Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 12
12 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR EVRÓPUMÁL Margt er líkt með Svíum og Íslendingum í afstöðu íbúa landanna til Evrópusam- starfs. Ulf Dinkelspiel, fyrrver- andi Evrópumálaráðherra og aðalsamningamaður Svíþjóðar í aðildarviðræðunum landsins við Evrópusambandið (ESB), seg- ist hafa verið minntur á þetta þegar hann sá niðurstöður skoð- anakönnunar hér um afstöðu til aðildar að ESB. Allt fram á síð- ustu metra aðildarviðræðna og að kynningu samnings í Svíþjóð hafi þar mælst fleiri á móti aðild en með henni. „Við vorum oft skrefi á eftir nágrannaþjóðunum hvað Evr- ópusambandið varðar,“ sagði Ulf í erindi sem hann flutti í Norræna húsinu fyrir skömmu og vísaði til þess að Þegar Bretland, Írland og Danmörk gengu í sambandið árið 1972 þá hafi Svíar látið nægja frí- verslunarsamning við ESB. Nú segir Ulf að Svíar hafi dregist aftur úr á ný, með því að hafa ekki ennn tekið upp evru í stað sænsku krónunnar. Um leið er han n þess fullviss að Svíar taki upp evruna og að fyrir því sé nú meirihluta- fylgi í landinu. „Sjálfstæði þjóð- arinnar krefst þess ekki að haldið sé í sveiflugjarnan og óstöðug- an gjaldmiðil,“ sagði hann í lok fundar á þriðjudaginn. Hann hefur nýverið lokið við gerð bókarinnar Evrópubúinn ófúsi (Den motvillige europén eða The Reluctant European). Í henni fer hann yfir aðdraganda og aðild- arferli Svíþjóðar í Evrópusam- bandið. Ráðandi þættir í ákvörð- un Svía segir hann eins eiga við hér á landi. Eftir fall múrsins í byrjun tíunda áratugarins hafi hlutleysissjónarmið ekki lengur átt við vegna utanríkissamskipta Svíþjóðar við Austrið og Vest- rið. Þá hafi legið fyrir að Svíar, líkt og Íslendingar nú, tækju yfir bróðurpart löggjafar ESB, vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), án þess að hafa nokkur áhrif á þá lagasetn- ingu. „Innganga var í raun spurn- ing um að efla fullveldið,“ sagði hann. Ulf Dinkelspiel segir engan vafa á að Íslendinga bíði hörð samningalota við Evrópusam- bandið vegna aðildarumsóknar- innar. Reynsla hans hafi samt verið sú að aðildarsamningar við sambandið hafi verið mun auð- veldari en EES-samningarnir. „Þar var verið að sveigja ESB inn á nýja slóð. Í aðildarviðræð- unum höfðum við þegar tekið upp bróðurpartinn af löggjöfinni og í raun að gangast inn á reglur sem búið var að móta.“ Um leið sagði hann lykilatriði að umsóknarferlið og allir flet- ir þess séu opnir og gagnsæir þannig að fólk geti á öllum tímum vegið og metið kostina og samn- inginn sem fyrir liggi. „Við tókum raunsæa afstöðu í að kynna samn- inginn. Í ESB bíður ekki himna- ríki og það verður ekkert helvíti að standa utan, sagði ég gjarnan, en bætti um leið við að mat mitt væri að kostirnir við aðild væru mun meiri en ókostirnir.“ olikr@frettabladid.is Aðild að ESB efldi fullveldið Ulf Dinkelspiel, fyrrum Evrópumálaráðherra og aðalsamningamaður Svía í viðræðum við ESB, segir bæði Ís- lendinga og Svía trega í taumi í Evrópumálum. Svíar vilji kasta sænsku krónunni. Veik mynt styðji ekki fullveldi. Ulf Dinkelspiel hefur gegnt lykilhlutverki í samningamálum Svíþjóðar á löng- um ferli sem embættis- og stjórnmálamaður. Reynsla hans í þeim efnum er sögð meiri en nokkur annar getur státað af þar í landi, sé jafnvel einstök í Evrópu. „Hann vann að samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæð- ið á sínum tíma en þá var hann ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyti Svíþjóð- ar. Dinkelspiel sinnti síðan embætti Evrópumálaráðherra frá árinu 1990 til 1993. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið stóðu síðan yfir frá 1992 til 1994 en Dinkelspiel var aðalsamningamaður Svíþjóðar enda Evrópumála- ráðherra og síðar einnig viðskiptaráðherra á þessum tíma. Þá var hann í for- svari fyrir Evrópuhreyfinguna í landinu þegar að þjóðaratkvæðagreiðslunni kom haustið 1994. Dinkelspiel hefur að auki nær fjögurra áratuga reynslu í sænsku utanríkisþjónustunni,“ segir í kynningu Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki á Dinkelspiel, en þessar stofnanir, ásamt sænska sendiráðinu, stóðu fyrir fundinum með honum. STUTT ÁGRIP UM ULF DINKELSPIEL Í NORRÆNA HÚSINU Húsfyllir var á fyrirlestri Ulfs Dinkelspiel, fyrrverandi Evrópumálaráðherra Svía og aðalsamningamanns lands- ins í viðræðum við Evrópusambandið (ESB), í Norræna húsinu fyrir rúmri viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VELFERÐARMÁL Um þrjátíu sveitar- félög sóttu um styrki í tengsl- um við átak til að efla stuðnings- og nærþjónustu fyrir langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Alls var sótt um styrki fyrir um 80 verkefni. Þrjú ráðuneyti, félags- og tryggingamála, heilbrigðis- og mennta- og menningarmála- ráðuneyti, standa að átakinu, ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Markmið átaksins er sagt vera að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyld- ur þeirra, óháð því hvar hún er flokkuð í stjórnkerfinu. Verið er að fara yfir úthlutanir og ákvarð- anir verða kynntar um leið og þær liggja fyrir. - kóp Mikill áhugi á styrkjum: Þjónusta við langveik börn SAMFÉLAGSMÁL Íslensk stjórnvöld hafa gert samstarfssamning um ættleiðingar frá Filippseyjum til Íslands. Félagið Íslensk ættleiðing hefur fengið löggildingu til að hafa milligöngu um ættleiðingarnar, segir Hörður Svavarsson, formaður félagsins. „Landið er ekki mjög stórt ætt- leiðingarland, en það væri líka rangt að segja að ættleiðingar þaðan séu fátíðar,“ segir Hörður. Nokkrir tugir barna frá Filipps- eyjum hafa verið ættleidd í Evrópu á ári hverju undanfarið. Skilyrði um lágmarksaldur eru heldur rýmri þar í landi en annars staðar, og þurfa væntanlegir kjörforeldrar að vera 27 ára eða eldri. Biðtími eftir barni er svipaður og hjá öðrum samstarfs- löndum Íslenskrar ættleiðingar, um þrjú ár. Íslensk ættleiðing er með lög- gildingu til ættleiðingar barna frá Kína, Kólumbíu, Indlandi, Tékk- landi, Makedóníu og Nepal. Félagið taldi sig vera með sams konar löggildingu vegna Taílands, en í ljós hefur komið að íslensk stjórnvöld þurfa að gera nýjan sam- starfssamning við taílensk stjórn- völd til þess að hægt sé að ættleiða börn þaðan til Íslands, að því er fram kemur á vef félagsins. Um 100 íslensk pör og um þrjá- tíu einstæðar konur bíða þess nú að geta ættleitt börn. Ættleiðingar inn- anlands eru afar fátíðar, og þurfa væntanlegir kjörforeldrar því að leita út fyrir landsteinana. - bj Íslensk stjórnvöld hafa gert samstarfssamning um ættleiðingar frá Filippseyjum: Tugir barna til Evrópu á ári BÖRN Ástandið á munaðarleysingjahæl- um er víða afar erfitt. NORDICPHOTOS/AFP ÖRYGGISMÁL Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vill að lega á fyrirhuguðum sjóvarnargarði við Vík verði endur- skoðuð. Að sögn sveitarstjórnarinnar kemur fram í nýrri greinargerð verkfræðistofunnar Mannvits fyrir Mýr- dalshrepp að Siglingastofnun og Vegagerðin hafi ekki metið nýja veglínu og sjóvörn út frá þjóðhagslegum hagsmunum. Hvor stofnunin um sig hafi aðeins horft til sinna þátta. Færa þurfi sjóvarnargarðinn utar en Siglingastofnun geri ráð fyrir. „Það er í samræmi við sjónarmið Landgræðslunnar sem hefur haldið fram þeim sjónarmiðum að sjóvarnargarður þurfi að vera sem lengst frá byggðinni þannig að unnt verði að hemja sandrok sem óhjákvæmilega má eiga von á úr fjörunni við viss veðurskilyrði,“ segir sveitarstjórnin. Mýrdælingar hafa lengi bent á mikið landbrot sem ógni byggðinni í Vík. Eins og fram hefur komið hefur Alþingi nú samþykkkt 100 milljóna króna framlag í gerð 730 metra varnargarðs. Ekki er gert ráð fyrir garðinum í aðalskipulagi Mýrdalshrepps en sveitar- stjórnin vonast til að breytingar á skipulaginu gangi í gegn nú í febrúar. Heimamenn gera athugasemdir við fleira en legu garðsins. „Ekki er að sjá að gert sé ráð fyrir útsýnispöllum, gönguleiðum, bakkavörnum og frárennslisútrás við Víkurá,“ segir sveitarstjórnin. - gar Heimamenn ósáttir við áætlaða legu fyrirhugaðs sjóvarnargarðs við Vík: Varnargarðurinn verði utar VIÐ VÍK Í MÝRDAL Siglingastofnun áætlar nýjan sjóvarnargarð þrjátíu metra frá íþróttavellinum í Vík. Heimamenn vilja garð- inn utar til að hefta betur sandrok. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÉLAGSMÁL Stúdentafélag HR og Stúdentaráð HÍ afhentu stjórn Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, styrk sem safnaðist á góðgerða- knattspyrnuleik skólanna í Kórn- um fyrr í vetur. Samtals söfnuð- ust rúmlega 300 þúsund krónur. Kraftur og stúdentahreyfing- arnar vilja þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og tóku þátt í þessum fyrsta opinbera góðgerðaleik skólanna. - shá Sparkað til stuðnings: Stúdentafélög styrkja Kraft STYRKUR AFHENTUR Afhending styrks til stjórnar Krafts fór fram á veitingastaðn- um Nauthól. Tvær kannabisræktanir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um 25 kannabisplöntur við hús- leit í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í fyrra- dag. Í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti fundust 30 plöntur auk græðlinga. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Fyrirtækið Kraftvélar er tekið til starfa á ný. Það var lýst gjaldþrota 20. janúar. Tveim- ur dögum síðar var það auglýst til sölu og síðan var selt úr þrotabú- inu 25. janúar. Fyrrverandi eig- andi keypti nafnið og lausamuni. Reynir Kristinsson lögmaður, sem kom að skiptunum fyrir hönd Landsbankans, segir ferlið eðlilegt. Mikilvægt geti verið að klára svona mál fljótt, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Með í kaupunum hafi fylgt skuldbind- ingar við starfsfólk. Lager fyrirtækisins var ekki seldur, heldur leysti Landsbank- inn hann til sín. - kóp Selt úr þrotabúi Kraftvéla: Kraftvélar í rekstur á ný HYLUR ANDLIT SITT Benedikt páfi tók þátt í bænahaldi í Péturskirkjunni í Róm á þriðjudag og brá þá meðal annars þessum forláta oblátubuðki fyrir andlit sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í 100 þúsund króna sekt vegna líkams- árásar. Þá er hann dæmdur til að greiða þeim sem hann réðst á 200 þúsund krónur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að öðrum manni fyrir utan skemmtistaðinn Nasa í Reykjavík og skallað hann í andlitið. Fórnarlambið hlaut töluverða áverka, meðal annars brotnuðu tvær tennur. Árásarmaðurinn kannaðist við að hafa skallað hinn í ennið en ekki í andlitið. Hann á fjögur fíkniefnabrot að baki og einn fangelsisdóm. - jss Karlmaður á þrítugsaldri: Sekt og skaða- bætur eftir árás NASA VIÐ AUSTURVÖLL Dómur er fallinn vegna líkamsárásar sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.