Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 6
6 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
SKIPULAGSMÁL „Það er mikilvægt, ef af verður,
að breytingarnar verði framkvæmdar af virð-
ingu við þetta merka hús,“ segir Júlíus Vífill
Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Reykja-
víkur, um ósk eiganda Heilsuverndarstöðvar-
innar á Barónsstíg að innrétta húsið sem hótel.
Júlíus bendir á að um sé að ræða atvinnu-
húsnæði í einkaeigu. „Þeir sem vilja reka
hótel í atvinnuhúsnæði hafa rétt til þess og
geta byggt umsókn um slíkt á þeim forsend-
um. Það er hálf sorglegt að svona flott hús
sem er ákveðið kennileiti hér í Reykjavík skuli
ekki vera í notkun,“ segir hann.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær
kveðst eigandi hússins, Álftavatn ehf., árang-
urslaust hafa reynt að koma því í notkun
sem læknamiðstöð og sjúkrahótel. „Auðvitað
hefði maður helst viljað sjá þetta hús í þeirri
notkun sem það var byggt fyrir – í þágu
heilbrigðisgæslu,“ segir Júlíus.
Skipulagsráð hefur ekki tekið afstöðu til
málsins. Álftvatn ehf. leggur áherslu á að
vinnslu málsins sé hraðað svo að Icelandair
Hotels geti hafið þar rekstur strax í vor en
Júlíus segir margt ógert. Við blasi að gera
þurfi miklar breytingar á innviðum hússins.
„Ég reikna með að húsafriðunarnefnd og fleiri
fagaðailar hafi áhuga á að fylgjast vel með
þessu máli. Þá verður að hafa í huga hvaða
áhrif breytt notkun geti haft á nærumhverfið,“
segir formaður skipulagsráðs. - gar
Formaður skipulagsráðs vill helst lækningastarfsemi í Heilsuverndarstöðinni:
Breytingar verði gerðar af virðingu
NÝTT HLUTVERK Á BARÓNSSTÍG? Eigandi
gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar vill
leigja hana til Icelandair Hotels.
SAMSETT MYND/FRÉTTABLAÐIÐ
N1 Deildin
KONUR
Laugardagur
Framhús
Víkin
Vodafone höll
Fram - KA/Þór
Víkingur - Fylkir
Valur - Haukar
15:00
16:00
16:00
2009 - 2010
STJÓRNSÝSLA Ríkiskaup þurfa ekki
að hætta við útboð á fjarskipta-
þjónustu fyrir Landspítalann.
Kærunefnd útboðsmála segir
Ríkiskaup hins vegar bera skaða-
bótaskyldu gagnvart Símanum
fyrir að hafa brotið á rétti fyrir-
tækisins í sams konar útboði í
fyrravetur.
Tvö tilboð bárust í fyrra útboð-
inu: frá Símanum og frá Vodafone
sem bauð lægri upphæð. Samið
var við Vodafone en Síminn
kærði það og benti á að Vodafone
hefði á þeim tíma ekki uppfyllt
skilyrði um jákvæða eiginfjár-
stöðu. Kærunefndin tók undir
það.
Í stað þess að semja þá við
Símann, sem átti hitt tilboðið,
ákváðu Ríkiskaup að efna til
nýs útboðs. Síminn kærði það
en kærunefndin segir að nýja
útboðið sé löglegt. - gar
Ekki hætt við fjarskiptaútboð:
Fær bætur en
ekki nýtt útboð
STJÓRNMÁL Mannréttindamál í
Íran voru til umfjöllunar á fundi
utanríkismálanefndar Alþingis í
gær. Komu starfsmenn utanríkis-
ráðuneytisins fyrir nefndina.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
nefndarinnar, segir líklegt að
ríkisstjórnin eða utanríkisráðu-
neytið muni í framhaldinu senda
írönskum stjórnvöldum ályktun
þar sem mannréttindabrot verði
hörmuð. „Nefndin hvetur ríkis-
stjórnina til þess,“ segir Árni.
Í Íran er fólk tekið af lífi fyrir
að mótmæla stjórnvöldum.
- bþs
Utanríkismálanefnd Alþingis:
Framferði Írana
verði mótmælt
Ramos áfram í varðhaldi
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
héraðsdóms þess efnis að brasilíski
lýtalæknirinn Hosmany Ramos skuli
sæta gæsluvarðhaldi á meðan fjallað
er um framsalsmál hans. Ekki er langt
síðan Ramos reyndi að flýja úr haldi
og hótaði fangaverði með heimatil-
búnu eggvopni.
DÓMSTÓLAR
KRÖFUR SKRÁÐAR Skilanefnd Kaup-
þings leitar eftir því að stokka upp í
kröfuhafaráði bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VIÐSKIPTI Skilanefnd Kaupþings
auglýsti í fyrradag eftir nýjum
fulltrúum í kröfuhafaráð bank-
ans. Stefnt er að því að það verði
endurnýjað í lok mánaðar, að því
er segir í tilkynningu.
Óformlegt kröfuhafaráð Kaup-
þings hefur verið starfandi frá
í nóvember 2008. Í því sitja sjö
fulltrúar fyrir hönd stærstu
kröfuhafa, lánveitenda og skulda-
bréfaeigenda.
Eftir að kröfuhafalisti lá fyrir
í lok síðasta árs var ákveðið að
stokka upp í ráðinu. Fulltrúi frá
alþjóðlegu lögmannsstofunni
Bingham er á meðal þeirra sem
sitja í kröfuhafaráðinu. - jab
Skilanefnd Kaupþings banka:
Kröfuhafaráðið
endurnýjað
DANMÖRK Fyrstu uppgjör danskra
kúabúa fyrir árið 2009 sýna
verri niðurstöðu en sést hefur í
áraraðir, að því er fram kemur á
vef Landssambands kúabænda.
Tap af rekstrinum er sagt
tæpar 1,6 milljónir danskra
króna, sem séu tæp 42 prósent af
veltu. „Þetta byggir á tölum úr
rekstri 55 kúabúa á starfssvæð-
um LRØ, LandboNord og Land-
boSyd, sem öll eru á Jótlandi,“
segir á vefnum. Tapið er að mestu
sagt vegna lágs mjólkurverðs til
framleiðenda.
Spáin fyrir þetta ár er sögð líta
mun betur út. „Mjólkurverðið er
komið í 2,22 dkk/kg, fallandi fóð-
urverð og lækkandi vextir gefa
möguleika á að lítils háttar hagn-
aður verði af búrekstrinum.“ - óká
Kúabændur í Danmörku:
Meira tap en
lengi hefur sést
STJÓRNMÁL Vinstrihreyfingin –
grænt framboð oftaldi framlög frá
einstaklingum en lét ekki getið um
framlög til flokksins frá sveitar-
félögum þegar ársreikningi 2008
var skilað til Ríkisendurskoðunar.
Fyrr í vikunni birti Ríkisendur-
skoðun útdrætti úr ársreikn-
ingum þeirra stjórnmálaflokka
sem skilað höfðu upplýsingum til
stofnunarinnar. Þar kom fram að
VG hefði engar tekjur fengið frá
sveitarfélögum.
Þó er sveitarfélögum með fleiri
en 500 íbúa skylt að styðja stjórn-
málaflokka, sem fengið hafa meira
en 5 prósent atkvæða í sveitar-
stjórnarkosningum, samkvæmt
lögum sem sett voru 2006.
Í reikningum Samfylkingarinn-
ar kemur fram að sá flokkur hafði
rúmlega 15 milljónir króna í tekjur
frá sveitarfélögum en Framsókn-
arflokkurinn tæpar 5 milljónir.
„Það urðu mistök hjá VG, þeir
blönduðu þessu saman við framlög
frá einstaklingum,“ segir Lárus
Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá
Ríkisendurskoðun. Hann segir að
Ríkisendurskoðun muni senda frá
sér leiðréttingu vegna reiknings
VG þegar upplýsingar hafa borist
frá flokknum.
Aðspurður sagði Lárus að vænt-
anlega hefði VG átt að færa „ein-
hverjar milljónir“ sem tekjur frá
sveitarfélögunum.
Lárus segir að fjárhæð styrkj-
anna séu alfarið á valdi hverr-
ar sveitarstjórnar. Hins vegar
sé sveitarfélögum skylt að dreifa
framlögum jafnt á flokkana í
hlutfalli við atkvæðamagn þeirra.
VG gaf upp 18,7 milljóna króna
tekjur frá einstaklingum, þar með
talin félagsgjöld. Samfylkingin
gaf upp 17 milljóna króna tekjur
frá einstaklingum og Framsóknar-
flokkurinn 10,6 milljónir.
Árið 2007 gaf VG upp 7,7 millj-
ónir króna í tekjur frá sveitar-
félögum en 9,8 milljónir frá
einstaklingum.
Drífa Snædal, framkvæmda-
stjóri VG, staðfesti við Frétta-
blaðið að flokkurinn hefði fengið
styrki frá sveitarfélögum. Sum
aðildarfélög hefðu ekki aðgreint
þau frá öðrum framlögum. Verið
sé að vinna að leiðréttingu. Styrk-
urinn frá Reykjavíkurborg nam 4-
5 milljónum króna, að sögn Drífu,
en mun lægri fjárhæðir komu frá
öðrum sveitarfélögum. Samkvæmt
upplýsingum frá Hafnarfirði fékk
VG þaðan um 543.850 krónur en
framlagið frá Mosfellsbæ var
rúmar 182.000 krónur.
peturg@frettabladid.is
Villa í reikningi VG
VG láðist að telja fram styrki frá sveitarfélögum í ársreikningi 2008. Flokkurinn
fékk um 5 milljónir frá Reykjavíkurborg og hálfa frá Hafnarfirði. Sveitarfélög-
um skylt að styrkja flokka sem fá yfir 5 prósent atkvæða í hlutfalli við atkvæði.
5. gr. Framlög til stjórnmálasam-
taka frá sveitarfélögum.
Sveitarfélögum með fleiri en 500
íbúa er skylt, en öðrum sveitarfé-
lögum heimilt, að veita stjórnmála-
samtökum, sem fengið hafa a.m.k.
einn mann kjörinn í sveitarstjórn
eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í
næstliðnum sveitarstjórnarkosning-
um, fjárframlög til starfsemi sinnar.
Ákvörðun um slík framlög tekur
sveitarstjórn samhliða samþykkt
fjárhagsáætlunar. Fjárhæðinni skal
úthlutað í hlutfalli við atkvæða-
magn.
LÖG UM FJÁRMÁL STJÓRNMÁLASAMTAKA
EKKI AÐGREINT Framkvæmdastjóri VG segir að einstaka aðildarfélög hafi skellt
saman framlögum frá sveitarfélögum og öðrum framlögum. Unnið er að leiðréttingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON
STYRKIR TIL FLOKKANNA
2008*
Hafnarfjörður 4.250.000
Garðabær 3.500.000
Mosfellsbær 1.500.000
Kópavogur 0
Reykjavík svar barst ekki
*heildarstyrkir skv. svörum við fyrirspurn um
styrki skv. lögum um fjármál flokkanna, sem
send var til þessara sveitarfélaga
5. febrúar 2010.
DÓMSMÁL Brot karlmanns sem situr
í gæsluvarðhaldi vegna gruns um
gróf kynferðisbrot gegn fjórum
unglingsstúlkum, sem hann kynnt-
ist í gegnum Facebook, varða allt
að sextán ára fangelsi.
Hæstiréttur staðfesti í gær
úrskurð héraðsdóms þess efnis að
maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi
til 3. mars. Þrjú þessara brota eru
komin til ríkissaksóknara og hið
fjórða á leiðinni. Að auki hefur
ríksisaksóknari til meðferðar
mál er varðar vörslu mannsins á
barnaklámi.
Kynferðisbrotamál mannsins
gegn stúlkunum fjórum komu
til kasta lögreglu í árslok 2009
með stuttu millibili og eiga það
sammerkt að meintir brotaþolar
eru ungar stúlkur undir lögaldri,
þar af tvær undir kynferðisleg-
um lögaldri. Lögreglan lítur málið
mjög alvarlegum augum enda
hafi maðurinn yfirburði í aldri og
þroska fram yfir stúlkurnar. Þá
endurspegli það aukinn ásetning
mannsins að hann láti ekki segj-
ast og hafi ekki liðið nema vika frá
því að ákærði hafi verið yfirheyrð-
ur vegna meints kynferðisbrots
gegn ungri stúlku og þar til hann
hafi sett sig í samband við fjórðu
stúlkuna. - jss
Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Facebook-manninum staðfestur í Hæstarétti:
Gæti fengið sextán ára fangelsi
FACEBOOK-MAÐURINN Sakborningurinn
leiddur fyrir dómara.
Verður þú vör/var við að húsa-
leiga hafi lækkað verulega?
Já 15,3%
Nei 84,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á Landhelgisgæslan að fá
aukið fjármagn til að halda úti
þyrlurekstri?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN