Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 14
14 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Loðnu er að finna í nyrstu höfum jarðarinnar. Hún er í Hvítahafi, Barentshafi, við N-Noreg, Ísland, Grænland og einnig er hún norðan Kanada. Í N-Atlantshafi og Barentshafi eru fjórir sjálfstæðir loðnustofnar. ■ Loðnan er uppsjávarfiskur sem leitar til botns á grunnsævi til þess að hrygna, en að mestu leyti er hún langt norður í höfum í leit að æti. ■ Loðnan hrygnir að mestu leyti við suður- og suðvesturströnd Íslands en eitthvað mun þó vera um að hún hrygni út af Vestfjörð- um og við Norður- og Norðaust- urland. ✴alið er að loðnan drepist að lang- mestu leyti að hrygningu lokinni. LOÐNA MIKILVÆGT ÓLÍKINDATÓL Kvennaráðstefnan í Peking árið 1995 og Kvennasáttmáli Samein- uðu þjóðanna verða til umræðu hjá Unifem á Íslandi á laugardag- inn. „Þessi klukkutíma fundur er hluti af mánaðarlegri fyrirlestra- röð,“ útskýrir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra Unifem á Íslandi. „Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun fræða okkur um Kvennasáttmálann og Sigríð- ur Lillý Baldursdóttir um ráð- stefnuna í Peking,“ segir Stein- unn en Sigríður, sem er forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, var formaður undirbúningsnefndar stjórnvalda vegna ráðstefnunnar á sínum tíma. Steinunn bendir á að Kvennasáttmálinn hafi komið út í íslenskri þýðingu rétt fyrir jólin í tilefni tímamótanna og vert sé að vekja athygli á því. Einnig standi til fundur kvennanefnda Samein- uðu þjóðanna í marsbyrjun en þá verður farið yfir það hvernig ríki heimsins hafa staðið við skuldbind- ingar sínar. „Á sambærilegum fundi árið 2005 varð niðurstaðan sú að öll lof- orð höfðu verið svikin. Nú er að sjá hvort orðið hafa einhverjar breyt- ingar,“ segir Steinunn sem lofar fróðlegum klukktíma. Fundurinn fer fram hjá Unifem, Laugavegi 24 og hefst klukkan eitt. Að loknum erindum Brynhildar og Sigríðar verða umræður. - sbt Tímamót í sögu kvennabaráttunnar rædd hjá Unifem: Mánaðarlegir fyrirlestrar STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR Úlfar Önundarson hefur horft ótal sinnum á stór- myndina Titanic. Það er ekki söguþráðurinn sem heillar hann heldur skipið fræga en hann vinnur nú að gerð líkans af Titanic í hlutföllunum einn á móti 100. Stefnt er á sjósetningu líkansins snemma í sumar. Úlfar hefur um árabil smíðað smáskip í frístundum í bílskúrn- um sínum heima á Flateyri við Önundarfjörð. Fyrri skip hafa þó ekki verið jafn flókin smíði og það sem hann hefur í smíðum núna, eftirgerð af hinu sögufræga far- þegaskipi Titanic. Smíðað í hlut- föllunum einn á móti 100 er lengd- in á gripnum 269 sentimetrar. Spurður um hvernig það kom til að hann hóf smíðina segir hann Pál bróður sinn hafa rekist á frétt af Finna sem ætlaði að smíða líkan af Titanic í fullri stærð og nota sem hótel lengst inni í landi í Finnlandi. Hann hvatti Úlfar til að vera á undan Finnanum með sína gerð af Titanic. Þannig hófst smíðin sem hefur tekið allar frístundir um kvöld og helgar hjá Úlfari. „Ég fann teikn- ingar af skipinu á Netinu sem ég nota en þær eru þannig að það er erfitt að smíða eftir þeim. Það hafa verið gerð ótal líkön af Titan- ic en segja má að smiðirnir þurfi alltaf að taka sér eitthvað skálda- leyfi því teikningarnar eru ekki mjög nákvæmar,“ segir Úlfar sem sjálfur hefur einnig notað stórmynd James Cameron, Titan- ic, til að skoða skipið en nákvæm líkön af skipinu voru gerð fyrir þá mynd. „Mitt líkan er ein útfærslan í viðbót.“ Úlfar segir það hafa komið sér á óvart hversu mikað af áhuga- fólki um Titanic er til í heim- inum. „Á Netinu má finna ótal klúbba áhugafólks um Titanic. Það er athyglisvert en Titanic er ekki stærsta sjóslys sögunnar en örlög skipsins hafa eigi að síður heillað ótrúlega marga.“ Sem kunnugt er fórst Titanic í jómfrúarferð sinni árið 1912. Skipið rakst á ísjaka eftir fjög- urra daga siglinu og fórust 1.517 af 2.223 sem voru um borð. Of fáir björgunarbátar voru um borð í skipinu en einnig brotnuðu margir þeirra við sjósetningu. Úlfar segir að hönnunargallar hafi verið á Titanic, skipið hafi ekki verið nógu sterkt til að bera þunga sinn. Þess má geta að sú hugmynd hefur komið upp að smíða líkan af ísjakanum sem skipið rakst á og setja á Sólbakkalón á Flateyri þar sem líkanið verður sjósett. Áhugasamir geta virt skipslíkön Úlfars fyrir sér á lóninu en þar sigla þau öll sumur. Sjálfur hefur hann lítið verið á sjó þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn á Flateyri. Áhugann á skipslíkana- smíðinni má hins vegar rekja til æskuáranna en Eysteinn Gísla- son Skáleyjarbóndi kenndi líkana- smíði í barnaskólanum. Sem fyrr segir stefnir Úlfar á að ljúka við Titanic í vor, um þess- ar mundir er hann að smíða björg- unarbátana. Í þá, eins og skipið allt, notar hann obechi-við sem er mjög hentugur í líkanasmíð, léttur og kvistalaus. Fleiri mynd- ir af Titanic Úlfars er að finna á heimasíðunni www.pallio.net. sigridur@frettabladid.is Titanic sjósett í vor UM BORÐ Tæknin gerir orðið allt kleift, og þessi tölvugerða mynd sýnir Úlfar um borð í eigin líkani. MYND / PÁLL ÖNUNDARSON ÚLFAR MEÐ GRIPINN Líkanið er tveir metrar og 69 sentímetrar að lengd, en fyrirmyndin var hundrað sinnum stærri, eða 269 metrar. Um þessar mundir er að hann að smíða í skipið björgunarbáta, nákvæmlega eins og þá sem voru í skipinu, bara minni. MYND / PÁLL ÖNUNDARSON Aðgát skal höfð í nær- veru sálar „Þegar Jake talar um að hann fíli að Jane sé hætt að fara í brasilískt vax þurfti ég að leggja frá mér snakkið.“ TRAUSTI ÞÓR ÞÓRÐARSON KVIK- MYNDAGAGNRÝNANDI. DV 3. janúar 2009 Hvað með eiginkon- una? „Það hefur ekkert áhugavert fallið í fangið á mér enn þá ef ég á að segja satt.“ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, LANDSLIÐSÞJÁLFARI Í HANDBOLTA. Fréttablaðið 3. febrúar 2009 Allar nánari upplýsingar: Kristján Kristjánsson fyrirtækjaráðgjöf kristjankr@simnet.is Sími 869 4164 FASTEIGNA- FÉLAG ÓSKAST! Óska eftir fasteignafélagi til kaups, skuldsett félög líka skoðuð. Skilyrði er að fasteignir félagsins séu á höfuðborgarsvæðinu og að bróðurpartur þeirra sé í útleigu. Umbjóðendur mínir skoða félög sem eiga eignir hvort heldur sem er í atvinnu- og/eða íbúðarhúsnæði. „Það er nú það helst að frétta af mér að ég var að skila inn lokaritgerð til embættisprófs í guð- fræði við Háskóla Íslands fyrir nokkrum dögum. Þannig að nú er útskrift í febrúar næst á dag- skrá,“ segir Móeiður Júníusdóttir, fyrrverandi söngkona en núverandi guðfræðingur og nemi í kennslufræðum, spurð hvað sé af henni að frétta. „Ritgerðin fjallar um lútherstúlkanir á Íslandi, ég fjalla sérstaklega um bók eftir Magnús Jónsson, fyrrverandi prófessor við guðfræðideild HÍ sem skrifaði bók um Lúther sem kom út árið 1907. Inn í ritgerðina fléttast svo viðhorf alda- mótakynslóðarinnar til trúarinnar, það var mikið að gerast á þessum tíma. Margir voru gagnrýnir á trúna og ný stefna kom fram í guðfræði, sem stundum hefur verið kölluð aldamótaguðfræði, sem var töluvert frjálslynd.“ Móeiður segir hafa verið mjög athyglisvert að skoða umræður í kringum aldamótin 1900, margt hafi minnt á umræðu dagsins í dag. „Það voru miklar breytingar og óróleiki á þessum tíma, rétt eins og í dag.“ Móeiður hefur undanfarið séð um sunnu- dagaskólann í Dómkirkjunni og unnið að verkefnum í Kjalarnesprófastskalli. „Ég var meðal annars að ganga frá nýju fræðslu- hefti til að nota í fermingarfræðslunni þar,“ segir Móeiður sem segir líklegt að hún sæki um brauð í framtíðinni, en ekki strax. „Ég hef núna mikinn áhuga á að starfa við fræðslu innan þjóðkirkjunnar, fræðsla og prests- störf eru reyndar nátengd og svo er söngurinn þarna líka, enda tónlist og trú samofin,“ segir Móeiður. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MÓEIÐUR JÚNÍUSDÓTTIR Var að skila lokaritgerð í guðfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.