Fréttablaðið - 23.01.2010, Page 8

Fréttablaðið - 23.01.2010, Page 8
8 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR Fjögurra vikna árangursmælt nám- skeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða og depurð. Öflugar slökunar- og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar. Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 til 21:45 auk eftirfylgdartíma, alls 16 klst. Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir, sálfræðingar í klínískri sálfræði. Verð aðeins kr. 45.000. Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Næsta námskeið hefst mánudaginn 1. febrúar nk. Skráning og fyrirspurnir í símum 822 0043 og 562 4444, oddier@simnet.is og kms@kms.is N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s Kennsludagar: Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar ára ábyrgð KIA hefur notið mikillar velgengni á síðustu árum. Framleiðendur KIA framleiðenda í heiminum, 7 ára ábyrgð á öllum nýjum KIA bílum í Evrópu. Þessi staðreynd endurspeglar vandaða framleiðslu, áreiðanleika og gæði. Komdu í sýningarsal okkar og láttu KIA koma þér á óvart. KIA á Íslandi Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590 5700 www.kia.is EFNAHAGSMÁL Afar umfangsmikl- ar breytingar á skattkerfinu voru keyrðar í gegnum Alþingi á met tíma fyrir áramót án þess að raunveru- leg umræða ætti sér stað um þá fjöl- mörgu galla sem eru á því kerfi sem nú hefur verið innleitt. Þetta segir Pétur Blöndal, full- trúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Óheppilegt er að flækja kerfið óþarflega mikið eins og nú hefur verið gert. Með flóknara kerfi og hærri sköttum eru miklar líkur á því að sú tekjuaukning sem ríkið ætlar sér að ná með breyttu kerfi muni ekki skila sér, segir Pétur. Vegna breytinganna verði mun meira um að endurgreiða þurfi oftekna skatta, eða að fólk þurfi að greiða háar upphæðir eftir á. „Það hefði mátt gera þetta miklu einfaldara, en það var bara enginn áhugi á því,“ segir Pétur. „Málið var keyrt í gegn umræðulaust.“ Hægt hefði verið að ná öllum markmiðum þess kerfis sem nú hefur verið tekið upp með því að notast við gamla kerfið, en bæta við hátekjuskatti, ef vilji hefði verið fyrir hendi, segir Pétur. „Hugsunin var meira að koma á sósíalísku skattkerfi en að gera kerfið einfalt eða réttlátt, því miður,“ segir Pétur. Hann segir stjórnarandstöðuna ítrekað hafa bent á að afar óheppi- legt væri að hækka skatta í miðri kreppu. Flest bendi til þess að ástandið verði verst í ár. Því hefði átt að fresta því um eitt ár að auka álögur, og afla ríkinu frekar tekna með því að skattleggja séreignar- sparnað, eins og sjálfstæðismenn hafi lagt til. „Ég held að þriggja þrepa kerfi sé ekki óþarflega flókið,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylking- arinnar og formaður efnahags- og skattanefndar. Slík kerfi séu notuð víða í nágrannalöndunum með góðum árangri. Breytingar á tekjuskattskerfinu miða fyrst og fremst að því að auka tekjur ríkisins og auka jöfnuð, segir Helgi. Vissulega hefði mátt fara nærri þeim markmiðum með því að notast við flatan skatt auk hátekju- skatts. Það hefði einfaldað kerfið fyrir þorra launamanna, þar sem allir nema hátekjufólk væru áfram í einu skattþrepi. Þriggja þrepa kerfið hefur það fram yfir að gefa færi á frekari breytingum í framtíðinni, segir Helgi. Áhugi hafi verið á því að hafa skatthlutfallið lægra í lægsta skatt- þrepinu, en ekki hafi verið svigrúm til þess nú. Auðvelt verði að lækka það hlutfall þegar svigrúm skapist í framtíðinni. brjann@frettabladid.is Tvö skattþrep hefðu náð settu markmiði Nýtt þriggja þrepa skattkerfi er of flókið og hætta er á að það nái ekki markmið- um um auknar tekjur, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Flestum markmiðum hefði mátt ná með hátekjuskatti, segir formaður efnahags- og skattanefndar. HELGI HJÖRVARPÉTUR BLÖNDAL ■ Miklar breytingar voru gerðar á skattkerfinu um áramót. Meðal þess sem breyttist mikið var tekjuskattskerfið, þar sem tekið var upp þriggja þrepa kerfi. ■ Fyrsta skattþrepið er fyrir tekjur undir 200 þúsundum. Annað þrepið er fyrir tekjur frá 200 þúsundum að 650 þúsundum. Þriðja þrepið er fyrir tekjur yfir 650 þúsundum á mánuði. ■ Tæplega 93 prósent þeirra sem greiða munu tekjuskatt á árinu falla í annað eða þriðja skattþrepið. Alls munu um 85 prósent vera með tekjur á bilinu 200 og 650 þúsund krónur. Aðeins 7,5 prósent, 11.900 einstakling- ar, greiða eingöngu skatt í fyrsta skattþrepi. ■ Tekjur ríkisins af þessari skattheimtu verða ríflega 93 milljarðar á árinu samkvæmt áætlun, 6,6 milljörðum meira en gamla kerfið hefði skilað. Þar af munu einungis 300 milljónir króna, 0,3 prósent, koma frá fólki sem eingöngu greiðir skatt í fyrsta skattþrepinu. LÍTIÐ BROT FELLUR Í FYRSTA SKATTÞREPIÐ STJÓRNMÁL Ásbjörn Óttarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks í fjárlaga- nefnd Alþingis, greiddi sér og konu sinni 65 milljónir króna í arð frá útgerðarfélaginu Nesveri árið 2008. Hann var framkvæmdastjóri Nes- vers og eini stjórnarmaður. Greint var frá því í DV að sama ár tapaði fyrirtækið 574 milljónum króna og eigið fé var neikvætt um 157 milljónir. Ásbjörn skýrir þetta með því að arðurinn hafi verið greiddur vegna hagnaðar ársins 2007. Árið 2007 voru hins vegar tuttugu milljónir greiddar í arð vegna ársins 2006, samkvæmt ársreikningi. Árið 2006 var fyrirtækið rekið með tapi. Spurður um þetta, segir Ásbjörn að greiðslurnar hafi verið reiknaðar í hlutfalli við eigið fé fyrirtækisins. En samkvæmt ársreikningi var eigið fé Nesvers neikvætt árið 2006 um rúmar 213 milljónir. Um þetta segist Ásbjörn ekki geta rætt af því að hann sé ekki með árs- reikningana hjá sér. Þingmaðurinn getur Nesvers í hagsmunaskráningu á vef Alþingis, en skráir hlutverk sitt þar ekki sem tekjumyndandi starfsemi, unna sam- hliða þingmennsku. Ásbjörn komst á þing vorið 2009 og bendir á að hann hafi einung- is haft tekjur af Nesveri fyrstu tvo mánuði ársins. Hann hafi því engar tekjur fengið, samhliða þing- mennsku. Óvíst sé hvort hagnaður verði greiddur út í ár. - kóþ Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir fyrirtæki sitt ganga vel: Ásbjörn hagnaðist um tugmilljónir ÁSBJÖRN ÓTTARSSON „Ég hef verið í rekstri í 25 ár og aldrei hefur opinber aðili eða birgir tapað einni krónu á mínum rekstri,“ segir Ásbjörn. Fyrirtækið gangi vel. ATVINNUMÁL Finnbogi Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Framtakssjóðs Íslands. Sjóðurinn var stofnaður af lífeyrissjóð- um sem leggja sjóðnum til þrjá- tíu milljarða króna og mun sjóðurinn gegna veigamiklu hlut- verki í endur- reisn íslensks efnahagslífs með fjárfestingum í fyrirtækjum. Finnbogi hefur mikla reynslu í íslensku atvinnulífi og síðustu ár hefur hann verið framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins. Finnbogi hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrir- tækja. - shá Framtakssjóður Íslands: Finnbogi stýrir nýjum sjóði FINNBOGI JÓNSSON KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við hvatningarorð- um Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, um að hömlum á notk- un Netsins verði aflétt í Kína. „Við erum algerlega and- víg ummælum sem brjóta í bága við stað- reyndir og skaða samskipti Kína og Bandaríkjanna,“ segir Ma Zhaoxu, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, á vefsíðu ráðuneytisins. Clinton hafði sagt í ræðu að Kína væri meðal þeirra landa þar sem hömlur væru á frjálsu flæði upplýsinga. - gb Kínastjórn bregst ókvæða við: Kvartar undan orðum Clinton HILLARY CLINTON LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn um fertugt voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. febrúar að kröfu lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Menn- irnir sem hafa setið í gæsluvarð- haldi frá 14. janúar, eru grunaðir um aðild að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Efnin voru flutt með vöru- flutningaskipi frá Samskipum en annar maðurinn starfaði hjá fyr- irtækinu. Skipið kom hingað frá Árósum í Danmörku en skip Samskipa koma við í mörgum höfnum áður og ekki er upplýst hvar efnin eru talin hafa verið sett um borð. - jss Tveir áfram í gæslu: Með fjögur kíló af amfetamíni VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn? 2 Hvaðan á viðbótarorka að koma vegna straumhækkunar í álverinu í Straumsvík? 3 Hvaða saga Gerðar Kristnýj- ar verður kvikmynduð? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.