Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 40
24 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@ Völundarverk-Reykjavík, átaksverkefni um handverk og verklag í tengslum við viðhald og endurgerð sögufrægra eldri húsa í Reykjavík. Völundarverk Reykjavík IE-deild karla: Njarðvík-Grindavík 99-102 Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 21, Friðrik Stefánsson 16, Guðmundur Jónsson 16, Jóhann Árni Ólafsson 16, Nick Bradford 12, Páll Kristinsson 10, Egill Jónasson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 2. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 32, Ólafur Ólafsson 20, Darrell Flake 15, Brenton Briming- ham 14, Ómar Sævarsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Björn Brynjólfsson 5, Guðlaugur Eyjólfsson 3. KR-Tindastóll 106-71 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 19, Semaj Inge 17, Fannar Ólafsson 14, Tommy Johnson 13, Jón Orri Kristjánsson 12, Skarphéðinn Ingason 12, Darri Hilmarsson 10, Kristófer Acox 8, Björn Kristjánsson 1. Stig Tindastóls: Kenney Boyd 21, Svavar Birgisson 17, Helgi Freyr Margeirsson 14, Sveinbjörn Skúla- son 8, Pálmi Geir Jónsson 6, Axel Kárason 2, Helgi Rafn Viggósson 2, Sigmar Logi Björnsson 1. Breiðablik-FSu 100-104 Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 22, Jeremy Caldwell 21, Aðalsteinn Pálsson 13, Rúnar Pálm- arsson 11, Gylfi Geirsson 10, Hjalti Friðriksson 7, Ágúst Angantýsson 6, Þorsteinn Gunnlaugsson 6, Arnar Pétursson 2, Daníel Guðmundsson 2. Stig FSu: Richard Williams 38, Aleksas Zimnickas 24, Christopher Caird 17, Dominic Baker 13, Kjartan Kárason 10, Orri Jónsson 2. STAÐAN: KR 14 12 2 1339-1134 24 Njarðvík 14 11 3 1259-1068 22 Keflavík 14 11 3 1277-1078 22 Snæfell 14 10 4 1310-1129 20 Stjarnan 14 10 4 1221-1151 20 Grindavík 14 9 5 1331-1160 18 Hamar 14 6 8 1179-1205 12 ÍR 14 5 9 1158-1263 10 Tindastóll 14 4 10 1150-1280 6 Breiðablik 14 2 12 1079-1270 4 FSu 14 1 13 975-1364 2 ÚRSLIT > Króatar engir apakettir Arnór Atlason sagði það gott að hafa náð stigi gegn Króatíu þrátt fyrir að Ísland hafi verið lengst af yfir í leiknum. „Þannig hafa leikirnir hjá Króatíu verið. Þeir hafa verið undir og svo tekið fram úr á síðustu mínútunum. Þetta eru engir apakettir sem við vorum að spila við og við erum fyrsta liðið sem nær að taka stig af þeim. Eitt stig gegn Króatíu er enginn heimsendir,“ sagði Arnór við Fréttablaðið. Annan leikinn í röð var Björgvin Páll Gústavsson valinn besti leik- maður íslenska liðsins af mótshöldurum hér á Evrópumeistaramót- inu í Austurríki. Hann fékk að launum Mozart-kúlur sem þykja mikið lostæti. „Við skiptum kúlunum bróðurlega á milli okkar inni í klefa. Ég ætla ekki að vera að gúffa þessu í mig – þá verð ég bara feitur eftir mót,“ segir hann og hlær. Björgvin segist hafa haldið góðri einbeitingu í lokasókn leiksins, sem og í öllum leiknum. „Það var erfitt að halda einbeitingunni góðri því sóknirnar byrja yfirleitt mjög hægt. Það hefur verið minn helsti galli í gegnum tíðina að ég hef stund- um misst einbeitingu. En það gerðist ekki í dag og fann ég góðan takt við vörnina.“ Það var Tonci Valcic sem tók síðasta skotið í leiknum þó svo að hann hefði verið með lélegustu skotnýt- ingu allra leikmanna Króatíu í leiknum. „Þeir komu boltanum á hægri skyttuna og ég einbeitti mér að boltanum allan tím- ann. Svo náði ég honum bara með snöggum viðbrögðum. Mér leið svo vel í um tvær sekúndur þar til maður sá lokastöð- una í leiknum. Mér finnst eins og við höfum tapað honum,“ sagði Björgvin. Hann segir íslenska liðið hafa byrjað af krafti, ólíkt andstæðingnum. „Mér fannst Króatar mæta með hálfum huga í leikinn. Þeir voru allt of svalir á því enda halda þeir að þeir séu bestir. Við áttum að refsa þeim enn meira og það var of lítið að vera með þriggja marka forystu í hálfleik. Við hefðum jafnvel mátt vera enn ákveðnari í upphafi síðari hálfleiks en það er líka ákveðin áhætta fólgin í því enda Króatar með gríðarlega sterkt lið.“ Línumaðurinn Igor Vori lék íslensku vörnina oft grátt í leikn- um og var duglegur að fiska menn af velli í tveggja mínútna brottvísanir. „Hann tekur mikið pláss og það er erfitt að eiga við hann. Þeir eru snillingar í því að fara hálfir í gegn og fiska víti eða mann út af í tvær mínútur. Það gera þeir manna best. Króatar eru með gríðarlega sterkt lið.“ BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON: VARÐI SÍÐASTA SKOT KRÓATA Á LOKASEKÚNDU LEIKSINS Deili Mozart-kúlunum með strákunum inni í klefa HANDBOLTI Noregur og Danmörk eru jöfn Íslandi að stigum í milli- riðli I eftir fyrstu leiki riðilsins í Vínarborg í gær. Öll liðin hafa fjögur stig í riðl- inum en Króatía er efst með fimm stig. Austurríki er með eitt stig en andstæðingar Íslands í dag, Rússar, hafa ekkert stig. Baráttuglaðir Austurríkis- menn stóðu lengi vel í Norð- mönnum sem bognuðu þó ekki og lönduðu öruggum sigri að lokum, 30-27. Havard Tvedten og Bjarte Myrhol markahæstur hjá Norðmönnum með sex mörk hvor. Steinar Ege átti stórleik í marki Noregs og varði 22 skot í leiknum. Danir létu tapið gegn Íslandi um helgina ekki hafa áhrif á sig og mættu beittir til leiks gegn Rússum. Danir tóku völdin strax í leikn- um og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 34-28. Lars Christiansen og Michael Knudsen báru af í danska liðinu með sex mörk. - hbg Tveir aðrir leikir í milliriðli Íslands fóru fram í Vínarborg i gær: Sigrar hjá Noregi og Danmörku SÓTT AÐ MARKI Borge Lund sækir hér að marki Austur- ríkis í gær. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í gær og voru þeir allir viðburðaríkir. FSu vann sinn fyrsta sigur í vetur, KR komst á toppinn og Grinda- vík vann nauðsynlegan, og nokkuð óvæntan, sigur á Njarðvíkingum á heimavelli. Gestirnir frá Grindavík mættu grimmir til leiks í Njarðvík með Pál Axel Vilbergsson í broddi fylk- ingar en hann lék virkilega vel fyrir Grindavík í gær. Nick Brad- ford spilaði með Njarðvík gegn lið- inu sem hann spilaði með í fyrra og virtist kunna illa við það hlutverk því hann fann sig engan veginn í leiknum. Grindavík hafði þægilegt for- skot lungann úr leiknum en Njarð- víkingar áttu magnaðan endasprett þar sem liðið náði að minnka mun- inn í eitt stig, 95-96, þegar aðeins 54 sekúndur voru eftir. Þá skoraði Ólafur Ólafsson eina ljótustu körfu vetrarins, þriggja stiga karfa af spjaldinu þegar skotklukkan var að renna út. Það þarf ekki alltaf að vera fallegt. Liðin skiptust á um að fara á vítalínuna eftir þetta með góðum árangri. Njarðvík fékk síðustu sóknina er munurinn var þrjú stig. Magnús Gunnarsson tók erf- itt þriggja stiga skot sem vildi ekki fara ofan í körfuna. Góður sigur hjá Grindavík og afar kærkominn eftir magurt gengi það sem af er vetri. Njarðvíkingar virðast að sama skapi ekki vera að höndla pressuna sérstaklega vel sem kom á liðið í kjölfar þess að liðið fékk Nick Brad- ford í sínar raðir. henry@frettabladid.is Njarðvík tapaði og KR á toppinn KR-ingar komust á topp Iceland Express-deildar karla í gærkvöld er liðið vann stórsigur á Tindastóli. Á sama tíma tapaði Njarðvík fyrir Grindavík. MAGNÚS GUNNARSSON Var stigahæstur hjá Njarðvík en ágætur leikur hans dugði Njarðvík ekki til sigurs að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.