Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 2010 31 UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Ann- ars vegar voru samræmd loka- próf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í fram- haldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunn- skóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhalds- skólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrir- komulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemend- ur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í fram- haldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinn- ritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af til- teknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nem- enda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemend- um gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskól- ar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Fram- haldsskólum ber að inn- rita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskil- yrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngj- andi ákvæði og langflest- ir framhaldsskóla upp- fylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja lík- legt að þeir uppfylli inn- tökuskilyrði. Val á svæð- isskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjón- uðu ekki öllum meginmarkmið- um grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í fram- haldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og for- eldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem við- miðun um inntöku í framhalds- skóla eru að baki og ekki er ætl- unin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um inn- ritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menn- ingarmálaráðherra. Um forsendur breytinga á innritun nýnema KATRÍN JAKOBSDÓTTIR UMRÆÐAN Guðjón Sigurðsson skrifar um fálkaorðuna Í 1. grein forsetabréfs um fálkaorð-una segir, að fálkaorðuna megi „sæma þá menn innlenda og erlenda, og þær konur, sem öðrum frem- ur hafa eflt hag og heiður fóst- urjarðarinnar, eða unnið afrek í þágu mannkyns- ins“. Þetta eru stór orð og manni eins og mér mik- ill heiður að hafa fengið hana fyrir störf í þágu fatl- aðra eða eins og ég hef alltaf sagt þá er hún í minni vörslu fyrir þá fjölmörgu sem fengu hana með mér, sem hafa aðstoðað mig á allan hátt. Á sjötta þúsund manneskjur hafa fengið orðuna frá upphafi og ætíð er deilt um hvort viðkomandi eigi hana skilið eða ekki. Svo eru þeir sem fengið hafa og glatað „innistæðunni“ fyrir henni, fengu hana á fölskum forsendum ef svo má segja. Ekki einn einasti aðili hefur verið látinn skila orðunni frá upphafi vega. Auðvitað á sá sem hana varðveitir að sjá sóma sinn í að skila henni komi í ljós að viðkomandi sé handhafi henn- ar á fölskum forsendum. Ég er stoltur og auðmjúkur hand- hafi fálkaorðunnar. Ég mun gæta hennar fyrir mig og þá sem ég tel að hafi fengið hana með mér. Jafn nauðsynlegt tel ég að handhafar hennar séu hafnir yfir allan vafa um að eiga hana 100% inni. Því tel ég að við eigum að láta þá sem ekki eiga innistæðu fyrir henni lengur skila henni inn. Orð vinar sem ég leitaði til vegna efa míns sjálfs og umræðu um orðu- veitingar læt ég verða mín loka- orð um þessa virðingu sem fólki er sýnd: „Við hefjum okkur upp yfir það og varðveitum okkar fálkaorð- ur af hlýju, – í ljósi þess að vita, að ef til vill gerðum við eitthvað ein- hvern tíma á lífsveginum, sem varð til þess að við verðskulduðum viður- kenningu íslenska lýðveldisins við að fá veitta Hina íslenzku fálkaorðu.“ Heiðarleiki er mikilvægur við aðra og ekki síður við sjálfan sig. Höfundur er formaður MND-félagsins. Fálkaorðan GUÐJÓN SIGURÐSSON e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Outlet a f s lá t tur 80% útsala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.