Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.01.2010, Qupperneq 6
6 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR F É L A G Í S L E N S K R A B Ó K A Ú TG E F E N D A BÓKAMARKAÐUR 2010 Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður Í Perlunni 19. febrúar til 7. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 5. febrúar nk., í síma 511 8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2008 eða fyrr. verður á kaffihúsinu Sólon Bankastræti á morgun föstu daginn 29. janúar kl. 20:00 um ábyrgð og skyldur fram bjóðenda og kjörinna fulltrúa. Sérstök hliðsjón verður höfð af kynn ingarfundi Samfylkingarinnar í Reykjavík mánu daginn 25. janúar sl. á frambjóðendum í prófkjöri vegna komandi borgarstjórnar- kostninga. Prófkjörsframbjóðend ur Samfylkingar innar í Reykjavík eru sérstaklega boðnir velkomnir. OPINN FUNDUR Að lokinni stuttri framsögn verða fyrirspurnir og almennar umræður. Frummælendur: Gunnar H. Gunnarsson Örn Sigurðsson Fundarboðendur DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt athafna- manninn Magnús Þorsteinsson til að greiða Straumi-Burðarási tæpan milljarð króna vegna sjálfskuldar- ábyrgðar hans á láni bankans til eignarhaldsfélags hans, BOM ehf. Lán upp á rúman einn og hálf- an milljarð var veitt BOM í okt- óber 2005 fyrir kaupum á fimm prósenta hlut í Icelandic Group. Magnús skrifaði svo undir sjálf- skuldarábyrgð á 930 milljónum af þeirri upphæð í ársbyrjun 2008. Magnús mótmælti kröfunni á þeirri forsendu að hann hefði aðeins skrifað upp á sjálfskuldar- ábyrgðina af greiðasemi við Straum, og að honum hefði verið talin trú um að aldrei yrði geng- ið að honum vegna skuldarinn- ar. Ákvörðunin um sjálfskuldar- ábyrgðina hafi bara verið „hluti af því að bjarga ýmsum málum fyrir marga aðila, sem hefði verið öllum til hagsbóta,“ og nefndi í því sam- bandi reglur um yfirtökuskyldu. BOM er jafnframt dæmt til að greiða afganginn af láninu, rúman hálfan milljarð. Magnús var úrskurðaður gjald- þrota í maí í fyrra, fyrstur íslensku útrásarvíkinganna, og nam gjald- þrotið tæpum milljarði. Straum- ur mun því gera kröfu í búið sem nemur skuldinni. - sh Sjálfskuldarábyrgð Magnúsar Þorsteinssonar úrskurðuð góð og gild: Magnús þarf að borga milljarð GJALDÞROTA Magnús sagðist hafa staðið í þeirri trú að ekki yrði gengið að honum vegna skuldarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb- ættið hefur brugðist við gagnrýni Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga á mati embættisins á stöðu öryggismála varðandi mönnun á Landspítalanum. FÍH sendi frá sér yfirlýsingu þar sem efast er um að matið sé byggt á áreiðanlegum eða réttmætum gögnum. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Gagnrýni FÍH snýr að gögnum úr sjúklingaflokkunarkerfi sem nýtt voru í úttektinni. Er efast um að þau séu nothæf þar sem gagna- grunnurinn hefur ekki verið upp- færður síðan 2004 og hefur verið tekinn úr notkun. Á heimasíðu landlæknis segir að sjúklingaflokkunarkerfið hafi verið notað á LSH allt frá árinu 1987 í þeim tilgangi að fylgjast með hjúkrunarþörfum sjúklinga og reikna út æskilega mönnun í samræmi við þær. Landlæknis- embættið telur þessi gögn mjög mikilvæg fyrir eftirlit með hjúkr- unarþjónustu á LSH. „Samkvæmt upplýsingum frá LSH hefur verið fylgst reglulega með áreiðanleika gagnanna jafn- framt því sem réttmæti þeirra hefur verið staðfest hérlendis meðal notenda,“ segir á heimasíð- unni. „Landlæknisembættið hefur enga ástæðu til að efast um áreið- anleika eða réttmæti gagna úr sjúklingaflokkunarkerfi LSH og stendur við þær upplýsingar sem fram koma í greinargerð til ráð- herra um mat á stöðu öryggismála varðandi mönnun á LSH.“ - shá Landlæknisembættið svarar gagnrýni á úttekt á öryggismálum á Landspítala: Réttmæti gagna verið staðfest ANNA BJÖRG ARADÓTTIR Yfirhjúkrunar- fræðingur Landlæknisembættisins svar- ar gagnrýni Félags hjúkrunarfræðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL „Fátt hefur ógnað öryggi sjúklinga jafn mikið í langan tíma og þetta litla frum- varp um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu sem nú ligg- ur fyrir Alþingi,“ sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, á málþingi félagsins um öryggi sjúklinga í gær. Hér vísar Elsa í frumvarp þar sem lagðar eru til tvær breyting- ar á lögum um heilbrigðisþjón- ustu. Lögin eru frá árinu 2007 og byggja á heildarendurskoðun laganna sem fór fram á árunum 2003 til 2006. Ein meginbreyt- ing laganna eftir endurskoðun var hversu skýrt er kveðið á um ábyrgð stjórnenda í hjúkrun og lækningum og fagstéttir hafa talið mjög til bóta. Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að ákvæði um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina eða sérdeilda á læknisþjónustu og faglega ábyrgð deildarstjóra hjúkrunar á hjúkrunarþjón- ustu falli brott. H i ns vega r er lagt til að á k væ ði u m heilsugæslu- stöðvar sem gerir ráð fyrir að forstjórar og framkvæmda- stjórnir heilbrigðisstofnana hafi samráð við yfirlækni og yfirhjúkr- unarfræðing heilsugæslustöðv- ar verði fellt niður og þar með verði ekki lengur skylt samkvæmt lögum að á öllum heilsugæslu- stöðvum skuli vera yfirlæknir og yfirhjúkrunarfræðingur. „Það eru ekki fagleg rök fyrir þessari breytingu heldur eingöngu fjárhagsleg,“ sagði Elsa. Hún sagðist ekki skilja hvernig tryggja ætti þjónustu og öryggi með því að snarfækka millistjórnendum á sama tíma og með sameiningum er hverri heilbrigðisstofnun gert að starfa á mun stærra svæði en áður var. „Hjá heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins þýðir þetta að ef gripið verður til þess ráðs að fella út yfirlækna og yfirhjúkrunar- fræðinga þá stýrir til dæmis fram- kvæmdastjóri hjúkrun fyrir 200 þúsund manns á fimmtán heilsu- gæslustöðvum í sex sveitarfélög- um.“ Elsa sagði að margir héldu því fram að svo langt verði aldrei gengið eins og frumvarpið gefur tilefni til. Hins vegar verði þetta örugglega það sem horft verði til við sparnaðaraðgerðir næstu ára, og reyndar megi sjá þess stað að uppsagnir í anda frumvarpsins séu þegar hafnar. Það sjónarmið kom einnig fram að það væri afturför að sameina Landlæknisembættið og Lýð- heilsustöð, eins og ráðgert er. svavar@frettabladid.is Varað við breytingu á heilbrigðislögum Varað er við fyrirhuguðum breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu. Á mál- þingi um öryggi sjúklinga í gær var því haldið fram að í stjórnarfrumvarpi, sem flogið hafi lágt, víki fagleg sjónarmið fyrir þörfinni til að hagræða. BEÐIÐ EFTIR LÆKNI Nýr lagabókstafur er sagður geta bylt stjórnun innan heilbrigðiskerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL ELSA B. FRIÐFINNS- DÓTTIR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann um fertugt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Manninum er gefið að sök að hafa notað einkennisbúning íslensku lögreglunnar opinber- lega en slíkt er ólöglegt. Maðurinn klæddist einkenn- isbol lögreglunnar við veitinga- staðinn Kaffi Viktor í Hafnar- stræti í Reykjavík. Atvikið átti sér stað aðfara- nótt sunnudagsins 17. maí í fyrra. Vegna þessa er maðurinn ákærður fyrir fyrir brot gegn valdstjórninni. - jss Karlmaður ákærður: Spókaði sig í lögreglubol BANDARÍKIN, AP Bandarísk kona hefur stefnt tannlækni í borg- inni Tampa í Flórídaríki fyrir læknamistök. Hún heldur því fram að hún hafi verið með 2,5 sentímetra bor frá tannlækninum fastan í gómnum í ellefu mánuði. Í stefnu konunnar, Donnu Delgao, segir að hún hafi þjáðst af blæðingum úr nefi, sýkingum og svima vegna aðskotahlutarins. Konan hefur ekki tilkynnt hverjar skaðabótakröfur henn- ar verða, en gera má ráð fyrir að þær verði háar. Tannlæknirinn vildi ekki tjá sig um kæru kon- unnar þegar eftir því var leitað. - bj Höfðar mál gegn tannlækni: Með bor í gómi í ellefu mánuði Lestarslys í Ölpunum Enginn slasaðist þegar tvær flutn- ingalestir skullu saman framan á hvor aðra í svissnesku Ölpunum í gær. Nokkurt rask varð hins vegar á lestarumferð milli Sviss og Ítalíu vegna óhappsins. Lestirnar fóru út af sporinu í grennd við Simplon-gang- anna við Alpanna. SVISS De Villepin sýknaður Dominique de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, var í gær sýknaður af ásökunum um að hafa tekið þátt í rógsherferð gegn Nicolas Sarkozy árið 2007, þegar þeir báðir þóttu líklegir til að sækjast eftir forsetaembætti Frakklands. Sarkozy er nú forseti en var þá ráðherra. FRAKKLAND Ætti að reyna að forðast að drepa ísbirni? Já 42,9% Nei 57,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hafa sérstök úrræði dugað þér til að standa í skilum með lán? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.