Fréttablaðið - 06.02.2010, Síða 12
6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
NORÐUR-ÍRLAND, AP Sambandssinnar
og lýðveldissinnar á Norður-
Írlandi náðu loks samkomulagi
í gær eftir langvinnar deilur um
framhald heimastjórnarinnar.
Samkomulagið felur í sér að
umsjón löggæslu og dómsmála
verður færð frá bresku stjórninni
til heimastjórnar Norður-Írlands
ekki síðar en 12. apríl, eins og
kaþólskir lýðveldissinnar höfðu
gert kröfu um. Nýtt ráðuneyti
dómsmála verður stofnað í þessu
skyni á Norður-Írlandi.
Í staðinn fengu sambandssinnar
því framgengt að nýtt fyrir-
komulag verður á skrúðgöngum
Óraníumanna, sem báðir aðilar
verða að koma sér saman um.
Sinn Fein, flokkur kaþólskra, hafði
hótað því að segja sig úr stjórn-
inni, sem hefði hugsanlega orðið
banabiti friðarsamkomulagsins
frá 1998. - gb
BÖRN Á HAÍTÍ Vinstra megin á myndinni er eitt af börnunum þrjátíu og þremur sem
trúboðarnir reyndu að flytja úr landi án tilskilinna pappíra. NORDICPHOTOS/AFP
HAÍTÍ, AP Tíu bandarískir trúboðar
eiga yfir höfði sér ákærur vegna
mannráns á Haítí, en þeir ætluðu
að flytja 33 börn úr landi í síðustu
viku. Lögmaður hópsins reynir að
fá níu þeirra látna lausa, en segir
leiðtoga hópsins bera alla ábyrgð.
„Ég ætla að gera allt sem ég get
til að ná þessum níu út. Þetta var
barnaskapur í þeim. Þau höfðu
ekki hugmynd um hvað var að
gerast og þau vissu ekki að þau
þyrftu opinbera pappíra til að fara
yfir landamærin. Silsby vissi það,“
segir lögmaðurinn Edwin Coq en
Laura Silsby er leiðtogi hópsins.
Trúboðarnir hugðust flytja
börnin yfir landamærin og til
Dóminíska lýðveldisins, þar sem
meiningin var að koma þeim fyrir
á hóteli sem breyta átti í heimili
fyrir munaðarlaus börn.
Að minnsta kosti tvö af hverj-
um þremur börnum úr hópnum
eiga hins vegar foreldra á lífi.
Flest koma þau úr þorpinu Celle-
bas og sumir foreldranna segjast,
í samtali við bandarísku fréttastof-
una AP, hvorki hafa getað útveg-
að börnum sínum mat né fatnað.
Trúboðarnir hafi lofað að börnin
fengju betra líf og góða menntun,
en jafnframt hafi þeir lofað að ætt-
ingjar fengju að heimsækja þau.
Þessar frásagnir foreldranna
stangast á við yfirlýsingar frá
Silsby, sem segir að börnin hafi
ýmist komið frá heimilum munað-
arlausra barna sem eyðilögðust í
jarðskjálftanum, eða fjarskyldir
ættingjar hafi afhent þau.
Aðstandendur trúboðanna tíu
segjast sannfærðir um að þeir hafi
haft gott eitt í huga.
Silsby hófst handa strax síðasta
sumar við að breyta umræddu
hóteli í heimili fyrir munaðarlaus
börn. Þegar jarðskjálftinn reið
yfir 12. janúar fékk hún trúfélaga
sína til að slást í för með sér til að
ná í börnin, sem eru á aldrinum
tveggja til tólf ára.
Flestir eru trúboðarnir úr tveim-
ur kirkjusöfnuðum baptista í Idaho
í Bandaríkjunum. Hópurinn seg-
ist hafa ætlað að bjarga munaðar-
lausum börnum frá Haítí, þar sem
munaðarlaus börn töldust vera 380
þúsund fyrir jarðskjálftann, sam-
kvæmt tölum frá Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna.
Trúboðarnir voru hverjir fyrir
sig ákærðir fyrir bæði mannrán
og aðild að glæp. Þeir gætu átt yfir
höfði sér allt að fimmtán ár í fang-
elsi. Dómari fær málið til meðferð-
ar og úrskurðar er að vænta innan
þriggja mánaða.
gudsteinn@frettabladid.is
Flest börnin
áttu foreldra
Bandarísku trúboðarnir, sem handteknir voru fyrir
viku, hafa verið ákærðir fyrir mannrán á Haíti. Lög-
maður hópsins segir leiðtoga hans bera alla ábyrgð.
GERRY ADAMS Leiðtogi Sinn Fein blaðar
í samningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Samkomulag tókst á Norður-Írlandi:
Stjórninni bjargað
LAURA SILSBY Leiðtogi trúboðahópsins
sem nú situr í fangelsi. NORDICPHOTOS/AFP
Viltu verða dagforeldri
í Reykjavík?
Leitað er eftir dagforeldrum til starfa í
Reykjavík, sérstaklega í Vesturbæ, Miðborg,
Hlíðum og Laugardal.
Allar upplýsingar fást hjá daggæsluráðgjöfum í
þjónustumiðstöðvum borgarinnar í síma 411 1111
Næsta réttindanámskeið fyrir verðandi dag-
foreldra verður haldið hjá Námsfl okkum
Hafnarfjarðar 27. febrúar.
Nánari upplýsingar í síma 664-5510/ 585-5860.
VIÐVÖRUN
Þið verðið að hakka verðið
til að geta lakkað það aftur.
Vera með afslátt og tilboð og
útrýmingarsölu og lúðrasveit
fyrir utan og svoleiðis. Það
bara svínvirkar.