Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 38
26 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Nýtt íslenskt tímarit, Furðusögur, lítur dagsins ljós á næstunni. Það verður helgað skáldskap og myndlist undir áhrifum frá hryllingi, fantasíum og vísindaskáldskap. Ritstjórinn, Alex- ander Dan Vilhjálmsson, bindur vonir við að þetta framtak hleypi nýju blóði í þessar listgreinar á Íslandi. „Útgáfa á íslenskum skáldskap sem fellur bein- línis í þennan flokk bókmennta hefur verið strjál og ég vonast til að snúa blað- inu við með Furðusögum,“ útskýrir Alexander. Alexander segist ekki gera sér grein fyrir af hverju íslenskir listamenn hafi hingað til ekki látið meira að sér kveða á þessum vettvangi. „Ég held það sé engin einhlít skýring á þessu. Mönn- um hefur kannski fundist þjóðsögurn- ar fylla þetta skarð. En það er samt svolítið skrítið þar sem þessar bók- menntagreinar njóta vaxandi vinsælda hérlendis.“ Sjálfur er Alexander mikill áhuga- maður um allt sem fantasíuskáld- skap viðkemur. „Sérstaklega finnst mér gaman að lesa skáldskap þar sem þessum greinum er blandað saman. China Miéville er einn þeirra höfunda sem róa á slík mið og nær einstökum hæðum með sögum í anda hinnar um- deildu new-weird stefnu, sem gengur út á uppstokkun á viðteknum hugmyndum um bókmenntagreinar.“ Þá segir Alex- ander höfundinn H.P. Lovecraft í sér- stöku uppáhaldi. „Hann skrifaði mikið fyrir tímarit sem kallaðist Weird Tales, en þaðan er einmitt heitið Furðusögur fengið,“ útskýrir hann og brosir. Að sögn Alexanders er öllum velkom- ið að senda inn efni í tímaritið og hvet- ur hann sérstaklega myndlistarmenn til að vera með. „Þótt Furðusögur verði að miklu leyti helgað ljóðum, smásögum og jafnvel framhaldssögum er tímaritið ekki síður hugsað sem vettvangur fyrir myndlist af svipuðum toga,“ segir hann og von- ast til að tímaritið verði höfundum og myndlistarmönnum jafnframt hvatning til samstarfs. „Það væri mjög gaman að birta í því myndskreyttar sögur eða teiknimynda- sögur.“ En hvernig hafa viðtökurnar verið? „Mjög góðar. Skilafrestur á efni í fyrsta tímaritið rann reyndar út 4. janúar síð- astliðinn en okkur er enn að berast efni og það er bara um að gera að halda áfram að senda inn. Því enda þótt inn- sent efni fái kannski ekki allt pláss í fyrsta tölublaðinu er vel hugsanlegt að það birtist í því næsta,“ segir Alexander, sem telur hugsanlegt að tímaritið komi út í blaðaformi minnst tvisvar á ári. „Á tímabili veltum við því fyrir okkur að birta tímaritið á Netinu og spara okkur þannig prentkostnað en urðum síðan sammála um að áhrifameira yrði að gefa það út í blaðaformi.“ Stefnt er að útgáfu Furðusagna í mars/apríl og verður tímaritið fáan- legt í öllum helstu bók- og ritfanga- verslunum landsins, auk spilabúðar- innar Nexus. Alexander bendir áhuga- sömum á að senda fyrirspurnir og efni á furdusogur@furdusogur.is. roald@frettabladid.is ALEXANDER DAN VILHJÁLMSSON: STOFNAR TÍMARITIÐ FURÐUSÖGUR Nýju blóði hleypt í hrollvekjuna RITSTJÓRI Alexander Dan Vilhjálmsson hefur stofnað tímaritið Furðusögur sem verður helgað skáldskap og myndlist í anda hryllings, fantasía og vísindaskáldskapar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleik- ari var truflaður á æfingu og spurður aðeins út í nýárstónleika sem Salonsveit- in verður með í Salnum á laugardaginn klukkan 17. Hann segir sveitina skipaða einvalaliði og að í ár sé óperusöngkonan Auður Gunnarsdóttir með henni. „Það er árviss viðburður hjá okkur í Salonsveitinni að bjóða upp á nýárstón- leika með svellandi Vínartónlist, völs- um, polkum og frægum óperettulög- um. Við förum líka aðeins út fyrir Vín- arrammann, vildum gægjast inn annars staðar og leituðum uppi lög sem voru vinsæl kringum seinna stríð og eru þekkt enn í dag,“ lýsir Sigurður Ingvi og bætir við. „Raunverulega eru öll þessi lög, líka Vínarlögin, samin á 100 ára tímabili og eru tímalaus. Þetta er ein- faldlega góð tónlist og slík tónlist á sér engan sérstakan tíma. Í dagskrárkynningu Salarins er minnst á glæsinúmer Sigrúnar Eðvalds- dóttur fiðluleikara. „Já,“ segir Sigurð- ur Ingvi. „Sigrún stendur alltaf upp og gefur okkur eitt glæsinúmer á hverj- um svona tónleikum og svo fær Bryndís Halla að blómstra í einu lagi líka.“ - gun Þetta er einfaldlega góð tónlist SALONSVEITIN Hún verður með nýárstónleika á laugardaginn. MYND/SALURINN Ólafur Jóhann Sigurðsson (1918-1988) var íslenskur rithöfundur sem skrifaði og gaf út bækur stöðugt frá árinu 1934. Á ferli sínum gaf hann út sex skáldsög- ur, tvær smáskáldsögur (novellur), fimm smásögur, fjögur ljóðasöfn og jafn margar barnabækur. Fyrir ljóðabækurnar Að lauf- ferjum og Að brunnum hlaut Ólafur fyrst- ur Íslendinga bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Þess má geta að síðan þá hafa fimm ís- lenskir höfundar hlotið verðlaunin eftir- sóttu. Snorri Hjartarson fyrir Hauströkkrið yfir mér árið 1981, Thor Vilhjálmsson fyrir Grámosinn glóir árið 1988, Fríða Á. Sigurð- ardóttir fyrir Meðan nóttin líður árið 1992, Einar Már Guðmundsson fyrir Engla al- heimsins árið 1995 og Sjón fyrir Skugga- Baldur árið 2005. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 14. JANÚAR 1976 Ólafur hlýtur bókmenntaverðlaun MERKISATBURÐIR 1255 Oddur Þórarinsson drep- inn í Geldingaholti. 1501 Marteinn Lúter byrjar í Erf- urt-háskóla sautján ára. 1690 Klarinettið fundið upp í Nürnberg í Þýskalandi. 1918 Læknafélag Íslands stofn- að. 1939 Noregur gerir tilkall til Matthildarlands á Suður- heimskautinu. 1954 Marilyn Monroe giftist Joe DiMaggio. 1978 Johnny Rotten hættir í Sex Pistols. 1984 Þorlákur helgi Þórhalls- son biskup (1133-1193) lýstur verndardýrlingur Ís- lendinga af Jóhannesi Páli páfa. 1992 Ísland: Hitamet í janúar sett á Dalatanga: 18,8° C. 50 ára er í dag 14. janúar Ásgeir J. Þorvaldsson. Í tilefni þess býður hann ætting jum og vinum til léttra veitinga laugar- daginn 16. janúar að heimili sínu Hálsaseli 20 milli kl 16-19. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðfinnur Kristinn Jónsson Furugerði 1, áður Unufelli 29, andaðist á Landspítalanum þann 10. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún Magnúsdóttir Magnús Guðfinnsson Inga Dóra Halldórsdóttir Sigurður Jón Guðfinnsson Halla Elísabet Guðmundsdóttir Guðni Guðfinnsson Sondy Haldursdóttir Johansen Jens Guðfinnsson Erla Rúna Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. EMILY WATSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1967. „Til allrar hamingju lít ég þannig út að mér hafa ekki boðist hlutverk sem ganga út á innihaldslausa útlits- dýrkun.“ Emily Watson er bresk leik- kona, þekktust fyrir túlk- un sína á hinni ógæfusömu Bess McNeill í kvikmynd- inni Breaking the Waves (1996). Hún hefur einnig leik- ið í myndum á borð við Gos- ford Park og Angela´s Ashes og tvívegis verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Snjótittlingur er einkennisspörfugl á auðnum og í fjallendi. Í vetrarhörkum sækja snjótittlingar í stórum hópum þangað sem þeim er gefið en þeir eru fræætur og er hveitikorn og kurlaður maís, það sem selt er í verslunum sem smáfuglafóð- ur, í uppáhaldi hjá þeim. Á sumrin er karlinn snjóhvítur nema svartur á baki og vængbroddum og kallast þá sólskríkja. Flug snjótittlings er hratt og bylgjótt. Hann tyllir sér á steina, þök og víðar, þó sjaldan í tré. Er afar félagslyndur á veturna en á sumrin eru pör eða fjölskyldur saman. Söngurinn er hljóm- þýður og syngur fuglinn bæði sitjandi og á flugi. Á veturna gefur hann frá sér ómþýtt tíst. Snjótittlingur er algengur varp- fugl til fjalla og á hálendi en strjáll á láglendi. Finnst þó í grýttu landi og klettum við ströndina, svo og í eyjum. Hreiðrið er vandlega ofin karfa í glufu eða sprungu í bergi eða í hlöðnum vegg. Hluti stofnsins hefur vetursetu í Skotlandi og grænlenskir fuglar eru far- og vetrargestir hér. www.fuglavernd.is FUGL VIKUNNAR: SNJÓTITTLINGUR Vetrarfuglinn okkar SNJÓTITTLINGUR Hann tyllir sér á steina, þök og víðar en sjaldan í tré. wMYND/JAKOB SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.