Fréttablaðið - 23.01.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 23.01.2010, Síða 42
 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR8 MATREIÐSLUMAÐUR Hyrnan Borgarnesi leitar að öflugum matreiðslumanni. STARFSSVIÐ: Lyfjatæknar / Snyrtifræðingar / Starfsfólk í afgreiðslu Nýtt, einkarekið apótek í Hafnarfi rði óskar eftir starfsfólki. 100% störf og hlutastörf í boði. Helstu verkefni: • Afgreiðsla í verslun • Þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina • Móttaka og frágangur á vörum • Samskipti við birgja Hæfniskröfur: • Lyfjatæknipróf / Snyrtifræðingspróf / Reynsla úr apóteki • Þjónustulund • Sjálfstæði í störfum og sveigjanleiki • Létt lund og góður húmor Áhugasamir eru beðnir um að skila inn umsóknum annað hvort á netfangið apotek.hfn@gmail eða til Fréttablaðsins merkt „Apótek – 100“. Umsóknarfrestur er til 30. janúar n.k. Adakris UAB, útibú á Íslandi óskar eftir öfl ugum ritara. Starfssvið: • Símasvörun og móttaka gesta • Aðstoð við ýmis verkefni, s.s bókun reikninga og excel vinna • Umsjón með kaffi stofu; tiltekt, innkaup ofl . • Innkaup á ritföngum • Ýmis aðstoð s.s. ljósritun, bréfaskriftir, yfi rlestur samninga ofl . Hæfniskröfur: • Stúdentspróf er skilyrði, frekari menntun er kostur • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg • Góð almenn tölvukunnátta (excel og word) • Sjálfstæð vinnubrögð • Frumkvæði í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum Áhugasamir sendi póst á agust@adakris.is Styrkir úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2010 Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla árið 2010. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal háskólar, skólaskrif- stofur, sveitarfélög, skólar, félög, fyrirtæki og aðrir. Gert er ráð fyrir að námskeiðum verði að fullu lokið eigi síðar en við lok skólaársins 2010-2011. Verði ekki unnt að ljúka námskeiðum innan þeirra tímamarka fellur styrkveiting niður. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráð- stöfunarfj ár verði úthlutað til verkefna sem tengjast: • Færni í upplýsingatækni við kennslu • Námsmatsaðferðum Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi. Í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar um hvers konar endurmenntunartilboð umsækjandi hyggst bjóða, m.a. markmið námsins, stað og tíma, áætlaðan fj ölda þátttakenda, skipulag kennslu, stjórnun, ábyrgðarmann og annað það sem máli kann að skipta við mat á umsókn. Einnig skal leggja fram sundurliðaða kostnaðaráætlun. Þær umsóknir einar koma til álita sem sýna fram á að endurmennt- unartilboðið mæti þörfum grunnskólans, sé byggt á skólastefnu, aðalnámsskrá, fagmennsku og gæðum. Sjóðurinn veitir ekki fé til ferða og uppihalds. Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk verður gerður sérstakur samningur um hvert endurmennt- unarverkefni. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2010. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi á heimasíðu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is. Nánari upplýsingar um Endurmenntunarsjóð grunn- skóla veitir Guðfi nna Harðardóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á gudfi nna.hardardottir@samband.is. Verkefnisstjóri AUS AUS, alþjóðleg ungmennaskipti, leita að dug- miklum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingi í 70% starf sem verkefnisstjóri félagsins. AUS eru alþjóðleg sjálfboðaliða- og fræðslusamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og hafa það m.a. að markmiði að auka skilning milli einstaklinga og þjóða. Starf verkefnisstjóra felst í vinnslu umsókna sjálfboða- liða, markaðssetningu félagsins og önnur tilfallandi störf. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, með góða tungumálakunnáttu, hæfni í mannlegum samskiptum og tilbúinn að sækja ráðstefnur m.a. erlendis. Nánari upplýsingar gefur Sabine Leskopf, framkvæmda- stjóri AUS, í síma 517-7008 eða sabine@aus.is. Umsóknarfrestur er til 8. Febrúar 2010 og umsóknir berist til sabine@aus.is. Hlaðgerðarkot Laus er til umsóknar staða umsjónarmanns í Hlaðgerðarkoti, meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur. Starfi ð hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar á www.samhjalp.is og hjá framkvæmdastjóra í s. 561 1000. Verkefnisstjóri á kennslusviði Kennslusvið auglýsir eftir verkefnisstjóra við mat á skilríkjum um nám og próf og tengd verkefni. Starfið felur m.a. í sér: skráningu og skönnun umsókna, skjalavörslu og skráningu erinda í málaskráningarkerfi Háskólans, bréfa- og tölvusamskipti við umsækjendur og stofnanir auk mats á námi. Matsskrifstofa (Recognition Office) er þjónustu- og upplýsingaskrifstofa þar sem fram fer mat á námi frá innlendum og erlendum skólum og upplýsingagjöf um mat á námi til innlendra sem erlendra aðila. Verkefnisstjórinn skal hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, frumkvæði, metnað og lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu eða reynslu af störfum í háskólasamfélaginu og góða tungumálakunnáttu. Nánari upplýsingar veitir Gísli Fannberg deildarstjóri í síma 525 5256 eða um tölvupóst, gf@hi.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar. Sjá nánar um menntunar- og hæfniskröfur, ráðningarferlið og starfið á www.starfatorg.is og www.hi.is/is/skolinn/laus_storf Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. A u g lý si n g as ím i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.