Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 46
30 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR LÖGIN VIÐ VINNUNA 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Uppáhaldsþættir mínir á Rás eitt eru allir þættir sem Lana Kolbrún stjórnar, Andrarímur Guðmundar Andra og Orð skulu standa. Þeir geisladiskar sem njóta mestra vinsælda þessa dagana eru: Sacrificium þar sem Cecilia Bartoli syngur geld- ingaaríur og Goldberg-tilbrigðin eftir J.S. Bach í flutningi András Schiff. Páll Ásgeir Ásgeirsson, fjallagarpur og blaðamaður. LÁRÉTT 2. á endanum, 6. skammstöfun, 8. mælieining, 9. bekkur, 11. í röð, 12. krapi, 14. uppgerðarveiki, 16. berist til, 17. fiskur, 18. for, 20. samtök, 21. slabb. LÓÐRÉTT 1. sæti, 3. upphrópun, 4. dýrasjúk- dómur, 5. berja, 7. merkastur, 10. hald, 13. augnhár, 15. áætlun, 16. hryggur, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. loks, 6. eh, 8. júl, 9. set, 11. aá, 12. slabb, 14. skróp, 16. bt, 17. áll, 18. aur, 20. aa, 21. krap. LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. oj, 4. kúabóla, 5. slá, 7. helstur, 10. tak, 13. brá, 15. plan, 16. bak, 19. ra. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Hjálmtýr Heiðdal. 2. Landic heitir nú Reitir. 3. Hemmi söng Út á gólfið. „Það er ástarþríhyrningur í gangi. Minn karakter og aðalgaurinn Edgar eru gift, en búa ekki saman lengur og hún á í ástarsambandi við lækninn hans,“ segir leikkon- an María Dalberg. María leikur eitt af aðalhlut- verkunum í leikritinu In Mem- ory of Edgar Lutzen sem verð- ur frumsýnt 2. febrúar í hinu virta Old Red Lion-leikhúsi í London. „Hún er á milli þess- ara tveggja karlmanna í sýning- unni og það er togstreita í gangi,“ segir María um hina sænsku Harriet sem hún túlkar í sýning- unni. „Edgar talar líka um að hún komi til hans í draumum og njóti ásta með honum. Hann upplifir þetta allt í hausnum á sér. Ímynd- ar sér að hún komi til hans og sé hjá honum.“ María flutti til London haustið 2005 og útskrifaðist sem leikkona úr Drama Center London árið 2008. In Memory of Edgar Lutz- en er stærsta verkefni sem María hefur tekið þátt í, en Íslending- ar sáu hana síðast í Grease í leik- stjórn Selmu Björnsdóttur í Loft- kastalanum síðasta sumar. Julio Maria Martino leikstýr- ir In Memory of Edgar Lutzen en María kynntist honum á sýningu sem hann setti upp fyrir tveimur árum. „Ég hitti hann eftir sýning- una og þá kom í ljós að við höfum mjög svipaðan smekk á leikhúsi og kvikmyndum,“ segir María. „Svo í sumar þá hafði hann sam- band við mig og bað mig að koma í samlestur fyrir þetta nýja verk. Hann prófaði fullt af leikurum og á endanum var hann kominn með hópinn sem hann vildi vinna með og þar með hófst mikil undirbún- ingsvinna. Julio er ólíkur öðrum leikstjórum sem ég hef unnið með því að hann vill heldur vinna lengi og ítarlega með leikurunum frem- ur en hafa stutt æfingatímabil. Þessi mikla undirbúningsvinna er algjörlega að skila sér núna og við vinnum stíft fram að frum- sýningu.“ Bandaríska leikskáldið David Hauptschein skrifar leikritið, en leikrit eftir hann hafa meðal ann- ars verið sett upp í New York, London og Chicago. „Hauptschein hefur oft verið kallaður David Lynch leikhússins þar sem hann, líkt og Lynch, leikur sér að því að nota tíma og rúm á súrrealískan hátt,“ segir María. „Hann er sem stendur í London og situr á öllum æfingum og fylgist spenntur með á lokasprettinum.“ atlifannar@frettabladid.is MARÍA DALBERG: AÐALHLUTVERK Í IN MEMORY OF EDGAR LUTZEN FÖST Í ÁSTARÞRÍHYRNINGI Í VIRTU LEIKHÚSI Í LONDON Óttar Guðnason kvikmynda- tökumaður hefur verið á ferð og flugi undanfarnar vikur en hann hefur verið að taka upp auglýsing- ar á Miami og í New York. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann hins vegar kominn til Mílanó og var að fara að taka upp auglýs- ingu með mörgum af skærustu íþróttastjörnum landsins. „Þetta er auglýsing fyrir rafmagnsfyrir- tækið Edison sem er eitt stærsta fyrirtækið á þessu sviði á Ítalíu og þetta virkaði strax á mig sem mjög skemmtileg auglýsing,“ segir Óttar en hann hefur verið hálf- gerður farandverkamaður með myndavélina undanfarin ár og verið á nánast stanslausu flandri um allan heim. Meðal þeirra sem koma við sögu í auglýsingunni eru Pietre Aradori, sem er ein helsta vonarstjarna ítalska körfuboltans, og Mart- in Castrogiovanni, en hann er skærasta stjarnan í rugby þeirra Ítala. Aðalstjarna aug- lýsingarinnar verður þó án nokkurs vafa Francesca Piccin- ini sem er vissulega þekkt fyrir að vera liðtæk í blaki en hefur vakið óskipta athygli fyrir djarfa myndaþætti þar sem hún hefur setið ansi fáklædd fyrir í ítölskum glans- tímaritum. - fgg Gerir auglýsingu með íþróttastjörnum Eddu-verðlaunahátíðinni sem átti að halda í lok jan- úar hefur verið frestað fram í febrúar. Ástæðan er ákvörðun Sjónvarpsins um að hætta við að sýna beint frá henni vegna niðurskurðar. „Við erum búin að vera þarna í tíu ár þannig að þetta kom aðeins á óvart, því er ekki að neita,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður ÍKSA, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, um ákvörðun RÚV. „Við heyrðum það í fjölmiðlum, raun- ar frá Páli Magnússyni, að RÚV ætlaði ekki að sýna frá henni. Við vorum ekki búnir að heyra af því áður, en við vissum að það yrði einhver niðurskurður í gangi og þarna fengum við svarið.“ Ákvörðun RÚV kemur á sama tíma og sjaldan ef ekki aldrei hefur verið meira af kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni í boði hérlendis. „En það er eitt af því sem mun breytast ef stefna yfirvalda í málefn- um kvikmyndasjóða annars vegar og stefna stjórn- enda RÚV hins vegar gengur fram eins og horfir. Sá skaði er ekki kominn fram. Það eru tvö til þrjú ár í að við sjáum hann,“ segir Björn. Hann bætir við að Eddu-hátíðin sé ekki dýr fyrir Sjónvarpið og njóti sömuleiðis mikilla vinsælda. Í ljósi þess sé ákvörð- unin um niðurskurðinn undarleg. „Þarna koma fram tugir leikarar og skemmtikraftar af ýmsu tagi og Sjónvarpið borgar þessu fólki ekki neitt fyrir að koma fram. Þannig að Sjónvarpið er að fá ansi mikið og áhorfið er geysilega gott á þetta, eða í kringum fimm- tíu til sextíu prósent. Í fyrra styttum við prógrammið og gerðum það straumlínulagaðra og áhorfið hækkaði töluvert á milli ára,“ segir hann. „Það er áhugi hjá þjóðinni á efninu en það eru ekki allir eins áhugasamir og þjóðin um íslenska kvikmyndagerð, því miður.“ Á næstu dögum verður tilkynnt nákvæmlega hve- nær og hvar Eddan verður haldin, en líklega verður hún í Háskólabíói eins og í fyrra. -fb Eddunni frestað fram í febrúar BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON Björn er ósáttur við ákvörðun Sjónvarpsins um að hætta við að sýna frá Eddu-verðlaunahá- tíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á FERÐ OG FLUGI Óttar er þessa dagana í Mílanó að gera auglýsingu með skærustu íþróttastjörnum Ítalíu. Meðal þeirra er Francesca Piccinini sem þekkt er fyrir djarfa myndaþætti. Á SVIÐI Í LONDON María leikur hina sænsku Harriet sem er föst í ástarþríhyrningi. Ingvar E. Sigurðsson hefur verið ráðinn í nýja breska mynd sem er í tökum um þessar mundir. Myndin heitir því sérkennilega nafni I Against I og framleidd af Stray Dogs Films. Engar stórstjörnur eru í myndinni, að Ingvari undanskildum, en sá sem klippir myndina er einnig íslenskur og heit- ir Sigvaldi J. Kárason. Áhugamenn um íslenska tungu hljóta að vera miður sín um þessar mundir. Því svo virðist sem hið ylhýra sé á undanhaldi, að minnsta kosti í Eurovision. Aðeins eitt lag sem sungið er á íslensku keppir um að komast í lokakeppnina í Ósló sem fram fer í maí. Það eru Hvanndalsbræður sem eiga það en einhvera kann að ráma í fræg orð ágæts laga- og textahöfundar; „Sumir syngja á íslensku, æðislega flott, ekki þykir það í útlöndum gott.“ Og meira af Eurovision. Eins og margir höfðu spáð komst Hera Björk áfram úr undankeppni Eur- ovison á laugardaginn með lagið Je ne sais quoi sem hún samdi með Örlygi Smára. Á Eurovision- síðunni Esctoday.com velta menn vöngum yfir ágæti lagsins. Ein- hverjir telja það alltof líkt This Is My Life með Eurobandinu sem er einnig eftir Örlyg Smára og sumir vilja meina að ef það vinni úrslita- keppnina hér heima eigi það ekki eftir að ná langt í lokakeppninni í Noregi. Aðrir eru þó á öndverðum meiði og segja Heru Björk flottan kandídat fyrir íslensku þjóðina og lagið hárrétta Eurovision- blöndu sem gæti hitt rækilega í mark. - fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.