Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 68
40 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR Frosti Jón Runólfsson, nemi við Kvikmyndaskóla Ís- lands, gerði stuttmynd um æskuvin sinn sem hefur að mestu búið á götunni und- anfarin ár. Myndin verður væntanlega frumsýnd á Skjaldborg á þessu ári. Stuttmyndin Meinvill í myrkrun- um lá fjallar um líf Lofts Gunn- arssonar, ungs manns sem hefur að mestu búið á götunni undanfar- in ár. Myndin er í leikstjórn Frosta Jóns Runólfssonar. „Myndin fjall- ar um íslenska iðjuleysingjann, draumóramanninn, heimspek- inginn og fylliraftinn Loft. Þið hafið kannski séð þennan tveggja metra háa, húðflúraða mann ráfa um götur bæjarins með rauðvíns- bokku í hönd? Við Loftur höfum þekkst frá því við vorum börn og þessi mynd er eiginlega jóla- gjöf mín til hans. Ég átti efni af honum sem nær aftur til ársins 2001, þá eignaðist ég mína fyrstu kvikmyndatökuvél og gerði mikið af því að taka upp allt sem varð á vegi mínum,“ útskýrir Frosti. Hann segir hugmyndina að mynd- inni hafa kviknað eftir að hafa horft á kvikmyndina Stroszek eftir Werner Herzog og datt þá í hug að blanda saman nýju efni með Lofti við annað eldra. Aðspurður segir hann tökur hafa gengið ágætlega, en tökulið- ið samanstóð af Frosta sjálfum og unnustu hans, sem var bílstjóri, aukaleikari og hljóðkona. „Loftur drekkur svolítið þannig að hann var rallhálfur allar tökurnar. En ég vissi hvað ég var að fara út í og það hefði ekki verið „ekta“ að biðja Loft um að vera edrú á meðan tökum stóð því þá væri ég ekki að skjóta Loft. Hann hefði ábyggilega ekki tekið það í mál hvort eð er.“ Myndin verður að öllum líkindum frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg sem fram fer á Patr- eksfirði í ár. Frosti er hálfnaður með nám sitt í Kvikmyndaskóla Íslands en hyggst taka sér hlé frá námi þessa önn og ferðast til Fil- ippseyja. „Ég ætla að flytja upp í fjallaþorp í Sagada, byggja mér kofa og eyða vetrinum þar. Eftir námið mun ég halda áfram upp- teknum hætti.“ - sm folk@frettabladid.is „Við erum týndi hlekkurinn á milli hnakkanna og venjulegs fólks. Atli er náttúrlega hnakki frá helvíti. Þetta er Ebony and Ivory-pæl- ing,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson. Erpur og plötusnúðurinn Atli Rúnar fagna fimm ára samstarfsafmæli í kvöld á Hverfisbarnum. Ásamt þeim koma fram XXX Rottweiler, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti og A+. Erpur lofar að flytja vinsælustu lögin sín í gegnum tíðina og segir að Atli spili hvað sem er til að halda fólki dans- andi á gólfinu. Erpur hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt eftir að samstarf- ið hófst fyrir fimm árum og rifjar upp þegar Atli bauð honum að hitta sig á Sólon í mat. „Mér fannst það alveg óhætt. Svo er ég mættur og spyr hvort við verðum bara tveir, en þá segir hann nokkra vini sína vera á leiðinni,“ segir Erpur. „Það er ekki fyrr en ég er búinn að panta þegar ég sé halarófuna af sultu- pardusum marsera taktfast inn og allt í einu sit ég á Sólon með Ásgeiri Kolbeins, Rikka G og Svala. Brynj- ar Már var þarna örugglega líka. Ég er ekki frá því að Svavar Örn hafi líka verið þarna og Guðlaug- ur Þór leit inn og spurði hvernig smakkaðist.“ Erpur tekur fram að þeir séu fínir náungar, en segir að mannorð sitt hafi þó sviðnað og hefur nú var- ann á þegar félagarnir hittast. - afb Tengja hnakka og venjulegt fólk SVART OG HVÍTT Atli og Erpur eru afar ólíkir, en samstarfið er gott. MEINVILL Í MYRKRUNUM LÁ Myndin fjallar um líf Lofts Gunnarssonar, ungs manns sem hefur að mestu búið á götunni undanfarin ár. Fylgdi eftir manni götunnar Tiger Woods skráði sig meðferð á meðferðarstofnunina Pine Grove Behavioral Health and Addiction Services í Hattiesburg fyrir viku. Lítið hefur sést til kylfingsins frá því að upp komst um framhjáhald hans í lok síðasta árs. Rithöfundurinn Beniot Denizet- Lewis hélt því fram í sjónvarps- þætti að kylfingurinn væri að leita sér aðstoðar vegna kynlífsfíknar, en það hefur ekki fengist staðfest. Starfsmenn Pine Grove eru bundn- ir þagnareiði og því hefur fjöl- miðlum reynst erfitt að fá nokkr- ar upplýsingar um heilsu Woods. „Enginn hér vill tjá sig. Fólk gæti misst vinnuna,“ sagði einn starfs- mannanna þegar spurt var út í dvöl Tigers á meðferðarheimilinu. Elin Nordegren, eiginkona Tig- ers, hefur aftur á móti verið mun sýnilegri og sást meðal annars skemmta sér á skíðum í Frakk- landi yfir jólin. Fjölmiðlar halda því fram að Nordegren ætli sér að skilja við Woods og hafi ráðið til sín virtan stjörnulögfræðing til að sjá um sín mál. Kominn í meðferð Í MEÐFERÐ Tiger Woods skráði sig inn á meðferðarheimili í Bandaríkjunum. Breska söngkonan Lily Allen vill eignast barn með kærastanum sínum Sam sem hún hefur verið með í rúmlega hálft ár. „Mig langar að eignast barn en ég er ekki að segja að ég sé ófrísk,“ sagði hún. Söngkonan, sem er 24 ára, hefur áður sagt að hún vilji stofna fjölskyldu og búa uppi í sveit. „Líf mitt snýst ekki um starfs- framann. Það sem ég vil helst er að verða móðir. Ég hef metn- að en ég vil fyrst og fremst eiga þak yfir höfuðið og reglubundið líf. Ég hef verið í sambandi í sex eða sjö mánuði og það gengur mjög vel, þannig að, hvers vegna ekki?“ Allen vill eignast barn LILY ALLEN Allen vill búa í sveitinni og eignast barn með kærastanum sínum. TRANS- TAFI 10 bitar Stór af frönskum 2 l Pepsi 18.–26. jan. HAFNARFIRÐI - KÓPAVOGI - REYKJAVÍK - SELFOSSI - REYKJANESBÆ - MOSFELLSBÆ - FOSSVOGI www.kfc.is BETRA BRAGÐ Í ÁR PIPA R\ TBW A • SÍA • 100176 > STÓRVEISLA Sonur tónlistarmannsins P Diddy heldur upp á sextán ára af- mæli sitt innan skamms og verður engu til sparað þegar kemur að veislu- höldunum. P Diddy hefur fengið Beyoncé, Lil Wayne, Jay-Z og Snoop Dogg til að koma fram í veislunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.