Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 34
18 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tryggvi Kristjánsson, áður til heimilis Mýrarvegi 113, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 20. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. janúar kl. 13.30. Kristján Tryggvason Sigrún María Guðmundsdóttir Sigurbjörn Tryggvason Ragnheiður Ragnarsdóttir Steindór Tryggvason Helga Tryggvadóttir María Albína Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og mágur, Jóhannes Bekk Ingason kennari, Lambastaðabraut 13, Seltjarnarnesi, sem andaðist 21. janúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 28. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Alda Svanhildur Gísladóttir Jón Þór Þorleifsson Ingi Einar Jóhannesson Aðalbjörg Sigurðardóttir Ingi Einar Jóhannesson Elvar Guðmundur Ingason Dagný Selma Geirsdóttir Brynjar Ingason Guðbjörg Ragnheiður Jónsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Sigríður Alda Eyjólfsdóttir frá Laugardal í Vestmannaeyjum, Hringbraut 2b, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudag- inn 27. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Ragnar Hafliðason Kristín Ósk Kristinsdóttir Vigfús Björgvinsson Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir Arnar Hilmarsson Ágústa Ragnarsdóttir Jónas Hilmarsson Óskar Hafliði Ragnarsson Sigríður Líney Lúðvíksdóttir Ragnar Eyjólfsson barnabörn og barnabarnabörn. Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra, Birgis G. Albertssonar kennara frá Hesteyri. Starfsfólki taugalækningadeildar og Grensásdeildar Landspítalans færum við sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Evlalía Kristín Guðmundsdóttir Borghildur Birgisdóttir Egill Steinar Gíslason Guðmundur Albert Birgisson Unnur Jóhannsdóttir Gunnar Friðrik Birgisson Erla Sesselja Jensdóttir Guðbjörg Helga Birgisdóttir Ingi Hlynur Sævarsson barnabörn Dagný G. Albertsson Margrét Ólafía Guðmundsdóttir Oddrún Jónasdóttir Uri Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Ívar Þórhallsson húsasmíðameistari, Austurvegi 5, Grindavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 21. janúar. Hann verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 29. janúar kl. 13.00. Bestu þakkir til starfsfólks D-deildar fyrir mjög góða umönnun. Lovísa Sveinsdóttir Þórhallur Ágúst Ívarsson Vilborg Norðdahl Jónína Berglind Ívarsdóttir Hilmar Knútsson Stefán Ívar Ívarsson Halldóra S. Sveinsdóttir Aðalbjörg Ívarsdóttir Ívar Þór Guðlaugsson „Við viljum hefja verklega kennslu til vegs og virðingar, þar sem við álítum meðal annars að mikill auður sé fólgin í því að temja sér verklega kunnáttu,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, skóla- stjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, sem vinnur nú að því að koma af stað sérhæfðum námsbrautum á háskólastigi í samvinnu við Tækniskólann – skóla at- vinnulífsins, fyrirtækið CCP og fata- hönnuðinn Steinunni Sigurðardóttur. Að sögn Ingibjargar hefur afturför orðið til dæmis í teiknikunnáttu síðustu ár. „Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að teiknikennsla á háskólastigi er af skornum skammti í landinu. Eftir að Myndlista- og handíðaskólinn varð að Listaháskólanum jókst til að mynda vægi fræðilega hlutans á kostnað þess verklega. Eftir því sem ég kemst næst er þriðjungur námsins þar fræðilegur,“ útskýrir hún. Ingibjörg bendir á að vegna þessar- ar þróunar sé smám saman að skapast gjá á milli framboðs og eftirspurnar eftir verklegu listnámi. „Aldrei hafa fleiri nemendur verið á listnámsbraut- um framhaldsskólanna en nú. Að sama skapi er hér vaxandi eftirspurn eftir til dæmis teiknurum með tilkomu fyr- irtækja eins og Kaoz og CPP. Á móti vantar einhvern til að brúa bilið og það ætlum við hjá skólunum að gera með því að bjóða upp á tveggja ára nám annars vegar í teikningu og hins vegar í textíl.“ Ingibjörg segir að nemendur vænt- anlegra námsbrauta muni þurfa að uppfylla tiltekin inntökuskilyrði. „Ég geri fastlega ráð fyrir að nemendur þurfi að hafa útskrifast af listnáms- brautum framhaldsskólanna. Svo er spurning hvort þeir skili líka möppu með verkum sínum. Þannig er metin raunveruleg færni viðkomandi aðila.“ Áhersla verður lögð á sterk tengsl milli skólanna tveggja og atvinnu- lífsins að sögn Ingibjargar. „Þetta er auðvitað á ákveðnu frumstigi en við höfum verið í hugmyndavinnu með CCP vegna teikninámsins og Stein- unni Sigurðardóttur fatahönnuð vegna náms í textíl. Svo ætlum við að þróa kennsluna í takt við atvinnulífið, til dæmis með hliðsjón af því hvort eftir- spurn er eftir almennri eða sértækri verkunnáttu.“ Ingibjörg bætir við að nemendum gefist að auki kostur á að ljúka námi við erlenda listaháskóla, meðal ann- ars í Noregi, Danmörku og Skotlandi. „Eftir tvö ár við okkar skóla geta þeir stefnt á atvinnumarkaðinn eða sérhæft sig með námi við erlenda listaháskóla sem við erum í samstarfi við.“ roald@frettabladid.is MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK: UNDIRBÝR DIPLÓMANÁM Í TEIKNINGU OG TEXTÍL Í samstarf við Steinunni og CCP NÁM Í HAUST „Eftir allt gengur eftir verður auglýst eftir nemendum í apríl næstkomandi sem geta þá hafið nám við skólana næsta haust,“ segir Ingibjörg, um væntanlegt diplómanám í teikningu og textíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJARNI BENEDIKTSSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1970. „Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður.“ Þetta hafði Bjarni Benediktsson að segja þegar hann var kjör- inn formaður Sjálfstæðisflokks- ins á landsfundi flokksins 29. mars 2009. Bjarni er lögfræðing- ur að mennt og leiðtogi flokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2009. MERKISATBURÐIR 1340 Játvarður III. Englands- konungur lýstur konungur Frakklands. 1531 Jarðskjálfti skekur Lissa- bon, þúsundir farast. 1788 Fyrsta nýlenda Evrópu- manna í Ástralíu stofnuð, fanganýlendan, sem síðar hlýtur nafnið Sydney. 1866 Ísafjörður fær kaupstað- arréttindi. Þá búa þar 220 manns. 1906 Verkamannafélagið Dags- brún í Reykjavík stofnað. 1953 Netendasamtökin stofn- uð. 1965 Hindí verður opinbert tungumál Indlands. 1970 Handknattleiksfélag Kópavogs stofnað. 2009 Geir Haarde slítur stjórn- arsamstarfi við Samfylk- ingu. Íslensk kvenréttindahreyfing í Reykjavík átti sitt upphaf þegar Hið íslenska kvenfélag var stofnað á þessum degi árið 1894. Félagið var það fyrsta hérlendis sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni. Í lögum félagsins segir meðal annars orðrétt: „Tilgangur félagsins er sérstaklega að auka réttindi kvenna á Íslandi og að gæða áhuga þeirra fyrir því að gæta fenginna réttinda og hagnýta sér þau, ennfremur að efla menningu kvenna með samtökum og félagsskap.“ Helsta og janframt fyrsta baráttumál félagsins var að tryggja íslenskum konum aðgang að æðri menntastofnun með stofnun háskóla á Íslandi. Þess má geta að Þorbjörg Sveinsdóttir 1827- 1903) ljósmóðir var aðalhvatamaðurinn að stofn- un félagsins. Hún var gjaldkeri í fyrstu stjórn þess en tók svo við formennsku árið 1897 og gegndi henni til dauðadags Heimild: www.fjallkonan.is og gardur.is. ÞETTA GERÐIST: 26. JANÚAR 1894 Hið íslenska kvenfélag stofnað UPPHAFIÐ Hið íslenska kvenfélag var fyrsti vísirinn að íslensku kvenréttindahreyfingunni. Hér sjást rauðsokkur í kröfugöngu 1. maí 1973.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.