hefur einnig unnið við myndir á borð við Antichrist, A Little Trip to Heaven, K-19, The Widowmaker og Dancer in the Dark. Karl segir óvíst hvort hann verði viðstaddur verðlaunaathöfnina í Beverly Hills 13. febrúar. „Ég verð að sjá til. Það fer eftir því hvern- ig málin æxlast og hvaða verk- efni ég tek fyrir næst. Það sem ég hefði mestan áhuga á að gera, vegna þess að ég er kominn svo vel af stað með það, er víkingamynd Baltasars. Ég veit ekki hvort hún verður á næstunni eða hvort það verður bið á henni. En hún verður örugglega gerð. Síðan er ýmislegt annað eins og amerísk mynd sem á að skjóta í Mexíkó sem fjallar um mexíkósku eiturlyfjamafíuna,“ segir hann. Óskarsverðlaunin verða afhent 7. mars en Karl hefur litla trú á að hann hljóti náð fyrir augum aka- demíunnar. „Það eru períódumynd- ir sem eru hvað oftast tilnefndar þar,“ segir hann og á þar við mynd- ir sem gerast ekki í nútímanum. „Þetta er lítil mynd í amerískum skilningi. Hún er gerð fyrir litla peninga og hún hefur ekki feng- ið allan þennan blástur sem hinar myndirnar hafa fengið, en maður tekur því bara eins og hverju öðru hundsbiti ef það kemur.“ freyr@frettabladid.is KARL JÚLÍUSSON: VIL FREKAR ÞESSI VERÐLAUN EN ÓSKARINN Leikmynd Karls í The Hurt Locker meðal þeirra bestu KARL JÚLÍUSSON Karl hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verð- launa sem verða afhent 13. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hljómsveitin FM Belfast er ein af þeim sveitum sem enska tísku- og tónlistartímaritið Clash telur líklega til að gera góða hluti í ár. Blaðið segir FM Belfast flytja fyrirferðar- mikið og ástleitið popp sem sé spilað með hjartanu af flokki hljóð-bardaga- manna. Það er því meðbyr með FM Belf- ast nú þegar platan þeirra How to Make Friends (kom út hér 2008) er loksins að koma út á alþjóðamark- aði. Hvanndalsbræður taka þátt í for- keppni Eurovision á laugardaginn með stuðlaginu Gleði og glens. Til að treysta sóknina hefur hljóm- sveitin fengið til liðs við sig tvær helstu bakraddadívur landsins. Þetta eru þær Rögn- valdur gáfaði (sem hætti í Hvanndalsbræðr- um í fyrra, en hefur aldrei látið sig hverfa almenni- lega) og Guðmundur Svafarsson. Guðmundur er þessi síðskeggjaði í Ljótu hálfvitunum. Það þótti sigurstranglegt að hafa hann með því hann hefur áður verið sigursæll í þáttum í Ríkissjón- varpinu. Metsölulisti Eymundsson kom út í gær og ber þess greinileg merki að nýtt ár er gengið í garð. Því Alman- ak Háskóla Íslands fyrir árið 2010 er mest selt á árinu. Athygli vekur þó að Andsælis á auðnuhjólinu eftir Helga Ingólfsson stingur sér í annað sætið en hin vinsæla kvik- mynd Jóhannes, með Ladda í aðalhlutverki, var einmitt byggð á þeirri bók. FRÉTTIR AF FÓLKI „Besti bitinn finnst mér vera nepalski veitingastaðurinn Kit- chen á Laugavegi. Maturinn þar er mjög góður og sterkur sem er gott í kuldanum.“ Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmda- stjóri Reykjavik Fashion Festival. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8. 1 Sextug. 2 Bedroom Community. 3 Portúgölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.