Fréttablaðið - 23.01.2010, Page 28

Fréttablaðið - 23.01.2010, Page 28
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Strönd á Bretagne-skaga í Frakklandi Pennar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Ljósmyndir Fréttablaðið, Getty Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bfj@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JANÚAR 2010 Gönguferðir á Tenerife Gengið um skóga, gil og tinda á Kanarí. SÍÐA 8 PRÓFAÐU EITTHVAÐ NÝTT Í SUMAR Leynistrendur í Evrópu Setti upp sýningu í Panama Ástrós Gunnarsdóttir og ævintýrið í Suður-Ameríku. SÍÐA 2 FERÐALÖG Í hinu pínulitla þorpi Castelraimondo í Marche-héraði á Mið-Ítalíu er starf- ræktur málaskólinn Edulingua. Þar er tilvalið að læra ítölsku og komast í náin kynni við ítalska menningu. Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, ítölskukennari og fararstjóri, hefur farið þangað tvisv- ar með hópa Íslendinga og endurtaka á leikinn í sumar. „Þetta er tilvalið fyrir fólk sem vill verja sumarfrí- inu á Ítalíu, kynnast landi og þjóð og ná föstum tökum á tungumálinu,“ segir Jóhanna. Lýsingar hennar á staðnum eru síst til þess að draga úr áhuganum. „Þorp- ið er í litlum fögrum dal, umkringt græn- um hæðum með vínökrum og hveitiökrum hvert sem augað eygir.“ Námskeiðin hjá Edulingua eru fyrir alla, unga sem aldna, allt frá byrjendum til þeirra sem eru langt komnir í ítölsku- námi. Verðið fyrir tæplega mánaðarvist er 898 evrur. Innifalið í því eru áttatíu kennslustundir, gisting og fimmtán skoð- unarferðir. Þar skemmir landfræðileg lega þorpsins ekki fyrir, því stutt er til allra átta. Ferðirnar eru því til margra af frægustu borgum Ítalíu, þar á meðal Rómar, Feneyja og Flórens. Á rólegum dögum er svo hægur leikur að skella sér niður á strönd. Jóhanna Guðrún kennir ítölsku bæði við Háskóla Íslands og við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún segir áhuga Íslendinga á ítölsku hafa aukist til muna á undan- förnum árum, auk þess sem ítölsk yfir- völd hafa verið dugleg við að styðja við ítölskukennslu Íslendinga. Til dæmis hafi Menntaskólinn við Hamrahlíð fengið tíu þúsund evra styrk frá ítölskum yfirvöld- um í desember síðastliðnum. Jóhanna kynntist málaskólanum Edul- ingua þegar hún fór sjálf í endurmenntun- arferð fyrir nokkrum árum og féll kylli- flöt fyrir þorpinu og skólanum. „Þetta er góður skóli með frábærum og hámenntuð- um kennurum. Þangað mætir alls konar fólk, á öllum aldri og af öllu mögulegu þjóðerni. Það skemmir heldur ekki fyrir að það er mun ódýrara að búa í þorpi eins og Castelraimondo heldur en í stórborg- unum.“ Námskeiðin sem um ræðir eru tvö, hið fyrra hefst 31. maí og lýkur 25. júní og hið seinna stendur frá 5. júlí til 30. júlí. Frek- ari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu námskeiðanna, undir Námsfrí á Ítalíu 2010. - hhs LÆRÐU ÍTÖLSKU Í SUMAR Innan um grænar hæðir Marche-héraðs á Mið-Ítalíu leynist smábærinn Castelraimondo. Þang- að fer hópur Íslendinga í sumar til að læra ítölsku og drekka í sig menningu landsmanna. Jó- hanna Guðrún Gunnarsdóttir ítölskukennari fer fyrir hópnum og getur varla beðið sumarsins. Á Ítalíu Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, ítölskukennari og fararstjóri, fyrir miðju, ásamt nokkrum nemendum í námsfríi á Ítalíu. MYND/JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR BÓKAÐU NÚNA Höfuðborg Tyrklands, Istanbúl, hefur verið valin menningarborg Evrópu árið 2010. Borgin er senni- lega líka sú minnst evrópska af öllum borgum álfunnar en Tyrkland er bæði hluti af Evrópu og Asíu. Istanbúl er sannarlega exótísk og gífur- lega fögur. Þar er að finna stórfenglegar mosk- ur og bænakall bergmálar yfir borgina nokkrum sinnum á dag. Hin fagurskreytta Topkapi-höll var aðsetur Ottómanaveldis í þrjú hundruð ár og þar er unnt að skoða fyrrum kvennabúr soldánsins og fágætar gersemar og kristskirkjan í Chora er heimsþekkt fyrir býsanskan arkitektúr. En Istan- búl snýst ekki einungis um sögufrægar byggingar heldur er hún orðin gífurlega „hipp og kúl“. Tón- listar- og tískusenan þar blómstrar og þar er fjöld- inn allur af flottum veitingahúsum og börum. Það er mjög skemmtilegt að versla í borginni en þar finnur maður allt frá tískuverslunum upp í litríka „bazaar“-markaði þar sem hægt er að festa kaup á teppum, leðurvörum og Aladdin-lömpum! Svo er mikil stemning að prufa vatnspípu eða „narghyle“, eða slaka á í „hammam“-gufubaði. - amb EXÓTÍSK OG TÖFRANDI Sögufræg borg Ottómanar réðu ríkjum í Istanbúl í þrjú hundruð ár. flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is F rænka mín er að klára menntaskólann innan skamms og var að ræða útskriftarferð við mig. Hún hafði ákveðið að skella sér bara með kærastanum í bakpokaferðalag um gríska eyjaklasann þar sem henni leist ekkert á djammferð með skólafélögunum. Mikið skildi ég hana vel. Mér finnst ég alltof oft heyra um útskriftarferðir til exót- ískra og spennandi staða þar sem ekkert verður eftir í minningunni nema suddalegt fyllerí og vitleysa. Til hvers að eyða peningum og ferðalagi í það þegar þú getur alveg djammað heima hjá þér (ef þú hefur yfir- leitt áhuga á því). Árið eftir menntaskóla er samt ein- mitt kjörið til að leggja land undir fót og leggja á vit ævintýranna. Þetta er tíminn sem er tilvalinn til að nýta í bakpokaferðalög um fjarlægar slóðir og kynna sér nýja menningarheima. Flest erum við heldur ekk- ert alveg viss um hvað okkur langar að leggja fyrir okkur í lífinu og langferðir þar sem við þurfum að spreyta okkur sjálf í nýju umhverfi gera okkur alveg óskaplega gott. Þær hjálpa nefnilega líka til við að finna úr hverju við erum gerð í raun og veru. Svo er eflaust líka sniðugt að fara í slíkar langferðir áður en langt háskólanám og fjölskyldulíf taka við. En auðvit- að er aldrei of seint að fara í svona ferðir. Mér finnst líka margir veigra sér við að fara með krakka á fjar- lægar slóðir af hræðslu við sjúkdóma, slys eða bara ókunnar aðstæður. En við verðum líka að muna að börnin smá þrífast í flestum heimsins hornum, fæð- ast þar og lifa og þó það sé auðvitað nauðsynlegt að fara varlega þá megum við heldur ekki afskrifa öll ferðalög með smáfólki. En aftur að útskriftarferðunum. Þeir sem ekki hafa áhuga á subbulegri spænskri strönd og endalausu fylleríi geta sótt sér innblástur til strand- anna á síðu 6 en það þarf ekk- ert endilega að fara langt til þess að finna fallega exótíska strönd úr alfaraleið. Nú skora ég á alla nýstúdenta að vera dálítið hugrakkir og öðru- vísi og skoða ævintýralega möguleika næsta sumar. Anna Margrét Björnsson skrifar FYRSTA BRAGÐIÐ AF FERÐALÖGUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.