Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 18
 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 Hingað til hefur fyrirtækið aðeins boðið upp á styttri dagsferðir og er því um um nýbreytni að ræða fyrir ferðamenn. „Fyrsta daginn verður sunnan- verður Breiðafjörðurinn skoðað- ur og fá allir að smakka ferska hörpuskel beint af sjávarbotnin- um. Einnig verður farið í sjóstöng og farið í land á einhverri lítilli eyju. Eftir siglinguna verður siglt í Flatey þar sem gestum gefst færi á að slaka á fyrir æðislegan kvöld- verð á hótelinu um kvöldið,“ segir Kristrún Konráðsdóttir, markaðs- stjóri Sæferða. Dagur númer tvö er mesti sigl- ingadagurinn en þá er meðal ann- ars siglt að Látrabjargi, en að sjá bjargið neðan frá, sem er fjögur hundruð metra hátt, þykir mögnuð sjón og ekki þá síst á vorin þegar bjargið iðar af fugli. „Allur dagurinn fer í þessa löngu siglingu og því verður borð- að um borð. Ferðin er mikil upp- lifun fyrir ferðamenn en hvalir og selir sjást oft á leiðinni. Á þriðja degi er svo siglt inn eyðifjörð á Barðaströndinni þar sem fólk fer í land og fær tækifæri til að rölta um í kyrrð og ró.“ Ef veður leyfir verður boðið upp á lúxusgrillveislu í fjörunni og endað með því að fara í heita náttúrulaug. Kristrún segir að þar sem ferð af þessu tagi sé ný af nálinni byrji fyrirtækið með aðeins tvær ferð- ir í sumar til að sjá hvernig við- tökurnar verði. Fyrri ferðin verð- ur farin 1. júní og seinni ferðin 17. ágúst og er stílað inn á daga þegar lítið er um ferðamenn svo sæfar- endur fái notið ferðarinnar í kyrrð og ró. Siglt er til og frá Stykkis- hólmi og komast um 15-25 manns í ferðina. Verðið fyrir heildarpakk- ann er 990 evrur og þurfa ferða- menn fyrst og fremst að hugsa fyrir góðum fatnaði en annað sjá Sæferðir um. juliam@frettabladid.is Þriggja daga sigling um Breiðafjörð í sumar Sæferðir í Stykkishólmi bjóða upp á skemmtilega nýjung nú í sumar en fyrirtækið hyggst bjóða upp á þriggja daga siglingu um Breiðafjörð, með fæði inniföldu sem og gistingu á Hótel Flatey. Ferðafólk baðar sig í heitri náttúrulaug á þriðja degi ferðarinnar. MYND/ÚR EINKASAFNI Boðið er upp á hörpuskel beint af botni sjávar. MYND/FRANK BRADFORD Ferðirnar um Breiðafjörð verða farnar þegar túrismi er lítill, snemma og seint um sumarið, þannig að fólk fái notið kyrrðar Breiða- fjarðar. Í ferðinni verður meðal annars siglt upp að Látrabjargi. MYND/ÚR EINKASAFNI Ef halda skal veislu, námskeið eða hópefli eru fáir staðir betur staðsettir en Grímsá sveitasetur. Tökum að okkur allar tegundir af veislum og uppákomum. Glæsilegur salur sem tekur 10-70 manns og gisting fyrir allt að 36 manns. Í húsinu er gufubað og heitur pottur svo hægt er að slaka vel á eftir góðan dag. Veislu- og fundarhöld á glæsilegu sveitasetri í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Pöntunarsímar: 6180083 & 4370083 www.grimsa.is Frekari upplýsingar og/eða bókanir í s íma 4804800 (Fr íða) eða með tölvupóst i - info@eldhestar. is Í t i le fn i a f Va lent ínusardeg inum og konudeg inum, þá býður Hóte l E ldhes ta r upp rómant í sk t kvö ld laugardag inn 13 . og 20 . febrúar. Komið og n jó t ið s tundar innar á okkar f r iðsæla hóte l i sem er e inung is í 30 mínútna ak ts turs f ja r lægð f rá Reyk jav ik . Hagstæt t verð - aðeins 11.800 .- kr á mann . Inn i fa l ið : 3 ja ré t t a hát íðarkvö ldverður, g i s t ing í 2 ja manna herberg i og morgun - verðarh laðborð . MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.