Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 26. janúar 2010 3 Hótel Anna undir Eyjafjöllum heitir eftir verkakonunni, vefar- anum, ferðalangnum og fjósakonunni Sigríði Önnu Jónsdóttur sem fæddist undir Vestur- Eyjafjöllum árið 1901. Hún skrifaði greinar í Alþýðublaðið og háði ritdeilur við þjóðþekkta menn. Um fimmtugt fór hún á flakk og ferðaðist meðal ann- ars til Englands, Parísar og Ameríku og skrifaði nokkrar bækur. www.hotelanna. Hótel Hamar er í miðju myrkrinu í Borgarfirði. Þar býðst Gisting, freyðivín við komu, 3ja rétta kvöld- verður, heitir pottar, sloppar, kossar, knús, frumsamið ástarljóð, spennandi spurningaleikur fyrir tvo. Morgunverður Allt þetta fyrir 15.900 kr á mann, p.s. leyfi legt að lúra fram til kl.14 Sími: 433 6600 • hamar@icehotels.is Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 25. janúar Miðvikudagur 27. janúar Fimmtudagur 28. janúar Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkam- ann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. Teikninámskeið – Lærðu að teikna. Tími: 13.30 -15.00. Býflugurnar - Vinnum saman - Ný viðhorf - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00. Baujan sjálfstyrking – Fullt! Tími: 15.00 -17.00. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00. Saumasmiðjan - Bættu og breyttu. Tími: 13.00-15.00. Þýskuhópur - Vltu æfa þig í að tala þýsku? Í þessarri viku spjöllum við á þýsku um ferðalög. Tími: 14.00-14.45. Frönskuhópur – Viltu æfa þig að tala frönsku? Við spjöllum á frönsku um mat. Tími: 15:00 -15.45. Línudans – Óli Geir kennir grunnsporin við fjöruga tón- list. Tími: 14.00 -15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Noregur og norska kerfið - Noregur og Ísland eiga margt sameiginlegt en þó er margt ólíkt í samfélaginu og kerfinu. Íslensk kona búsett í Noregi til fjölda ára tek- ur fyrir mikilvæg atriði og svarar spurningum. Tími: 12.30 -13.30. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Minnistækni – Kolbeinn frá Betra nám kennir aðferðir til að muna ótrúlegustu hluti. Tími: 14.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 29. janúar Hvernig stöndumst við álag– Hvernig getum við hætt að láta smámuni pirra okkur? Tími: 12.30 -14.00. Facebook – Stækkaðu tengslanetið. Tími: 12.30 -14.00. Prjónahópur – Vertu með! Tími: 13.00 -15.00. Enskuhópur - Viltu æfa þig í að tala ensku? Komdu og spjallaðu og fáðu leiðsögn. Tími: 14.00-15.00. Tálgunarnámskeið – Framhald frá síðustu viku en forvitnir byrjendur eru líka velkomnir. Tími: 14.30 -16.00. Skákklúbbur – Fyrir alla skákmenn. Tími: 15.30 -17.00. Allir velkomnir! Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Tími: 13.30-15.30. Ráðgjöf fyrir innflytjendur– Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Eða alltaf langað til að læra bridds? Tími: 14.00-16.00. Gítarnámskeið fyrir byrjendur yngri en 35 ára Ágúst Atlason kennir. Fullt! Tími: 15.00-16.30. Hvað segir Jesús um galla okkar og annarra? Við ræðum um flísina og bjálkann. Tími: 15.00-16.00. Þriðjudagur 26. janúar Rauðakrosshúsið Siðir og venjur Japana – Hvaða siðir Japana koma frá hvaða trúarbrögðum? Tími: 12.30 -14.00. Áhugasviðsgreining – Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00 -15.00. Atvinnuleitendur eru sérstaklega hvattir til að mæta Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af hornsófum SWS horntungusófi boston lux horntunga Boston delux tunga aspen paris boston-lux Bonn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 man-75 leður bogasófi p-8185 Hornsófi 2H2 295.1 10 kr Verð áður 327.9 00kr 299.9 00 kr Verð áður 469.0 00kr ASPEN Endalausir möguleikar paris bonn horntunga „Þetta hefur verið mjög ánægju- legur tími og það er nú ástæð- an fyrir því að við stöndum enn í þessu. En þetta hefur auðvitað kostað blóð, svita, tár og gríðarlega vinnu,“ segir Ólöf Hallgrímsdótt- ir sem hefur rekið Vogafjós, bú, kaffihús og gistiheimili, í Vogum í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni síðan árið 1999. Gistiheimilið er opið nánast allt árið en kaffihúsið er opið frá byrj- un apríl til loka október og líka á aðventunni. Kaffihúsið er sérstakt að því leyti að það er innbyggt í fjósið. Gestir geta því virt fyrir sér kýr í gegnum glugga meðan þeir gæða sér á kræsingunum. „Við nýtum okkur afurðirnar af búinu til hins ýtrasta,“ segir Ólöf. „Við reykjum bæði kjöt og silung og bökum hverabrauð. Svo búum við líka til mossarella og fetaost úr mjólkinni og bjóðum upp á heima- gerðan snafs sem við framleiðum úr hvönn. Hann er meinhollur og góður í hófi.“ Þeir sem sækja Vogafjós heim eiga þess líka kost að fara inn í fjósin, smakka glænýja og volga mjólk og upplifa fleira sem teng- ist daglegum störfum á búinu. Ólöf segir þetta vekja mikla lukku hjá erlendum ferðamönnum, sem eru langstærstur hluti gestanna. „Við höfum fengið gesti úr öllum áttum og suma tiginborna eða heims- fræga. Meðlimir úr Rockefeller- fjölskyldunni komu hingað fyrir tveimur árum og líka Martha Stew- art, svo dæmi séu tekin. Upphaf- lega hugmyndin var sú að tengja dreifbýli og þéttbýli, að gefa þeim sem koma sjaldan í sveitina færi á að kynnast dýrunum í eðlilegu umhverfi,“ segir Ólöf. Á tíu ára afmæli Vogafjóss síð- astliðið sumar var kaffihúsið stækkað og getur nú tekið við allt að hundrað gestum í stað fjörutíu áður. Þá var einnig sett á fót lítil sveitabúð þar sem á boðstólum eru afurðir af búinu og þjóðlegt handverk. „Við erum með yfir tut- tugu manns í vinnu yfir sumarið svo þetta er heilmikið batterí, en gaman. Við erum þegar byrjuð að ráða fólk í vinnu fyrir næsta sumar og pantanirnar streyma inn í gegnum internetið,“ segir Ólöf. kjartan@frettabladid.is Vilja tengja dreif- og þéttbýli Ólöf Hallgrímsdóttir hefur rekið kaffihús og gistiheimili í Vogum í Mývatnssveit í ellefu ár. Gestir geta gætt sér á heimatilbúnu góðgæti og horft á kýr í gegnum glugga á meðan. Ólöf með ilmandi hangikjöt sem reykt er á bænum. MYND/ÚREINKASAFNI Úr kaffihúsinu er horft inn í fjósið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.