Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 4
4 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
ÁLVER Útflutningsverðmæti Alcoa
Fjarðaáls í Reyðarfirði jókst lítil-
lega milli áranna 2008 og 2009 í
íslenskum krónum.
Alcoa Fjarðaál framleiddi
349.505 tonn af áli á síðasta ári.
Útflutningsverðmætið nam 74
milljörðum króna. 2009 var fyrsta
heila árið sem álverið var í fullum
rekstri. Gangsetningu lauk í apríl
2008. Þá var framleiðslan 322.650
tonn og verðmæti útflutningsins
73 milljarðar.
„Í dag er ekkert álver í heimin-
um sem daglega framleiðir jafn
mörg tonn í hverju keri og Fjarða-
ál,“ segir Tómas Már Sigurðsson,
forstjóra Alcoa á Íslandi, í nýleg-
um pistli á heimasíðu fyrirtækis-
ins. Þar kemur fram að fyrirtækið
hafi skilað „afar ásættanlegri nið-
urstöðu fyrir árið 2009“.
Ekki náðist tal af Tómasi Má en
Erna Indriðadóttir upplýsingafull-
trúi sagði að tap Alcoa-samstæð-
unnar hefði numið 143 milljörð-
um íslenskra króna á síðasta ári,
miðað við gengi um 124 krónur
fyrir hvern dollar. Ekki fengust
upplýsingar um afkomu álversins í
Reyðarfirði eins og sér. Erna sagði
að reglur um upplýsingagjöf fyrir-
tækja, sem skráð eru á hlutabréfa-
markað í Bandaríkjunum, stæðu í
vegi fyrir því að þær upplýsingar
væru gefnar frá Íslandi.
Laun og launatengd gjöld sem
Fjarðaál greiddi 450 starfsmönn-
um sínum námu samtals 3,6 millj-
örðum króna árið 2009 en 3,4 millj-
örðum árið 2008. - pg 2008 2009
Álverð 2008-2009
4.000
3.000
2.000
1.000
Ba
nd
ar
ík
ja
da
lir
á
to
nn
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, safn-
stjóri Lækningaminjasafns Íslands,
var rangfeðruð í viðtali á forsíðu Allt-
blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar.
LEIÐRÉTT
DÓMSMÁL „Það leggst vel í mig
að taka þetta mál að mér,“ segir
Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttar-
lögmaður sem Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra hefur sett rík-
issaksóknara í máli á hendur níu
nafngreindum mönnum fyrir meint
brot gegn Alþingi, brot gegn vald-
stjórninni, almannafriði og alls-
herjarreglu og húsbrot.
Þetta er gert í kjölfar þess að
Valtýr Sigursson ríkissaksóknari
hefur lýst vanhæfi í málinu. Emb-
ætti hans hafði gefið út ákæru á
hendur níumenningunum fyrir að
ryðjast inn í Alþingishúsið í heim-
ildarleysi. Ríkissaksóknari aftur-
kallaði ákæruna. Ástæðan er sú, að
þingvörður sem slasaðist í átökum
sem þá urðu og gerir einkaréttar-
kröfu í málinu er hálfsystir eigin-
konu ríkissaksóknara. Vegna þessa
telur hann sig vanhæfan til frek-
ari meðferð málsins og víkur sæti í
því. Hann óskaði eftir því bréflega
við dómsmála- og mannréttinda-
ráðuneytið að settur yrði annar lög-
hæfur maður til að fara með málið
vegna fyrrgreindra ástæðna.
Í skriflegri beiðni um opinbera
rannsókn sem skrifstofustjóri
Alþingis sendi lögreglustjóranum
á höfuðborgarsvæðinu vegna inn-
rásarinnar í Alþingishúsið segir að
Alþingi njóti sérstakrar verndar
samkvæmt ákvæði almennra hegn-
ingarlaga, sem fjalli um brot gegn
stjórnskipan ríkisins og æðstu
stjórnvöldum þess.
„Þar segir í 100. grein, að hver
sem ræðst á Alþingi, svo að því
eða sjálfstæði þess sé hætta búin,
sem lætur boð út ganga, sem að því
lýtur, eða hlýðir slíku boði, skuli
sæta fangelsi ekki skemur en eitt
ár og getur refsing orðið ævilangt
fangelsi ef sakir eru mjög mikl-
ar,“ segir enn fremur í bréfi skrif-
stofustjórans. Bréfið var dagsett
19. desember 2008. Ákæra ríkis-
saksóknara var dagsett rúmu ári
síðar eða 30. desember 2009.
Borgarahreyfingunni hefur nú
borist svar frá lagadeild Háskóla
Íslands en hreyfingin fór þess á leit
við deildina að sérfræðingar henn-
ar gæfu álit sitt á hvort kæra skrif-
stofustjóra Alþingis með tilvísun til
100. gr. almennra hegningarlaga
frá 1940 væri viðeigandi.
Prófessor lagadeildar Háskóla
Íslands, Ragnheiður Bragadótt-
ir, segir það hlutverk handhafa
ákæruvalds að gefa út ákærur og
fræðimanna að túlka dóma. Hún
bendir á að meginreglan sé sú að
handhafar ákæruvalds taki ekki
við fyrirmælum frá öðrum stjórn-
völdum um meðferð ákæruvalds.
Prófessorinn bendir jafnframt á að
meginregla í íslenskum rétti sé að
ákvarða refsingu neðarlega innan
refsimarkanna. jss@frettabladid.is
ALÞINGI Bréf skrifstofustjóra Alþingis til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem beðið var um opinbera rannsókn á málinu, var dagsett 19. desember 2008.
Rúmu einu ári síðar leit svo ákæra í málinu dagsins ljós. Hún hefur verið afturkölluð.
Mál gegn mótmælend-
um til nýs saksóknara
Dómsmálaráðherra hefur sett Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmann rík-
issaksóknara í máli gegn níu manns sem réðust inn í Alþingishúsið. Ákæra á
hendur níumenningunum var afturkölluð vegna vanhæfis ríkissaksóknara.
Margrétarskálar, sem fjallað var um í
blaðinu í gær, eru nefndar í höfuðið
á móður hönnuðarins, Margréti af
Connaugt, fyrri konu Gústafs VI. Svía-
konungs. Hönnuður skálanna heitir
Sigvard Bernadotte.
SAMFÉLAGSMÁL Framkvæmdir
sem áformaðar eru hjá Hrafn-
istu í Reykjavík í ár munu kosta
um 300 milljónir króna. Ákveðið
hefur verið að halda áfram end-
urbótum á húsnæði Hrafnistu
þrátt fyrir erfitt efnahagsástand,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Endurbætur hófust á húsnæði
Hrafnistu árið 2007, og er áætlað
að þeim ljúki árið 2013. Heildar-
kostnaður verður þá kominn í
rúmlega einn milljarð króna.
Í febrúar hefjast framkvæmd-
ir við fjórða áfanga breytinganna
og herbergi í F-álmu stækkuð og
endurbætt. - bj
Endurbætur hjá Hrafnistu:
300 milljóna
framkvæmdir
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
12°
6°
-9°
-3°
-2°
-4°
-3°
-2°
-2°
19°
3°
10°
9°
20°
-3°
1°
13°
-5°
Á MORGUN
NV- og V-áttir,
3-8 m/s.
FIMMTUDAGUR
Hæg breytileg átt
um allt land.
5
5
2
4
1
4
3
6
3
7
-1
10
13
11
10
6
8
5
9
7
9
7
3
-2 -1
-2
0 3 1
0 -2
-3
KÓLNAR Í VEÐRI Í
dag verður frekar
vætusamt en á
morgun léttir held-
ur til. Búast má við
éljum NA-lands en
annars verður bjart
með köfl um. Á
fi mmtudaginn léttir
til austanlands en
þykknar upp með
úrkomu vestan til.
Það kólnar heldur
í veðri en verður
áfram frostlaust
syðra.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
ÍTALÍA Vísindamenn og sagnfræð-
ingar í ítölsku þjóðminjanefnd-
inni vilja fá að opna grafhýsi
Leonardos Da
Vinci til að
komast að því
hvort málverk-
ið af Monu Lísu
sé sjálfsmynd
listamannsins.
Grafhýsið
er í kastalan-
um Amboise í
Loire-dalnum
í Frakklandi.
Öldum saman
hafa menn velt vöngum yfir hver
hafi verið fyrirsæta hans þegar
hann málaði Monu Lísu. Þar hafa
margar konur verið nefndar til
sögunnar.
Vísindamennirnir telja sig geta
endurskapað andlit Da Vincis
fái þeir hauskúpu hans í hendur.
Ekki eru allir sáttir við að graf-
hýsi hans verði opnað.
Vísindamenn á Ítalíu:
Vilja opna graf-
hýsi Leonardos
VARNARMÁL Varnarmálastofnun
áætlar að skila um 120 milljóna
króna afgangi af rekstri nýliðins
árs. Gangi það eftir mun stofn-
unin skila rúmlega 430 milljóna
króna afgangi á tveimur árum.
Batinn í fyrra fékkst með veru-
legu aðhaldi í rekstri stofnunar-
innar, að því er segir í tilkynn-
ingu.
Varnarmálastofnun hafði tæp-
lega 1,2 milljarða króna fjár-
heimild í fyrra og hagræddi með
samdrætti í rekstri og frestun
viðhaldsverkefna og kaupum á
tækjum. Þá hefur þjónustusamn-
ingum við verktaka verið sagt
upp auk þess sem ferðakostnaður
hefur verið takmarkaður. - jab
Varnarmálastofnun Íslands:
Reiknar með
rekstrarafgangi
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Varnarmála-
stofnun er á gamla varnarsvæðinu á
Keflavíkurflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Útflutningsverðmæti Alcoa Fjarðaáls námu 74 milljörðum króna á síðasta ári:
Ekkert álver framleiðir jafnmörg tonn í hverju keri
MONA LISA EFTIR
DA VINCI.
ALCOA FJARÐAÁL Alls voru framleidd
349.505 tonn af áli á síðasta ári.
GENGIÐ 25.01.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
234,1054
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,26 126,86
204,07 205,07
179,04 180,04
24,047 24,187
21,824 21,952
17,567 17,669
1,3987 1,4069
197,29 198,47
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is