Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 12
 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · www.mp.is Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Við í þjónustuverinu önnumst málin fyrir fólk frá morgni til kvölds. Netbankinn stendur vaktina allan sólarhringinn. Jónína Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri í þjónustuveri F í t o n / S Í A Jóhann Ólafsson & Co NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPER UR ALLT AÐ 80% ORKU- SPARNAÐ UR SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. 80% orkusparnaður 6-20x lengri líftími Umhverfisvænar Fjölbreytt úrval IÐNAÐUR Nýjum Ford Focus FCV vetnisrafbílum Brimborgar og Íslenskrar Nýorku var í gær útdeilt til fyrirtækja sem taka þátt í að safna upplýsingum um eiginleika slíkra bíla í daglegri notkun við krefjandi aðstæður. Við afhendingu bílanna benti Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, á að hér á landi væri nú stærsti floti vetnisrafbíla í Evr- ópu, eða 22 bílar. „Næsta skref krefst þess að byggt verði upp dreifingarkerfi fyrir vetni,“ sagði hann og kvaðst gera ráð fyrir að hafin verði fjöldaframleiðsla bíla, á borð við þá sem nú eru hér í prófun, innan fimm ára. Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku, kvaðst jafnframt sannfærður um ágæti vetnisrafbíla, sér í lagi við íslenskar aðstæður, í samanburði við aðra rafbíla. Þar skipti máli að ekki taki nema þrjár til fjórar mínútur að fylla á bílinn, meðan rafbílar þurfi jafnvel að vera í hleðslu í átta klukkustundir. Þá sé drægi nýjustu vetnisrafbíla mun meira en rafbíla. Jón Björn segir áfram unnið að vetnistilraunum og rannsókn- um hér og vísaði meðal annars til þess að félagið hafi nýverið feng- ið 46 milljónir króna í styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við nýtt rannsóknarverkefni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra segir áfram unnið að orku- skiptaáætlun hér á landi. „Við eigum bara eftir að gera byltingu á sviði samgangna og verðum þá 100 prósent endurnýtanleg,“ sagði hún. Um leið áréttaði hún að það væri ekki hlutverk hins opinbera að velja tæknina, held- ur ráði markaðurinn og tækni- nýjungar för. Þá þurfi að verða til þekkingarklasi þar sem einkafyr- irtæki starfi með hinu opinbera við að búa í haginn fyrir það sem koma skal. „Hér verður vonandi orkuskiptabylting á næstu örfáu árum. Við höfum gert þetta áður,“ sagði hún og vísaði til þess þegar olíukyndingu hér á landi var nær alveg skipt út fyrir hitaveitu. Katrín afhenti bílana, en fyrir- tækin sem taka þátt í verkefninu eru Brimborg, Íslensk Nýorka, Ísafold Travel, Keilir, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Ice- landic Hydrogen, Elding hvala- skoðun, Nýsköpunarmiðstöð og Skeljungur. olikr@frettabladid.is Orkuskipti í umferðinni Fjöldi fyrirtækja tekur vetnisrafbíla í notkun. Hér er stærsti floti slíkra bíla í Evrópu. Þekkingarklasi á að stuðla að orkuskiptum í samgöngum, segir ráðherra. VEIFAÐ ÚR VETNISRAFBÍL Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fékk að prufukeyra Ford Focus vetnisrafbíl sem Skeljungur tekur í notkun eftir að hafa afhent átta fyrirtækjum slíka bíla hjá Brimborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við eigum bara eftir að að gera byltingu á sviði samgangna og verðum þá 100 prósent endurnýjanleg. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR IÐNAÐARRÁÐHERRA LÖGREGLUMÁL Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helg- ina. Fjórar þeirra áttu sér stað í heimahúsum aðfaranætur laugar- dags og sunnudags. Flestar voru þær minni háttar og ekki er vitað til þess að fólk hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Þá var þremur bílum stolið á höfuðborgarsvæðinu um helgina, tveimur í Reykjavík og einum í Hafnarfirði. Tveir bílanna voru skildir eftir ólæstir og í gangi en slíkt býður hættunni heim. Bíl- arnir eru allir komnir í leitirnar en einn þeirra er mikið skemmd- ur. Ellefu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæm- inu. Þrír voru stöðvaðir á föstu- dag, fimm á laugardag og þrír á sunnudag. Níu voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Garðabæ. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar hefur aldrei öðlast öku- réttindi. Loks voru fjórir ökumenn tekn- ir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlmenn á aldrin- um 17 til 28 ára. Þrír voru stöðv- aðir í Reykjavík og einn í Garða- bæ. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. - jss Talsverðar annir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina: Átta líkamsárásir tilkynntar LÖGREGLAN Hafði í ýmsu að snúast um nýliðna helgi. Mannfall í sprengjuárás Að minnsta kosti 32 biðu bana og sjötíu liggja særðir eftir sprengjuárás- ir í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Þrjár bílsprengjur sprungu á sama tíma um hádegisbilið. Þeim hafði verið komið fyrir í grennd við þrjú hótel sem eru í miðborg Bagdad. Síðasta stórárás í Bagdad var gerð í byrjun desember en þá létust rúm- lega hundrað manns. ÍRAK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.