Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 14
14 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frestað í annað sinn Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið frestað í annað sinn – nú þar til í febrúarlok gangi allt að óskum. Umfang rannsókn- arinnar hefur reynst mun meira en nefndarmenn bjuggust við og hefur reynt mjög á, eins og þeir lýstu þegar þeir kynntu hin þung- bæru tíðindi. Skýrslan verður löng og efnismikil eins og við var að búast. Gert hefur verið ráð fyrir um 1500 blaðsíð- um fram að þessu en Páll Hreins- son og Tryggvi Gunnarsson, tveir af þremur nefndarmönnum, telja nú líklegt að hún muni slaga í tvö þúsund síður. Í skýrslunni er ætlunin að varpa ljósi á megin- orsakir íslenska bankahrunsins, með áherslu á bankana sjálfa og íslenska stjórnkerfið, og hefur nefndin til þess haft svo til óheft- an aðgang að öllum upplýsingum úr stjórnkerfinu og bönkunum. Kynnt fyrir Icesave-atkvæði Skýrslan átti fyrst að koma út 1. nóvember, síðan 1. febrúar, en hefur nú verið frestað aftur vegna umfangs rannsóknarinnar. Páll sagðist á fundinum í gær leiður yfir því en bað þing og þjóð jafn- framt að sýna biðlund þrátt fyrir skiljanlega óþreyju. Mikilvægt sé að vanda til verka eins og unnt er. Komið hafa upp hugmyndir um að kynna ókláraðar áfangaskýrsl- ur til að svala upplýsingaþorsta almennings svo fljótt sem auðið er. Páll og Tryggvi segja hins vegar að fljótlega hafi komið í ljós að þetta væri ómögulegt. Allt sem undir væri í rannsókninni héngi saman á svo marga vegu að útilokað hefði verið að slíta eitt atriði frá öðru. Nú er áætlað að skýrsluskrifum ljúki eftir viku og þá verði þeim sem nefndin telur að hafi gert mistök eða hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi gefið færi á að svara fyrir sig, eins og lög kveða á um. Þar er einkum um að ræða háttsetta embættismenn, og munu þeir mest hafa tvær vikur til and- svara. Ekki fyrr verður hægt að kynna skýrsluna. Aðspurðir sögðust Páll og Tryggvi leggja nokkra áherslu á að skýrslan yrði gerð opinber fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-lögin, sem stefnt er að 6. mars, enda verður í skýrsl- unni fjallað um Icesave-reikning- ana fram að bankahruni og tilurð þeirra. Ættu meira erindi til saksóknara Sagt hefur verið frá því í frétt- um að sumir sem eru taldir hafa verið aðalleikarar í darraðardans- inum sem hér var stiginn hafi ekki gefið skýrslu fyrir nefndinni, til dæmis Jón Ásgeir Jóhannesson og Björg ólfur Thor Björgólfsson. Þessu hafa nefndarmenn svarað á þann veg að stundum séu skýrslu- tökur einfaldlega óþarfar; ekkert sé fengið með því að leyfa mönn- um að úttala sig um mál sem þegar liggja að fullu fyrir í beinhörðum gögnum. Enn fremur áréttaði Páll á fund- inum að nefndinni væri ekki ætlað að rannsaka hugsanleg sakamál. Sumir þeirra einstaklinga sem nefnt hefði verið að ekki hefðu verið yfirheyrðir ættu meira erindi til saksóknara. Þá væri óheppilegt að ræða um of um hugsanleg sakar- efni við menn, enda kveði lög á um að vitnisburður fyrir rannsóknar- nefndinni verði ekki notaður gegn mönnum í sakamálum sem síðar kunna að rísa. Undrast fæð einkamála Í samfélaginu hefur gætt óþolin- mæði í garð þeirra sem fara með rannsókn á sakamálum sem tengj- ast bankahruninu. Bent hefur verið á að engin ákæra hafi enn verið gefin út, tæpum sextán mánuðum eftir hrun. Tryggvi undrast á móti hversu fá einkamál hafa risið. „Ég hygg að þau séu teljandi á fingrum ann- arrar handar þau einkamál sem hafa farið af stað vegna þessara hluta,“ sagði Tryggvi og benti á að í sumum nágrannalöndum okkar væru þegar hafin dómsmál, til dæmis vegna starfshátta og mark- aðssetningar fyrirtækja í aðdrag- anda falls þeirra. „Getur það verið að það séu engin slík tilvik hér?“ spurði Tryggvi. Þjóðin þyrfti frí til að lesa Lögreglumenn hafa lýst yfir áhyggjum af því ástandi sem kann að skapast í kjölfar þess að skýrsl- an verði birt. Telja þeir að ófremd- arástandið frá því fyrir réttu ári kunni að endurtaka sig. „Það þarf enginn að efast um að einhver verður reiður,“ segir Páll. Mestu skipti hins vegar að beina reiðinni í uppbyggilegan farveg. „Það gerist ekki með eignaspjöll- um, líkamstjóni og öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram. Það gerum við með því að virkja þessa miklu orku sem fylgir reið- inni á uppbyggilegan hátt,“ sagði hann. „Ég hef stundum hugsað það undanfarna sólarhringa að senni- lega væri hyggilegast að það væri bara gefið frí í tvo, þrjá daga í samfélaginu og menn færu bara að lesa,“ bætti Tryggvi við. Þegar spurt var hvort skýrsl- an væri líkleg til að tryggja sátt í samfélaginu sagði Páll að áður en von væri til sáttar þyrfti þjóð- in að skilja hvað gerst hefði. Til þess væri skýrslan. Pirraður Tryggvi gráti næst Af orðum nefndarmanna má ráða að í skýrslunni muni felast stór- tíðindi. Þeir segja rannsóknina hafa verið ógnarflókna og hún hafi sífellt undið upp á sig – mun meira en við var búist. Þegar farið var af stað hafi menn í raun rennt algjörlega blint í sjóinn. „Þegar pottlokinu var lyft af, og byrjað var að hræra í pottinum, þá reyndist bara vera þó nokkuð mikið kjöt þarna niðri á botninum,“ segir Tryggvi. Hann og Páll vildu lítið sem ekkert gefa upp um efni skýrsl- unnar, en Tryggvi útskýrði þó í hnitmiðuðu máli einkenni hins nýja fjármálamarkaðar sem að lokum varð okkur að falli: „Hlut- irnir gerðust hratt, þeir gerðust kannski stundum án þess að þeir væru mörgum sýnilegir og það voru of fáir sem í raun og veru tóku þátt í leiknum,“ sagði hann. „Svona gerist ekki nema menn hafi ekki gáð að sér,“ segir Páll og Tryggvi viðurkennir að honum hafi oft gramist sannleikurinn. „Ég held að í þessu verki verði ég einfaldlega að játa það að ég hef stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem ég hef séð. Við megum ekki gleyma því að afleiðingarn- ar fyrir íslenskt samfélag eru náttúrulega slíkar að það jafnast í raun á við ákveðnar hamfarir. Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir, þá verður maður auðvitað sár og svekktur.“ Sumir í fullkominni afneitun Þá segja nefndarmennirnir við- búið að þeir, sem vikið verður að í skýrslunni, komi til með að hafa ólíkar skoðanir á niðurstöðunni og störfum nefndarinnar. Útilokað sé að óumdeild samstaða náist um svo viðamikla skýrslu. „Þeir sem komið hafa til okkar á fundi og í skýrslutökur eru allt frá því að vera í fullkominni afneitun um að nokkuð hafi gerst yfir í að vera búnir að átta sig vel á því hvað gerðist og hvað þarf að gera til að koma hlutunum í lag. Umræðan um skýrsluna verður á þessu víða plani, óhjákvæmilega,“ segir Páll. stigur@frettabladid.is Enn lengist biðin eftir sannleikanum LEIÐIR NEFNDARMENN Tryggvi og Páll hafa aftur frestað því að færa íslensku þjóðinni ótíðindi. Þeir fullyrða að það verði ekki umflúið. Þriðji nefndarmaðurinn, hagfræðingurinn Sigríður Benediktsdóttir, var ekki á blaðamannafundinum. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Sjálfir eru nefndarmenn orðnir veru- lega verklúnir, eins og Tryggvi orðar það, eftir mikið álag og stanslausa vinnu undanfarna mánuði. Tryggvi segir að rannsóknin sé líklega sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, aldrei hafi farið fram jafnviðamikil rannsókn á heilu banka- og stjórnkerfi. Þar að auki hafi þurft að vinna hana á afskap- lega skömmum tíma. Fjöldi starfsmanna hefur liðsinnt nefndinni, og nemur starfið í heild nú um 30 ársverkum, að sögn Tryggva. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir nefndina eru fyrrverandi starfsmenn gömlu bankanna. Páll segir að óhjákvæmilegt hafi verið að leita sérfræðiþekkingar til þeirra sem höfðu lifað og hrærst í þessum heimi. Þess hafi þó ávallt verið gætt að fólk kæmi ekki að málum sem það kynni hugsanlega að tengjast á einhvern hátt. Rætt hefur verið um að nefndar- menn kynnu hugsanlega að óska eftir því að fá að halda störfum sínum áfram í einhverri mynd eftir skýrsluskilin, þurfi að kanna ein- hverja anga málsins betur. Spurðir um þetta virtust Tryggvi og Páll lítinn áhuga hafa á því. „Ég get ekki ímyndað mér að það muni nokkur maður bjóða sig fram í þetta aftur,“ sagði Páll. „Ég held að þetta sé búið,“ bætti Tryggvi við. STÆRSTA RANNSÓKN AF ÞESSU TAGI Í HEIMINámskeiðin verða haldin í eftirtöldum útibúum: 28. janúar Akureyri, Strandgötu 1 kl. 20 4. febrúar Selfossi, Austurvegi 20 kl. 20 11. febrúar Bæjarhrauni, Hafnarfirði kl. 20 Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Landsbankans, landsbankinn.is, og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Í lok febrúar og í marsmánuði verður boðið upp á fjármálafræðslu um skipulag og stýringu fjármála heimilisins þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að endurskipuleggja fjármálin, ávöxtun og sparnað, vaxtakjör, útgjöld heimilisins og kosti heimilisbókhalds. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri, og Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri á Réttindasviði TR, munu kynna breytingarnar og svara fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Réttindi lífeyrisþega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.