Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 16
16 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Guðrún S. Guðlaugsdóttir skrifar um lánakjör Hið helsára Haíti á nú kost á láni frá AGS með 5 pró- senta vöxtum til uppbyggingar eftir jarðskjálftana sem tók líf álíka margra og íbúar eru hér á höfuðborgarsvæðinu. Rætt er um fjármögnun lánsins og að það verði vaxtalaust í tvö ár. Yfirvöld Haíti hljóta senn að ræða þetta málefni. Vegna þeirra sem líða taka þau vonandi ekki til þess fimmtán mánuði eins og við höfum gert um Icesave-lánin með þeim árangri að skuldatryggingar á ríkissjóð voru 21. janúar sl. orðnar 636,6 punktar. Erlendis óttast menn í vaxandi mæli greiðslu- fall íslenska ríkisins vegna óvissu um framhald samstarfs okkar við AGS vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Forseti okkar hefur haft forgöngu um að íslenskur almenningur kjósi um lán með 5,5 prósenta vöxtum, afborgunarlausu í 7 ár. Icesave- lánið er sem sé næstum eins gott og hið blóð- storkna Haíti fær eftir sitt hroðalega áfall. Við sem höfum hús, ágæta heilbrigðisþjónustu, vega- og flugsamband erum enn að pexa. Ef Haíti býðst ekki lán á betri kjörum en þetta – hvað getum við þá ætlast til að alþjóðasamfélagið geri fyrir okkur? Fólkinu á Haíti er að blæða út í eiginlegri merkinu. Fyrirtækjum okkar mun, ef pexið heldur áfram, „blæða“ töluvert. Eitt er það að verða fyrir áfalli og annað að bregðast við því á vitrænan hátt. Fólk ætti að bera saman ástandið hér og á Haíti og kjör lána sem standa þessum löndum til boða. Icesave-lán okkar er með um 0,5 prósenta hærri vöxtum en lán Haíti, afborgunarlaust í sjö ár. Fólki þykir óréttlátt að borga fyrir skuldir óreiðu- manna, eins og klifað er á. Hvað mega þá íbúar Haíti segja? Skyldi ekki sumum þar þykja óréttlátt fyrir eina þjóð að verða fyrir svona áfalli, blásak- laus. Íslendingar geta þó að hluta kennt sjálfum sér um stjórnarfar og fjárhagslegt áfall í kjölfar þess. Eitt er víst, Íslendingar geta lært mikið af æðruleysi íbúa Haíti. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Lán til helsárra GUÐRÚN S. GUÐLAUGSDÓTTIR Mikill vandi steðjar nú að Haítí eftir óvenju harðan jarðskjálfta sem varð þar fyrir tveimur vikum sem kostaði um 200.000 manns lífið. Hörmung- arnar á Haítí eru þó ekki aðeins af völdum náttúrunnar því að landið er þar að auki óvenju illa búið til þess að takast á við slíkan vanda. Þjóðartekjur á mann eru með þeim lægstu í veröldinni og mikill meirihluti landsmanna býr undir fátæktarmörkum á meðan helmingur þjóðartekna rennur til 1% þjóðarinnar. Fyrir tilstuðl- an Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra lánastofna ríkir meira viðskiptafrelsi í Haítí en flest- um iðnríkjum; tollar þar eru mjög lágir með þeim afleiðingum að innlend landbúnaðarframleiðsla hefur orðið undir í samkeppni við ríkisstyrktar bandarískar land- búnaðarafurðir (s.s. hrísgrjón) og matargjafir frá erlendum hjálp- arstofnunum. Þjóðartekjur hafa því farið lækkandi en erlendar skuldir hafa vaxið og nú eru um 70 prósent tekna ríkisins erlend lán eða aðstoð. Stjórnvöld á Haítí eru því fullkomlega háð erlend- um styrktaraðilum og sú stefna sem rekin hefur verið að undir- lagi þeirra hefur skilað hinum örsnauða meirihluta landsmanna frekar litlu. Einungis þriðjungur barna lýkur grunnskólanámi, um þriðjungur hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og um þriðj- ungur barna þjáist af krónískri vannæringu. Eyðileggingin sem fylgdi jarðskjálftanum margfald- ar því neyð sem var afar sár fyrir. Því miður má færa ágæt rök fyrir því að neyðin sem fólk á Haítí býr við núna sé frek- ar rangsnúin refsing fyrir þann kjark og stórhug sem forfeður þess sýndu fyrir tveimur öldum. Þá varð bylting á Haítí í kjölfar frönsku byltingarinnar. Land- ið kallaðist þá Saint-Domingue og var mikilvægur hlekkur í alþjóðahagkerfi þrælahaldsins. Þar framleiddu innfluttir þræl- ar frá Afríku kaffi og sykur fyrir evrópskan markað og sköpuðu evrópsku nýlenduherrunum meiri tekjur en allar nýlendurnar þrett- án sem skömmu áður mynduðu Bandaríkin. Eftir að franska bylt- ingin hófst gerðu þrælarnir upp- reisn og lýstu yfir stofnun frjáls ríkis á Haítí. Þeir hrundu tilraun- um Frakka til að bæla uppreisn- ina niður og með stofnun sjálf- stæðs ríkis 1804 var þrælahald og mismunun kynþátta bönnuð, löngu áður en önnur ríki Ameríku fylgdu í kjölfarið. Evrópa hefndi sín hins vegar með viðskipta- banni að tilstuðlan Frakka og á fáeinum áratugum var efnahag- ur landsins í molum. Í nauðar- samningum 1825 var Haítí gert að greiða frönsku þrælahöldurum skaðabætur fyrir að hafa afnum- ið þrælahald. Voru þær upphæð- ir svo háar að mörgum áratugum síðar, um aldamótin 1900, fóru 80 prósent af fjárlögum ríkisins í að greiða skaðabæturnar og greiðslu þeirra lauk ekki fyrr en 1947. Með þessum sannkölluðu drápsklyfj- um var landinu haldið í stöðugri fátækt og árin 1915-1934 var það hernumið af Bandaríkjunum. Þeir skipulögðu hagkerfi lands- ins til að tryggja endurgreiðslu erlendra skulda og efldu herinn sem síðan þá hefur stöðugt grip- ið inn í stjórn landsins og tryggt að framgangur lýðræðisins hefur orðið lítill. Fyrir tveimur áratugum var þó efnt til lýðræðislegra kosninga sem presturinn Jean-Bertrand Aristide vann með yfirburðum enda naut hann mikils stuðn- ings meðal fátækustu borgara landsins. Skömmu síðar rændi herinn völdum en fyrir tilstuðl- an Bandaríkjanna var herstjórn- inni velt frá völdum og Aristide endurreistur árið 1994. Stjórn hans hafði þó litla möguleika á að breyta valdahlutföllum í landinu þar sem hún var afar háð erlendu fjármagni og þeim skilmálum sem því fylgdu. Þegar Aristide var aftur kjörinn forseti árið 2000 setti hann fram háværar kröf- ur að Frakkar ættu nú að endur- greiða skaðabæturnar sem Haítí var gert að þola vegna afnám þrælahalds. Honum var aftur steypt af stóli 2004 en í þetta sinn kom Bandaríkjastjórn honum ekki til aðstoðar heldur studdi við bakið á valdaránsmönnum. Hið sama gerði ríkisstjórn Frakk- lands. Pólitískar afleiðingar af þessu síðara valdaráni voru ekki einhlítar og gamall bandamaður Aristides, Réné Preval, var síðar kjörinn forseti Haítí. Svigrúm hans til umbóta er engu meira en fyrirrennara hans þar sem land- ið er háð stuðningi erlendra lána- stofnana. Jarðskjálftinn og eyði- leggingin af völdum hans hefur valdið auknum áhuga alþjóðasam- félagsins á Haítí en gallinn er sá að slíkur áhugi hefur sjaldnast boðað gott fyrir landsmenn. Ný „raflostsmeðferð“ í boði alþjóða- samfélagsins er ekki það sem Haítí þarf á að halda núna held- ur viðurkenning á því sögulega óréttlæti sem fyrsta frjálsa ríkið í hinum vestræna heimi hefur verið beitt í gegnum tíðina. Fá ríki hafa meiri þörf eða rétt á því að losna undan oki erlendra skulda. Hörmungar á Haítí SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Hörmungar af mannavöldum Kapítalisminn til bjargar Þegar listinn yfir bestu vini kapít- alismans á Íslandi verður tekinn saman, má gera því skóna að Ögmundur Jónasson alþingismaður verði ekki í hópi tíu efstu á listanum. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ögmundur skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann bað um aðeins minni úrtölur. Það væri ekki allt að fara í hundana á Íslandi og ástæðan væri einföld: „Kapítalisminn er ágengari en marg- ir halda.“ Einhver hefði þurft að láta segja sér það tvisvar að Ögmundur Jónasson ætti eftir að hampa kapítalismanum sem bjargvætti þjóðar í skuldakreppu. Flott hjá hinum Stjórn Kvenréttindafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir sérstakri ánægju með reglur forvals Vinstri grænna í Reykjavík. Þar verður stuðst við fléttulista til að tryggja jafnt kynjahlutfall í sex efstu sætin. Segir í yfirlýsingunni að þetta sé „kærkomið skref í átt að meira jafnræði kynjanna á sveit- arstjórnarstigi”. Engu að síður ætlar formaður framkvæmdastjórnar Kvenréttindafélags Íslands, Margrét K. Sverrisdóttir, að sækjast eftir sæti á lista Samfylking- arinnar. Litla Ísland Ákæra á hendur níu mótmælend- um fyrir árás á Alþingi hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að einn þingvarðanna sem lagði fram bótakröfu í málinu er hálfsystir eiginkonu Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara. Það er heldur bagalegt þegar ríkissaksóknari ber ekki kennsl á nákomið venslafólk þegar hann gefur út ákæru. Má leiða líkur að því að Valtýr verði eftirleiðis duglegur við að keyra nöfn málsaðila saman við Íslend- ingabók áður en hann gefur út ákæru. bergsteinn@frettabladid.isR annsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frest- ast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða. Engrar skýrslu hefur verið beðið af viðlíka eftir- væntingu enda viðfangsefnið einhverjir dramatískustu atburðir Íslandssögunnar. Það er skynsamlegt hjá rannsóknarnefndinni að gefa sér þann tíma sem hún telur nauðsynlegan til að ljúka störfum sínum. Mikil vægi vinnu nefndarinnar verður ekki ofmetið. Þegar upp er staðið mun skýrslan örugglega verða mikilvægara uppgjör við fortíðina og fall fjármálalífsins en þeir dómar sem mögulega eiga eftir að falla í dómsölum landsins. Í því samhengi er gott að hafa bak við eyrað reynslu Svía. Í kjölfar sænsku bankakreppunn- ar fyrir tæpum tuttugu árum voru mörg hundruð einstaklingar rannsakaðir, en aðeins örfáir dæmdir til refsingar. Væntingarnar til skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru sem sagt á þá leið að hún feli í sér einlægt og opinskátt samviskuuppgjör við það sem fór úrskeiðis í þjóðlífinu í mjög víðu samhengi. Það er íhugunarefni af hverju fleiri álíka skýrslur hafa ekki verið settar saman á þrengri sviðum. Til dæmis væri upplýsandi að lesa úttekt Háskóla Íslands, höfuðvígi akademíunnar í landinu, á aðkomu skólans að fjármálalífinu og þátttöku fulltrúa hans í upplýstri umræðu um útrásina. Eins væri mjög áhugavert að sjá á prenti sjálfsskoðun stjórn- málaflokkanna sem voru við völd fram að hruninu. Nú vill reyndar svo til að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist einmitt í slíka innri rýni, ólíkt Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Skýrsla endurreisnarnefndar flokksins var lögð fram á Lands- fundinum í fyrra, en um 200 flokksmenn tóku þátt í að setja hana saman. Því miður háttaði svo til að þessi gagnmerka skýrsla fékk ekki verðskuldaða athygli. Á meðan beðið er eftir skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis er hægt að gera margt vitlausara en að rifja upp hvað í henni stendur, því skýrsluhöfundar stóðu við gefin fyr- irheit um „heiðarlegt, málefnalegt og djarft framlag til umræðu og stefnumörkunar innan flokksins“ eins og kemur fram meðal annars í eftirfarandi punktum. „Stjórnvöld og Seðlabankinn brugðust of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Nauðsynlegt hefði verið að auka vara- sjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Stærstu mistök Seðlabankans voru að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu (fyrst og fremst Icesave). Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Það er óheppilegt að í bankastjórn SÍ hafa setið fyrrverandi valdamenn þjóðarinnar og stjórnmálamenn.“ Í þessum línum skýrslunnar og reyndar mörgum fleiri fólust vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að sýna meira þrek en aðrir flokkar við uppgjör við fortíðina, enda þurfti hann meira á því að halda. Sú reyndist þó ekki raunin þegar til kast- anna kom. Stóra uppgjörið bíður. Gleymda skýrslan JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.