Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 8
8 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
1. Hver er formaður Félas kvik-
myndagerðarmanna?
2. Hvert er nýtt heiti fyrir-
tækisins Landic Property sem
þar áður hét Fasteignafélagið
Stoðir?
3. Hvaða lag syngur Hemmi
Gunn á væntanlegri plötu
Monos?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
IÐNAÐUR Rafmagn hefur í fyrsta
sinn verið framleitt úr gróður-
húsagasi hér á landi. Þannig fram-
leitt rafmagn var síðasta föstu-
dag notað hjá Nýsköpunarmiðstöð
Íslands til að knýja ljósaperur og
fartölvu. „Aðferðin boðar nýja
orkubyltingu í endurnýtingu kol-
tvísýrings,“ segir í tilkynningu.
„Í vetur hafa tveir nemendur frá
RES skólanum á Akureyri unnið að
meistaraverkefni í Nýsköpunarmið-
stöð undir leiðsögn prófessors Þor-
steins I. Sigfússonar, eðlisfræðings
og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðv-
ar. Verkefnið er unnið í náinni sam-
vinnu við sprotafyrirtækið Carbon
Recycling International (CRI) sem
notast við vetni og koltvísýring við
framleiðslu sína á metanóli í vökva-
formi,“ segir í tilkynningunni, en
verkefnið gekk svo út á að nota
metanólið sem þannig var fengið
til þess að knýja efnarafala til þess
að framleiða rafmagn.
Haft er eftir Þorsteini I. Sigfús-
syni að um sé að ræða tímamót í
íslenskri orkusögu. „Sá möguleiki
að geta umbreytt mengandi los-
unargasi í orku er stórkostlegur.“
Afurðin segir hann að sé „grænt
metanól“ sem nota megi á bíla og
önnur farartæki og gæti sparað
mikla orku hvort heldur sem er í
samgöngum eða við fiskveiðar.
Meistaranemarnir Lapinski og
Kluska, styrkþegar frá Póllandi,
unnu að verkefninu við RES orku-
skólann á Akureyri. Það var unnið
í samvinnu við Háskóla Íslands,
Nýsköpunarmiðstöð og fyrirtækið
CRI. - óká
KVEIKJA Á PERUNNI Meistaranemar við RES orkuskólann á Akureyri vinna verkefni
þar sem gróðurhúsagas er notað til að búa til rafmagn. MYND/NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ
Rafmagn framleitt í fyrsta sinn úr gróðurhúsagasi:
Grænt rafmagn
knúði tölvu og ljós
5x5x5 cm. kubbur af rjómaosti gjörbreytir sósunni
– Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is
Blaðberinn bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
STJÓRNMÁL Fimm nýir bjóða sig fram í próf-
kjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í ár. Nokkrir þeirra hafa áður
komið að starfi flokksins, en ekki boðið sig
fram í prófkjöri, eða setið á lista, fyrir flokk-
inn. Netkosning í prófkjörinu hefst í dag og
lýkur henni á kjördag, laugardag.
Þau Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður á
RÚV, og Margrét K. Sverrisdóttir, varaborg-
arfulltrúi F-lista, sækjast bæði eftir þriðja
sætinu.
Bjarni Karlsson prestur býður sig fram í
þriðja og fjórða sætið.
Þá sækist Lárus R. Haraldsson, verkefna-
stjóri hjá Reykjavíkurborg, eftir fjórða og að
sjötta sæti.
Reynir Sigurbjörnsson er rafvirki hjá Vega-
gerðinni og býður sig fram í fimmta og sjötta
sæti. Þess skal getið að Stefán Benediktsson
arkitekt er eini frambjóðandinn í prófkjöri
Samfylkingar, sem tók þátt í síðasta prófkjöri
og var ekki á lista yfir þá frambjóðendur sem
skiluðu Ríkisendurskoðun fjárhagsupplýsing-
ar vegna þess.
Stefán hefur nú sent blaðinu yfirlýsingu um
að kostnaðurinn hafi verið undir 300 þúsund
krónum.
Hann hafi sent Ríkisendurskoðanda yfirlýs-
inguna of seint. Ríkisendurskoðandi tók því
ekki við henni. - kóþ
Allir frambjóðendur sem tóku þátt í síðasta prófkjöri hafa gefið upp kostnað:
Fimm nýir í boði hjá Samfylkingu
MARGRÉT K.
SVERRISDÓTTIR
LÁRUS R.
HARALDSSON
HJÁLMAR
SVEINSSON
REYNIR
SIGURBJÖRNSSON
BJARNI KARLSSON,
VEISTU SVARIÐ?