Fréttablaðið - 23.01.2010, Page 54

Fréttablaðið - 23.01.2010, Page 54
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JANÚAR 2010 Við hótelið Foxhills Club & Resort í Surrey eru tveir glæsilegir átján holu golfvellir og einn níu holu völlur. Báðir átján holu vellirnir eru frábærir skógar- vellir, sem sagt er að gefi nágrönnum sínum, Wentworth og Sunningdale, lítið eftir. GB ferðir eru með skipulagðar ferðir á svæðið. Tilvalið er að skreppa þangað í helgarferð. Stór kostur er að enginn tími ætti að fara til spillis í langar ferðir til og frá hótelinu, en Heathrow- flugvöllur er einungis í tuttugu mínútna fjarlægð. Verð fyrir tvær nætur og þrjá golfdaga er 95 þúsund krónur á mann í tvíbýli. Innifalið í verðinu er flug, gisting með morgunverði og ótakmarkað golf. ÓTAKMARKAÐ GOLF Dagana 17. til 26. mars er Úrval- Útsýn með gönguferð um Tener- ife undir fararstjórn Margrétar Árnadóttur. Flesta daga ferðar- innar verður gengið um eyjuna, í um 4 til 6 klukkustundir í senn. Meðal annars verður gengið um skóga þar sem fjölbreyttur gróður eyjunnar verður skoðaður, í gegn- um djúp gil þar sem stórkostlegt útsýni fær að njóta sín og á hæsta tind Tenerife. Þá verður jafnframt keyrt um suðurströnd eyjunnar og siglt á báti. Síðasta daginn verð- ur svo hin fagra eyja La Gomera skoðuð. Verð heildarpakkans er 199.500 krónur og er innifalið í því flug, gisting, fullt fæði, drykkir með mat, nesti, flutningur og farar- stjórn. TENERIFE KÖNNUÐ Á GÖNGU Icelandair mun hefja beint áætl- unarflug til Brussel í júníbyrjun 2010. Gert er ráð fyrir tveimur ferðum á viku, á mánudögum og föstudögum. Brussel er borg sem tengist daglegu lífi fjölmargra Evrópu- búa því að þar eru höfuðstöðv- ar Evrópusambandsins og NATO og teknar afdrifaríkar ákvarðan- ir. En Brussel er þó framar öllu höfuð borg Belga og á sér langa og merkilega sögu, nær jafngamla og við Íslendingar. Aldagamlar hefð- ir og byggingar setja svip sinn á gamla bæjarkjarnann þar sem er Miklatorg, Grand-Place, hjarta borgarinnar, markaðs- og ráðhús- torgið með byggingum frá liðnum öldum í gotneskum, endurreisn- ar- og barokkstíl. Í Brussel gefst tækifæri til að komast í snertingu við allt hið besta í evrópskri menn- ingu í fylgd með vingjarnlegum og brosmildum Belgum. NÝR ÁFANGA- STAÐUR HJÁ ICELANDAIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.