Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 26. janúar 2010 35-60%afsláttur á völdum bo rðplötum og sólbekkjum Komdu og g erðu frábær kaup! Stend ur yfir til 2. febrúar. Timbursala BYKO Breid d, Kauptún og Akureyri LAGER- HREINSUN HEFS T Í DA G! // KYNNINGARFUNDUR Miðvikudaginn 27. janúar Kl. 19 fyrir 13-15 ára Kl. 20 fyrir 16-20 ára og 21-25 ára // NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA 11. febrúar - fi mmtudagar kl. 17-21 // NÁMSKEIÐ FYRIR 16-20 ÁRA 4. febrúar - fi mmtudagar kl. 18-22 // NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA Í HAFNARFIRÐI 27. janúar - miðvikudagar 17:30-21:30 SKRÁNING Í SÍMA 555 7080 HANDBOLTI Snorri Steinn Guð- jónsson sagði úrslit leiksins gegn Króatíu í gær hvetja leikmenn íslenska liðsins enn meira til dáða fyrir leikinn gegn Rússlandi á EM í handbolta í dag. „Þetta er búinn að vera mik- ill lúxus,“ segir hann en hing- að til hefur liðið alltaf fengið frí- dag á milli leikja. „Sérstaklega eftir jafnteflisleiki vill maður helst spila strax aftur. Við erum á góðum spretti, Bjöggi er að verja vel og vörnin mjög góð. Ég tel að Rússarnir geti ekki haldið í við okkur ef við höldum áfram á þess- um hraða. Við erum í fínu formi og hlökkum til að takast á við Rússa á morgun [í dag].“ Hann sagði jafnteflið gegn Króatíu vissulega svekkjandi. „En þegar maður lítur á heildina er þetta enn jákvætt. Við erum enn taplausir og það er góður stígandi í liðinu. Við höfum verið mjög þétt- ir og sérstaklega í síðustu tveim- ur leikjum. Við munum taka það með okkur í næsta leik og komum til með að keyra dýrvitlausir á Rússa.“ Guðmundur Guðmundsson þjálfari hefur notað varamennina meira en í fyrstu leikjum mótsins og segir Snorri að það sé af hinu góða. „Þannig þarf það að vera í mótum eins og þessu. Menn þurfa á sinni hvíld að halda. Við munum vonandi spila átta leiki á þessu móti og það eru ekki mörg lið sem geta spilað átta frábæra leiki á fáum mönnum. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda og þeir sem hafa komið inn á hafa staðið sig allir mjög vel. Vonandi verður framhald á þessu.“ - esá Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn í gær: Keyrum dýrvitlaus- ir á Rússana í dag SNORRI STEINN Afar beittur í gær og kom sér oft í góða stöðu á línunni. MYND/DIENER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.