Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2010 Trapper húfa Hlý og góð húfa frá Mountain horse, góð í göngutúrinn. Grace jakki Klassísk dömuúlpa frá Mountain horse. Fallegt snið, vatns og vindheld. Montain Rigde jakki: Hlý og klæðileg úlpa úr sterku efni fyrir bæði kynin. Vatns og vindheld. Hægt að taka hettu af. Prodective Jodphurs Veittu þér aukin þægindi veldu skó frá Mountain Horse. Lónsbakka Akureyri • Lynghálsi 3 Verslanir Líflands þjónusta bændur, gæludýraeigendur, hestamenn og útivistarfólk almennt. „Lífland leggur áherslu á að vera með fjölbreytt vöruúrval jafnt fyrir hinn almenna hestamann sem og atvinnufólk í greininni. Við leggjum áherslu á vandaða vöru, fjölbreytni og gott verð. Markmið okkar er að veita fram- úrskarandi þjónustu við bændur, hestamenn og gæludýraeigend- ur,“ segir Regína Sólveig Gunn- arsdóttir, verslunarstjóri Líflands að Lynghálsi 3. Regína nefnir sem dæmi fjöl- breytt framboð reiðtygja, svo sem hnakka, méla og beisla. „Lífland er með fjölbreytt úrval af fatn- aði, svo sem þýska merkið Sonn- enreiter, hið ítalska Tattini og hið sænska Mountain Horse. Einnig lætur Lífland sauma sína eigin hönnun í reiðbuxum undir vöru- merkinu Impact-reiðbuxur. Imp- act reiðbuxurnar hafa notið mik- illa vinsælda bæði hérlendis sem og erlendis. „Impact hefur notið mikilla vinsælda bæði vegna gæða og hönnunar. Sniðin hafa hreinlega hitt í mark hjá Evrópu- búum. Hjá Líflandi eru til sölu hnakk- ar frá ýmsum framleiðendum svo sem Hrímni, Bennis Harmony og Barra en auk þess lætur fyrirtæk- ið smíða fyrir sig hnakka í Arg- entínu sem seldir eru undir nafn- inu MB rider. Allt eru þetta gæða- hnakkar á góðu verði sem henta frístundareiðmanninum sem og atvinnumanninum,“ segir Reg- ína. Um þessar mundir er unnið að endurbótum á vefverslun Líf- lands, www.lifland.is. Stefnt er að því að gera síðuna notenda- vænni og einfaldari ásamt því að fjölga vöruflokkum í vefverslun- inni. „Við erum ekki síst með hags- muni landsbyggðarinnar í huga við þessar breytingar en íbúar lands- byggðarinnar hafa lengi verið dyggir viðskiptavinir Líflands.“ Sem fyrr sagði þjónustar Líf- land líka bændur og gæludýraeig- endur. „Hér er mikið úrval af fóðri og það nýjasta hjá okkur er reið- hestablandan Kraftur sem er end- urbætt útgáfa af Reiðhestablönd- unni okkar. Einnig má nefna hinar vinsælu steinefnablöndur Racing Mineral og Brighteye-vítamínföt- urnar. Lífland býður upp á mikið úrval af girðingarefni. Svo er hér allt til alls í hesthúsið, svo sem veggklæðning, brynningartæki og fleira,“ nefnir Regína. „Hvað gæludýraeigendur varðar erum við með hágæðafóðrið Arion fyrir hunda og ketti, auk allra helstu nauðsynja fyrir eigendur og rækt- endur hunda og katta. Það er bara um að gera að kíkja við og kynna sér úrvalið.“ Uppgangur í hestamennsku „Hér er alltaf eitthvað um að vera, enda mikill uppgangur í hestamennskunni,“ segir Regína sem stillir sér upp fyrir ljósmyndara ásamt starfsmönnum Líflands að Lynghálsi 3. Frá vinstri: Birgitta Ragnarsdóttir, Stella Sólveig Pálmarsdóttir, Hjalti Magnússon, Stefán Ágústsson og Regína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hrímnir frá Hrafnagili hefur fyrir löngu öðlast lands- frægð sem einn besti gæðingur Íslands og hefur orð- spor hans náð út fyrir landsteinana. Hrímnir var felldur í september árið 2007, þá 32 vetra, en að sögn eiganda hans, Björns Sveinssonar á Varmalæk í Skagafirði, var hann einn af þeim hestum sem verða bara betri og betri með árunum. „Hrímnir var mjög hraustur alla tíð, allt fram á síð- asta dag, en þá urðu einhver veikindi í honum og þá var þetta bara orðið gott, enda var hugmyndin allt- af að leyfa honum að lifa þannig að hann nyti þess og væri ekki þjáður,“ segir Björn. Faðir Björns keypti Hrímni af Jóni Matthíassyni í Eyjafirði vorið 1980. Fljótlega varð ljóst að hesturinn var mjög óvenjulegur, bæði í viðmóti og útliti. „Þetta var bara eitthvað allt annað en maður hafði kynnst. Hann var stór með mikla frambyggingu og óvenjuleg- an fótaburð. Í fasi var hann höfðinglegur og áberandi í útliti,“ segir Björn sem þrátt fyrir allt lét Hrímni aðeins koma fjórum sinnum fram í keppni. „Það var mín sérviska. Mér leiddist að sömu hestarnir væru að koma ár eftir ár til þess eins að vinna. Það er leið- inlegt að fara með svona höfðingja í keppni ár eftir ár þar til að þeir dala. Það var skemmtilegra að gefa öðrum möguleika.“ Margir, sem ekki eru hestafólk, þekkja Hrímni því hann kom víðar við en í hestaheiminum og kom fram í kvikmynd Þráins Bertelssonar, Magnúsi. Hrímnir kom síðast fram á Landsmóti árið 2002, þá 27 vetra gamall og vakti ekki síður athygli fyrir glæsimennsku en sem ungur gæðingur. „Hann var ekkert síðri 20 vetra gamall en 10 vetra. Hann var heilsuhraustur og ég passaði það að reyna að láta honum líða sem best, meðhöndla hann vel. Hann var óskahesturinn og í gegnum tíðina var gengið talsvert á mig að fá hann keyptan en það var aldrei í boði. Þetta var hestur sem maður eignast bara einu sinni á ævinni.“ - jma Höfðinginn Hrímnir frá Hrafnagili Hrímnir frá Hrafnagili þótti halda glæsimennsku sinni alla ævi, en hann varð 32 vetra. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.