Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er mjög hrifin af þeirri tísku sem er í gangi núna, svolítið rokk-að,“ segir Sigríður Dagbjört, sem stundar nám á viðskiptabraut í Versló. Meðfram skólanum vinnur hún í tískuvöruversluninni Topshop og þegar hún er beðin um aðfrá u áh mér vel í vetur.“ Sigríður spáir mikið í tísku og fylgist vel með. Fataskápurinn hennar inniheldur þó ekki einungis föt úr Topshop því hún á saumavél sem hún notarmikið yfirumsjón með búningunum í sýningunni. „Þetta er rosalega skemmtilegvinna og ég gæti alv hfl Saumar þegar hægist um Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, nemandi í Verzlunarskóla Íslands, heldur utan um búningana í Thriller- sýningu Versló auk þess að vinna í tískuvöruverslun. Hún fylgist vel með tískunni. Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir heldur mikið upp á leggings, gróf stígvél og svartar stuttbuxur sem hún fékk í Topshop. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÍMARITIÐ LOVE tók sér allsérstætt verkefni fyrir hendur á dögunum. Það fékk átta frægar fyrirsætur til að sitja fyrir í nákvæmlega sömu stellingunni og síðan voru prentaðar átta mismunandi forsíður fyrir hverja og eina. Meðal þeirra sem sátu fyrir voru Kate Moss, Lara Stone og Naomi Campbell. FIMMTUDAGUR 4. febrúar 2010 — 29. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Uppstokkun og uppgjör „Ég hef fyrir því sterka tilfinningu að nú sé kominn verulegur skrið- ur á uppgjörið eftir bankahrunið,“ skrifar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. UMRÆÐAN 24 Hillur og skáparSÉRBLAÐ • FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 SIGRÍÐUR D. ÁSGEIRSDÓTTIR Tekur upp saumavélina þegar um hægist • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Leitar að Sollu stirðu Gunnar Helgason býst við fjölmörgum umsækjendum. FÓLK 54 Íslenskir víkingar umhverfismeðvitaðir Nýju ljósi varpað á landnám í riti um fornleifauppgröft að Hofsstöðum í Mývatnssveit. TÍMAMÓT 32 FÓLK Íslenska hljómsveitin Steed Lord kemur fram í nýrri tísku- auglýsingu fyrir fyrirtækið WESC með leikurunum Jason Lee og Peter Stormare. Lee er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum My Name Is Earl en Stormare hefur leikið í kvikmyndum á borð við Fargo og Dancer in the Dark. Auglýsinguna má sjá á heimasíðu fyrirtækisins. Steed Lord er nú að leggja loka- hönd á nýja breiðskífu og áætlar að fara í ferðalag um Bandaríkin í mars og apríl. - fgg / sjá síðu 54 Steed Lord í Ameríku: Auglýsa með stórstjörnum ...er að eiga alltaf lýsi VERTU MEÐ Á BYLGJUNNI OG FACEBOOK www.bt.is BT bæklingurinn HILLUR OG SKÁPAR Hugmyndarík hönnun og sniðugar lausnir Sérblað um hillur og skápa FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VIÐSKIPTI Skiptastjóri þrotabús fjárfestingar- félagsins Saxbygg hefur stefnt fyrri eigendum fyrirtækisins vegna sölu á erlendum fasteigna- verkefnum til félaga þeim tengdum, lánveitinga Saxbygg til eigenda og ráðstöfunar eigna til fyrirtækja þeim tengdum. Lánin sem eigendur Saxbygg veittu sjálfum sér samanstanda af norskum krónum, evrum og pundum og hljóða upp á 5,3 milljarða króna á núvirði. Skiptastjóri vill að viðskiptunum verði rift. Einar Gautur Steingrímsson skiptastjóri segir að eigendur Saxbygg, Nóatúnsfjölskyldan svokallaða og eigendur Byggingarfélagsins Gunnars og Gylfa, hafi stofnað fjögur einka- hlutafélög. Þau heita Stenia, Aldersgate Invest, Brandenburg Invest og Cromwell Holdings sem var móðurfélag hinna þriggja. Inni í hverju hinna þriggja dótturfélaga voru erlend fast- eignaverkefni; í Stenia norsk fasteignaverkefni, Aldersgate hélt utan um fasteignaverkefni í London í Bretlandi og í Brandenburg var verk- efni í Berlín í Þýskalandi. Svo virðist sem Sax- bygg hafi veitt félögunum þremur kúlulán til kaupa á fasteignunum. Eignirnar eru ekki leng- ur í félögunum og telur skiptastjóri að þær hafi verið seldar til fyrirtækja ytra árið 2008. Engir fjármunir virðast hafa skilað sér í bækur félag- anna við sölu þeirra. Skiptastjóri gerir bæði athugasemdir við að eignirnar voru seldar með kúlulánum og að þeim hafi verið ráðstafað áfram og því ekki innan seilingar. „Ekkert var greitt við söluna heldur átti að greiða það síðar. Það sættum við okkur ekki við,“ segir Einar Gautur skipta- stjóri. Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Saxbygg, er framkvæmdastjóri allra fyrirtækjanna sem um ræðir. „Ég hef ekkert um þetta að segja, ekki nokkurn skapað- an hlut,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. - jab / sjá síðu 20 Lánuðu sér 5,3 milljarða Skiptastjóri þrotabús Saxbygg hefur stefnt Nóatúnsfjölskyldunni og eigendum Byggingarfélags Gunnars og Gylfa vegna sölu á erlendum fasteignaverkefnum til félags í þeirra eigu. Ekki er vitað hver á eignirnar nú. HANDBOLTAÆÐI Frábær árangur íslenska landsliðsins í handbolta á síðustu tveimur stórmótum hefur heldur betur glætt áhuga þjóðarinnar á íþróttinni, eins og sjá mátti á þessum krökkum í Flataskóla í Garðabæ, þar sem þeir léku sér í handbolta utandyra, og það á gervigrasi. Ár og dagar eru síðan það tíðkaðist að spila handbolta utanhúss. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Úrkomulaust SV-lands Í dag verða austan 5-10 m/s en stífari við S-ströndina. Skýjað með köfl- um og él við ströndina, einkum NA-til. Frost víða 0-10 stig. VEÐUR 4 -2 -2 -5 -4 0 Einstök byrjun Aron Pálmarsson byrjar betur með landsliðinu en aðrir meðlimir bronsliðs- ins. ÍÞRÓTTIR 48 SVEITARSTJÓRNARMÁL „Það er enginn að segja að bréfið sé hrein syndakvittun en þetta eru ekki alvarlegar athugasemdir,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um bréf sem eftir- litsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent vegna fjárhagsáætlunar 2010. Í bréfinu kemur fram að ekkert verði aðhafst að svo stöddu, en varnaðarorð um forsendur fjár- hagsáætlunarinnar og fjárhagsstöðu ítrekuð og óskað sé eftir ársfjórðungslegum upplýsingum um stöðuna. Það segir Árni eðlilegt. „Mér finnst ekki sanngjarnt að það sé horft á að við séum í einhverri gjörgæslu eða undir ein- hverri smásjá,“ segir Árni. Eðlilegt sé að menn vilji fylgjast með því að hagræðing í rekstri gangi eftir. Hann vill ekki kvitta upp á að offjárfesting hafi verið í Reykjanesbæ síðustu ár. - pg / sjá síðu 16 Árni Sigfússon segir Reykjanesbæ ekki í gjörgæslu eftirlitsnefndar sveitarfélaga: Ekki alvarlegar athugasemdir GETRAUNIR Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í gærkvöldi og gekk stóri potturinn því ekki út. Fyrsti vinningur var rúmar 300 milljónir. Potturinn verður þar af leið- andi þrefaldur næst og það þýðir að í honum gætu orðið upp undir 1,6 milljarðar króna fyrir sex rétta og ofurtölu. Verð- ur það stærsti vinningur í sögu Íslenskrar getspár. - sh Risapottur í Víkingalottó næst: Stefnir í 1.600 milljóna pott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.