Fréttablaðið - 23.01.2010, Side 32

Fréttablaðið - 23.01.2010, Side 32
„Þessi kór var stofnaður með það fyrir augum að allt fólkið sem hefur góða rödd en engan stað til að viðra hana fengi tækifæri til þess,“ segir Nebojsa Colic, stofnandi og stjórn- andi Manasija-kórsins. Kórinn var stofnaður árið 2004 til að leiða messusöng hjá söfnuði Rétttrúnað- arkirkjunnar á Íslandi, sem þá var nýstofnaður. Í dag verður efnt til tónleika og danssýningar í MÍR-salnum að Hverfisgötu 105, þar sem félag- ar í kórnum koma fram. Meðlim- ir í kórnum koma frá fjölda landa, meðal annars Serbíu, Íslandi, Pól- landi, Rússlandi, Úkraínu, Lett- landi, Rúmeníu og Slóvakíu, og tilheyra flestir Rétttrúnaðarkirkj- unni. Auk þess kemur fram hópur barna sem eiga ættir sínar að rekja til Serbíu. Börnin hafa sótt nám- skeið í „Serbneska skólanum“ sem Nebojsa stofnaði síðastliðið haust. Krakkarnir munu syngja serbneskt þjóðlag og ýmis önnur lög, auk þess að sýna nokkra serbneska þjóð- dansa. Nebojsa segir börnin, sem eru á aldrinum sjö til ellefu ára, hafa mjög gaman af starfinu í skólanum. „Við hittumst einu sinni í mánuði og æfum lög og dansa, eldum þjóðlegan serbneskan mat og fleira skemmti- legt. Hugmyndin í upphafi var að gefa börnunum tækifæri til að kynn- ast serbneskri menningu, tungumál- inu og þar fram eftir götunum. Núna síðustu daga höfum við hist nánast á hverjum degi til að undirbúa okkur fyrir sýninguna,“ segir Nebojsa. Hann tekur fram að uppákom- an í dag sé nokkurs konar lokaæf- ing fyrir stærri tónleika sem verða haldnir í Salnum í Kópavogi næst- komandi miðvikudag, 27. janúar, en þar munu meðlimir í kór Kópavogs- kirkju meðal annarra verða meðal gesta. Sú dagsetning er mikilvæg meðal meðlima Rétttrúnaðarkirkj- unnar, en þá minnast þeir dánar- dags fyrsta dýrlings kirkjunnar, heilags Sava. Nebojsa fluttist til Íslands árið 2000 og hefur meðal annars sung- ið með Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þessa dagana fylgist hann grannt með Evrópumótinu í handbolta, þar sem hann styður tvö lönd til sig- urs. „Best væri ef Ísland og Ser- bía mættust í úrslitum,“ segir hann og hlær. Dagskráin í MÍR-salnum hefst klukkan 17 í dag og eru allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur er ókeypis. kjartan@frettabladid.is Manasija-kórinn í MÍR Nebojsa Colic stofnaði Manasija-kórinn fyrir rúmlega fimm árum til að leiða messusöng hjá söfnuði Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Kórinn kemur fram í dag ásamt börnum af serbneskum uppruna. Eivør Pálsdóttir heldur tónleika á vegum Listafélags Langholts- kirkju á morgun klukkan 20. Á tónleikunum flytur Eivør gömul og ný lög sem hún hefur samið. Hún verður ein á sviðinu, berfætt með gítarinn sinn. Eivør hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna með rödd sem þykir vart af þessum heimi. Hún kom til Íslands árið 2002 og hafði þá í nokkur ár verið í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Færeyjum. Hér bjó hún í fjögur ár, lengst af hjá þeim Ólöfu og Jóni Stefánssyni. Árið 2003 hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem besti flytj- andi og söngvari og 2004 fékk hún leiklistarverð- launin Grím- una fyrir tón- list og flutning í verkinu Úlfs- hagarssaga. Tónleikarnir á morgun hefj- ast klukkan 20 í Langholts- kirkju. Eivør í Lang- holtskirkju LANDNÁMSSETRIÐ Í BORGARNESI býður þorrann velkominn í dag. Meðal annars verður sagnakvöld Einars Kárasonar, Stormar & styrjaldir, þar sem hann segir frá efni Sturlungu. Á eftir verður haldin þorraveisla að íslenskum sið. www.landnam.is Eivør heldur tónleika í Langholts- kirkju á morgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Nebojsa Colic hefur búið hér á landi í tíu ár og stofnaði Manasija-kórinn árið 2004. MÖGNUÐ ÚTSALA Nú enn meiri afsláttur allt að 70% i i l ll OUTLET – LAUGAVEGI 94 LOKADAGAR ÚTSÖLUMARKAÐS STÓRLÆKKAÐ VERÐ 3000 kr. 5000 kr. 7000 kr. 9000 kr. Opnunartími: mán. til fös. 11:00 – 18:00. Laug. 11:00 – 16:00. MC PLANET Outlet • Laugarvegur 94 • 101 Reykjavík. • Sími 552 8090 AF ÖLLUM RÚSSKINNSHÖNSKUM Stendur í 1 viku frá laugardeginum 23. jan. til 30. jan. Ef halda skal veislu, námskeið eða hópefli eru fáir staðir betur staðsettir en Grímsá sveitasetur. Tökum að okkur allar tegundir af veislum og uppákomum. Glæsilegur salur sem tekur 10-70 manns og gisting fyrir allt að 36 manns. Í húsinu er gufubað og heitur pottur svo hægt er að slaka vel á eftir góðan dag. Veislu- og fundarhöld á glæsilegu sveitasetri í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Pöntunarsímar: 6180083 & 4370083 www.grimsa.is ÞriðjudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.