Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 8
8 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR 1. Dorrit Moussaieff forsetafrú átti afmæli í gær. Hvað er hún gömul? 2. Hvaða íslenska útgáfu- fyrirtæki hefur gert dreifingar- samning við þýska fyrirtækið Kompakt Records? 3. Hvaða þjóð mætti íslenska handboltalandsliðinu í Laugar- dalshöll í gærkvöldi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2010 (eftir 25. jan. nk.) og alla breytingaseðla þar á eftir • afpantað álagningarseðla og breytingaseðla í pósti • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda til 20. janúar 2010 • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum. Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda verða ekki sendir út til greiðenda, 18-67 ára. Fasteignagjöldin verða framvegis innheimt í heimabönkum, en jafnframt er bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Greiðendur fasteignagjalda athugið! Samtök um sorg og sorgarviðbrögð nydogun@nydogun.is Sorg í kjölfar sjálfsvígs • Fræðslufundur á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Sorg eftir sjálfsvíg er umfjöllunarefni sr. Svavars Stefánssonar á samveru Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld 14. janúar kl. 20. Samveran er í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti og er öllum opin. Þar verður einnig skráð í hópstarf fyrir þá sem hafa misst vegna sjálfsvígs en sr. Svavar mun taka að sér að stýra hópnum. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstudaginn 22. janúar 2010, kl. 16:00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá. 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ, á fundardag. Mosfellsbæ 14. janúar 2010 Stjórn ÍSTEX hf. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hamfarir á Haítí Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au- Prince klukkustund áður en jarð- skjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Lát- lausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. Elda á og rekur kaffihúsið Café D´Haítí við Tryggvagötu í Reykja- vík ásamt eiginmanni sínum, Met- húsalem Þórissyni. Þau kynntust þegar hann var við störf á Haítí og fluttust til Íslands fyrir tæpum fjórum árum. Þau segja landið einkar illa í stakk búið til að takast á við nátt- úruhamfarir á borð við þessar. Allir innviðir séu veikir; stjórn- sýsla, heilbrigðiskerfi, samgöngu- og fjarskiptakerfi. Tvær aldir eru síðan landið varð síðast illa úti af völdum jarðskjálfta en sterkir fellilbyljir ríða þar jafnan yfir á haustin. Oft verður mannfall af þeirra völdum, stundum mikið. Á Café D´Haítí selja Elda og Methúsalem kaffi sem ræktað er á Haítí. Þau skipta við bændur í land- inu og eiga við þá svonefnd sann- gjörn viðskipti (fair trade). Þau langaði að gera eitthvað sem bæði þau sjálf og Haítí gætu haft hag af. Fjöldi fólks lagði leið sína á Café D´Haítí í gær. Vildi það spyrja Eldu frétta, sýna henni stuðning og jafn- vel gefa peninga sem komið gætu að notum ytra. - bþs Elda Þórisson Faurelien, sem rekur Café D´Haítí við Tryggvagötu, á bróður, frændfólk og vini í Port-au-Prince: Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum BÍÐUR FRÉTTA Elda hefur ekki heyrt frá fólkinu sínu í Port-au-Prince. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAÍTÍ Íslenska rústabjörgunarsveit- in kom til hjálparstarfa á Haítí um klukkan níu í gærkvöld að íslensk- um tíma eftir tíu tíma ferðalag frá Íslandi. Millilent var í Boston í Bandaríkjunum til eldsneytistöku. Íslenska sveitin var með fyrstu alþjóðlegu hjálparsveitum sem komu til Haítí, tæpum sólarhring eftir jarðskjálftana í nágrenni höf- uðborgarinnar Port-au-Prince. Sveitin hefur meðferðis um þrjú tonn af vatni, tjaldbúðir fyrir sveit- ina, fullkominn fjarskiptabúnað og vatnshreinsibúnað. „Hægt er að halda sveitinni úti án utanaðkom- andi aðstoðar í allt að sjö daga,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Samkvæmt upplýsingum utanrík- isráðuneytisins síðdegis í gær var þá óljóst hvort flugvöllurinn í Port- au-Prince yrði opinn þegar Íslend- ingarnar kæmu. Ef völlurinn hefði lokaðist var gert ráð fyrir að lenda í Dóminíska lýðveldinu sem er í um 400 til 500 kílómetra fjarlægð frá skjálftasvæðinu. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra tók í fyrrinótt ákvörð- un um að senda sveitina af stað og heimsótti hana í björgunarmiðstöð- ina í Skógarhlíð þar sem ferðin var undirbúin. „Utanríkisþjónustan hefur verið í sambandi við stjórn- völd Haítís sem hafa þakkað fyrir stuðninginn og skjót viðbrögð frá Íslandi. Eins hefur ráðuneytið verið í sambandi við fólk sem þekkir til staðhátta á Haítí. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins kannar nú hvort Íslendingar séu á svæðinu og reynir að ná sambandi við þá,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, fór með utan með rústa- björgunarsveitinni. Hann sagði ráð fyrir því gert að eftir lendingu gengi sveitin frá búnaði sínum og undirbyggi aðgerðir. Björgunar- störf yrðu hafin strax morguninn eftir. Í íslensku björgunarsveitinni eru 35 menn. Með í för út eru einn- ig fulltrúar utanríkisráðuneytisins. Flogið var út í þotu Icelandair sem var til reiðu á Keflavíkurflugvelli. olikr@frettabladid.is BJÖRGUNARSVEITARLIÐAR FERÐBÚAST Hér sést rústabjörgunarsveit Landsbjargar búast til farar til Haítí eldsnemma í gærmorgun. Sveitin hélt af stað um klukkan ellefu, en kvöldið áður riðu öflugir jarðskjálftar fyrir í nágrenni Port-au-Prince. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslendingarnir komu til Haítí í gærkvöldi Þrjátíu og fimm björgunarsveitamenn flugu frá Íslandi í gærmorgun og voru lentir á Haítí innan við sólarhring eftir stóra skjálftann á þriðjudagskvöld. Ís- lenska björgunarsveitin var með þeim fyrstu á vettvang hamfaranna miklu. LENT Á HAÍTÍ Íslensku björgunarsveitar- mennirnir höfðu hraðar hendur við að koma búnaði sínum inn til borgarinnar. Fyrsta verk sveitarinnar var að koma upp búðum á öruggum stað. MYND/LANDSBJÖRG VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.