Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.01.2010, Qupperneq 16
16 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Eðlilega vakti athygli að flokksráð VG gat ekki ályktað um Icesave; stærstu þraut sem nokkur ríkisstjórn hefur glímt við. Flestir telja það bera vott um veikleika. Á þessum peningi eins og öðrum eru tvær hliðar. Þegar kjarni aðalvaldaflokks landsins talar til þjóðarinnar skýrast þrýstilínur á veðurkort- um stjórnmálanna. Flokkurinn var klofinn í Icesave-málinu áður en til fundarins kom. Sú staðreynd hefur bæði veikt flokkinn og ríkis- stjórnina. Að því leyti breytti fund- urinn engu. Hinu er ekki að neita að það er til marks um styrkleika forystunn- ar að hún skuli við þessar aðstæð- ur sleppa við gagnrýni eða tak- mörkun á umboði í þessu máli í ályktunum fund- arins. Í reynd þýðir þetta að formaður VG heldur forystu- hlutverki sínu í stjórnarsam- starfinu þrátt fyrir þennan veikleika. Hann má því ágætlega við una. Í þessu ljósi sýnir þunnt hljóð þagnarinnar um Icesave trúlega skarpari pólitíska þrýstilínu en skýr og skorinorð ályktun gegn Evrópusambandsaðild. Enginn veit hvað hún þýðir. Ljóst er til að mynda að henni er ekki ætlað að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. VG ályktar á hverjum fundi gegn veru Íslands í Atlantshafsbanda- laginu. Þær ályktanir hafa beinlín- is gagnstæða merkingu í raunveru- leikanum því að flokkurinn tekur fulla pólitíska og stjórnskipulega ábyrgð á Atlantshafsbandalagsað- ildinni. Vel má vera að andstaðan gegn Evrópusambandsaðildinni fái sömu örlög og ályktanirnar gegn Atlantshafsbandalaginu: Hún verði þannig einungis til notkunar á lok- uðum flokksfundum og í dótturfé- lögum með sömu heimsýn. Þetta er þó verulegri óvissu háð og trúlega þurfa aðrir að taka ákvörðunina áður en sú staða kemur upp. Af þessu má ráða að flokks- ráðssamþykkt VG þarf að draga inn á pólitísk veðurkort með hlið- sjón af öðrum pólitískum þrýstilín- um. Ella verður ekki rétt úr henni lesið. Traust bakland um völdin Jafnvægi í ríkisfjármálum, lausn á Icesave og ný skýr framtíðarstefna í peninga-málum eru lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins. Fari eitt af þessum málum úrskeiðis mistekst endurreisnin. Pólitíski vandi þjóðarinnar er sá að VG, flokkurinn sem hún hefur kosið til að bera hita og þunga stjórnarsamstarfsins, er andvíg- ur nýrri stefnu í peningamálum, er klofinn um Icesave og ófús að axla ábyrgð á íhaldsúrræðum í ríkisfjár- málum. Ætla má að flokksforystan geti farið sínu fram gegn vilja kjarnans í flokksráðinu í einu af þessum þremur málum. Hæpið er að hún hafi afl til að ganga lengra, þrátt fyrir góðan vilja. Þeir fjötrar binda nú Ísland. Leysist Icesave fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar með nýjum samningum myndu Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn hagnast mest á því pólit- ískt. Trúverðugleiki þeirra myndi styrkjast til muna. Þeir þarfnast þess. Ríkisstjórnin myndi á hinn bóginn hafa hag af því að losna við mál sem hún getur ekki leyst upp á eigin spýtur. Fari svo sem horfir að ríkis- stjórnin tapi Icesave í þjóðarat- kvæðagreiðslu eru öll þrjú lykilat- riði endurreisnarinnar enn í lausu lofti einu og hálfu ári eftir hrun gjaldmiðilsins og falls bankanna. Helstu samstarfs-viðskiptaþjóðir Íslands munu horfa á þá heildar- mynd en ekki bara einn þátt henn- ar. Enginn veit hvort það þyngir eða léttir lausn á Icesave-þrautinni. Þann stóra lærdóm má draga af flokksráðsfundi VG að sú stund er komin að forystumenn í stjórnmál- um freisti þess að brjóta upp þá lok- uðu málefnastöðu sem íslensk pólit- ík er föst í. Ef það er ekki raunhæft er spurning hvort endurreisnin er raunhæf. Þrjú lykilmál í lausu lofti Á sama hátt og ályktan-ir flokksráðs VG báru vott um styrk flokksfor-ystunnar og stuðning við ríkisstjórnina sýndu þær að for- ystan hefur ótraust málefnalegt bakland til að takast á við erfiðustu viðfangsefnin sem hún stendur andspænis. Þær óglöggu pólitísku þrýstilínur gætu verið fyrirboði um nýtt skaðaveður í efnahags- málum. Í ríkisstjórninni bera ráðherr- ar VG ábyrgð á fjármálaráðuneyt- inu og tveimur af þremur stærstu útgjaldaráðuneytunum. Eitt af lyk- ilatriðum endurreisnarinnar er að ríkisstjórnin standi við skuld- bindingarnar í samstarfsáætl- un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands um jöfnuð í ríkisrekstrin- um á næsta ári. Flokksráð VG lætur eins og þetta verkefni sé ekki á dagskrá. Það eru alvarlegustu tíðindin frá þess- um umtalaða flokksráðsfundi þó að þau hafi ekki vakið athygli fjöl- miðla. Þau eru skýr vísbending um að forysta VG hafi ekki málefna- legan stuðning í þeim kjarna sem stendur að baki henni til að glíma við þetta viðfangsefni. Strax í upp- hafi stjórnarsamstarfsins fyrir ári komu fram efasemdir um að rík- isstjórnin myndi hafa stuðning í baklandi VG til að hrinda þeim íhaldsúrræðum í framkvæmd sem samstarfsáætlunin við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn gerir ráð fyrir. Að vísu er ekki ástæða til að draga vilja flokksforystunnar í efa í þessum efnum. Hún fer hins vegar ekki út á vígvöllinn ef ridd- araliðið fylgir ekki á eftir. Í þessu ljósi eykur þögn flokksráðsfund- arins á efasemdir um getu ríkis- stjórnarinnar til að leysa ríkis- fjármálin. Ótraust bakland um málefnin U ndir lok desember skýrði Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, frá því að á fyrstu mánuðum þessa árs myndi skýrast hver yrði niðurstaðan í fyrstu mál- unum af þeim um fimmtíu sem hann hefur til rann- sóknar. Nú er rétt rúmt ár frá því að komið var á fót embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka mögulega saknæma þætti tengda bankahruninu hér. Marga er heldur tekið að lengja eftir því að sjá afrakstur þeirr- ar vinnu sem sett hefur verið af stað. Þá þykir jafnvel skjóta skökku við að á meðan innbrots- og töskuþjófar og fíkniefna- smyglarar eru umsvifalaust hnepptir í gæsluvarðahald í misum- fangsmiklum málum, þá virðist engum hafa dottið í hug að koma einum eða tveimur fyrrum stórlöxum íslensks fjármálalífs bak við lás og slá meðan farið er í gegnum þeirra mál. Eða er fullvíst að þeir fái ekki skaðað rannsókn mála sem að þeim snúa? Þegar ákæruvaldið er búið að leggja fram ákærur í málum mótmælenda sem fóru offari við Alþingishúsið og slösuðu þing- verði og lögreglumenn, en um leið liggur ekki einu sinni fyrir hvort grundvöllur er fyrir ákærum í milljarðaviðskiptum fjár- glæframanna við sjálfa sig, þá hljóta að vakna spurningar um hvort í lagi sé með forgangsröðun hjá þeim sem gæta eiga laga og réttar. Mögulega þarf að efla rannsókn efnahagsbrota. Getur verið að í lagi þyki að almenningshlutafélag, Lands- bankinn, kaupi skuldabréf af stærsta eiganda sínum, sem á móti notar eignarhaldsfélag sitt um eignina í bankanum til þess að lána öðrum félögum í eigin eigu fleiri hundruð milljónir? Fram hefur komið að óverulegar eignir sé að finna í þrotabúi Samsonar, eignarhaldsfélagi Björgólfsfeðga hvurs stærsta eign var í bank- anum. Helst að vonir hafi staðið til að verðmæti kynnu að vera í afleiðusamningum um gjaldeyri. Kröfur á búið námu hins vegar 111 milljörðum króna. Þar af voru 24 vegna skuldabréfaútgáfu félagsins. Í grein sem Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftir- litinu, skrifaði í Fréttablaðið fyrir viku kemur fram að mál tengd peningamarkaðssjóðum bankanna hafi „undið upp á sig“ í nokkr- um tilvikum og séu sum enn til rannsóknar. Auðvitað er samt ekki hægt að gefa sér að í öllum tilvikum sé um glæpamennsku að ræða þó svo að peningar hafi tapast. Mikil- vægt er hins vegar að það fari að liggja fyrir niðurstaða í þeim málum sem hafa verið til rannsóknar og að ákærur komi fram þar sem tilefni er til. Uppgjörs er þörf. Þá er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki síður beðið með eftirvæntingu, enda frekar að þar verði hægt að fara yfir aðdraganda og ástæður ákvarðana og leggja mat á undirliggjandi ástæður, án þess að það sé í samhengi við höfðun opinbers máls. Líkast til eru hendur sérstaks saksóknara að nokkru bundnar þegar kemur að umfjöllun um mál sem ekki verður ákært í. Pott- ur gæti verið brotinn, þótt grundvöllur fyrir ákæru sé lítill. Í öllu falli er óvíst að margir séu tilbúnir að leggjast á árar við uppbyggingarstarf ef ekki stendur annað til en að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir hrun, með sömu persónum í aðalhlutverkum. Á það jafnt við um viðskiptalífið sem vettvang stjórnmálanna. Víðar er óvissa en um verklag innlánstrygginga. Uppgjörs er þörf ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR SPOTTIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.