Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 8
8 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR 1. Dorrit Moussaieff forsetafrú átti afmæli í gær. Hvað er hún gömul? 2. Hvaða íslenska útgáfu- fyrirtæki hefur gert dreifingar- samning við þýska fyrirtækið Kompakt Records? 3. Hvaða þjóð mætti íslenska handboltalandsliðinu í Laugar- dalshöll í gærkvöldi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2010 (eftir 25. jan. nk.) og alla breytingaseðla þar á eftir • afpantað álagningarseðla og breytingaseðla í pósti • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda til 20. janúar 2010 • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum. Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda verða ekki sendir út til greiðenda, 18-67 ára. Fasteignagjöldin verða framvegis innheimt í heimabönkum, en jafnframt er bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Greiðendur fasteignagjalda athugið! Samtök um sorg og sorgarviðbrögð nydogun@nydogun.is Sorg í kjölfar sjálfsvígs • Fræðslufundur á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Sorg eftir sjálfsvíg er umfjöllunarefni sr. Svavars Stefánssonar á samveru Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld 14. janúar kl. 20. Samveran er í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti og er öllum opin. Þar verður einnig skráð í hópstarf fyrir þá sem hafa misst vegna sjálfsvígs en sr. Svavar mun taka að sér að stýra hópnum. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstudaginn 22. janúar 2010, kl. 16:00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá. 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ, á fundardag. Mosfellsbæ 14. janúar 2010 Stjórn ÍSTEX hf. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hamfarir á Haítí Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au- Prince klukkustund áður en jarð- skjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Lát- lausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. Elda á og rekur kaffihúsið Café D´Haítí við Tryggvagötu í Reykja- vík ásamt eiginmanni sínum, Met- húsalem Þórissyni. Þau kynntust þegar hann var við störf á Haítí og fluttust til Íslands fyrir tæpum fjórum árum. Þau segja landið einkar illa í stakk búið til að takast á við nátt- úruhamfarir á borð við þessar. Allir innviðir séu veikir; stjórn- sýsla, heilbrigðiskerfi, samgöngu- og fjarskiptakerfi. Tvær aldir eru síðan landið varð síðast illa úti af völdum jarðskjálfta en sterkir fellilbyljir ríða þar jafnan yfir á haustin. Oft verður mannfall af þeirra völdum, stundum mikið. Á Café D´Haítí selja Elda og Methúsalem kaffi sem ræktað er á Haítí. Þau skipta við bændur í land- inu og eiga við þá svonefnd sann- gjörn viðskipti (fair trade). Þau langaði að gera eitthvað sem bæði þau sjálf og Haítí gætu haft hag af. Fjöldi fólks lagði leið sína á Café D´Haítí í gær. Vildi það spyrja Eldu frétta, sýna henni stuðning og jafn- vel gefa peninga sem komið gætu að notum ytra. - bþs Elda Þórisson Faurelien, sem rekur Café D´Haítí við Tryggvagötu, á bróður, frændfólk og vini í Port-au-Prince: Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum BÍÐUR FRÉTTA Elda hefur ekki heyrt frá fólkinu sínu í Port-au-Prince. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAÍTÍ Íslenska rústabjörgunarsveit- in kom til hjálparstarfa á Haítí um klukkan níu í gærkvöld að íslensk- um tíma eftir tíu tíma ferðalag frá Íslandi. Millilent var í Boston í Bandaríkjunum til eldsneytistöku. Íslenska sveitin var með fyrstu alþjóðlegu hjálparsveitum sem komu til Haítí, tæpum sólarhring eftir jarðskjálftana í nágrenni höf- uðborgarinnar Port-au-Prince. Sveitin hefur meðferðis um þrjú tonn af vatni, tjaldbúðir fyrir sveit- ina, fullkominn fjarskiptabúnað og vatnshreinsibúnað. „Hægt er að halda sveitinni úti án utanaðkom- andi aðstoðar í allt að sjö daga,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Samkvæmt upplýsingum utanrík- isráðuneytisins síðdegis í gær var þá óljóst hvort flugvöllurinn í Port- au-Prince yrði opinn þegar Íslend- ingarnar kæmu. Ef völlurinn hefði lokaðist var gert ráð fyrir að lenda í Dóminíska lýðveldinu sem er í um 400 til 500 kílómetra fjarlægð frá skjálftasvæðinu. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra tók í fyrrinótt ákvörð- un um að senda sveitina af stað og heimsótti hana í björgunarmiðstöð- ina í Skógarhlíð þar sem ferðin var undirbúin. „Utanríkisþjónustan hefur verið í sambandi við stjórn- völd Haítís sem hafa þakkað fyrir stuðninginn og skjót viðbrögð frá Íslandi. Eins hefur ráðuneytið verið í sambandi við fólk sem þekkir til staðhátta á Haítí. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins kannar nú hvort Íslendingar séu á svæðinu og reynir að ná sambandi við þá,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, fór með utan með rústa- björgunarsveitinni. Hann sagði ráð fyrir því gert að eftir lendingu gengi sveitin frá búnaði sínum og undirbyggi aðgerðir. Björgunar- störf yrðu hafin strax morguninn eftir. Í íslensku björgunarsveitinni eru 35 menn. Með í för út eru einn- ig fulltrúar utanríkisráðuneytisins. Flogið var út í þotu Icelandair sem var til reiðu á Keflavíkurflugvelli. olikr@frettabladid.is BJÖRGUNARSVEITARLIÐAR FERÐBÚAST Hér sést rústabjörgunarsveit Landsbjargar búast til farar til Haítí eldsnemma í gærmorgun. Sveitin hélt af stað um klukkan ellefu, en kvöldið áður riðu öflugir jarðskjálftar fyrir í nágrenni Port-au-Prince. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslendingarnir komu til Haítí í gærkvöldi Þrjátíu og fimm björgunarsveitamenn flugu frá Íslandi í gærmorgun og voru lentir á Haítí innan við sólarhring eftir stóra skjálftann á þriðjudagskvöld. Ís- lenska björgunarsveitin var með þeim fyrstu á vettvang hamfaranna miklu. LENT Á HAÍTÍ Íslensku björgunarsveitar- mennirnir höfðu hraðar hendur við að koma búnaði sínum inn til borgarinnar. Fyrsta verk sveitarinnar var að koma upp búðum á öruggum stað. MYND/LANDSBJÖRG VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.