Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 44
32 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > FEGINN George Clooney segist vera feg- inn því að þurfa ekki að keppa um kvikmyndahlutverk við Robert Pattinson. „Guði sé lof að ég þarf ekki að keppa við hann. Hann er ungur, myndarlegur og hæfileika- ríkur,“ sagði leikarinn um hinn unga starfsbróður sinn. Söngkonan Ragn- heiður Gröndal heldur tónleika í Fríkirkjunni 21. janúar í tilefni af útkomu plöt- unnar Tregagás sem kom út fyrir jólin. Á tónleik- unum verða spil- uð íslensk þjóð- lög bæði af Tregagás og plötunni Þjóðlög sem kom út 2006. Með Ragnheiði leika þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Haukur Gröndal á klarínett og þeir Matthías M.D. Hemstock og Birgir Baldursson á slagverk. Húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Miða- salan fer fram á Midi.is og er miðaverð 2.500 krónur. Ragnheiður í Fríkirkjunni RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Undankeppni alþjóðlegu hljóm- sveitakeppninnar Global Batt- le Of The Bands hófst á Sódómu Reykjavík í gærkvöldi. Keppinn stendur yfir til laugardags og á meðal hljómsveita sem stíga á svið er Bróðir Svartúlfs, sigursveit Músíktilrauna, Nögl og We Made God. „Við búumst fastlega við því að það verði hart barist enda er þátt- tökumiðinn erlendis ekkert slor,“ segir skipuleggjandinn Franz Gunnarsson. Sigursveitin trygg- ir sér þátttökurétt í úrslitakeppn- inni sem verður haldin í London í lok apríl. Verðlaunin eru tíu þúsund dollarar, vikudvöl í hljóðveri með upptökumanni í London og tíu daga tónleikaferð um England. Í fyrra sigraði hljómsveitin Agent Fresco í íslensku undankeppninni en hún var einnig valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Öll tónleikakvöldin hefjast klukk- an 21. Aðgangseyrir er 500 krónur og aldurstakmark er átján ár. - fb Bönd munu berjast BRÓÐIR SVARTÚLFS Sigursveit Músíktil- rauna tekur þátt í Global Battle Of The Bands. Fyrirlestur á vegum Hönnunar- miðstöðvar Íslands og Listasafns Reykjavíkur fer fram í Hafnarhús- inu í kvöld klukkan 20.00. Rúnar Ómarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hönnunarfyr- irtækisins Nikita, mun fjalla um sögu fyrirtækisins. Rúnar hefur langa reynslu í markaðssetningu íslenskrar hönnunar á alþjóða- vettvangi og mun miðla af reynslu sinni á fundinum í kvöld. Að fyr- irlestrinum loknum mun Rúnar fjalla um Reykjavík Fashion Festi- val, íslenskan tískuviðburð sem verður haldinn 19. og 20. mars. Fyrirlestur um tísku Páll Óskar Hjálmtýsson heldur styrkt- artónleika fyrir SÁÁ á fimmtudaginn í næstu viku ásamt systur sinni Diddú, hörpuleikaranum Moniku og strengja- kvartett. „SÁÁ hefur orðið fyrir barðinu á miklum niðurskurði af hálfu stjórn- valda og það lítur út fyrir að það þurfi að loka Staðarfelli. Starfsemin er að raskast með alvarlegum afleiðingum bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur,“ segir Páll Óskar. „Við ætlum að reyna að safna eins miklum pening og við getum og vonandi fyllum við Vonar- salinn uppi í SÁÁ,“ segir hann og á þar við sal félagsins í Efstaleiti 7. „Sá sem sparkaði í rassinn á mér heitir Jón Helgi og er 76 ára gamall félagsmaður. Hann er búinn að vera edrú í fjögur ár og vill bara þakka SÁÁ lífgjöfina.“ Páll Óskar er sjálfur meðlimur í Al- Anon og hefur því sína reynslu af SÁÁ sem aðstandandi. „Þetta er óeigingjarnt og vanþakklátt starf sem fólkið er að vinna þarna.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, safnaði nýverið tuttugu þús- und undirskriftum til að þrýsta á stjórnvöld. Páll Óskar von- ast eftir því að þau sjái að sér. „Sterkasta vopn sjúkdómsins er afneitun og stjórnvöld á Íslandi eru nákvæmlega í þessari afneit- un.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 fimmtudaginn 21. janúar og er miðasala hafin í SÁÁ-hús- inu. Þeim sem ekki komast á tón- leikana er bent á að tekið er við frjálsum framlögum í gegnum heimasíðuna Saa.is. - fb Systkini syngja fyrir SÁÁ PÁLL ÓSKAR OG MONIKA Páll Óskar og Monika stíga á svið í Vonarhúsinu ásamt Diddú og strengjakvartett. Mikil þúfugerð fer nú fram á smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins vegna leikritsins Gerpla sem verður frumsýnt 12. febrú- ar. Smíðaverkstæðið hefur aftur tekið við sínu gamla hlutverki sem vinnusvæði og þar hefur Trygve Jónas Eliassen, yfirmað- ur leikmunadeildar, haft í nógu að snúast við þúfugerðina. Vopn og verjur eru einnig að streyma í hús og má því búast við því að hausar og útlimir fari að fjúka á næstunni. Æfingar á Gerplu standa nú sem hæst undir styrkri stjórn Baltas- ars Kormáks. Með hlutverk fóst- bræðrana Þorgeirs Hávarsson- ar og Þormóðs Kolbrúnarskálds fara Björn Thors og Jóhannes Haukur Jóhnnesson. Aðrir leik- arar eru Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Atli Rafn, Lilja Nótt Þórarinsdótt- ir og Sindri Birgisson. Býr til þúfur fyrir Gerplu ÞÚFUGERÐ Trygve Jónas Eliassen, yfirmaður leikmunadeildar Þjóðleikhússins, hefur í nógu að snúast við þúfugerðina. www.lapulsa.is Skólavörðustígur 2 101 Reykjavík S. 445 2020 www.birna.net ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR NÝTT KORTATÍMABIL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.