Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 40
 4. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR8 ● hillur og skápar Korktöflur áttu lengi vinsældum að fagna á heimilum, í skólastofum og á vinnustöðum en hafa þó ekki verið sérstaklega áberandi undan- farin ár. Slíkar töflur eru þó mikið þarfaþing og halda vel utan um póstkort, minnismiða, barnateikn- ingar, merki, orður og annað smá- legt sem annars á það til að liggja á víð og dreif á borðum, í glugga- kistum eða ofan í skúffum. Hér má sjá tilbrigði við brúna korkinn sem fer vel á vegg. Ef listræna augað er til staðar getur verið fallegt að raða saman svipuð- um litatónum og búa til eins konar skipulagt kaos. - ve Skipulagt kaos Korktöflur hafa verið á undanhaldi þrátt fyrir að vera mikið þarfaþing. Að raða bókum í hillur er góð skemmtun. Til eru margar að- ferðir við slíka röðun, eins og til dæmis að raða bókunum eftir staf- rófsröð, stærð eða höfundum. Ein aðferð sem kann að ryðja sér til rúms gengur út á að raða bókunum eftir litum. Kristín Viðarsdóttir hjá Borgar- bókasafninu tók þessar myndir á safninu síðastliðið sumar og sýna þær glögglega hversu vel getur tekist til við litaröðun. Regn- bogaútstillingin var gerð í tilefni Hinsegin daga. - kg Skartgripaskrín er mikið þarfaþing á heimilum kvenna enda fylgir þeim oft ógrynni skartgripa. Séu þeir geymd- ir ofan í skúffu flækjast þeir oft saman og týnast. Skartgripaskrín eru oft búin mörgum hólfum og hægt að geyma eyrnalokka í einu, hringa í öðru og svo framvegis. Þannig má ganga að öllu vísu sem sparar tíma og fyrirhöfn þegar á að dubba sig upp. Verði skúffa fyrir valinu má nota skilrúm, kassa og aðrar lausnir til að hólfa niður plássið. - ve Skartinu haldið til haga Litlu gulu post-it miðarnir komu á markaðinn árið 1977. Upphaflega þróaði ameríski vís- indamaðurinn Dr. Spencer Silver límið sem er á baki miðanna sem gerir þá svo hentuga. En það var annar vísindamaður, Art Fry, sem fann not fyrir límið. Hugmyndin kviknaði út frá því að bókamerkið í sálmabókinni hans var alltaf að detta úr svo hann ruglaðist á blað- síðum. Hann setti límið á litla bréf- miða. Límið var nógu sterkt til að miðarnir héldust á sínum stað en þó ekki of sterkt. Í dag hafa Post-it miðarnir fest sig rækilega í sessi og eru mörg- um okkar nauðsynlegir til að halda daglegu skipulagi. - rat Post-it verður til Hægt er að halda góðu skipulagi með Post-it miðum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Flott að raða bókum eftir litum Hér er bókum raðað eftir litum í tilefni af Hinsegin dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.