Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 60
44 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Leikarinn Johnny Depp er að undirbúa heimildarmynd um Keith Richards, gítarleikara Roll- ing Stones. Þeir tveir hafa verið vinir í nokkurn tíma og Depp hefur viðurkennt að hafa byggt persónu sína í myndunum Pirat- es of the Caribbean á gítarleik- aranum. Hinn 66 ára Richards er þekktur sem einn mesti útlagi rokksins. Vímuefnamisnotkun hans í gegnum árin er fræg og þykir mörgum furðu sæta að hann skuli enn þá vera á lífi eftir sukksaman feril sinn. Roll- ing Stones hefur verið starfandi síðan á sjöunda áratugnum en hefur ekki farið í tónleikaferð í nokkurn tíma, eða síðan A Bigger Bang-túrinn var farinn árið 2005. Gerir mynd um Richards JOHNNY DEPP Leikarinn er að undirbúa heimildarmynd um gítarleikarann Keith Richards. Hljómsveitin FM Belfast spilar á Hróarskelduhátíðinni í Dan- mörku í byrjun júlí. Áður hafði þungarokksveitin Sólstafir feng- ið boð um að spila á hátíðinni. Íslensk atriði hafa aldrei verið fleiri en tvö á hátíðinni og því verður forvitnilegt að sjá hvort fleiri bætist við þegar nær dreg- ur. Í fyrra stigu þar á svið hljóm- sveitirnar Hjaltalín og Kira Kira. Alls hafa 26 hljómsveitir verið tilkynntar á hátíðina í ár, þar á meðal Muse, Pavement og Jack Johnson. FM Belfast á Hróarskeldu FM BELFAST Hljómsveitin FM Belfast spilar á Hróarskelduhátíðinni í ár. > AXL Í HJÓLASTÓL Prakkarinn Axl Rose, söngvari Guns N‘ Roses, lét gesti á tónleikum í Tor- onto í vikunni bíða eftir sér í tvo klukkutíma. Hann kom svo rúll- andi á sviðið í hjólastól, áður en hann stökk upp og hóf tón- leikana. Var þetta vísun í það sem Kurt Cobain gerði á Reading-hátíðinni árið 1992. Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hefur rætt við Conan O´Brien um að hann stjórni spjallþætti á stöðinni. Stutt er síðan Conan yfirgaf kvöld- þátt NBC-stöðvar- innar og er hann þessa dagana að leita sér að fram- tíðarstarfi. Rupert Murdoch, forstjóri Fox, hefur stað- fest að rætt hafi verið við Conan en engar formlegar samningaviðræður hafi átt sér stað. „Ef hægt verð- ur að sýna fram á við getum gert þetta með hagnaði þá munum við drífa í þessu,“ sagði hann. Jay Leno, sem yfirgaf kvöldþátt NBC, tekur við gamla starfinu af Conan í næsta mánuði. Fox ræðir við Conan CONAN O´BRIEN „Við höldum sigurhátíð í Sjall- anum á laugardagskvöldið sama hvernig fer,“ segir Valur Freyr Halldórsson, trommuleikari og söngvari Hvanndalsbræðra. Hljómsveitin flytur sem kunn- ugt er eitt laganna sex í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardag- inn. Það heitir Gleði og glens og er eina lagið í keppninni sem er sungið á íslensku. Hvanndalsbræður eru sigur- vissir. „Við fengum blóðbragð í munninn þegar við komumst í úrslitin. Við erum því ekkert með í þessu til að tapa,“ segir Valur. „Þetta er búið að vera svo rosalegt „plögg“ fyrir okkur að við verð- um bara að fara alla leið. Það væri ekki ónýtt að vinna Eurovision. Röggi myndi reyndar detta niður dauður því honum finnst þetta svo fíflalegt. Okkur finnst það svo sem líka. Við erum komnir með stimpilinn á okkur og margir sem hafa fílað okkur lengi æla á okkur núna. Á móti eru krakkar og hús- mæður farin að fíla okkur.“ Hljómsveitin hefur undirbú- ið sig af kostgæfni fyrir stóru stundina. „Við höfum farið í „body jam“-tíma hérna niðri í Átaki. Það eru svona konudanstímar. Á eftir höfum við farið í spa og feng- ið alls konar krem. Við breytum atriðinu lítið, stillum hljómsveit- inni reyndar aðeins öðruvísi upp. Eina breytingin sem fólk mun sjá er að við verðum með ný bindi.“ Nú ganga ásakanir um að lögin sem Jógvan og Hera Björk syngja séu stolin og Hvanndalsbræður hafa lent í því sama. „Fréttablaðið Feykir.is í Skagafirði vill meina að lagið sé tvístolið. Við sendum það inn í óþökk Rögnvaldar og þeir slá því þannig upp að við höfum stolið því úr náttborðsskúffunni hans. Hann á svo að hafa stolið því frá sjálfum sér því lagið er svo líkt öðrum lögum sem hann hefur samið. Við erum pollrólegir yfir þessu. Eru ekki öll lög meira og minna stolin?“ Hvanndalsbræður fljúga norður strax að lokinni keppni. „Við förum í einkaþotu í boði Glitnis og Milestone og svo tekur bæjarstjór- inn á móti okkur á flugvellinum,“ segir Valur. - drg Sigurhátíð sama hvernig fer MEÐ BLÓÐBRAGÐ Í MUNNI Hvanndals- bræður og Rögn- valdur gáfaði, höfundur Gleði og glens. Jóhannes Haukur Jóhannes- son leikur Þorgeir Hávars- son í leikritinu Gerplu sem frumsýnt verður 12. febrúar. Leikmunadeild Þjóðleikhússins er tilbúin með fremur óhefðbundinn leikmun tengdan honum. „Manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt, sérstaklega að þetta eru eftir myndir af manni,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson. Honum brá heldur betur í brún þegar hann rölti niður í leik- munadeild Þjóðleikhússins fyrir skömmu. Höfuð hans hafði þá verið steypt í silíkon. Starfsmenn deildarinnar voru að leggja lokahönd á höfuð Þor- geirs sem verða notuð í sýning- unni. Tvö silíkonhöfuð hafa verið búin til, eitt sem lítur út fyrir að vera nýhöggvið af búknum og annað sem er farið að rotna. „Það var rosalega erfitt að sitja inni í þessu móti. Það tók fjörutíu mín- útur og ég þurfti að sitja útataður í silíkon-dóti. Svo eru þeir búnir að föndra við þetta í rúman mánuð og þetta er útkoman,“ segir Jóhann- es sem finnst áferðin á höfðunum sérlega ógeðsleg. Leikritið, sem Baltasar Kormá- kur leikstýrir, er byggt á Gerplu og fer Björn Thors með hlutverk hins fóstbróðurins, Þormóðs, sem fær höfuð Þorgeirs sent til sín. Jóhannes tekur fram að hann fái alveg að leika í sýningunni þrátt fyrir höfuðleysið. „Við fáum líka að sjá áður en ég er drepinn. Svo er ákveðinn kafli þar sem höfuðið sér bara um þetta fyrir mig og ég er bara í kaffisopa.“ Undirbúningurinn fyrir verk- ið hefur verið langur og hafa æfingar verið haldnar með hléum síðan í maí í fyrra. „Það eru fjórtán mánuðir síðan Balt- asar talaði fyrst við mig um að gera þetta. Þetta er búin að vera löng fæðing en skemmtileg og það er bara endaspretturinn eftir,“ segir hann. „Þetta er uppáhalds- bók margra og það eru margir spenntir að sjá hvernig til tekst. Ég held að við getum verið stolt af því sem við erum að gera. Ég held að fólk eigi eftir að verða ánægt með þetta.“ -fb TVÖ HÖFUÐ JÓHANNESAR ÓGEÐSLEG ÁFERÐ Jóhannes Haukur hjá höfðunum tveimur sem hafa „ógeðslega áferð“ að hans mati. Gallerý Sautján yfirgefur húsnæði sitt við Laugaveg 91 á næsta ári, tuttugu árum eftir að verslunin kom þangað fyrst. Einhvers misskilnings hefur gætt um að verslunin væri í þann mund að yfirgefa húsnæðið en verslunarkonan Svava Johansen áréttar að það verði ekki fyrr en 2011. „Við ætlum að skoða það í eitt ár hvort við ætlum að fara með alla starfsem- ina neðar á Laugaveginn eða niður í miðbæinn,“ segir Svava en leigu- samningur Sautján í núverandi hús- næði rennur þá út. Hún viðurkennir að það verði söknuður að húsnæð- inu eftir öll þessi ár, enda hefur það löngum verið órjúfanlegur hluti af verslun á Laugaveginum. „Það hefur bara svo margt breyst á þessum tíma. Laugavegurinn hefur skipst í tvo hluta, efri og neðri part. Það virðist sem neðri hlutinn og það sem teygir sig inn í Skóla- vörðustíg, Bankastræti, og niður í Kvos sé vænlegast til reksturs verslana og kaffihúsa,“ segir hún. „Mér finnst alls ekki að það sé ekki hægt að vera niðri í miðbæ eða á Laugaveginum. En maður þarf að skoða hverja staðsetningu fyrir sig og miða við í hvaða húsnæði maður er og hversu kostnaðarsamt það er að vera í því. Það er líka mikilvægt að verslana- samsetningin sé rétt í kringum mann.“ Svava, sem opnaði í nóvember nýja Sautján-verslun í Smáralind, tekur fram að áhugi sé fyrir því að vera áfram á Laugaveginum með einhvers konar starfsemi, til dæmis verslunina Evu sem er við hliðina á Sautján. Margir hafa komið að máli við Svövu og spurt út í afdrif þessarar rótgrónu verslunar og segir hún áhuga vera fyrir því að færa hana neðar á Laugaveginn en leigusamn- ingurinn rennur einmitt líka út á næsta ári. - fb Sautján flytur á næsta ári SVAVA JOHANSEN Svava í Sautján flytur með verslun sína af Laugavegi 91 á næsta ári, tuttugu árum eftir að hún kom þangað fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fyrirtæki sem fá frægar Holly- wood-stjörnur sem talsmenn eru byrjuð að tryggja sig fyrir ýmsu sem getur gerst í einka- lífi stjarnanna. Þetta gera þau til að tryggja sig fyrir fjárhags- legu tjóni eins og fyrirtækin sem styrktu Tiger Woods urðu fyrir í kjölfarið á því að upp komst um hjásvæfur hans. Fyrirtæki Tiger-tryggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.