Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 30
2 • POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. Nýtt ár og allt það. Síðasta ár var náttúrulega algjört klúður og þú laukst ekki neinu sem þú ætlaðir að ljúka. Þú ert enn þá feitur, latur og ljótur, en í byrjun síðasta árs ætlaðir þú að stefna að því að vera orðinn grannur, duglegur og sætur í byrjun árs 2010. Það er samt ekki öll von úti. Það er enn þá hægt að gera ýmislegt og svo er hægt að setja ný markmið – sem eiga auðvitað ekki eftir að nást. ÞAÐ ER EKKI ORÐIÐ OF SEINT AÐ... HLUSTA Á TÓNLIST FRÁ ÞVÍ Í FYRRA Party Zone og Break- beat.is verða með árslista sína í beinni á laugardaginn, Party Zone á Rás 2 og Breakbeat.is á Xinu 977. Þegar þetta er skrifað er óljóst hvar Party Zone-drengirn- ir ætla að halda partí, en strákarnir á Break- beat.is senda þáttinn sinn út í beinni frá Prikinu. Fortíðarþrá getur fengið nýja merkingu ef ein- hver nær að hlusta á báða þættina án þess að fara að gráta. SJÁ AVATAR Avatar er ekki besta mynd heims, en hún er rosalega flott. Í vikunni varð mynd- in aðsóknarmesta mynd allra tíma og sökkti þar með Titanic (mest notaði brandari vikunn- ar). Ef þú ert ekki búinn að sjá hana er málið að drífa í því til þess að vera viðræðuhæfur. Flest- ir eru búnir að sjá myndina og hafa á henni skoðun. Þannig að það er hætta á því að þeir sem hafa ekki séð hana muni einangrast að ei- lífu og neyðast til að búa með köttum það sem eftir er. Ekki viljum við það. STOFNA HLJÓMSVEIT Nú styttist í Músíktilraunir, en það er ennt- ími til að stofna hljómsveit og stefna á sigur. Ef þig dreymir um að minnsta kosti 15 mínútna frægð skaltu fara á Netið og finna heitustu tónlistarstefnuna í dag. Hóaðu svo í vini þína og saman semjið þið nokkur lög. Þau þurfa ekki að vera frumleg, bara nógu góð til að plata dómnefndina. Ef þið sigrið bíða ykkar yndislegar 15 mínútur með blaða- og sjónvarpsviðtölum, athygli og nafn ykkar verður skráð í sögubækurnar.. SÆKJA UM VINNU Það er ekki vinna í boði alls staðar í dag, en nú styttist í að Simmi og Jói opni Hamborgarafabrikkuna. Þeir auglýsa nú eftir fólki og hafa fengið gríðarlegan fjölda umsókna. Það er þó enn hægt að fara inn á fabrikk- an.is og sækja um. Vantar ekki annars alla sumarvinnu? Útvarpsþátturinn Party Zone hefur hins vegar verið færður á fimmtudagskvöld þótt stjórnendur þáttarins hafi lýst því yfir að Party Zone „hefur allt- af verið, er og verður alltaf laugardagspró- gramm“. Sjónvarpsstjarnan Heidi Montag er aðeins 23 ára gömul. Þrátt fyrir það skellti hún sér í tíu lýtaað- gerðir á einum degi seint á síðasta ári. Hún skreið úr felum á dögunum og hefur verið harðlega gagnrýnd. Sjónvarpsstjarnan Heidi Montag er lítt þekkt á Íslandi. Hún kom fyrst fram í raunveruleikaþátt- unum The Hills, sem hófu göngu sína á MTV-sjónvarpsstöðinni árið 2006, en hafa ekki verið sýndir í íslensku sjónvarpi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Heidi er bæði elskuð og hötuð í Bandaríkjunum. Hún hefur sent frá sér tónlist, tískulínur og í raun- inni hvað sem er til að auka frægð sína. Síðasta uppátæki hennar var að fara í tíu lýtaaðgerðir á einum degi, en hún er aðeins 23 ára gömul – fædd árið 1986. Hinn 20. nóvember í fyrra fór Heidi Montag undir hnífinn í orðsins fyllstu merkingu. Hún lét lagfæra nefið, minnka kinnarnar, lyfta augabrúnum, dæla bótox- inu í ennið og önnur svæði, laga varirnar, sjúga fitu úr hálsinum, mjöðmunum, mittinu og lærunum, festa eyrun aftur, laga rassinn og stækka brjóstin. Hún ætlar ekki að láta þar við sitja og hefur heitið því að láta lagfæra það sem þarf á næstu árum og viðhalda þannig útliti sínu. Þá segist hún vera byrjuð að undirbúa aðra brjóstastækkun, þrátt fyrir að vera kominn upp í stærð DDD (eða 3D?). Hún segist ætla að stækka upp í F og hefur grínast með að stækka brjóstin upp í stærð H fyrir Heidi. „Ég er þegar byrjuð að skipuleggja næstu aðgerð – ég er staðráðin í að fá mér stærri brjóst,“ sagði Heidi í viðtali við tímaritið People. Heidi hefur fengið mikla gagn- rýni fyrir lýtaaðgerðirnar, enda er hún aðeins 23 ára gömul. Ýmsir telja að hún sé slæm fyrirmynd ungra kvenna, en sjálf segist hún predika að fegurðin komi innan frá. Hún gerir lítið úr gagnrýnis- röddunum og segist aðeins vera að betrumbæta sig. Hún segist hafa fengið leyfi frá Guði almátt- ugum í þokkabót, enda segist hún vera mjög trúuð. POPPSKÝRING: HEIDI MONTAG STURLAST MEÐ ÞRÁHYGGJU FYRIR FULLKOMNUN FYRIR EFTIR Spennan er í algleymingi fyrir úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins 6. febrúar. Vefspila- vítið Betsson býður notendum sínum upp á að veðja á sigurvegara og samkvæmt því er Hera Björk líklegust, en stuðullinn er 1,45. Athygli vekur að söngvarinn vinsæli Jógvan Hansen er ekki sigurstranglegur. Stuðullinn byrjaði í heilum 15, en það þýðir að það séu nánast engar líkur á því að Jógvan sigri – að mati Betsson. Samkvæmt Lárusi Páli, markaðsstjóra Betsson, er fyrirtækið með fagfólk í vinnu sem hefur áralanga reynslu að því að spá fyrir um Eurovision. „Sérfræðingar fyrirtækisins fyrir Norðurlöndin voru ekki lengi að komast að niðurstöðu,“ segir Lárus. „Eftir nokkur rennsli á Youtube og RÚV, þar sem atriðin eru mæld eftir ýmsum leynilegum og há- þróuðum aðferðum veðbankans, var nið- urstaðan sú að Hera Björk væri langsig- urstranglegust.“ Lárus er sjálfur hissa á því að veðbankinn telji svona ólíklegt að Jógvan sigri. „Jógvan nýtur mikils stuðnings sem söngvari á Íslandi. Metsöluplata Jógvans um jólin er líkleg til að bakka hann upp í kosningu á landsvísu,“ segir Lárus. LITLAR LÍKUR Á SIGRI JÓGVANS VINSÆLL Þrátt fyrir gríðarlegar vinsæld- ir telur Betsson að Jógvan sigri ekki í undankeppni Eur- ovision. ● KATTARKONAN Jocelyn Wild- enstein er varla þekkt fyrir annað en að hafa farið í óteljandi lýtaað- gerðir, sem hafa gjörsamlega rú- stað andlit hennar. Talið er að hún hafi eytt meira en fjórum milljónum dollara, meira en hálfum milljarði íslenskra króna, í lýtaað- gerðir og þær virðast ekki hafa skilað miklum árangri. Hún var myndarleg kona áður en hún byrjaði, en það er átakanlegt að sjá hvað hún hefur gert sér í dag með hjálp lækna. ● BÓTOX Undralyfið bótóx er það sem stjörnurnar láta sprauta í andlit sitt til að virðast unglegri. Lyfið er baneitrað og því alltaf sprautað í agnarsmáum skömmtum í andlit fólks. Það deyfir taugarnar í andlitinu og eyðir þannig hrukkum – sem eru versti óvinur Hollywood- stjarna sem neita að eldast. Flestar stjörnur sem kom- ast á fer- tugsald- urinn hafa verið orðaðar við bót- oxnotkun enda líta þær yfirleitt aðeins of vel út. ● HEIMSMETHAFINN Heimsmethafinn í lýtaað- gerðum ku vera hin breska Sarah Burge. Hún er 49 ára gömul og hefur farið í meira en 100 lýtaaðgerðir í viðleitni til að líta út eins og Barbie-dúkka. Fyrra metið átti Barbie Cindy Jackson, en eins og nafn- ið gefur til kynna vinnur hún að sama takmarki og núverandi methafi. Fylltu iPodinn af topptónlist! LOKA ÚTKALL! 2.500.000 titlar í boði 30% AFSLÁT TUR AF ÖLLU ! Lagið frá55 kr. FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • JANÚAR 2010 Laugavegi · Kringlunni www.skifan.is AFSLÆTTITÓNLIST · TÖLVULEIKIR · DVD ÞÚSUNDIR TITLA MEÐ ALLT AÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.