Fréttablaðið - 23.01.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 23.01.2010, Síða 24
24 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR S agan kennir okkur að Kristófer Kólumbus hafi fundið stóra eyju í árslok 1492, haft snarar hend- ur, eignað hana Spán- verjum og nefnt Hisp- aníólu. Engu að síður var þar fyrir Taínó-þjóðin, eða Aravakar, sem átti ættir sínar að rekja til frumbyggja í Suður-Ameríku. Þessir frumbyggj- ar nefndu land sitt Ayiti, Bohio eða Kiskeya sem náði yfir alla eyjuna sem í dag skiptist í Haíti í vestri og Dóminíska lýðveldið í austri. Spánverjar áhugalausir Spánverjar höfðu engan sérstakan áhuga á Hispaníólu, enda fundust nýjar lendur í Suður-Ameríku eftir aldamótin 1500 sem voru ríkar af gulli og silfri. Koma þeirra hafði engu að síður skelfilegar afleiðing- ar fyrir frumbyggjana þar sem stór hluti þeirra dó pestardauða áratug- ina á eftir. Mikill fjöldi þeirra var einnig hnepptur í þrældóm og dó af harðræði. Eftir 1520 var vöxtur spænsku nýlendunnar lítill og árið 1606 skip- aði Spánarkonungur þegnum sínum að flytjast nær höfuðborginni, Santo Domingo, af ótta við sjóræningja sem þá óðu uppi víða við Karíbahaf. Í raun var þetta upphafið að enda- lokum spænskra yfirráða því bresk- ir, hollenskir og ekki síst franskir sjóræningjar gengu á lagið og komu sér fyrir á vestur- og norðurströnd eyjunnar. Frakkar taka yfir Árið 1625 hreiðruðu franskir sjó- ræningjar um sig á eyjunni Tort- uga undan norðvesturströndinni. Tilraunir Spánverja til að hrekja sjóræningjana frá landinu mistók- ust allar og árið 1659 var fyrsta franska nýlendan formlega mynduð með blessun Loðvíks fjórtánda kon- ungs Frakklands. Franska Vestur- Indíafélagið tók nýlenduna yfir árið 1664 og nefndi Saint-Domingue. Þrælahald Þegar leið að aldamótunum 1700 höfðu sjóræningjar vikið að mestu leyti fyrir umsvifum auðugra plant- ekrueigenda. Fyrir hvatningu kon- ungs höfðu þeir hafið ræktun á tóbaki, bómull og kakói. Til rækt- unarinnar þurfti kvikar hendur og innflutningur á þrælum frá Afríku, sem hafði verið mikill, jókst sem aldrei fyrr. Fyrri hluta 18. aldar þandist efna- hagur landsins út með sykur- og kaffirækt. Áður en langt um leið var Saint-Domingue orðin arðbærasta nýlenda Frakka. Á árunum eftir 1770 voru fjörutíu prósent af öllum innfluttum sykri til Evrópu fram- leidd í landinu og sextíu prósent af öllu kaffi. Þetta litla land framleiddi á þeim tíma meira af þessum dýra varningi en allar nýlendur Breta samanlagt. Drifkrafturinn á bak við þetta verslunarveldi Frakka var nauðung hundraða þúsunda afrískra þræla. Á síðari hluta aldarinnar voru fluttir yfir fimmtíu þúsund þrælar á ári til Saint-Domingue og árið 1787 er talið að hálf milljón þeirra hafi verið í landinu sem rúmlega þrjátíu þúsund Frakkar pískuðu út. Þrælar Frakka áttu sér ekki von um að lifa mikið lengur en tvö til fimm ár í haldi. Ný stétt rís Fjölmargir þrælar struku og byggðu upp eigin samfélög í fjöllunum. Þá voru afkomendur franskra þræla- haldara og kvenkyns þræla í þeirra eigu hvergi fjölmennari í þessum heimshluta en á Saint-Domingue og töldust um 25 þúsund árið 1789. Í skilningi franskra laga voru þessir afkomendur þrælahaldsins frjálsir menn og máttu eiga jarðnæði. Þess vegna varð til stétt litaðra sem áttu töluvert undir sér. Úr varð þriðja stéttin sem hvítum plantekrueigend- um stóð svo mikil ógn af að sérstök aðskilnaðarlög voru sett. Samkvæmt þeim máttu litaðir ekki sækja sér menntun eða tilheyra stéttum góð- borgara með öðrum hætti. Þeir máttu ekki ganga í hjónaband með hvítum manni, klæðast evrópsk- um fötum, bera sverð eða byssur á almannafæri eða sækja samkomur hvítra. Þar sem lögin bönnuðu ekki eign- arhald á landi varð þessi nýja stétt litaðra mun valdameiri en hvíta minnihlutanum þótti ásættanlegt. Árið 1789 áttu þeir einn þriðja af ræktanlegu landi og voru orðn- ir stórtækir þrælahaldarar sjálfir. Styrkur þeirra grundvallaðist ekki síst á því að landið sem hentaði best til kaffiræktar var á norðurströnd- inni, en þar höfðu hvítir talið að möguleikar til ræktunar væru síðri og seldu því landið hugsunarlaust. Þegar leið á 18. öldina urðu litaðir einnig fjölmennir syðst á eyjunni, eða á því svæði sem lá lengst frá mikilvægustu siglingaleiðunum. Uppreisn Stjórnarbyltingin í Frakklandi braust út árið 1789 með tilheyr- andi hræringum í stjórnmálum og setningu stjórnarskrár sem tryggði mörgum aukin borgararéttindi. Ekki síður en heima fyrir hafði byltingin gríðarleg áhrif í nýlendum Frakka. Stétt litaðra landeigenda krafðist fullra réttinda sem franskir þegnar og var vísað í byltingarlögin. Þessi krafa var samþykkt af franska þing- inu í mars 1790. Árið eftir braust út þrælabylting sem fór sem eldur í sinu um Saint-Domingue á stuttum tíma og við það riðlaðist samfélags- gerð nýlendunnar. Svartir þrælar mynduðu skæruliðaher undir for- ystu Toussaints L‘Ouverture, þræls sem hafði náð foringjatign í franska hernum, sem hafði sambönd inn í stétt hvítra og litaðra landeig- enda. Árið 1795 afhentu Spánverj- ar Frökkum sinn hluta af landinu, eða þar sem núna er Dóminíska lýð- veldið, en Toussaint L‘Ouverture og þrælaher hans hertók eyjuna alla árið 1801. Napóleon, keisari Frakk- lands, sendi her til að endurheimta nýlenduna en varð ekkert ágengt. Gömul saga og ný er að Haítíbú- ar hafi selt andskotanum sálu sína fyrir sigurinn og sjálfstæðið sem byltingarleiðtoginn Jean-Jacques Dessalines lýsti yfir árið 1804. Ykkur skal blæða Nú þegar gríðarlegur vandi steðj- ar að haítísku þjóðinni er vert að hafa afrek hennar í huga. Þetta er eina þjóðin sem hefur náð sjálfstæði með þrælauppreisn, fyrsta svarta lýðveldið og annað elsta lýðveld- ið á vesturhveli jarðar. Haítí var þannig reist á frelsishugsjón fólks sem þekkti ekki frelsi í reynd. En það er umdeilanlegt hvort tak- markinu um frelsi hafi einhvern tímann verið náð. Frakkar hurfu nefnilega ekki frá nýlendu sinni þegjandi og hljóðalaust. Franski herinn var varla horfinn sjónum þegar algjört viðskiptabann var sett á hina ungu þjóð. Nýlendu- herrarnir, sem höfðu tapað mestu, kröfðust þess að landið yrði hertek- ið að nýju og þjóðin hneppt að nýju í þrældóm. Frakkar töldu það óráð og ákváðu þess í stað að láta fyrrver- andi undirsátum sínum blæða. Árið 1825 féllust Frakkar á að létta við- skiptabanninu og viðurkenna sjálf- stæði Haítí. Í staðinn fóru þeir fram á bætur sem vart eiga sér hliðstæðu. Má nefna að Frakkar seldu Louisi- ana-ríki, sem er 74 sinnum stærra landsvæði en Haítí, til Bandaríkj- anna á einn þriðja þeirrar upphæð- ar sem „skaðabætur“ þeirra voru í nauðasamningunum. Án valkosta gekk haítíska þjóðin að skilmálum Frakka og lauk greiðslum 122 árum síðar. Þær voru fjármagnaðar með okurlánum bandarískra, þýskra og franskra banka. Niðurstaðan er sú að Haíti hefur aldrei verið efnahags- lega sjálfstætt ríki, enda fóru átta- tíu prósent af þjóðarframleiðslunni í afborganir lánanna á þeim tíma sem tók að borga þau upp. Fjármunir landsins, sem annars hefði verið veitt til að byggja upp innviði landsins, fóru í gráðugan kjaft bankanna. Þegar greiðslum lauk loksins árið 1947 var landið þjakað af fátækt með tilheyrandi óstöðugleika í stjórnarfari, án efna- hagslegrar getu til að rétta sig við. Þessi lýsing á enn við. Manngerð óreiða Árið 1946 urðu djúpstæðir efnahags- örðugleikar landsins þess valdandi að herinn bylti stjórn Élie Lescot, forseta landsins, en hann tók við af Sténio Vincent sem var kosinn for- seti 1930. Árið 1957 voru haldnar forsetakosningar þar sem Dr. Fran- cois Duvalier bar sigur úr býtum. Duvalier, sem betur er þekktur sem Papa Doc, reyndist þjóð sinni illa. Hans stjórnarár eru reyndar talin ein þau spilltustu í sögunni þar sem hann nýtti sér jöfnum hönd- um ofbeldi gegn andstæðingum og vúdú, sem er forn afrísk trúar- hefð sem lifir góðu lífi á eynni, til að hræða almenning til hlýðni. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi fallið fyrir hendi sérsveita Papa Doc og helsta baráttumál hans var að hrifsa völdin til svarta meirihlutans úr höndum áðurnefndrar auðugrar stéttar litaðra, sem réðu miklu. Nið- urstaðan var flótti menntaðs fólks sem bætti enn á efnahagslegan og félagslegan vanda í landinu. Papa Doc lést árið 1971 og við stjórnartaumunum tók nítján ára gamall sonur hans Jean-Claude, nefndur Baby Doc. Í stuttu máli hélt hann uppi merki föður síns þótt hann gengi ekki fram af eins mikilli hörku. Sjálftaka Duvalier-ættarinn- ar varð til þess að páfi fordæmdi svo stjórn landsins í opinberri heimsókn sinni. Bylting fylgdi í kjölfarið sem endaði með því að herinn þröngvaði Baby Doc í útlegð 1986. Níundi og tíundi áratugur 20. aldar einkenndust af svipaðri óreiðu. Forsetar komu og fóru og þess á milli sátu yfirmenn hersins við völd. Íhlutun Bandaríkjamanna var mikil á þessum tíma og hefur verið gagnrýnd harkalega. Samein- uðu þjóðirnar sendu friðargæslu- sveitir til landsins árið 2004 eftir að uppreisn braust út og forsetinn Jean-Bertrand Aristide flúði land – þótt hann hafi fullyrt að sér hafi verið rænt af Bandaríkjaher. Núverandi forseti landsins, Réne Préval, vann kosningar í landinu árið 2006. Hann er þó hluti af óreið- unni frá árunum á undan, en hann gegndi einnig forsetaembætti frá 1996 til 2001. Holur hljómur Ben Macintyre, blaðamaður The Times, fullyrðir í beittri grein að það sé holur hljómur í boðskap stærstu ríkja heims um að nú þurfi að hjálpa Haítí með öllum tiltekn- um ráðum. Hann gengur svo langt að segja að raunir þjóðarinnar séu ekki náttúrunni að kenna heldur Frökkum, sem um aldir hafi merg- sogið landið í græðgi og hefnigirni sinni. Fjármálaráðherrann franski kallar eftir því að erlendar skuldir landsins verði felldar niður og utan- ríkisráðherrann vill ráðstefnu. For- setinn segir þetta sögulegt tækifæri til að leysa Haítí undan aldagamalli bölvun, skrifar Macintyre. En þegar sagan er skoðuð þá kallaði Haítí ekki yfir sig bölvun af neinu tagi. Það sáu aðrir um það. Djöfullinn á hér enga sök Augu heimsins hvíla á eyríkinu Haítí eftir einhverjar mestu náttúruhamfarir síðari tíma. Svavar Hávarðsson las sér til um þjóð sem aldrei hefur fengið tækifæri til að reisa höfuð sitt úr duftinu. Náttúran á þar enga sök heldur er ástæðan mannanna verk. HAÍTÍ FYRRI TÍMA Þrælum tókst oft að strjúka á Haítí en fleiri voru dregnir í ánauð á ný. FRÉTABLAÐIÐ/AP Þrælar í V.-Indíum 4.128.000 Þrælar Breta 2.000.000 Þrælar Frakka 1.600.00 Þrælar Hollendinga 500.000 Þrælar Dana 28.000 Evrópa 200.000 Brasilía 4.000.000 Breska Norður-Ameríka og Bandaríkin 200.000 Spænska heimsveldið 2.500.000 AFRÍKA SUÐUR- AMERÍKA NORÐUR- AMERÍKA EVRÓPA 1,8%4,4% 35,3% 22,1% 36,4% Verslunarleiðir Upprunaland Þrælahald Þrælaverslun Evrópumanna Afnám þrælahalds Breta árið 1807 markaði upphafið að endalokum þrælaflutninga yfir Atlantshafið sem viðgengust í 400 ár. Talið er að ellefu milljónir manna hafi verið fluttar frá Afríku í þrælahald. Frakkar fluttu um eina milljón manna til Haítí. Heildartala þræla eftir svæðum (15. til 19. öld) Samtals: 11.328.000* 1. Þrælaskip frá Evrópu fóru til Afríku með vefnaðarvöru, romm, byssur, og aðrar vörur til kaupa á þrælum. 2. Þrælar fluttir og seldir plantekru- eigendum. 3. Sykur og kaffi flutt til baka til Evrópu. ■ ■ * Tala þræla er mjög á reiki eftir heimildum. Sumir sagnfræðingar halda því fram að á milli 25 og 40 milljónir manna hafi verið hnepptar í þrældóm frá 16. öld til 19. aldar. ■ Þríhyrningsverslun MYND/JORDI BOU GRAPHIC NEWS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.