Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 12
12 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR
SAMFÉLAG Borgarstjórn
hefur ákveðið að gefa sem
samsvarar hundrað krón-
um fyrir hvern borgarbúa
til neyðaraðstoðar á Haítí.
Samtals 11,8 milljónir
króna. Féð fer til Rauða
kross Íslands.
Áður hafði bæjarstjórn
Hveragerðis gert það sama
og það var Þorleifur Gunn-
laugsson, borgarfulltrúi
VG, sem stakk upp á því við borg-
arstjórn að hún færi að fordæmi
Hveragerðis. Þorleifur bendir á að
fari önnur sveitarfélög að fordæm-
inu safnist 31,8 milljónir. Sam-
kvæmt upplýsingum frá RKÍ hafa
fleiri sveitarfélög nú þegar
heitið stuðningi.
Með þessu framlagi
Reykjavíkurborgar hefur
Rauði krossinn nú safn-
að 45 milljónum króna,
tæpum 142 krónum á
hvern Íslending. Ríkis-
sjóður hefur heitið fimmt-
án milljónum, sem skiptast
milli félagasamtakanna.
Á Haítí eru nú um fjögur
hundruð alþjóðlegra starfsmanna
Rauða krossins og um þúsund sjálf-
boðaliðar úr hópi eyjarskeggja.
Samtökin hafa aldrei verið með
jafn margar neyðarsveitir að störf-
um í einu landi. - kóþ
Borgarstjórn fer að fordæmi Hveragerðis:
Hundrað krónur til Haítí
ÞORLEIFUR
GUNNLAUGSSON
Júlíus Vífill 2. sæti
Júlíus Vífill býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu ...
... úr listalífi, atvinnulífi og
stjórnmálum.
... og hefur starfað í þágu borgarbúa
sem borgarfulltrúi og formaður
skipulagsráðs, Faxaflóahafna og
menntaráðs.
... og hann skilur þarfir fjölskyldna,
atvinnulífs, menningar og lista.
Kosningaskrifstofa í Borgartúni 6, 4. hæð – www.juliusvifill.is – jvi@reykjavik.is
Verið velkomin í kaffi og spjall
á kosningaskrifstofu mína
í dag frá kl. 13.
ATVINNUMÁL Sautján manns var
sagt upp störfum hjá Ríkisút-
varpinu í gær. Meðal þeirra er
fjölmargt þekkt útvarps- og
sjónvarpsfólk. Gerðir hafa verið
starfslokasamningar við nokkra
t i l v iðbóta r
og ekki verð-
ur ráðið í störf
sem losna. Alls
verður starfs-
mönnum fækk-
að um þrjátíu.
296 starfa nú
hjá RÚV.
Dagskrárþul-
ur sjónvarpsins
hverfa af skjánum og útsending-
um svæðisstöðva RÚV á lands-
byggðinni verður hætt. Fréttaauki
sjónvarps á sunnudagskvöldi mun
heyra sögunni til og einnig þátt-
urinn Viðtalið. Færri innlendar
heimildarmyndir og kvikmyndir
verða keyptar til sýningar.
Páll Magnússon útvarpsstjóri
kynnti þessar aðgerðir á starfs-
mannafundi í gær. Hann sagði
í samtali við Fréttablaðið að
ástæða þeirra sé sú að 420 millj-
ónir króna af tekjum þessa árs
gengu RÚV úr greipum þegar
Alþingi samþykkti í desember að
taka 10 prósent af útvarpsgjald-
inu, sem almenningur greiðir, í
rekstur ríkissjóðs. Það þýði að
í stað þess að skila 150 milljóna
hagnaði þurfi RÚV nú að mæta
270 milljóna króna tapi.
„Með þessum aðgerðum reyn-
um við að lágmarka skaðann af
aðgerðum stjórnvalda fyrir eig-
anda Ríkisútvarpsins, sem er
almenningur,“ segir Páll Magn-
ússon.
Fækkun starfsfólks bitnar
harðast á innlendu dagskrársviði
og fréttasviði, Það er stærsta svið
stofnunarinnar og er launakostn-
aður um 90 prósent af útgjöld-
um.
Engin breyting verður á þáttum
eins og Spaugstofunni, Útsvari,
Kiljunni og Silfri Egils. Þótt
starfsmönnum Kastljóss fækki
verður útsendingartími óbreyttur
en tónlistaratriðum og framleidd-
um innslögum verður fækkað.
Hætt hefur verið við beinar
útsendingar frá Grímunni, Edd-
unni og Íslensku tónlistarverð-
laununum. Söngvakeppni sjón-
varpsstöðva verður hins vegar
með óbreyttu sniði en að sögn
Páls skilar sú dagskrá hagnaði.
Engar breytingar verða á fyrri
áætlunum um útsendingar frá
erlendum viðburðum eins og HM
og vetrarólympíuleikunum, sem
hefjast í febrúar.
peturg@frettabladid.is
Sautján sagt
upp hjá RÚV
Ríkisútvarpið fækkar starfsmönnum um þrjátíu.
Mörgum þekktum frétta- og dagskrárgerðarmönn-
um sagt upp. Sjónvarpsþulur víkja af skjánum.
ÚTVARPSHÚSIÐ Í EFSTALEITI Páll Magnússon útvarpsstjóri kynnti uppsagnir og sam-
drátt á starfsmannafundi í gær og sagðist um leið ætla að skila Audi Q7-jeppa sem
hann hefur haft til umráða á kostnað RÚV. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Meðal þeirra starfsmanna Ríkisút-
varpsins sem fengu uppsagnarbréf
eða hafa gert starfslokasamninga
eru:
■ Friðrik Páll Jónsson, fréttamað-
ur/Spegillinn
■ Elín Hirst, fréttalesari/fyrrver-
andi fréttastjóri
■ Þóra Tómasdóttir, Kastljós
■ Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Kastljós
■ Katrín Brynja Hermannsdóttir,
sjónvarpsþula
■ Guðrún Frímannsdóttir, frétta-
maður
■ Borgþór Arngrímsson, frétta-
maður
■ Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
fréttamaður
■ Elsa María Jakobsdóttir, Kastljós
■ Karl Eskil Pálsson, fréttamaður
Akureyri
■ Guðrún Sigurðardóttir, frétta-
maður Ísafirði
■ Ásgrímur Ingi Arngrímsson,
fréttamaður Egilsstöðum
ÞAU HÆTTA HJÁ RÚV
PÁLL MAGNÚSSON