Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 50

Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 50
38 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Vináttulandsleikur: Ísland-Portúgal 37-27 (17-15) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9 (12), Snorri Steinn Guðjónsson 7/4 (9/5), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (8), Sturla Ásgeirsson 3 (3), Ólafur Stefánsson 3 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4), Logi Geirsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Vignir Svavarsson 1 (3), Rúnar Kárason 1 (3), Aron Pálmarsson 1 (5). Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 9 (25/1, 36%), Björgvin Páll Gústavsson 3 (14, 21%). Hraðaupphlaup: 12 (Róbert 3, Guðjón Valur 2, Sturla 2, Logi 1, Ásgeir Örn 1, Snorri Steinn 1, Ólafur 1, Alexander 1). Fiskuð víti: 5 (Vignir 2, Aron 1, Sturla 1, Róbert 1). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Portúgals (skot): Dario Andrade 6/1 (7/1), Jose Costa 5 (6), Carlos Carneiro 5 (7), Tiago Rocha 4 (5), Pedro Solha 4 (7), David Tavares 1 (3), Nuno Pereira 1 (3), Fabio Magalhaes 1 (4), Bosko Bjelanovic (1), Luis Bogas (1), Inacio Carmo (2), Jorge Sousa (2), Claudio Pedroso (3). Varin skot: Hugo Figueira 13 (38/2, 34%), Hugo Laurentino 6/1 (18/3, 33%). Hraðaupphlaup: 13 (Solha 4, Andrade 4, Carn- eiro 3, Costa 2). Fiskuð víti: 1 (Bjelanovic 1). Utan vallar: 4 mínútur. Enska bikarkeppnin: Liverpool-Reading 1-2 1-0 Ryan Bertrand, sjm. (45.), 1-1 Gylfi Þór Sig- urðsson, víti (90.), 1-2 Shane Long (99.) Newcastle-Plymouth 3-0 1-0 Peter Lovenkrands (10.), 2-0 Peter Loven- krands (40.), 3-0 Peter Lovenkrands (72.) IE-deild kvenna: KR- Hamar 77-49 Stig KR: Jenny Pfeiffer-Finora 18, Hildur Sigurð- ardóttir 13, Guðrún Þorsteinsdóttir 13, Signý Hermannsdóttir 8, Margrét Kara Sturludóttir 8, Jóhanna Sveinsdóttir 6, Heiðrún Kristmundsdóttir 5, Þorbjörg Friðriksdóttir 4, Helga Einarsdóttir 2. Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 18, Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Koren Schram 9, Íris Ásgeirsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Fanney Guðmundsdóttir 2. Grindavík-Valur 69-59 Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 21, Michele DeVault 19, Jovana Stefánsdóttir 16, Helga Hallgrímsdóttir 9, Íris Sverrisdóttir 4. Stig Vals: Dranadia Roc 28, Berglind Ingvarsdóttir 14, Þórunn Bjarnadóttir 6, Birna Eiríksdóttir 2, Lovísa Guðmundsdóttir 2, Sigríður Viggósdóttir 1. Haukar-Njarðvík 94-65 Stig Hauka: Heather Zell 40, Kiki Jean Lund 17, Helena Hólm 10, Guðrún Ámundadóttir 9, Bryndís Hreinsdóttir 6, Kristín Reynisdóttir 4, Ragna Brynjarsdóttir 2. Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 30, Ólöf Helga Pálsdóttir 17, Hanna Valdimarsdóttir 7, Anna Ævarsdóttir 6, Helga Jónasdóttir 3, Eyrún Sigurð- ardóttir 2. Snæfell-Keflavík 65-81 Stig Snæfells: Sherell Hobbs 17, Björg Einars- dóttir 15, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11, Ellen Högnadóttir 4, Hrafnhildur Sævarsdóttir 2, Hildur Kjartansdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Björgvinsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 19, Bryndís Guðmundsdóttir 18, Kristi Smith 12, Rannveig Randversdóttir 10, Sigrún Albertsdóttir 7, Marín Karlsd. 4, Hrönn Þorgrímsd. 3, Svava Stefánsd. 3, Halldóra Andrésd. 3, Telma Ásgeirsdóttir 2. ÚRSLIT > KR-stúlkur eru óstöðvandi Kvennalið KR í körfubolta vann sinn þrettánda leik í röð í Iceland Express-deild kvenna er sterkt lið Hamars kom í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann öruggan sigur og hefur unnið alla leiki sína í deildinni. Hamar er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig en Grinda- vík er í öðru sæti með 18 stig eftir sigur á Val sem var nokkuð naumur. Keflavík gerði góða ferð í Hólminn og er í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig. Valur er í neðsta sæti með aðeins 4 stig. FÓTBOLTI Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í ensku bikarkeppn- inni í gærkvöldi. Kári Árnason og félagar í Plymouth steinlágu fyrir Newcastle, 3-0, og eru úr leik. Hann var talsvert meira spennandi leikur Liverpool og Reading á Anfield. Íslendingarnir Gylfi Þór Sigurðsson, Ívar Ingi- marsson og Brynjar Björn Gunn- arsson voru allir í byrjunarliði Reading í leiknum. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálf- leiks er Ryan Bertrand varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 1- 0 fyrir Liverpool og liðið virtist vera að landa sigri þegar Reading fékk vítaspyrnu undir lok leiks- ins. Hana tók íslenski unglinga- landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sig- urðsson. Gylfi sýndi stáltaugar, skoraði úr markinu og tryggði Reading um leið framlengingu. Brynjar Björn Gunnarsson átti allan heiður af öðru marki Reading í leiknum. Hann fíflaði tvo varnarmenn Liverpool og gaf síðan frábæran bolta í teiginn og Long skallaði boltann í netið. Mögnuð tilþrif hjá Brynjari. Þetta reyndist vera sigurmark leiksins og Reading því komið áfram. - hbg Tveir leikir í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi: Reading lagði Liverpool JÖFNUNARMARKIÐ Gylfi Þór Sigurðsson skorar hér úr vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma. Gylfi skoraði af miklu öryggi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Strákarnir okkar kvöddu í gær áhorfendur í Laugardalshöll með ágætum sigurleik á Portú- gal, 37-27, í síðasta heimaleik liðs- ins áður en Evrópumeistaramótið hefst í Austurríki í næstu viku. Það var fyrst og fremst góður lokakafli í síðari hálfleik sem skildi á milli liðanna en leikur íslenska liðsins var mjög kafla- skiptur. Á stundum voru þeir portúgölsku spilaðir sundur og saman en þess á milli náðu gest- irnir sér að stríða silfurhöfunum frá Peking. Fyrri hálfleikur byrjaði ágæt- lega þó svo að sóknarleikurinn hefði verið nokkuð stirður í upp- hafi. Það lagaðist fljótlega og Ísland var komið í fimm marka forystu um miðjan hálfleikinn. Logi Geirsson, sem hefur átt í meiðslavandræðum, fékk tækifæri til að spreyta sig og var í byrjunar- liðinu. Hann spilaði vel fyrir liðið allt og það eina sem vantaði var að hann myndi skjóta á markið. Hann var engu að síður góður þær mín- útur sem hann fékk að spila en óvíst hvort það dugir til að fleyta honum til Austurríkis. Hann bætti þó fyrir markaleysið í seinni hálf- leik og skoraði eitt mark. Ólafur Stefánsson var tekinn af velli eftir um stundarfjórðung og virtist þá sóknarleikur Íslands hrynja – allt flæðið vantaði í sókn- ina. Strákarnir skutu markvörð Portúgala, Hugo Figuera, um leið í gang en hann varði tólf skot í hálfleiknum og var með 41 pró- sents markvörslu. Íslensku mark- verðirnir náðu sér að sama skapi engan veginn á strik. Annað áhyggjuefni í fyrri hálf- leik var hversu auðveldlega Portú- galar náðu að spila sig í gegnum íslensku vörnina. Gestirnir skor- uðu þriðjung marka sinna í hálf- leiknum af línunni. Sóknarleikurinn skánaði eftir því sem leið á og Ísland náði að tryggja sér tveggja marka for- ystu áður en flautað var til leik- hlés, 17-15. Portúgalar byrjuðu seinni hálf- leikinn á að skora fyrstu tvö mörk- in. En íslenska liðið svaraði með því að skora sex mörk í röð og leit í raun aldrei um öxl eftir það. Varnarleikurinn batnaði eftir því sem á leið seinni hálfleikinn og þá gengu aðrir þættir íslenska liðsins um leið miklu betur. Markvarslan var lítil sem engin lengst af en Hreiðar Levý hrökk í gang á síð- asta stundarfjórðungnum og varði þá oft laglega. Besti maður Íslands í leiknum var Guðjón Valur Sigurðsson sem nýtti færin sín mjög vel. Þá var gaman að sjá þá reynsluminni leik- menn sem fengu tækifæri undir lokin – þeir skiluðu sínu mjög vel og rúmlega það. „Sóknarleikurinn var mjög góður þó svo að við hefðum vannýtt mörg færi í fyrri hálfleik. En við skoruð- um 37 mörk og ég get ekki kvartað undan því,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari. „Þá var varnarleikurinn í fyrri hálf- leik ekki heldur nógu góður. Þeir náðu að slíta okkur mikið í sundur og það var ekki fyrr en á síðustu 20 mínútunum að við náðum tökum á honum.“ Hann var einnig ánægður með þá sem fengu tækifæri í seinni hálfleik. „Ég var í raun sáttur við hvernig liðið spilaði í kvöld. Þeir gáfu allt í þetta og sýndu þar með mikinn karakter.“ Guðmundur sagði dýrmætt að hafa fengið að spila gegn jafn framliggjandi vörn og Portú- galar spiluðu í leiknum. „Serbar munu spila þannig og Danir munu kannski prófa það líka. Ég held að ég hafi fengið það sem ég vildi úr leiknum. Nú þarf ég bara að velja í hópinn sem fer til Austurríkis og það verður erfitt.“ eirikur@frettabladid.is Strákarnir kvöddu með bros á vör Íslenska landsliðið i handbolta kvaddi íslenska áhorfendur í gær en liðið hefur leik á EM í Austurríki næsta þriðjudag. Liðið lagði Portúgal með tíu marka mun. Leikurinn var engin flugeldasýning en endaði þó vel. FYRIRLIÐINN Á FERÐINNI Ólafur Stefánsson sækir hér að marki Portúgala í leiknum í Laugardalshöll í gærkvöldi. FRETTABLAÐIÐ/ANTON Guðjón Valur Sigurðsson var ánægður með sigur sinna manna á Portúgal í gær þótt hann hefði sagt að margt hefði mátt fara betur í leik íslenska liðsins. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við sköpuð- um okkur fullt af góðum færum en gallinn var kannski sá að við misnotuðum mörg þeirra,“ sagði hann. „En ég vona að fólkið hafi séð hversu gaman við höfðum af þessu og hversu spenntir við erum fyrir því að spila á EM.“ Hann segir að liðið hafi fengið það sem það vildi úr leiknum. „Það þarf að hafa það í huga að við vissum nánast ekkert um andstæðinginn og hann kom mér á óvart. Þeir voru miklu betur spilandi en ég átti von á og fannst þeir skipulagðir. Það var mjög gott fyrir okkur að þeir spiluðu framliggjandi vörn en þannig munu Serbarnir væntanlega spila,“ sagði hann en Ísland mun spila við Serbíu í fyrsta leik í Austurríki. Spurður um varnarleikinn sagði Guðjón Valur að hann hefði verið mjög kaflaskiptur. „Þeir voru ekki að skora mikið af mörkum á okkur utan af velli en voru duglegir að finna sér í leið gegnum vörnina. Það skrifast á okkur. Við vorum óþolinmóðir og lokuðum svæðunum ekki nógu vel.“ En Guðjón hefur ekki áhyggjur. „Það er sjálfsagt hægt að finna fullt af vitleysum í okkar leik. Niðurstaðan var þó að við unnum og spiluðum alveg þokkalega. Ég finn að eftirvæntingin fyrir EM er mikil, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum, og ég veit að þegar út í alvöruna er komið verður allt klárt. Ég þarf ekki að sjá allt það besta í okkar fari í æfingaleikjun- um. Ég veit vel hvað liðið getur.“ Hann nefnir einnig æfingamót í Frakklandi sem landsliðið spilaði á skömmu fyrir Ólympíuleikana frægu í Peking. „Þá gekk allt á afturfótunum og maður vissi ekkert hver staða liðsins var. En kannski er það bara betra. Þá vita menn að þeir verða að gefa allt sem þeir eiga á réttum tímapunkti. Ég hef engar áhyggjur því ég veit að það er nákvæmlega það sem þeir munu gera í Austurríki.“ GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: ÉG VEIT AÐ MENN MUNU GEFA ALLT SEM ÞEIR EIGA Ég sé enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.