Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 26
26 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Kristinn H. Gunnars- son skrifar um Íraks- málið Innrásin í Írak á vordög-um 2003 er óumdeil- anlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan inn- rásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrás- arþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeld- inu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rann- sóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdrag- anda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórn- ar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi inn- rásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráð- herrra Davíð Oddsson og utanríkis- ráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknar- manna. Þáverandi stjórn- arandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sér- stakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þing- flokkanna, sendiherra, ráðuneyt- isstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsing- um eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörð- unin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lög- mæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt inn- anlands og erlendis, hvaða áætlan- ir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríð- inu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíð- ur enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norður- landaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokk- arnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Rannsókn á glæpnum UMRÆÐAN Gísli Vilhjálmsson skrifar um tannrétt- ingar Um áramót, eða nánar tiltekið 21.12.2009, settir þú nýja reglugerð varðandi endurgreiðslu tannréttinga. Reglugerð- in tók gildi 1.1.2010 og var sett án samráðs við tannréttingasérfræð- inga sem eiga að sjá um skýrslu- gjöf til Sjúkratrygginga (SÍ). Tilgangur reglugerðarinnar er augljós: Að skerða þá litlu fjár- hæð sem í málaflokkinn fer með því að takmarka endurgreiðslur enn frekar en nú er gert. Trygg- ingayfirtannlækni SÍ er gefið ótak- markað vald til að dæma um hvort læknisfræðilega sé þörf á með- ferðinni eður ei. Sjúklingi er ekki heimilt að leita þjónustu án undan- genginnar samþykktar stofnunar- innar og missir hann réttindi sín ef hann dirfist að leita þjónustu án samþykkis tryggingayfirtann- læknis. Tryggingayfirtannlækni, sem er sérfræðingur í tannholds- sjúkdómum en ekki tannrétting- um, er gefið vald til að ákvarða réttindi sjúklinga. Aðrir tannlækn- ar vinna ekki við SÍ og miðað við reynslu síðustu ára af Úrskurðar- nefnd almannatrygginga hefur sú nefnd sýnt með úrskurðum sínum að hún leitar sjaldan álits annarra tannlækna á kærumálum. Trygg- ingayfirtannlækni er þá í raun með setningu reglugerðarinnar afhent einræðisvald. Þessi málaskipan er mikil afturför frá fyrra kerfi sem notað hefur verið árum saman og einkennist af skýrum, einföld- um reglum og jöfnum rétti þeirra sem fara í tannréttingu. Með nýju reglunum er líka verið að gefa áliti tannréttingasérfræðinga sem verkið vinna langt nef. Reglugerðinni er einnig ætlað að bæta hag barna með skarð í vör og góm. Tannréttingar þessara barna snúast ekki nema að litlu leyti um „tennur“. Með- ferðin snýst um að vinna með lýtalæknum og kjálka- skurðtannlæknum við að lagfæra góma og undir- liggjandi andlitsbein þannig að hægt sé að lagfæra tenn- ur og kjálka og koma þeim í eðli- legt horf. Meðferð þessara barna er flókið margslungið ferli sem erf- itt er að lýsa stuttlega í blaðagrein. Í erfiðustu tilfellunum getur með- ferðarferlið staðið frá 6-7 ára aldri og fram yfir tvítugt. Reglugerð þín er þó ekki að flækja málið: Læknisferlið er sett í tvo flokka: 1. Opna skarð fyrir beinflutning. Hámarksendurgreiðsla 200 eining- ar eða kr. 138.600 2. Tannréttingarmeðferð með föstum tækjum(teinameðferð) í 3 ár að hámarki 800 einingar eða kr. 554.400. Samtals gerir þetta 693 þúsund krónur alls. Þú fullyrtir í sjónvarpsviðtali að nú eigi að taka rösklega á þessu málefni og það eigi ekki að bitna á börnunum að fá þennan fæðing- argalla í vöggugjöf. Þau eigi að fá aðgerðir að fullu greiddar. Ég sé það ekki á þessari endurgreiðslu- skrá. Algengt verð á venjubundn- um tannréttingum, þ.e. tannrétt- ingum barna sem ekki eru með skarð í vör og góm, hjá tannrétt- ingasérfræðingum um allt land er á bilinu 700-1100 þúsund krónur. Mig langar að vita hvar þú ætlar fyrir hönd þessara barna að kaupa 10-15 ára þjónustu fyrir tæpar 700 þúsund krónur. Ég get ekki séð annað en að enn og aftur eigi að slá ryki í augu forráðamanna þessara barna og þeir þurfi að greiða 60- 70% af kostnaði við tannréttingar barna sinna. Reglugerð þín virðist ekki breyta neinu þar um, þú leið- réttir mig ef rangt er. Tannréttingasérfræðingar hafa með glöðu geði sinnt upplýsinga- gjöf til SÍ um meðferð sjúklinga sinna svo þeir geti leitað rétt- ar síns varðandi endurgreiðslur. Hefur þetta verið í formi staðfest- ingarvottorðs. Nú bregður svo við að þú ætlast til meira en upplýsing- ar um sjúklinga í reglugerð þinni og í raun með því að undirskrifa umsóknina um endurgreiðslu fyrir skjólstæðinga okkar þá erum við að samningsbinda okkur SÍ og lagðar eru á okkur nýjar kvaðir eins og að gefa föst verð í flókin ófyrirséð verkefni og binda verðskrá tilkynn- ingarskyldu til SÍ með 3ja mánaða fyrirvara. Tannréttingasérfræð- ingar óska eftir eðlilegum óþving- uðum samskiptum við SÍ og heil- brigðisyfirvöld. Tannlæknar hafa ekki sóst eftir samningi við heil- brigðisyfirvöld, einfaldlega vegna þess að þau treysta sér ekki til að greiða raunkostnað við tannlækn- ingar og hafa ekki gert í fjölda ára. Að „setja“ tannréttingasérfræðinga á samning með valdboði er nýlunda sem greinilega á að reyna með því að neita sjúklingum um endur- greiðslu nema tannlæknirinn beygi sig undir valdboð þitt. Ég get ekki skrifað undir umsóknir á meðan slík þvingunarráðstöfun er við lýði og ég á von á að fleiri starfsfélagar mínir líti einnig þannig á málið. Ég vil hvetja þig til að skoða og breyta umræddri reglugerð á ný með tilliti til þess að hægt verði að vinna eftir henni og hún nái þeim tilgangi að þjóna þeim sem mesta aðstoð þurfa. Hlustaðu á skjól- stæðinga þína og þá sem vinna eiga verkin, en ekki falla ofan í embættismannagryfjuna sem for- verar þínir komust aldrei upp úr. Höfundur er tannréttingasérfræð- ingur og er með fjölda barna með skarð í vör og góm í meðferð. Opið bréf til heilbrigðisráðherra GÍSLI VILHJÁLMSSON KRISTINN H. GUNNARSSON UMRÆÐAN Sigurður Benedikts- son skrifar um tann- vernd barna Mikið hefur verið rætt um tannvernd barna á undanförnum misser- um. Lýsingar af slæmri tannheilsu barna á Íslandi rata reglulega í fjölmiðla og náði sú umræða hæstu hæðum síðast- liðinn vetur þegar samstarf Tann- læknafélags Íslands og tannlækna- deildar Háskóla Íslands leiddi til Hjálparvaktar fyrir börn sem búa við kröpp kjör. Lítið hefur þó breyst í skipulagi tannheilsumála á árinu sem liðið er þrátt fyrir að ráðamenn hafi lýst því yfir að við þetta yrði ekki lengur búið. Heildstætt kerfi Nú er það svo að tannlæknar hafa ekki möguleika á að sjá hvort barn hafi skilað sér til tannlæknis í skoðun eða lokið þeirri meðferð sem þörf er á. Tannlæknir sér aðeins það barn sem kemur á hans starfsstöð og getur ekki fylgst með ef barn sækir meðferð annars staðar eða hefur hreinlega dottið úr meðferð. Oft kemur barn vegna bráðavanda en skilar sér síðan ekki í áframhaldandi heimsóknir. Eng- inn fylgist í raun með þessu og þótt Sjúkratryggingar Íslands greiði fyrir veitta meðferð er ekkert sem segir til um hvort henni sé lokið eða ekki og barnið getur því týnst í kerfinu. Mikilvægt er að rekið sé heildstætt kerfi þar sem fylgst er með komum barna til tann- lækna og þannig búið um málin að ekki velti á fjárhagstöðu foreldra hvort barnið fái nauðsyn- legt eftirlit og meðferð. Hér er mikilvægt að sam- vinna sé milli þeirra staða sem börn koma á, hvort sem um er að ræða heilsu- gæsluna, skólann eða tann- lækna. Upplýsingar þurfa að flæða þarna á milli svo hægt sé að fylgjast með heimtum og grípa inn í ef börn skila sér ekki. Hver á að gæta bróður míns? Ekki má líta á tannheilsu sem eitt- hvað sérstakt fyrirbæri heldur að hún tengist mörgum þáttum sem snerta almennt heilbrigði barna. Munnhirða og gott matarræði skipta þar mestu en hér á Íslandi er t.d. gosdrykkjaþamb barna og unglinga gríðarlegt og á sama tíma heyrum við að börn á Íslandi séu að þyngjast og séu ekki nógu vel á sig komin líkamlega. Svo virðist sem tannheilsa íslenskra barna sé háð efnahagsstöðu for- eldra þeirra því börn efnaminni foreldra hafa fleiri tannskemmd- ir en börn þeirra efnameiri. Hér er því um samfélagslegt mál að ræða og hætt er við að tannheilsu barna hraki enn frekar, nú þegar kjör fólks eru almennt að rýrna til mikilla muna. Heimtur barna til tannlækna hafa ekki verið nógu góðar og nú, eftir að efnahags- kreppan skall á, eru vísbending- ar um að enn færri börn skili sér til tannlækna. Það þarf því sam- stillt átak allra sem málið varða og þeir þurfa að taka höndum saman um að koma þessum málum í viðunandi horf. Höfundur er formaður Tann- læknafélags Íslands. Tannvernd - börnin sem skila sér ekki SIGURÐUR BENEDIKTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.