Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er mjög hrifin af þeirri tísku sem er í gangi núna, svolítið rokk- að,“ segir Sigríður Dagbjört, sem stundar nám á viðskiptabraut í Versló. Meðfram skólanum vinnur hún í tískuvöruversluninni Topshop og þegar hún er beðin um að segja frá uppáhaldsflíkunum sínum við- urkennir hún að versla talsvert þar enda hæg heimatökin. „Þrjár uppáhaldsflíkurnar mínar keypti ég allar í Topshop. Ég held mikið upp á leggings með göddum á sem ég keypti fyrir um ári síðan og er nánast alltaf í, svartar stutt- buxur sem ég nota við og svo gróf hermannaleg stígvél sem hafa nýst mér vel í vetur.“ Sigríður spáir mikið í tísku og fylgist vel með. Fataskápurinn hennar inniheldur þó ekki einungis föt úr Topshop því hún á saumavél sem hún notar mikið. „Ég sauma aðallega á sjálfa mig, kjóla og fleira, en ég fór á tvö nám- skeið hjá Helgu Rún Pálmadóttur fatahönnuði og lærði mikið þar. Ég saumaði reyndar meira í fyrravet- ur en planið er að taka upp sauma- vélina aftur þegar verður aðeins minna að gera hjá mér,“ segir hún og á þá við þegar sýningum á söngleiknum Thriller sem Versló setur upp í ár, lýkur en hún hefur yfirumsjón með búningunum í sýningunni. „Þetta er rosalega skemmtileg vinna og ég gæti alveg hugsað mér fleiri svona verkefni í framtíðinni. Í fyrra settum við upp sýninguna Stardust og þá var ég að sauma búningana ásamt fleiri stelpum. Búningarnir voru mjög speisaðir og við gerðum þá alveg frá grunni og ég lærði mikið af því. Eftir menntaskólann langar mig að finna skóla sem sameinar bæði viðskipta- fræði og fatahönnun,“ segir Sigríð- ur og er rokin á æfingu en frum- sýning Thriller fer fram í dag í Loftkastalanum. heida@frettabladid.is Saumar þegar hægist um Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, nemandi í Verzlunarskóla Íslands, heldur utan um búningana í Thriller- sýningu Versló auk þess að vinna í tískuvöruverslun. Hún fylgist vel með tískunni. Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir heldur mikið upp á leggings, gróf stígvél og svartar stuttbuxur sem hún fékk í Topshop. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÍMARITIÐ LOVE tók sér allsérstætt verkefni fyrir hendur á dögunum. Það fékk átta frægar fyrirsætur til að sitja fyrir í nákvæmlega sömu stellingunni og síðan voru prentaðar átta mismunandi forsíður fyrir hverja og eina. Meðal þeirra sem sátu fyrir voru Kate Moss, Lara Stone og Naomi Campbell. Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Fyrst og fremst í heilsudýnum 3 mán. vaxtalausar greiðslur Opið virkadaga frá 10.00-18.00 lau 12.00-16.00 10.000 kr. vöruúttekt fylgir hverju heilsurúmi Allt að70%afslátturaf völdum vörumÚTSALA SÍÐUSTU DAGAR – ENN MEIRI AFSLÁTTUR TÍU ÞÚSUND KRÓNUR PENINGABANKI ÍSLANDS SAMKVÆMT SVE FN & HEILSU JANÚAR 2005 E20052006 E20052006 Matthías Ásgeirsso n TTT Gaflar og náttborð Skipti dýnur Gólfmottur Útlitsgallaðar dýnur Lampar og loftljós og margt fleira Sími: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.