Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 42
26 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
EM Í AUSTURRÍKI
EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON
skrifar frá Vín
eirikur@frettabladid.is
Milliriðill 1
Ísland-Króatía 26-26 (15-12)
Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 8 (13),
Snorri Steinn Guðjónsson 6/4 (8/4), Róbert
Gunnarsson 5 (5), Alexander Petersson 3 (6),
Aron Pálmarsson 2 (8), Arnór Atlason 2 (3),
Guðjón Valur Sigurðsson 0 (1).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/1 (40/5,
38%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1, 0%).
Hraðaupphlaup: 2 (Alexander, Ólafur).
Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Snorri Steinn, Aron).
Utan vallar: 16 mínútur (Sverre rautt).
Mörk Króatíu (skot): Ivan Cupic 5/5 (6/6),
Vedran Zrnic 3 (3), Denis Buntic 3 (4), Ivano
Balic 3 (4), Igor Vori 3 (4), Tonci Valcic 3 (8),
Domagoj Duvnjak 2 (3), Marko Kopljar 2 (3),
Zeljko Musa 1 (1), Manuel Strlek 1 (2), .
Varin skot: Mirko Alilovic 8 (31/2, 26%), Goran
Carapina 1 (4/2, 25%).
Hraðaupphlaup: 3 (Balic, Valcic, Zrnic).
Fiskuð víti: 6 (Vori 2, Strlek, Balic, Blazenko
Lackovic, Duvnjak).
Utan vallar: 10 mínútur (Buntic rautt).
Dómarar: Horacek og Novotny frá Tékklandi.
Noregur-Austurríki 30-27
Rússland-Danmörk 28-34
STAÐAN
Króatía 3 2 1 0 81-77 5
Ísland 3 1 2 0 90-85 4
Noregur 3 2 0 1 81-76 4
Danmörk 3 2 0 1 89-84 4
Austurríki 3 0 1 2 94-30 1
Rússland 3 0 0 3 80-92 0
EM Í HANDBOLTA
HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari var óánægður
með frammistöðu tékkneska dóm-
araparsins í leik Íslands og Króa-
tíu á EM í handbolta í gær. Ísland
fékk alls átta brottvísanir og Guð-
mundur sagði að þær hefðu verið
afar ódýrar.
„Ég er vonsvikinn því við vorum
nálægt því að vinna sigur í þessum
leik. Brottvísanirnar sem við feng-
um voru alveg svakalega ódýrar og
þó svo að við vorum klaufar í ein-
hver skipti voru þær yfirleitt fyrir
afar litlar sakir.“
Guðmundur segir þó að það væri
enn mjög jákvætt að Ísland væri
enn taplaust á mótinu og hann taldi
Króatíu vera með eitt af fjórum
bestu liðum mótsins.
„Það er gott að fá stig gegn þessu
frábæra liði. Nú bætir enn í safnið
og við erum með fjögur stig. Við
getum því farið fullir sjálfstrausts
í næstu leiki. Liðið hefur verið að
spila mjög vel og varnarleikurinn
er nú orðinn mun betri.“
Hann er ánægður með hvern-
ig leikmenn skiluðu sinni vinnu í
leiknum miðað við það sem hann
sjálfur lagði upp með.
„Heldur betur, bæði í vörn og
sókn. Við vorum að fá þau færi
sem við ætluðum að skapa okkur
og þeir skiptu úr sinni 3-2-1 vörn
í 6-0 vörn. Oftast vorum við að
leysa hana líka vel þó svo að þetta
lið spili frábæra vörn og er með
hörkugóðan markvörð. Það er
erfitt að skora í hverri sókn gegn
þessu liði og við getum verið afar
sáttir við heildarmyndina.“
Hann segir þó erfitt að sætta sig
við niðurstöðu leiksins.
„Þegar maður er í þeirri stöðu
að geta unnið Króatíu endar maður
á að svekkja sig aðeins á því að
hafa tapað stigi. Það þýðir þó ekk-
ert. Nú verður maður bara að snúa
sér að næsta leik.“
Ísland mætir Rússlandi í dag og
ljóst að það verður erfitt verkefni,
eins og allir aðrir leikir á mótinu.
„Það verður fundur strax á eftir
og nú hefst undirbúningur á fullu.
Við erum reyndar þegar byrjaðir
á þeirri vinnu og það mun reyna
mikið á okkur að koma okkur strax
aftur í gírinn, rétt eins og hjá and-
stæðingnum.“
Guðmundur segir fulla ástæðu
til að fara í leikinn í dag beinir í
baki.
„Við erum fullir eftirvænting-
ar og sjálfstrausts. Við höfum enn
ekki tapað leik og megum vera
mjög stoltir af því,“ segir Guð-
mundur Guðmundsson landsliðs-
þjálfari. - esá
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki sáttur við tékkneska dómaraparið í gær:
Förum fullir sjálfstrausts í Rússaleikinn
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Vildi fá sigur í
gær og var ekki sáttur við dómara leiks-
ins sem komu frá Tékklandi.
MYND/DIENER/LEENA MANHART
HANDBOLTI „Ef við vinnum næstu
tvo leiki þá erum við öruggir um
sæti í undanúrslitum. Það er því
enn það sem við stefnum að,“
sagði Guðjón Valur Sigurðsson
eftir leikinn í gær.
„Það er fullt sem við getum
bætt en það var þó gott að fá eitt
stig úr leiknum. Sóknarleikur-
inn gekk nokkuð vel, sérstaklega
þar sem þeir spiluðu óvenjulega
vörn sem erfitt er að eiga við.
Mér fannst við leysa hana nokk-
uð vel.“
Guðjón Valur segir íslenska
liðið vera með grundvallaratrið-
in í lagi.
„Þetta eru engin ný vísindi. Ef
vörn og markvarsla standa fyrir
sínu þá er allt mögulegt í þessum
bolta.“ - esá
Guðjón Valur Sigurðsson:
Stefnum enn
á undanúrslit
GUÐJÓN VALUR Komst aldrei þessu vant
ekki á blað í gær. MYND/DIENER/LEENA MANHART
HANDBOLTI Róbert Gunnarsson
var svekktur eftir jafnteflið við
Króatíu á EM í handbolta í gær
en sagði ekki þýða að dvelja lengi
við það. Fram undan er leikur
gegn Rússlandi strax í dag.
„Það er bara fínt að fá að spila
strax aftur. Nú getum við ekkert
svekkt okkur og þurfum að þrífa
þennan leik af okkur í sturtunni,“
sagði Róbert við Fréttablaðið.
„Það er full ástæða til að vera
jákvæðir. Við erum enn taplausir
og ætlum að halda áfram af full-
um krafti.“ - esá
Róbert Gunnarsson:
Þrífum þetta
af okkur
RÓBERT Átti magnaðan leik í gær á
línunni. MYND/DIENER
HANDBOLTI Ísland er enn taplaust
eftir fyrstu fjóra leiki sína á Evr-
ópumeistaramótinu í handbolta í
Austurríki. Liðið gerði jafntefli við
Króatíu, 26-26, í sínum fyrsta leik í
milliriðlakeppninni í Vínarborg.
Íslendingar mega þó vera
svekktir með leikslokin þar sem
þeir leiddu í 40 mínútur í leiknum
og allt þar til fimm mínútur voru
til leiksloka.
Þá náðu Króatarnir frumkvæð-
inu í leiknum og komust þríveg-
is yfir. En það lýsir þeirri þraut-
seigju sem býr í íslenska liðinu að
það jafnaði ávallt metin og stóð svo
af sér síðustu sókn Króatanna.
Björgvin Páll Gústavsson hafði
þá betur gegn skyttunni Tonci Val-
cic sem lét vaða á markið á loka-
sekúndu leiksins.
Króatar geta þakkað það að hafa
náð stigi í leiknum þeirri stað-
reynd að tékknesku dómararnir
létu ítrekað blekkjast af tilburð-
um þeirra í sókninni og fiskuðu
Króatarnir þar með íslenska varn-
armenn hvað eftir annað af velli.
Átta sinnum fengu íslensku leik-
mennirnir brottvísun og alls sex
sinnum í síðari hálfleik. Sverre
Jakobsson fékk sína þriðju brott-
vísun þegar rúmar 20 mínútur
voru enn eftir af leiknum en Vign-
ir Svavarsson leysti stöðu hans í
vörninni með miklum sóma.
Klókindum þeirra Ivanos Balic
og Igors Vori virtust engin tak-
mörk sett og var sorglegt að sjá
tékknesku dómarana láta glepjast
hvað eftir annað.
Sem betur fer er einn af stærstu
kostum íslenska landsliðsins hvað
það er öflugt í undirtölu. Það sann-
aðist enn og aftur í gær en liðið
skoraði alls þrjú mörk í undirtölu
og fékk ekki nema sex á sig. Hafa
ber í huga að íslenska liðið vantaði
einn mann inn á í um stundarfjórð-
ung.
Leikurinn var mjög hægur en
íslensku strákarnir tókust á við
hann af mikilli yfirvegun, bæði í
vörn og sókn. Varnarleikurinn var
afar öflugur en tíðar brottvísan-
ir gerðu það að verkum að sókn-
arleikurinn var á oft stirður enda
vörn Króata gríðarlega sterk.
Ólafur Stefánsson og Róbert
Gunnarsson áttu frábæran leik
í gær, eins og reyndar fleiri í
íslenska liðinu. Þetta var besti leik-
ur Ólafs á mótinu og sannaðist það
að hann er aldrei betri en þegar
liðið þarf mest á honum að halda.
Hann skoraði átta mörk í leiknum.
Þá er ekki annað hægt en minn-
ast á þátt Snorra Steins Guðjóns-
sonar. Hann nýtti sín færi gríðar-
lega vel og hann stjórnaði liðinu
mjög vel þegar hann spilaði. Aron
Pálmarsson átti svo mjög öfluga
innkomu í sóknina í fyrri hálfleik
og Arnór Atlason stóð fyrir sínu og
gott betur í þeim síðari. Alexand-
er Petersson skoraði nokkur mik-
ilvæg mörk og var sem fyrr afar
mikilvægur hlekkur í vörninni.
Varnarleikurinn var í einu orði
sagt frábær og ekki oft að Króatar
skori aðeins sautján mörk á fyrstu
45 mínútunum í leik. Björgvin var
svo mjög öflugur í markinu.
Niðurstaðan er eitt stig sem gæti
reynst dýrmætt þegar upp verður
staðið. Ísland er öruggt í undanúr-
slit mótsins með sigri á Rússum
í dag og Norðmönnum á fimmtu-
daginn og því full ástæða til bjart-
sýni.
Björgvin bjargaði stigi í lokin
Ísland gerði í gær jafntefli, 26-26, við Króatíu í fyrsta leik sínum í milliriðlakeppninni á EM í Austurríki.
Ísland leiddi lengst af en missti frumkvæðið undir lokin. Björgvin Páll reyndist hetja leiksins í leikslok.
ÓHRÆDDUR Aron Pálmarsson var frá-
bær í fyrri hálfleik. MYND/DIENER
FYRIRLIÐINN HEITUR Ólafur Stefánsson átti sinn besta leik á EM í gær á móti Króöt-
um. Skoraði glæsileg mörk og lagði upp fleiri. MYND/DIENER
ÓGURLEG ÁTÖK Róbert Gunnarsson
stóð í ströngu í gær en gekk afar vel að
eiga við hávaxna og sterka varnarmenn
Króata. MYND/DIENER