Fréttablaðið - 06.02.2010, Page 2
2 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
Pétur, þurfið þið ekki bara að
Höfðamál?
„Jú, eða breyta nafninu í Kvenna-
torg.“
Forsvarsmenn Höfðatorgs eru óánægðir
með að nafni Höfðatúns skuli breytt
í Katrínartún. Pétur Guðmundsson er
stjórnarformaður Höfðatúns og bygging-
arfyrirtækisins Eyktar.
FORVAL VINSTRI GRÆNNA
Í DAG Í REYKJAVÍK
Kjörstaður er í húsnæði Kvennaskólans,
Þingholtsstræti 37 (gegnt breska og
þýska sendiráðinu) frá kl. 10-18
og er opið öllum félögum í Reykjavík.
Nánari upplýsingar á www.vg.is og í síma 552 8872
BÆKUR Fréttablaðið mun á næst-
unni birta lista yfir mest seldu
bækurnar á Íslandi en hann er
tekinn saman af Rannsóknar-
setri verslunarinnar fyrir Félag
íslenskra bókaútgefenda.
Kristján Bjarki Jónasson, for-
maður félagsins, segir þetta vera
eina marktæka metsölulistann
enda nái hann til allra sölustaða
bóka á Íslandi.
„Við munum í fyrstu birta
hann hálfsmánaðarlega en þegar
nær dregur páskum birtist hann
vonandi vikulega,“ segir Kristj-
án en listann er hægt að nálgast
á síðu 43. Ekki kemur kannski
á óvart að sá sem situr í efsta
sæti listans um þessar mundir
heitir Stieg Larsson með bókina
Loftkastalinn sem hrundi. - fgg
Kristján Bjarki:
Marktækur
metsölulisti
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært Odd Eystein Friðriksson,
fyrrum starfsmann Sláturfélags
Suððurlands fyrir ærumeið-
andi móðganir og aðdróttanir í
garð Steinþórs Skúlasonar, for-
stjóra Sláturfélagsins. Skrifin
birti Oddur Eysteinn nafnlaust
á vefsíðu sem aðgengileg var
almenningi.
Þar sagði meðal annars að
Steinþór sé „sennilega leiðinleg-
asti maður í heimi – frá upphafi!“,
„húmorslaus“, hann sitji „stjarfur
í horninu sínu, blýantslaus, … og
fyrir luktum dyrum!, Alls staðar
sé kvartað undan Steinþóri eða
„forstjórafíflinu“ eins og hann
sé almennt kallaður innan veggja
félagsins. Bændur líki honum við
Edward John Smith, skipstjóra
Titanic …“
Enn fremur er fyrrum starfs-
maðurinn ákærður fyrir að skrifa
að Sláturfélagið sé sökkvandi
skip enda hafi þjónusta verið
hræðileg í allt sumar og mikið
um vöruvantanir, þar ríki full-
komið stjórnleysi þar sem áður
ríkti óstjórn. Allur kostnaður sé
úr böndunum, vörur fáist ekki
í búðum vegna aðgerða kaup-
manna og klúðurs í framleiðsl-
unni, sem sé komin í algert lág-
mark og algert ráðaleysi virðist
vera á sölunni. Innanhússdeilur
séu alveg að fara með fyrirtækið.
- jss
Fyrrum starfsmaður SS ákærður fyrir ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir:
Sagði yfirmann sennilega
leiðinlegasta mann í heimi
SLÁTURFÉLAGIÐ Maðurinn fer hörðum
orðum um fyrrum vinnustað sinn.
DÓMSMÁL Kyrrsetningu á eigum Baldurs Guðlaugsson-
ar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneyt-
isins, verður ekki aflétt. Héraðsdómur Reykjavíkur
kvað upp úrskurð þess efnis í gær.
Sérstakur saksóknari fór fram á það við Sýslumann-
inn í Reykjavík í nóvember að eignir Baldurs yrðu
kyrrsettar vegna rannsóknar á meintum innherja-
svikum hans með 193 milljóna króna hlut í Lands-
bankanum. Sýslumaður féllst á beiðnina og kyrrsetti
upphæðina á bankareikningum Baldurs.
Baldur kærði niðurstöðuna og taldi hana ekki eiga
sér stoð í lögum. Ekkert benti til þess að hann myndi
reyna að skjóta eigum sínum undan.
Dómurinn kemst að annarri niðurstöðu. Fallast
verði á það með saksóknara að því skilyrði, að hætta
sé á að eignum verði skotið undan, þær glatist eða
rýrni, sé fullnægt í málinu.
„Við þá niðurstöðu er haft í huga að þótt segja megi
að almennt séð sé það nokk-
uð inngrip í persónuleg fjár-
mál aðila að kyrrsetja eignir
hans, má fallast á það með
varnaraðila [saksóknara] að
sú aðferð að kyrrsetja inn-
stæður á bankareikningum
sé eins væg aðferð og kost-
ur er, eins og háttar til í þessu
máli,“ segir í úrskurðinum.
Baldur hefur ákveðið að kæra
úrskurðinn til Hæstaréttar. - sh
Dómari telur hættu á að fé verði skotið undan, það glatist eða rýrni:
Eigur Baldurs áfram kyrrsettar
BALDUR GUÐLAUGSSON Hæstiréttur
hefur þegar kveðið upp úr með
það að rannsókn á máli
Baldurs skuli ekki hætt.
HEILBRIGÐISMÁL Heimafæðingar
hér á landi hafa í áratugi ekki
verið eins margar og í fyrra. Árið
2009 fæddust
89 börn í skjóli
heimilis síns.
Það er 46 pró-
senta aukn-
ing frá árinu
2008, þegar 61
barn fæddist
heima. Nú eru
heimafæðingar
um tvö prósent
af heildarfjölda
fæðinga.
Áslaug Hauksdóttir heimafæð-
ingarljósmóðir hefur tekið á móti
nær helmingi þeirra barna sem
fæðst hafa heima á undanförnum
þrettán árum, eða 214 af 447
börnum. Hún skýrir aukningu
heimafæðinga fyrst og fremst
með upplýstari umræðu kvenna í
milli. - hhs / sjá síðu 30
Í fyrra fæddust 89 börn heima:
Mikil aukning
heimafæðinga
ÁSLAUG
HAUKSDÓTTIR
DÓMSMÁL Fjórir karlmenn hafa
verið dæmdir í níu mánaða fang-
elsi, þar af sex skilorðsbundna,
fyrir fólskulega líkamsárás og
innbrot haustið 2008. Mennirn-
ir, sem allir eru Lettar, ruddust
grímuklæddir inn í íbúðarhús
við Hverfisgötu að kvöldi laugar-
dags 25. október. Þar réðust þeir
á fjóra samlanda sína.
Ofbeldismennirnir, sem allir
eru á þrítugsaldri, skipuðu
mönnunum fjórum að leggjast í
gólfið áður en þeir hófu að berja
þá ítrekað með krepptum hnef-
um og billjardkjuðum í líkama
og höfuð.
Tveir þeirra sem ráðist var á
voru fluttir á slysadeild. Hinir
tveir voru einnig með áverka.
Einn mannanna fór fram á 400
þúsund krónur í skaðabætur en
hann fékk dæmdar 300 þúsund
krónur. - jss
Fjórir fengu níu mánuði:
Dæmdir fyrir
hrottalega árás
SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, leggur á næstu dögum
fram frumvarp á Alþingi um
breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða þar sem gert er ráð
fyrir að strandveiðar verði lög-
festar. Fyrirkomulag veiðanna
verður að mestu leyti það sama
og í fyrrasumar.
Í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að strandveiðar muni eink-
um takmarkast af þeim afla-
heimildum sem ráðstafað er sér-
staklega til veiðanna, eða allt að
sex þúsund lestum af óslægðum
botnfiski í stað 3.995 lesta af
þorski auk annarra tegunda
líkt og var á síðasta ári. Gert er
ráð fyrir að veiðitímabilið verði
fjórir mánuðir frá maí að telja.
- shá
Umdeilt frumvarp:
Strandveiðar
bundnar í lög
DÓMSMÁL Íslenska gámafélagið
hefur kært Sorpstöð Suðurlands
fyrir brot á bæði samkeppnislög-
um og stjórnsýslulögum.
Jón Frantzson, forstjóri Íslenska
gámafélagsins, segir í grein í Sunn-
lenska fréttablaðinu að aðgerðar-
leysi Sorpstöðvarinnar í að finna
nýjan sorpurðunarstað hafi í för
með sér gríðarlegan kostnaðar-
auka fyrir íbúa og fyrirtæki á
starfssviði stöðvarinnar. Eftir að
Íslenska gámafélagið (ÍG) hafi
kært Sorpstöðina fyrir meinta
ólöglega samkeppni hafi sveitar-
félagið Árborg sagt upp sammingi
um sorphirðu við ÍG.
„Við kærðum Sorpstöð Suður-
lands og Sorpu fyrir samning
sem þessir aðilar gerðu sín á
milli til samkeppniseftirlitsins
og til ráðuneytis sveitarstjórn-
armála. Þeir gera samning sín á
milli um að úrgangur sem fellur
til á Suðurlandi komi til urðunar á
Álfsnesi. Það sem við finnum að er
lítil klausa um að Sorpstöð Suður-
lands verði að koma með allan
endurvinnanlegan úrgang af svæð-
inu líka til Sorpu, annars fái þeir
ekki að urða,“ útskýrir Jón fyrir
Fréttablaðinu. ÍG hefur einmitt
verið að reisa umhleðslustöð fyrir
endurvinnanlegan úrgang og hugð-
ist nýta það sem til fellur á Suður-
landi. Þrjú sveitarfélög á svæðinu
hafi samning við ÍG um að selja
fyrirtækinu allan endurnýjanleg-
an úrgang. „Það átti að neita þeim
um að urða ruslið í Álfsnesi. Niður-
staðan var sú að það var lagður á
321 krónu nefskattur á hvern íbúa
þessara sveitarfélaga svo þau fái
að urða í Álfsnesi. Þarna er verið
að refsa þeim þremur sveitarfélög-
um á Suðurlandi sem er langlengst
komin í að flokka úrgang,“ segir
forstjóri ÍG.
Jón er afar gagnrýninn á að
Sorpstöð Suðurlands skuli ekki
hafa brugðist við fyrirsjáanlegri
lokun urðunarstaðar í Kirkjuferju-
hjáleigu hinn 1. desember síðast-
liðinn. Lokunin hafi verið löngu
ljós. „Samt sem áður var getu-
leysi þeirra sem fóru með málefni
Sorpstöðvar Suðurlands slíkt að
ekkert var búið að gera í málinu
og engar lausnir búið að kanna og
fyrir þau mistök þurfum við að
greiða með dýrustu urðunargjöld-
um á landinu og flutningum yfir
Hellisheiði,“ skrifar Jón í Sunn-
lenska fréttablaðið. Hann kveður
nýja fyrirkomulagið hafa allt að
sexfaldað urðunarkostnað fyrir-
tækja á Suðurlandi. Ekki náðist
í gær í Guðmundur Tr. Ólafsson,
framkvæmdastjóra Sorpstöðvar
Suðurlands. gar@frettabladid.is
Sorpstöðin kærð og
sökuð um getuleysi
Forstjóri Íslenska gámafélagsins segir aðgerðaleysi Sorpstöðvar Suðurlands í að
finna nýjan urðunarstað fyrir sorp dýrkeypt. Gámafélagið kærði Sorpstöðina
og Sorpu vegna samnings þeirra um urðun á sunnlenskum úrgangi í Reykjavík.
JÓN ÞÓRIR FRANTZSON Forstjóri Íslenska gámafélagsins ber þungar sakir á forsvars-
menn Sorpstöðvar Suðurlands sem er í eigu sveitarfélaga á svæðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það sem við finnum að
er lítil klausa um að Sorp-
stöð Suðurlands verði að koma
með allan endurvinnanlegan
úrgang af svæðinu líka til Sorpu,
annars fái þeir ekki að urða.
JÓN ÞÓRIR FRANTZSON
FORSTJÓRI ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGSINS
VIÐSKIPTI Sveitarfélögin Djúpi-
vogur og Vopnafjörður ætla að
kæra stjórnendur fjárfesting-
arfélagsins Giftar til ríkissak-
sóknara fyrir umboðssvik. Þetta
kom fram í fréttum Stöðvar 2 í
gær.
Fjárfestingarfélagið Gift var
stofnað utan um eignir Sam-
vinnutrygginga árið 2007.
Fimmtíu þúsund manns áttu
eignarrétt í félaginu í ljósi þess
að þeir greiddu tryggingar í ára-
vís. Eignir félagsins brunnu inni
í bankahruninu og tap félagsins
fyrir árið 2008 var 58 milljarðar
króna. Ljóst er að stjórnendur
félagsins stýrðu því án umboðs.
Sveitarstjórnir í hart:
Stjórnendur
Giftar kærðir
SPURNING DAGSINS