Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 66
50 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Það verður ekkert af því að stórskyttan Sigurbergur Sveins- son gangi í raðir þýska stórliðsins Flensburg líkt og greint var frá á dögunum. „Það er svolítið síðan að þetta datt upp fyrir. Fréttir af því að ég væri nánast kominn út voru dálít- ið orðum auknar. Þetta fór aldrei á neitt alvarlegt stig,“ sagði Sig- urbergur en hann fór utan að æfa með liðinu í desember, gekk vel og vakti áhuga félagsins á sér. Ein- hverjar viðræður virðast hafa orðið í kjölfarið en þær fjöruðu fljótt út. Var þá talað um að Flensburg vildi fá Sigurberg strax til félags- ins sem var staða sem Haukar áttu erfitt með að sætta sig við enda mikilvægasti tími tímabils- ins eftir. „Það er alveg ljóst núna að ég klára tímabilið með Haukum. Það er spennandi mánuður fram undan hjá okkur þar sem við erum að spila í Evrópukeppninni og bikarn- um. Þetta verður bara gaman og ég er ekkert að velta mér upp úr því að þetta mál hafi ekki gengið upp,“ sagði Sigurbergur sem hefur samt ekki gefið atvinnumannadrauminn upp á bátinn. „Ég stefni að því að komast út næsta sumar. Eins og er þá er ég ekki með nein járn í eldinum en við sjáum hvað gerist næsta sumar.“ - hbg Sigurbergur Sveinsson klárar tímabilið með Haukum: Fer ekki til Flensburg KLÁRAR TÍMABILIÐ HEIMA Sigurbergur Sveinsson verður áfram í lykilhlutverki hjá Haukum út veturinn og mun hjálpa liðinu við að verja Íslandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Enska úrvalsdeildin: Fulham-Portsmouth 1-0 1-0 Jonathan Greening (74.) Enska bikarkeppnin: Leeds-Tottenham Hotspur 1-3 0-1 Jermain Defoe (37.) 1-1 Luciano Becchio (45.), 1-2 Jermain Defoe (73.), 1-3 Jermain Defoe (90.). IE-deild kvenna: Keflavík-Gríndavík 91-77 Stig Keflavíkur: Kristi Smith 31, Bryndís Guð- mundsdóttir 20, Birna Valgarðsdóttir 15, Svava Ósk Stefánsdóttir 13, Pálína Gunnlaugsdóttir 5, Hrönn Þorgrímsdóttir 3, Marín Rós Karlsdóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Joanna Skiba 14, Íris Sverris- dóttir 14, Helga Hallgrímsdóttir 13, Petrúnella Skúladóttir 12, Berglind Magnúsdóttir 10, Michele DeVault 9, Jovana Lilja Stefánsdóttir 5. Hamar-KR 75-79 Stig Hamars: Koren Schram 19, Kristrún Sigur- jónsdóttir 18, Julia Demirer 13, Sigrún Ámunda- dóttir 12, Fanney Guðmundsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Íris Ásgeirsdóttir 2. Stig KR: Jenny Pfeiffer-Finora 22, Signý Her- mannsdóttir 19 (16 frák.), Hildur Sigurðardóttir 16, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12, Margrét Kara Sturludóttir 6, Helga Einarsdóttir 2, Jóhanna Sveinsdóttir 2. Valur-Njarðvík 57-72 Stig Vals: Dranadia Roc 19, Þórunn Bjarnadóttir 8, Hrund Jóhannsdóttir 7, Birna Eiríksdóttir 7, Ösp Jóhannsdóttir 5, Sigríður Viggósdóttir 4, Ragnheiður Benónísdóttir 2. Stig Njarðvíkur: Ólöf Helga Pálsdóttir 18, Heiða Valdimarsdóttir 17, Auður Jónsdóttir 10, Harpa Hallgrímsdóttir 8, Ína Einarsdóttir 8, Sigurlaug Guðmundsdóttir 5, Anna Ævarsdóttir 4. Snæfell-Haukar 55-91 Stig Snæfells: Gunnhildur Gunnarsdóttir 23, Sherell Hobbs 13, Unnur Ásgeirsdóttir 5, Hrafn- hildur Sævarsdóttir 3, Sara Andrésdóttir 3, Hildur Kjartansdóttir 2, Helga Björgvinsdóttir 2, Ellen Högnadóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2. Stig Hauka: Heather Ezell 32, Guðrún Ósk Ámundadóttir 13, María Lind Sigurðardóttir 11, Helena Hólm 8, Kiki Jean Lund 8, Bryndís Hreinsdóttir 5, Temla Björk Fjalarsdóttir 4, Sara Pálmadóttir 3, Ragna Brynjarsdóttir 3, Heiðrún Hauksdóttir 2, Kristín Reynisdóttir 2. ÚRSLIT FÓTBOLTI Bandaríski landsliðs- maðurinn DaMarcus Beasley, sem leikur með Glasgow Rang- ers á Skotlandi, varð fyrir miður skemmtilegri reynslu síðasta mánudag. Þá var kveikt í bíl leikmanns- ins fyrir utan heimili hans. „Það sprengdi einhver upp bíl- inn minn. Sem betur fer slasaðist enginn,“ sagði Beasley á Twitter- síðu sinni. Lögreglan í Glasgow lítur málið alvarlegum augum og er að rannsaka málið. - hbg Uppákoma hjá Rangers: Kveikt í bíl Beasley BEASLEY Hefur líklega tekið leigubíl í upphafi vikunnar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Umboðsmaður Argent- ínumannsins Fernando Gago er ekki par sáttur við forráðamenn Man. City. Enska félagið reyndi að kaupa Gago frá Real Madrid á elleftu stundu við lok leikmanna- markaðarins. Tímasetningin ku hafa verið glórulaus hjá City-mönnum og aldrei hafi verið raunhæfur möguleiki á að klára kaupin á tíma. „City notaði okkur. Ég hef aldrei lent í svona uppákomu áður,“ sagði Marcello Lombilla, umboðsmaður Gago, ævareiður í viðtali við útvarpsstöð. „Ég vil ekki tala um þær upphæðir sem Man. City var til í að greiða því þeir höfðu samband við Madrid þó svo þeir vissu að það væri ekki fræðilegur möguleiki að ná þess- um kaupum í gegn á tíma.“ Jorge Valdano, yfirmaður knattspyrnumála hjá Madrid, var einnig afar ósáttur við City. „Það var ekkert tilbúið hjá þeim er þeir höfðu samband. Ekki búið að skrifa undir eitt einasta blað. Þeir voru ekki einu sinni búnir að ná samkomulagi við leikmanninn og vildu samt klára allt málið á 40 mínútum,“ sagði Valdano. - hbg Man. City fær að heyra það: Man. City notaði okkur GAGO Verður áfram í herbúðum Real Madrid. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar eins og leit jafnvel út fyrir um tíma því Daninn snjalli hefur samið við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum fotbolti.net. Allan Borgvardt hefur leikið með Bryne í Noregi síðustu ár en hann hætti hjá félaginu fyrir stuttu og var í framhaldinu að leita sér að nýju félagi. Hann fékk síðan tveggja ára samning hjá Sandnes Ulf. Borgvardt stóð sig frábærlega með FH frá 2003 til 2005 og liðið vann meðal annars 18 síðustu deildarleikina sem hann spilaði. Hann skoraði alls 29 mörk í 43 deildarleikjum með Hafnarfjarð- arliðinu frá 2003 til 2005. - óój Allan Borgvardt: Kemur ekki til Íslands í sumar KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur vinna hvern stórsigurinn á fætur öðrum þessa daganna og í gær unnu þær sannfærandi 14 stiga sigur á Grindavík, 91-77, í Toyota-höllinni í Keflavík. Keflavíkurliðið lagði grunninn að sigrinum með frá- bærum fyrri hálfleik þar sem liðið steig ekki feilspor í sóknini. Fyrri hálfleikur Keflavíkurliðs- ins var nánast óaðfinnanlegur, liðið skoraði 60 stig, hitti úr 55 prósent- um skota sinna og tapaði aðeins einum bolta allan hálfleikinn. Grindavíkurliðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum en Kefla- vík hafði efni á að slaka á. Munur- inn varð á endanum fjórtán stig en Grindavík lagaði stöðuna með því að skora 10 stig í röð eftir að þær misstu bandaríska leikmann sinn útaf með fimm villur. „Byrjunin á árinu 2010 er búin að vera framar okkar björtustu vonum. Við erum búin að vera vinna gríðarlega vinnu í allan vetur og hún er vonandi að skila sér núna. Ég er ótrúlega ánægður með stelpurnar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki eins sáttur: „Það kom smáorka í byrjun seinni hálfleiks og síðan aðeins í restina. Við gátum samt ekki neitt í þessum leik. Við vorum búin að tala um það sem við ætluðum að gera en það hefur farið inn um annað og út um hitt. Ef við erum eins og við vorum í kvöld, þar sem hver er í sínu horni og allar á ein- hverju egótryppi, þá erum við bara skítlélegt lið,“ sagði Jóhann. Kristi Smith, Bryndís Guð- mundsdóttir og Birna Valgarðs- dóttir voru allt í öllu í leik Kefla- víkur og átti Grindavíkurstúlkur fá svör við þeirra leik. „Tímabilið byrjaði ekki vel hjá okkur en nú er þetta allt að smella. Ég held að hugarfarið hafi bara breyst hjá okkur. Við ákváðum að koma stemmdar inn í leikina og spila góða vörn frá byrjun,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir sem var með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoð- sendingar í gær. „Ég held að við getum ekki náð KR en stefnan er bara sett á annað sætið þegar þessi A og B-hluti er búinn,“ segir Bryndís og lokamark- miðið er það sama í Keflavík og það hefur alltaf verið: „Við ætlum að verða Íslandsmeistarar, það kemur ekkert annað til greina,“ segir Bryndís og miðað við frá- bæra byrjun á árinu 2010 er eng- inn ástæða til að draga það í efa. - óój Keflavíkurkonur unnu sjöunda leikinn í röð í Iceland Express-deild kvenna í gær gegn Grindavík: Við ætlum að verða Íslandsmeistarar STERK Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 20 stig fyrir Keflavík í gær. FÓTBOLTI Jermain Defoe var hetja Spurs í gær er liðið sló Leeds út úr enska bikarnum. Defoe skor- aði öll mörk Tottenham í 3-1 sigri liðsins. Það var óvenju lítill broddur i liði Leeds framan af leiknum. Þessi endalausa baráttugleði og vinnsla út um allan völl var ekki til staðar. Úrvalsdeildarliðið var þar af leiðandi mun beittara fram- an af leik. Jermain Defoe fékk algjört dauðafæri um miðjan hálfleik- inn en Casper Ankergren sá við honum og varði glæsilega. Anker- gren kom þó engum vörnum við á 37. mínútu þegar Defoe kom bolt- anum í netið. Markið virkaði eins og köld vatnsgusa í andlit leikmanna Leeds sem byrjuðu loksins að spila fótbolta og berjast af þeim krafti sem þeir hafa gert í leikjum sínum hingað til í keppninni. Pressa neðrideildarliðsins að marki Spurs var með hreinum ólíkindum og eitthvað hlaut undan að láta. Í uppbótartíma í fyrri hálf- leik kom lagleg sending að marki. Hinn ótrúlegi Jermaine Beck- ford gerði vel í því að koma skoti á markið. Gomes varði en boltinn féll fyrir fætur Luciano Becchio sem mokaði boltanum yfir línuna. Leikmenn Spurs voru afar ósáttir við markið enda virkaði Becchio rangstæður þegar sendingin kom á Beckford. Mótmæli þeirra breyttu engu því markið stóð. Það var mikill barningur í síð- ari hálfleik og bæði lið áttu ágæt- ar sóknir. Defoe skoraði um miðj- an síðari hálfleikinn en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Spurs gafst ekki upp og Defoe skoraði löglegt mark á 73. mínútu. 1-2 og Spurs hæglega getað skor- að fleiri mörk en Ankergren fór algjörlega á kostum í marki heima- manna. Leikmenn Leeds brugðust ekki eins hressilega við mótlætinu nú líkt og í fyrra markinu og virtist vera nokkuð dregið af þeim. Er sex mínútur lifðu leiks voru Leedsar- ar heppnir að lenda ekki tveimur mörkum undir er Peter Crouch átti skalla í þverslá Leeds-marksins. Leeds lagði allt undir til þess að jafna metin og komst í tvígang nokkuð nálægt því. Þegar uppbótartíminn var nán- ast liðinn fór allt lið Leeds fram. Spurs hreinsaði og Defoe komst einn gegn Ankergren, sólaði hann, lagði boltann í tómt markið og full- komnaði þrennuna. henry@frettabladid.is Nú úti er Leeds-ævintýri Bikarævintýri Leeds lauk í gær fyrir framan tæplega 38 þúsund manns á Elland Road. Jermain Defoe skoraði þrennu og Leeds varð loksins að játa sig sigrað. ÞRENNA Jermain Defoe var sjóðheitur í gær og skoraði þrjú gild mörk og eitt ólög- legt. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.