Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2010 Fyrirtækið Top Reiter er um- fangsmikið á sviði varnings sem varðar íslenska hestinn. Ásgeir Herbertsson, annar eig- enda, segist leggja mikið upp úr ýmiss konar þróunarvinnu. „Í stuttu máli bjóðum við upp á nánast allt sem bæði fólk og hestar þurfa á að halda til að stunda þetta sport,“ segir Ásgeir Herbertsson, annar eigenda fyrirtækisins Top Reiter sem er umfangsmikið á sviði varnings sem varðar íslenska hest- inn. Verslun Top Reiter á Íslandi er í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi. Feðgarn- ir Ásgeir og Herbert Ólason, sem er einnig þekktur undir nafninu Kóki, eiga móðurfyrirtækið sem er þýskt og hefur verið starfandi í um tvo áratugi. Ásgeir er búsett- ur á Íslandi en Herbert í Þýska- landi, en framleiðsla fyrirtækisins fer að mestu leyti fram í Póllandi. Að sögn Ásgeirs er fyrirtækið það þekktasta í geiranum á heimsvísu. „Í rauninni er Ísland minnsti mark- aðurinn okkar, en auðvitað eru allir markaðir jafn mikilvægir,“ segir Ásgeir. Vörur frá Top Reiter eru burða- rásinn í úrvali verslunarinnar í Ög- urhvarfi, en þó er þar einnig á boð- stólum varningur frá öðrum fyrir- tækjum. „Við leggjum til að mynda mikið upp úr því að bjóða upp á gott úrval af yfirhöfnum, bæði fyrir hestafólk og aðra. Úrvalið okkar í þeim efnum er með því besta sem gerist á landinu. Sem dæmi get ég nefnt að buxurnar okkar, sem fram- leiddar eru úr soft-shell efni, eru hágæðavara og eru orðnar langvin- sælustu buxurnar í þessum bransa. Þetta eru bestu buxurnar sem þú finnur.“ Ásgeir segir fyrirtækið ávallt leita leiða til að bæta framleiðsluna. „Við förum alveg niður í smáatriðin til að gera hlutina eins vel og fram- ast er kostur. Við leggjum mikið upp úr þróunarvinnu og höfum til að mynda verið að þróa nýtt virki í hnakkana frá okkur. Svo eru ýmsar fleiri nýjungar í pípunum.“ Leiðandi í hestavörum Ásgeir Herbertsson. Verslunin Top Reiter hefur verið starfandi í Ögurhvarfi í tæplega tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA www.topreiter.is Vind og vatnsheld Létt en hlý Hægt að renna ermum af Jakki Depill (léttur og þægilegur) 29.900 kr. Topreiter gúmmítaumur 6.990 kr. Topreiter soft shell reiðbuxur – 32.900 kr. TOP REITER Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur • Sími 565 5151 Top reiter Neopolitano 339.900 kr. Topreiter 365 299.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.