Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 12
12 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR SAMFÉLAG Borgarstjórn hefur ákveðið að gefa sem samsvarar hundrað krón- um fyrir hvern borgarbúa til neyðaraðstoðar á Haítí. Samtals 11,8 milljónir króna. Féð fer til Rauða kross Íslands. Áður hafði bæjarstjórn Hveragerðis gert það sama og það var Þorleifur Gunn- laugsson, borgarfulltrúi VG, sem stakk upp á því við borg- arstjórn að hún færi að fordæmi Hveragerðis. Þorleifur bendir á að fari önnur sveitarfélög að fordæm- inu safnist 31,8 milljónir. Sam- kvæmt upplýsingum frá RKÍ hafa fleiri sveitarfélög nú þegar heitið stuðningi. Með þessu framlagi Reykjavíkurborgar hefur Rauði krossinn nú safn- að 45 milljónum króna, tæpum 142 krónum á hvern Íslending. Ríkis- sjóður hefur heitið fimmt- án milljónum, sem skiptast milli félagasamtakanna. Á Haítí eru nú um fjögur hundruð alþjóðlegra starfsmanna Rauða krossins og um þúsund sjálf- boðaliðar úr hópi eyjarskeggja. Samtökin hafa aldrei verið með jafn margar neyðarsveitir að störf- um í einu landi. - kóþ Borgarstjórn fer að fordæmi Hveragerðis: Hundrað krónur til Haítí ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Júlíus Vífill 2. sæti Júlíus Vífill býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu ... ... úr listalífi, atvinnulífi og stjórnmálum. ... og hefur starfað í þágu borgarbúa sem borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs, Faxaflóahafna og menntaráðs. ... og hann skilur þarfir fjölskyldna, atvinnulífs, menningar og lista. Kosningaskrifstofa í Borgartúni 6, 4. hæð – www.juliusvifill.is – jvi@reykjavik.is Verið velkomin í kaffi og spjall á kosningaskrifstofu mína í dag frá kl. 13. ATVINNUMÁL Sautján manns var sagt upp störfum hjá Ríkisút- varpinu í gær. Meðal þeirra er fjölmargt þekkt útvarps- og sjónvarpsfólk. Gerðir hafa verið starfslokasamningar við nokkra t i l v iðbóta r og ekki verð- ur ráðið í störf sem losna. Alls verður starfs- mönnum fækk- að um þrjátíu. 296 starfa nú hjá RÚV. Dagskrárþul- ur sjónvarpsins hverfa af skjánum og útsending- um svæðisstöðva RÚV á lands- byggðinni verður hætt. Fréttaauki sjónvarps á sunnudagskvöldi mun heyra sögunni til og einnig þátt- urinn Viðtalið. Færri innlendar heimildarmyndir og kvikmyndir verða keyptar til sýningar. Páll Magnússon útvarpsstjóri kynnti þessar aðgerðir á starfs- mannafundi í gær. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að ástæða þeirra sé sú að 420 millj- ónir króna af tekjum þessa árs gengu RÚV úr greipum þegar Alþingi samþykkti í desember að taka 10 prósent af útvarpsgjald- inu, sem almenningur greiðir, í rekstur ríkissjóðs. Það þýði að í stað þess að skila 150 milljóna hagnaði þurfi RÚV nú að mæta 270 milljóna króna tapi. „Með þessum aðgerðum reyn- um við að lágmarka skaðann af aðgerðum stjórnvalda fyrir eig- anda Ríkisútvarpsins, sem er almenningur,“ segir Páll Magn- ússon. Fækkun starfsfólks bitnar harðast á innlendu dagskrársviði og fréttasviði, Það er stærsta svið stofnunarinnar og er launakostn- aður um 90 prósent af útgjöld- um. Engin breyting verður á þáttum eins og Spaugstofunni, Útsvari, Kiljunni og Silfri Egils. Þótt starfsmönnum Kastljóss fækki verður útsendingartími óbreyttur en tónlistaratriðum og framleidd- um innslögum verður fækkað. Hætt hefur verið við beinar útsendingar frá Grímunni, Edd- unni og Íslensku tónlistarverð- laununum. Söngvakeppni sjón- varpsstöðva verður hins vegar með óbreyttu sniði en að sögn Páls skilar sú dagskrá hagnaði. Engar breytingar verða á fyrri áætlunum um útsendingar frá erlendum viðburðum eins og HM og vetrarólympíuleikunum, sem hefjast í febrúar. peturg@frettabladid.is Sautján sagt upp hjá RÚV Ríkisútvarpið fækkar starfsmönnum um þrjátíu. Mörgum þekktum frétta- og dagskrárgerðarmönn- um sagt upp. Sjónvarpsþulur víkja af skjánum. ÚTVARPSHÚSIÐ Í EFSTALEITI Páll Magnússon útvarpsstjóri kynnti uppsagnir og sam- drátt á starfsmannafundi í gær og sagðist um leið ætla að skila Audi Q7-jeppa sem hann hefur haft til umráða á kostnað RÚV. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Meðal þeirra starfsmanna Ríkisút- varpsins sem fengu uppsagnarbréf eða hafa gert starfslokasamninga eru: ■ Friðrik Páll Jónsson, fréttamað- ur/Spegillinn ■ Elín Hirst, fréttalesari/fyrrver- andi fréttastjóri ■ Þóra Tómasdóttir, Kastljós ■ Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Kastljós ■ Katrín Brynja Hermannsdóttir, sjónvarpsþula ■ Guðrún Frímannsdóttir, frétta- maður ■ Borgþór Arngrímsson, frétta- maður ■ Jóhanna Margrét Einarsdóttir, fréttamaður ■ Elsa María Jakobsdóttir, Kastljós ■ Karl Eskil Pálsson, fréttamaður Akureyri ■ Guðrún Sigurðardóttir, frétta- maður Ísafirði ■ Ásgrímur Ingi Arngrímsson, fréttamaður Egilsstöðum ÞAU HÆTTA HJÁ RÚV PÁLL MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.