Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 64
48 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Ísland féll um tvö sæti á heimslista FIFA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 94. sæti á nýjum heimslista sem Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti í dag. Ísland féll þar með um tvö sæti en landsliðið var í 92. sæti á listanum þar á undan sem birtist um miðjan desember. Litlar breytingar voru á tíu efstu sætunum að þessu sinni fyrir utan það að Egyptaland er komið í tíunda sæti á listanum eftir sigur í Afríkukeppn- inni en landsliðið var áður í 24. sæti. HANDBOLTI Viggó Sigurðsson er mættur aftur í slaginn en hann var í gær ráðinn þjálfari 1. deild- arliðs ÍR. Viggó hefur verið án vinnu síðan Fram rak hann úr starfi fyrir áramót en hvorki gekk né rak hjá Frömurum undir stjórn Viggós og situr það á botni N1- deildarinnar. Það er verk að vinna fyrir Viggó hjá ÍR en ÍR situr í fimmta sæti deildarinnar en aðeins eru sjö lið í deildinni. Viggó tekur við starfinu af Andrési Gunnlaugssyni sem hætti skömmu fyrir síðustu mánaðamót. - hbg ÍR-ingar fá nýjan þjálfara: Viggó tekur við 1. deildarliði ÍR REYNIR AFTUR Viggó hefur fært sig niður um deild. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Arnór Atlason átti þátt í flestum mörkum íslenska lands- liðsins á Evrópumótinu í Austur- ríki sem lauk um helgina. Arnór kom að 11,3 mörkum að meðaltali í leik og varð þar með aðeins annar leikmaður- inn á eftir Ólafi Stefánssyni sem nær því að koma að tíu mörkum að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Arnór skoraði 41 mark og gaf 49 stoðsendingar í 8 leikjum íslenska landsliðsins á EM sem gera 5,1 mark og 6,1 stoðsend- ingu að meðaltali í leik. Þetta er þriðji besti árangur íslensk leikmanns á EM en met Ólafs Stefánssonar er frá því að hann kom að 15,3 mörkum í leik á EM í Sviss 2006. Ólafur var líka með hærra meðaltal á bæði EM 2002 (14,0) og á EM 2004 (13,3). Þetta var sjötta Evrópumótið í röð þar sem Ólafur á þátt í tíu íslenskum mörkum að meðaltali í leik. Ólafur Stefánsson átti enn á ný flestar stoðsendingar á mót- inu (54) en 28 þeirra voru fyrir langskot og 23 þeirra á Arnór Atlason. Arnór gaf hins vegar langflestar frísendingar, eða 42, þar af 21 af þeim inn á línu. Arnór átti flestar stoðsendinga sinna á Róbert Gunnarsson (17) og Guðjón Val Sigurðsson (15) en hann átti síðan fimm stoðsend- ingar á Ólaf Stefánsson. - óój Arnór Atlason átti þátt í 11,3 mörkum að meðaltali á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki: Kominn í flokk með Ólafi Stefánssyni ÞÁTTUR Í FLESTUM MÖRKUM Í LEIK Á EM: Ólafur Stefánsson, EM 2006 15,3 Ólafur Stefánsson, EM 2002 14,0 Ólafur Stefánsson, EM 2004 13,3 Arnór Atlason, EM 2010 11,3 Ólafur Stefánsson, EM 2010 10,8 Ólafur Stefánsson, EM 2008 10,3 Ólafur Stefánsson, EM 2000 10,0 Snorri Steinn Guðjónss., EM 2006 9,7 ÞÁTTUR Í MÖRKUM ÍSLANDS Á EM 2010: Arnór Atlason 11,3 (41 mark + 49 stoðsendingar) Ólafur Stefánsson 10,8 (32 mörk + 54 stoðsendingar) Guðjón Valur Sigurðsson 6,3 (39 mörk + 11 stoðsendingar) Snorri Steinn Guðjónsson 5,8 (35 mörk + 11 stoðsendingar) 90 MARKA MAÐUR Arnór Atlason átti þátt í 90 af 248 mörkum Íslands á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Aron Pálmarsson stimplaði sig inn í íslenska karla- landsliðið með frábærri frammi- stöðu á nýloknu Evrópumeistara- móti í Austurríki og innkoma hans í lokaleik riðilsins á móti Dönum átti mikinn þátt í að breyta örlög- um liðsins í keppninni. Aron er aðeins 19 ára gamall og á sínu fyrsta stórmóti og það er því fróð- legt að bera hann saman við félaga hans í bronsliðinu þegar þeir stóðu í sömu sporum á sínu fyrsta stór- móti fyrir mismörgum árum. Framganga Arons Pálmarssonar á móti fráfarandi Evrópumeistur- um Dana og á móti heims-, Ólymp- íu- og Evrópumeisturum Frakka vakti vissulega mesta athygli enda tók þessi 19 ára strákur þá af skarið á móti tveimur af bestu þjóðum heims. Aron skoraði 11 mörk úr 20 skotum á móti tveim af bestu markvörðum heims (Thi- erry Omeyer og Kasper Hvidt) og endaði sitt fyrsta mót með 19 mörk úr 39 skotum (49 prósent) sem gera 2,4 mörk að meðaltali í leik. Með því sló Aron við öðrum lykilmönn- um íslenska landsliðsins í dag. Fyrsta stórmót Ólafs Stefánssar var HM á Íslandi 1995 þegar hann var 21 árs gamall. Ólafur skor- aði 11 mörk í 7 leikjum (1,6 í leik) en besta leikinn átti hann í sigri á Túnis þar sem hann skoraði 4 mörk úr 4 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson var fyrst með á EM í Króatíu 2000 en hann hafði komið fyrst inn í lands- liðið aðeins mánuði fyrr. Guðjón Valur var ekki í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum en var með frá þriðja leik. Guðjón Valur skor- aði 1,8 mörk að meðaltali í fjór- um leikjum en kom aðeins inn á í tveimur síðustu leikjunum þar sem hann skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum. Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson voru í hálf- gerðu kynningarhlutverki á sínum fyrstu mótum. Snorri Steinn fór á sitt fyrsta mót 21 árs gamall þegar hann var valinn í HM-hópinn í Portúgal árið 2003. Snorri fékk þó bara að vera með í hópnum í einum leik og kom aldrei inn á völlinn í honum. Fyrsta raunverulega mót hans var því EM ári seinna þar sem hann skoraði 4,0 mörk að meðaltali í leik. Róbert fór fyrst 23 ára gamall á EM í Slóveníu 2004 en fékk bara að vera með í hópnum í einum leik og kom þá inn á í tæpar 3 mínútur. Fyrsta raunverulega mót hans var því HM í Túnis ári seinna þar sem hann skoraði 3,8 mörk að meðaltali í leik. Alexander Petersson kom seint inn í íslenska landsliðið þar sem hann varð ekki löglegur fyrr en á HM í Túnis 2005. Alexander var þá 24 ára gamall og skoraði 3,6 mörk að meðaltali í leik. Arnór Atlason var eins og Alex- ander fyrst með á HM í Túnis 2005 en Arnór var þá aðeins 20 ára gam- all. Arnór kom við sögu í fjórum af fimm leikjum og skoraði 1,8 mörk að meðaltali í leik. Á þessu má sjá að Aron slær félögum sínum í bronsliðinu við bæði hvað varðar aldur og marka- skor. Það verður því athyglisvert að sjá hvort hlutverk hans vaxi enn frekar þegar ósýnilegi „nýliða- bragurinn“ verður ekki á honum lengur. ooj@frettabladid.is Hanagal frá kjúklingi bronsliðsins Hinn 19 ára Aron Pálmarsson stóð sig einstaklega vel á Evrópumótinu í Austurríki. Hann er með betri ár- angur en félagar hans í bronsliðinu náðu á sínum fyrstu mótum með landsliðinu fyrir mismörgum árum. FRÁBÆR FRUMRAUN Aron Pálmarsson í leik á EM í Austurríki. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER Ólafur Stefánsson HM 1995 21 árs 1,6 mörk í leik Mest 4 mörk á móti Túnis Guðjón Valur Sigurðsson EM 2000 20 ára 1,8 mörk í leik Mest 5 mörk á móti Slóveníu Snorri Steinn Guðjónsson HM 2003 21 árs 0 mörk Kom ekki inn á Róbert Gunnarsson EM 2004 23 ára 0 mörk Lék í 3 mínútur samtals Arnór Atlason HM 2005 20 ára 1,4 mörk í leik Mest 3 mörk á móti Slóveníu Aron Pálmarsson EM 2010 19 ára 2,4 mörk í leik Mest 6 mörk á móti Frakklandi FYRSTU STÓRMÓT MARKAHÆSTU LEIKMANNANNA Í BRONSLIÐINU Á EM Í Í AUSTURRÍKI FÓTBOLTI Sky-fréttastofan sagðist hafa heimildir fyrir því í gær að ekki kæmi til greina af hálfu Johns Terry að afsala sér fyrir- liðatign enska landsliðsins í kjöl- far kynlífshneykslisins sem tröll- ríður öllu. Terry mun hitta Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, á morgun og þar munu þeir fara yfir málið. Hávær umræða er um það á Englandi að ekki sé stætt á því að Terry fari fyrir enska landslið- inu á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Enska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að ákvörðun í málinu sé alfarið á herðum Capellos. Hann einn ráði ferð í þessu máli. Capello hefur stað- fest að hafa kynnt sér málið en vill að öðru leyti ekki tjá sig. - hbg John Terry: Neitar að hætta sem fyrirliði KR-ingar og Grindvíkingar hafa marga hildina háð á síðustu árum í körfuboltanum en liðin mætast í enn einum hörku- leiknum í Iceland Express-deild karla í Röstinni í Grindavík kl. 19.15 í kvöld. Íslandsmeistarar KR sitja sem stendur á toppi deildarinnar með sex stigum meira en Grindvíkingar sem eru í sjötta sæti. KR-ingar hafa enn fremur fengið mikinn liðstyrk frá síðasta leik sínum í deildinni þar sem landsliðsmaður- inn Pavel Ermolinski spilar sinn fyrsta leik fyrir Vest- urbæjarfélagið í kvöld en hann kom til KR á láni frá spænska félaginu Caceres. „Ég kom bara til landsins rétt fyrir helgi og hef bara verið á fullu við að reyna að koma mér eins vel inn í málin hjá KR og ég mögulega get. En öll umgjörð og allt svoleiðis er til fyrirmyndar hjá félaginu þannig að þetta verður bara gaman,“ segir Pavel í viðtali við Fréttablaðið. Pavel er 23 ára gamall og 203 sentimetra leik- stjórnandi og hefur leikið á Spáni síðan árið 2003 en áður lék hann með Skallagrími og ÍR hér á landi. Pavel kveðst ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvernig deildin á Íslandi sé samanborið við það sem hann kynntist á Spáni en er vongóður á að allt gangi vel. „Það er dálítið erfitt að ímynda sér hvað maður kemur til með að kljást við þar sem það eru einhver sex eða sjö ár síðan ég spilaði síðast á Íslandi en ég er bara spenntur að sjá hvernig þetta verður. Ég hef samt auðvitað fylgst vel með hvað er að gerast í deildinni hér heima síðan ég fór út því maður á marga félaga sem hafa verið að spila hér en þetta er alltaf öðruvísi þegar maður kemur inn á völlinn. Ég veit svo sem ekki alveg hvernig Palli þjálfari vill stilla þessu upp en ég á þó von á því að spila í hlutverki leikstjórnanda. Það verður annars bara að koma í ljós. Ég vonast alla vega bara til þess að fá meira frelsi til þess að spila minn leik en ég fékk ef til vill á Spáni og fari þannig að hafa aftur gaman að því að spila körfubolta. Ég ætla að nýta þetta tækifæri til þess að finna mig aftur sem leikmann, hafa gaman og vinna að sjálfsögðu,“ segir Pavel að lokum. PAVEL ERMOLINSKI: SPILAR SINN FYRSTA LEIK MEÐ KR Í KVÖLD Í HÖRKULEIK GEGN GRINDAVÍK Í RÖSTINNI Ætla að nýta þetta tækifæri til að finna mig aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.