Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 20
Haraldur Örn Ólafsson er þjóð-
þekktur fjallagarpur sem á langan
fjallgönguferil að baki. Hann hefur
meðal annars gengið á Mount
Everest, norðurpólinn og suður-
pólinn. Hann stofnaði nýverið fyr-
irtækið Fjallafélagið sem hefur
það að markmiði að bjóða upp á
skemmtilegar og vandaðar ferðir á
fjöll hér á landi og erlendis. Fyrsta
verkefnið verður svokölluð 9.000
metra áskorun þar sem Haraldur
mun leiða hóp í nokkrum æfinga-
göngum og enda síðan á göngu á
hæsta tind landsins, Hvannadals-
hnúk.
„Fyrir fimm árum tók ég að mér
fararstjórn á Hvannadalshnúk
fyrir Ferðafélag Íslands og komst
á bragðið. Það er mjög gefandi að
fara með fólk á hæsta tind lands-
ins enda upplifir maður gönguna
í gegnum fólkið. Maður sér sjald-
an jafn ánægt fólk og á toppnum,“
segir Haraldur sem hefur gengið
með fjölda manns á hnúkinn síðast-
liðin fimm ár.
„Á þessum tíma tók ég eftir að
áhuginn hefur stöðugt farið vax-
andi auk þess sem mér þótti þörf
fyrir vandað undirbúningspró-
gramm,“ útskýrir Haraldur sem
ákvað að setja saman æfingapró-
gramm sem myndi veita mönnum
aðhald svipað og einkaþjálfun í
heilsuræktarstöðvum.
Æfingaferðirnar verða þrettán
talsins og farnar á þriðjudögum
eða laugardögum. Fyrstu göng-
urnar eru auðveldar en þegar líður
nær vori kemur að meira krefj-
andi göngum. Meðal annars verð-
ur gengið á Úlfarsfell, Akrafjall,
Esjuna, Helgafell, Skarðsheiði,
Vífilsfell og Móskarðshnúka. Sjálf
gangan á Hvannadalshnúk verður
farin laugardaginn 15. maí.
En hver er hugsunin á bak við
nafnið 9.000 metra áskorun? „Þegar
ég fór að reikna saman hæðina
á öllum göngunum komst ég að
þeirri skemmtilegu staðreynd að
hún var nærri 9.000 metrunum en
það er svipuð hæð og hæsta fjalls
heims, Mount Everest,“ segir Har-
aldur glaður í bragði og minnist
afreks síns frá árinu 2002.
Kynningarfundur um 9.000
metra áskorunina verður haldinn
á Grand Hóteli klukkan 20 í kvöld.
Nánari upplýsingar má nálgast á
www.fjallafelagid.is.
solveig@frettabladid.is
Níu þúsund metra hækk-
un á fjórum mánuðum
Nýstofnað Fjallafélag Haraldar Arnar Ólafssonar heldur kynningu á Grand Hóteli í kvöld til að kynna
9.000 metra áskorunina sem felst í reglulegum æfingagöngum sem enda með göngu á Hvannadalshnúk.
Haraldur á toppi Mont Blanc. MYND/ÚREINKASAFNI
Hjónin Guðjón Svansson og
Vala Jóhannesdóttir fóru ásamt
sonum sínum í árslangt ferðalag
til Suður-Ameríku.
Þar upplifði fjölskyldan ýmis ævin-
týri og skemmti sér meðal annars
á æfingavöllum sem eru hannaðir
bæði með þarfir barna og fullorð-
inna í huga. Svo heilluð voru hjónin
af hugmyndafræðinni sem liggur
til grundvallar þessum æfingavöll-
um að þau voru ekki lengi að heim-
færa hana upp á eigin vistaverur
eftir komuna til Íslands. Eins og
sjá má á meðfylgjandi myndum
er heimilisfólkið mjög ánægt með
útkomuna, sér í lagi synir Guðjóns
og Völu sem nýta tækin óspart til
ýmissa leikja.
roald@frettabladid.is
Styrkjast í gegnum leiki
Viktor Gauti grípur hér um kaðal sem
hjónin létu setja upp í stofunni.
Eins og litlir apakettir! Ekki er annað að sjá en að bræðurnir Patrekur Orri og Arnar
Ingimundur skemmti sér konunglega í klifurhringjunum.
LÝÐHEILSUSTÖÐ hefur gefið út fræðsluefnið Til-
lögur um framboð á matvörum í íþróttamannvirkjum
og hjá íþróttafélögum. Markmiðið er að stuðla að hollri
næringu íþróttaiðkenda. www.lydheilsustod.is
Pro Tools
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447
Föstudaga
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...